Leigubílstjóri City Taxi grunaður og tekinn úr umferð Ólafur Björn Sverrisson skrifar 17. febrúar 2024 18:51 Tveir karlmenn hafa réttarstöðu sakbornings í málinu, annar þeirra er leigubílstjóri. vísir/vilhelm Leigubílstjórinn sem grunaður er um nauðgun í byrjun febrúar, var skráður hjá leigubílastöðinni City Taxi. Að sögn framkvæmdastjóra fyrirtækisins er viðkomandi ekki lengur að keyra farþega. „Ég er búinn að senda Samgöngustofu tilkynningu um að hann sé ekki lengur starfandi hjá stöðinni,“ segir Sigtryggur Arnar Magnússon, framkvæmdastjóri City Taxi, í samtali við Vísi. Sigtryggur Arnar Magnússon er framkvæmdastjóri City Taxi.Vísir Varað var við því í dag og í gær, meðal annars á Facebook-hópi leigubílstjóra, að hinn grunaði væri enn að keyra farþega. Sigtryggur Arnar kveðst hafa fengið það staðfest síðdegis í dag að umræddur leigubílstjóri væri vissulega á vegum City Taxi. Sigtryggur Arnar er gagnrýninn á kerfið sem geri stöðvum ekki viðvart ef bílstjóri reynist grunaður um kynferðisbrot. „Ég útilokaði eins og ég gat að þessi bílstjóri væri frá mér. Þegar lögregla fær að vita að þetta sé leigubílstjóri á okkar vegum, þá virkar kerfið þannig að þau mega ekki gera mér viðvart. Honum er síðan hleypt út þar sem hann heldur áfram að keyra saklaust fólk. Þetta er bara klikkun,“ segir Sigtryggur og vill meina að um nýnæmi sé að ræða í nýsamþykktum lögum um leigubifreiðar. „Við eigum bara að geta sent börnin okkar í hvaða leigubíl sem er og ekki að hafa áhyggjur af þessu,“ bætir Sigtryggur við. Þórhildur Elín Elínardóttir samskiptastjóri Samgöngustofu segir í samtali við fréttastofu að það hafi hvorki verið þannig í gömlu né nýju lögunum að öllum aðilum sé gert viðvart þegar leigubílstjóri er grunaður um afbrot. Greint var frá málinu fyrr í vikunni og kom þá fram að tveir karlmenn væru með stöðu sakbornings í málinu, annar þeirra leigubílstjóri af erlendu bergi brotinn. Leigubílar Lögreglumál Kynferðisofbeldi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira
„Ég er búinn að senda Samgöngustofu tilkynningu um að hann sé ekki lengur starfandi hjá stöðinni,“ segir Sigtryggur Arnar Magnússon, framkvæmdastjóri City Taxi, í samtali við Vísi. Sigtryggur Arnar Magnússon er framkvæmdastjóri City Taxi.Vísir Varað var við því í dag og í gær, meðal annars á Facebook-hópi leigubílstjóra, að hinn grunaði væri enn að keyra farþega. Sigtryggur Arnar kveðst hafa fengið það staðfest síðdegis í dag að umræddur leigubílstjóri væri vissulega á vegum City Taxi. Sigtryggur Arnar er gagnrýninn á kerfið sem geri stöðvum ekki viðvart ef bílstjóri reynist grunaður um kynferðisbrot. „Ég útilokaði eins og ég gat að þessi bílstjóri væri frá mér. Þegar lögregla fær að vita að þetta sé leigubílstjóri á okkar vegum, þá virkar kerfið þannig að þau mega ekki gera mér viðvart. Honum er síðan hleypt út þar sem hann heldur áfram að keyra saklaust fólk. Þetta er bara klikkun,“ segir Sigtryggur og vill meina að um nýnæmi sé að ræða í nýsamþykktum lögum um leigubifreiðar. „Við eigum bara að geta sent börnin okkar í hvaða leigubíl sem er og ekki að hafa áhyggjur af þessu,“ bætir Sigtryggur við. Þórhildur Elín Elínardóttir samskiptastjóri Samgöngustofu segir í samtali við fréttastofu að það hafi hvorki verið þannig í gömlu né nýju lögunum að öllum aðilum sé gert viðvart þegar leigubílstjóri er grunaður um afbrot. Greint var frá málinu fyrr í vikunni og kom þá fram að tveir karlmenn væru með stöðu sakbornings í málinu, annar þeirra leigubílstjóri af erlendu bergi brotinn.
Leigubílar Lögreglumál Kynferðisofbeldi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira