Náttúruvernd og hálendisþjóðgarður Kolbrún Haraldsdóttir skrifar 17. febrúar 2024 12:00 Sífellt verður ágangur orkufyrirtækja á náttúruna meiri og engu til sparað til að sannfæra almenning um hversu mikil orkuþörfin er, þrátt fyrir að sýnt hafi verið fram á annað auk þess sem óljóst er hvar og hvernig nota eigi orkuna. Forgangsröðun á nýtingu orku og bætt dreifikerfi til að sporna við hverskonar óhóflegum virkjanaframkvæmdum er ekki vinsælt í eyrum þeirra sem sífellt vilja virkja meira á kostnað náttúrunnar. Það verður að sporna við þessari þróun og þar geta allir lagt sitt á vogarskálarnar. Við, almenningur í landinu, getum haft áhrif með ýmsum hætti. Við getum tekið þátt í umræðunni, komið skoðunum okkar á framfæri og haft áhrif t.d. með því að vera virk í umhverfisverndarsamtökum og stutt við þeirra starfsemi. Það þarf að sameina málsvara náttúrunnar og í krafti þeirrar sameiningar erum við svo miklu sterkari. Í lögum um náttúruvernd nr. 60/2013 kemur fram að markmið laganna sé að vernda til framtíðar fjölbreytni íslenskrar náttúru m.a. líffræðilega og jarðfræðilega fjölbreytni og fjölbreytt landslag. Þar eru einnig greinar er varða friðlýsingar óbyggðra víðerna og að friðlýsa má sem þjóðgarða stór náttúrusvæði sem eru lítt snortin og hafa að geyma sérstætt eða dæmigert lífríki, jarðmynjar og/eða landslag. Þar kemur fram að friðlýsingin skal miða að því að vernda heildstæð náttúruleg vistkerfi, jarðmynjar, landslag og menningarminjar sem einkenna svæðið og tryggja aðgang almennings að því til útivistar og til þess að kynnast náttúru og sögu svæðisins. Of langt mál væri að kafa djúpt í þessi lög hér en ég tel að þessi lög um náttúruvernd væru prýðileg umgjörð um stofnun hálendisþjóðgarðs. Ég tel að með stofnun hálendisþjóðgarðs sé náttúrunni á hálendinu best borgið á heildina litið þar sem þá myndi skapast yfirsýn og samræming á verkferlum og vinnubrögðum hringinn í kringum landið. Þjóðgarði myndi fylgja aukin náttúruvernd, umsjón með viðkvæmum svæðum og stýring á álagi. Þjóðgarðar eru til vítt og breytt um heiminn og hafa gefist vel, bæði til verndar og nýtingar og ættum við að horfa til þeirrar góðu reynslu. Okkur ber skylda til að vernda náttúruna, nýta hóflega og skila henni til komandi kynslóða þannig að sómi sé að. Ákvarðanir sem við tökum í dag skipta máli og hafa áhrif á það hvernig arfleifð við skilum til okkar afkomenda. Ég vil trúa því að í umhverfis-orku og loftslagsráðuneyti sitji ráðherra sem hafi ríkan vilja til að gera vel í náttúruvernd og að hann geri sér grein fyrir hve tíminn sé naumur til að bjarga ómetanlegum ósnortnum víðernum og náttúruperlum á hálendinu. Fórnarkostnaður þess að gera ekkert í málunum yrði mikill og óafturkræfur. Að því sögðu hvet ég ráðherrann til að standa við og hefja nú þegar vinnu við stofnun þjóðgarðs á þegar friðlýstum svæðum og jöklum á þjóðlendum á hálendinu eins og kveðið er á um í stjórnarsáttmála frá 2021. Ég er þess fullviss að það stendur ekki á náttúruverndarsamtökum um allt land að taka þátt í þeirri vinnu auk þess sem ég trúi því að sveitarfélög, ferðaþjónustuaðilar, aðrir hagsmunaaðilar og almenningur myndu leggja sitt af mörkum. Varla þarf að brýna ríkisstjórnarflokkana þar sem þeir standa sameiginlega að sáttmálanum. Samtal allra aðila og yfirveguð umræða er lykilatriði til að slík vinna skili farsælli niðurstöðu. Höfundur er þroskaþjálfi og sérkennari auk þess að vera félagi í náttúruverndarsamtökum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Þjóðgarðar Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Sífellt verður ágangur orkufyrirtækja á náttúruna meiri og engu til sparað til að sannfæra almenning um hversu mikil orkuþörfin er, þrátt fyrir að sýnt hafi verið fram á annað auk þess sem óljóst er hvar og hvernig nota eigi orkuna. Forgangsröðun á nýtingu orku og bætt dreifikerfi til að sporna við hverskonar óhóflegum virkjanaframkvæmdum er ekki vinsælt í eyrum þeirra sem sífellt vilja virkja meira á kostnað náttúrunnar. Það verður að sporna við þessari þróun og þar geta allir lagt sitt á vogarskálarnar. Við, almenningur í landinu, getum haft áhrif með ýmsum hætti. Við getum tekið þátt í umræðunni, komið skoðunum okkar á framfæri og haft áhrif t.d. með því að vera virk í umhverfisverndarsamtökum og stutt við þeirra starfsemi. Það þarf að sameina málsvara náttúrunnar og í krafti þeirrar sameiningar erum við svo miklu sterkari. Í lögum um náttúruvernd nr. 60/2013 kemur fram að markmið laganna sé að vernda til framtíðar fjölbreytni íslenskrar náttúru m.a. líffræðilega og jarðfræðilega fjölbreytni og fjölbreytt landslag. Þar eru einnig greinar er varða friðlýsingar óbyggðra víðerna og að friðlýsa má sem þjóðgarða stór náttúrusvæði sem eru lítt snortin og hafa að geyma sérstætt eða dæmigert lífríki, jarðmynjar og/eða landslag. Þar kemur fram að friðlýsingin skal miða að því að vernda heildstæð náttúruleg vistkerfi, jarðmynjar, landslag og menningarminjar sem einkenna svæðið og tryggja aðgang almennings að því til útivistar og til þess að kynnast náttúru og sögu svæðisins. Of langt mál væri að kafa djúpt í þessi lög hér en ég tel að þessi lög um náttúruvernd væru prýðileg umgjörð um stofnun hálendisþjóðgarðs. Ég tel að með stofnun hálendisþjóðgarðs sé náttúrunni á hálendinu best borgið á heildina litið þar sem þá myndi skapast yfirsýn og samræming á verkferlum og vinnubrögðum hringinn í kringum landið. Þjóðgarði myndi fylgja aukin náttúruvernd, umsjón með viðkvæmum svæðum og stýring á álagi. Þjóðgarðar eru til vítt og breytt um heiminn og hafa gefist vel, bæði til verndar og nýtingar og ættum við að horfa til þeirrar góðu reynslu. Okkur ber skylda til að vernda náttúruna, nýta hóflega og skila henni til komandi kynslóða þannig að sómi sé að. Ákvarðanir sem við tökum í dag skipta máli og hafa áhrif á það hvernig arfleifð við skilum til okkar afkomenda. Ég vil trúa því að í umhverfis-orku og loftslagsráðuneyti sitji ráðherra sem hafi ríkan vilja til að gera vel í náttúruvernd og að hann geri sér grein fyrir hve tíminn sé naumur til að bjarga ómetanlegum ósnortnum víðernum og náttúruperlum á hálendinu. Fórnarkostnaður þess að gera ekkert í málunum yrði mikill og óafturkræfur. Að því sögðu hvet ég ráðherrann til að standa við og hefja nú þegar vinnu við stofnun þjóðgarðs á þegar friðlýstum svæðum og jöklum á þjóðlendum á hálendinu eins og kveðið er á um í stjórnarsáttmála frá 2021. Ég er þess fullviss að það stendur ekki á náttúruverndarsamtökum um allt land að taka þátt í þeirri vinnu auk þess sem ég trúi því að sveitarfélög, ferðaþjónustuaðilar, aðrir hagsmunaaðilar og almenningur myndu leggja sitt af mörkum. Varla þarf að brýna ríkisstjórnarflokkana þar sem þeir standa sameiginlega að sáttmálanum. Samtal allra aðila og yfirveguð umræða er lykilatriði til að slík vinna skili farsælli niðurstöðu. Höfundur er þroskaþjálfi og sérkennari auk þess að vera félagi í náttúruverndarsamtökum.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun