Náttúruvernd og hálendisþjóðgarður Kolbrún Haraldsdóttir skrifar 17. febrúar 2024 12:00 Sífellt verður ágangur orkufyrirtækja á náttúruna meiri og engu til sparað til að sannfæra almenning um hversu mikil orkuþörfin er, þrátt fyrir að sýnt hafi verið fram á annað auk þess sem óljóst er hvar og hvernig nota eigi orkuna. Forgangsröðun á nýtingu orku og bætt dreifikerfi til að sporna við hverskonar óhóflegum virkjanaframkvæmdum er ekki vinsælt í eyrum þeirra sem sífellt vilja virkja meira á kostnað náttúrunnar. Það verður að sporna við þessari þróun og þar geta allir lagt sitt á vogarskálarnar. Við, almenningur í landinu, getum haft áhrif með ýmsum hætti. Við getum tekið þátt í umræðunni, komið skoðunum okkar á framfæri og haft áhrif t.d. með því að vera virk í umhverfisverndarsamtökum og stutt við þeirra starfsemi. Það þarf að sameina málsvara náttúrunnar og í krafti þeirrar sameiningar erum við svo miklu sterkari. Í lögum um náttúruvernd nr. 60/2013 kemur fram að markmið laganna sé að vernda til framtíðar fjölbreytni íslenskrar náttúru m.a. líffræðilega og jarðfræðilega fjölbreytni og fjölbreytt landslag. Þar eru einnig greinar er varða friðlýsingar óbyggðra víðerna og að friðlýsa má sem þjóðgarða stór náttúrusvæði sem eru lítt snortin og hafa að geyma sérstætt eða dæmigert lífríki, jarðmynjar og/eða landslag. Þar kemur fram að friðlýsingin skal miða að því að vernda heildstæð náttúruleg vistkerfi, jarðmynjar, landslag og menningarminjar sem einkenna svæðið og tryggja aðgang almennings að því til útivistar og til þess að kynnast náttúru og sögu svæðisins. Of langt mál væri að kafa djúpt í þessi lög hér en ég tel að þessi lög um náttúruvernd væru prýðileg umgjörð um stofnun hálendisþjóðgarðs. Ég tel að með stofnun hálendisþjóðgarðs sé náttúrunni á hálendinu best borgið á heildina litið þar sem þá myndi skapast yfirsýn og samræming á verkferlum og vinnubrögðum hringinn í kringum landið. Þjóðgarði myndi fylgja aukin náttúruvernd, umsjón með viðkvæmum svæðum og stýring á álagi. Þjóðgarðar eru til vítt og breytt um heiminn og hafa gefist vel, bæði til verndar og nýtingar og ættum við að horfa til þeirrar góðu reynslu. Okkur ber skylda til að vernda náttúruna, nýta hóflega og skila henni til komandi kynslóða þannig að sómi sé að. Ákvarðanir sem við tökum í dag skipta máli og hafa áhrif á það hvernig arfleifð við skilum til okkar afkomenda. Ég vil trúa því að í umhverfis-orku og loftslagsráðuneyti sitji ráðherra sem hafi ríkan vilja til að gera vel í náttúruvernd og að hann geri sér grein fyrir hve tíminn sé naumur til að bjarga ómetanlegum ósnortnum víðernum og náttúruperlum á hálendinu. Fórnarkostnaður þess að gera ekkert í málunum yrði mikill og óafturkræfur. Að því sögðu hvet ég ráðherrann til að standa við og hefja nú þegar vinnu við stofnun þjóðgarðs á þegar friðlýstum svæðum og jöklum á þjóðlendum á hálendinu eins og kveðið er á um í stjórnarsáttmála frá 2021. Ég er þess fullviss að það stendur ekki á náttúruverndarsamtökum um allt land að taka þátt í þeirri vinnu auk þess sem ég trúi því að sveitarfélög, ferðaþjónustuaðilar, aðrir hagsmunaaðilar og almenningur myndu leggja sitt af mörkum. Varla þarf að brýna ríkisstjórnarflokkana þar sem þeir standa sameiginlega að sáttmálanum. Samtal allra aðila og yfirveguð umræða er lykilatriði til að slík vinna skili farsælli niðurstöðu. Höfundur er þroskaþjálfi og sérkennari auk þess að vera félagi í náttúruverndarsamtökum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Þjóðgarðar Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Sífellt verður ágangur orkufyrirtækja á náttúruna meiri og engu til sparað til að sannfæra almenning um hversu mikil orkuþörfin er, þrátt fyrir að sýnt hafi verið fram á annað auk þess sem óljóst er hvar og hvernig nota eigi orkuna. Forgangsröðun á nýtingu orku og bætt dreifikerfi til að sporna við hverskonar óhóflegum virkjanaframkvæmdum er ekki vinsælt í eyrum þeirra sem sífellt vilja virkja meira á kostnað náttúrunnar. Það verður að sporna við þessari þróun og þar geta allir lagt sitt á vogarskálarnar. Við, almenningur í landinu, getum haft áhrif með ýmsum hætti. Við getum tekið þátt í umræðunni, komið skoðunum okkar á framfæri og haft áhrif t.d. með því að vera virk í umhverfisverndarsamtökum og stutt við þeirra starfsemi. Það þarf að sameina málsvara náttúrunnar og í krafti þeirrar sameiningar erum við svo miklu sterkari. Í lögum um náttúruvernd nr. 60/2013 kemur fram að markmið laganna sé að vernda til framtíðar fjölbreytni íslenskrar náttúru m.a. líffræðilega og jarðfræðilega fjölbreytni og fjölbreytt landslag. Þar eru einnig greinar er varða friðlýsingar óbyggðra víðerna og að friðlýsa má sem þjóðgarða stór náttúrusvæði sem eru lítt snortin og hafa að geyma sérstætt eða dæmigert lífríki, jarðmynjar og/eða landslag. Þar kemur fram að friðlýsingin skal miða að því að vernda heildstæð náttúruleg vistkerfi, jarðmynjar, landslag og menningarminjar sem einkenna svæðið og tryggja aðgang almennings að því til útivistar og til þess að kynnast náttúru og sögu svæðisins. Of langt mál væri að kafa djúpt í þessi lög hér en ég tel að þessi lög um náttúruvernd væru prýðileg umgjörð um stofnun hálendisþjóðgarðs. Ég tel að með stofnun hálendisþjóðgarðs sé náttúrunni á hálendinu best borgið á heildina litið þar sem þá myndi skapast yfirsýn og samræming á verkferlum og vinnubrögðum hringinn í kringum landið. Þjóðgarði myndi fylgja aukin náttúruvernd, umsjón með viðkvæmum svæðum og stýring á álagi. Þjóðgarðar eru til vítt og breytt um heiminn og hafa gefist vel, bæði til verndar og nýtingar og ættum við að horfa til þeirrar góðu reynslu. Okkur ber skylda til að vernda náttúruna, nýta hóflega og skila henni til komandi kynslóða þannig að sómi sé að. Ákvarðanir sem við tökum í dag skipta máli og hafa áhrif á það hvernig arfleifð við skilum til okkar afkomenda. Ég vil trúa því að í umhverfis-orku og loftslagsráðuneyti sitji ráðherra sem hafi ríkan vilja til að gera vel í náttúruvernd og að hann geri sér grein fyrir hve tíminn sé naumur til að bjarga ómetanlegum ósnortnum víðernum og náttúruperlum á hálendinu. Fórnarkostnaður þess að gera ekkert í málunum yrði mikill og óafturkræfur. Að því sögðu hvet ég ráðherrann til að standa við og hefja nú þegar vinnu við stofnun þjóðgarðs á þegar friðlýstum svæðum og jöklum á þjóðlendum á hálendinu eins og kveðið er á um í stjórnarsáttmála frá 2021. Ég er þess fullviss að það stendur ekki á náttúruverndarsamtökum um allt land að taka þátt í þeirri vinnu auk þess sem ég trúi því að sveitarfélög, ferðaþjónustuaðilar, aðrir hagsmunaaðilar og almenningur myndu leggja sitt af mörkum. Varla þarf að brýna ríkisstjórnarflokkana þar sem þeir standa sameiginlega að sáttmálanum. Samtal allra aðila og yfirveguð umræða er lykilatriði til að slík vinna skili farsælli niðurstöðu. Höfundur er þroskaþjálfi og sérkennari auk þess að vera félagi í náttúruverndarsamtökum.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun