Náttúruvernd og hálendisþjóðgarður Kolbrún Haraldsdóttir skrifar 17. febrúar 2024 12:00 Sífellt verður ágangur orkufyrirtækja á náttúruna meiri og engu til sparað til að sannfæra almenning um hversu mikil orkuþörfin er, þrátt fyrir að sýnt hafi verið fram á annað auk þess sem óljóst er hvar og hvernig nota eigi orkuna. Forgangsröðun á nýtingu orku og bætt dreifikerfi til að sporna við hverskonar óhóflegum virkjanaframkvæmdum er ekki vinsælt í eyrum þeirra sem sífellt vilja virkja meira á kostnað náttúrunnar. Það verður að sporna við þessari þróun og þar geta allir lagt sitt á vogarskálarnar. Við, almenningur í landinu, getum haft áhrif með ýmsum hætti. Við getum tekið þátt í umræðunni, komið skoðunum okkar á framfæri og haft áhrif t.d. með því að vera virk í umhverfisverndarsamtökum og stutt við þeirra starfsemi. Það þarf að sameina málsvara náttúrunnar og í krafti þeirrar sameiningar erum við svo miklu sterkari. Í lögum um náttúruvernd nr. 60/2013 kemur fram að markmið laganna sé að vernda til framtíðar fjölbreytni íslenskrar náttúru m.a. líffræðilega og jarðfræðilega fjölbreytni og fjölbreytt landslag. Þar eru einnig greinar er varða friðlýsingar óbyggðra víðerna og að friðlýsa má sem þjóðgarða stór náttúrusvæði sem eru lítt snortin og hafa að geyma sérstætt eða dæmigert lífríki, jarðmynjar og/eða landslag. Þar kemur fram að friðlýsingin skal miða að því að vernda heildstæð náttúruleg vistkerfi, jarðmynjar, landslag og menningarminjar sem einkenna svæðið og tryggja aðgang almennings að því til útivistar og til þess að kynnast náttúru og sögu svæðisins. Of langt mál væri að kafa djúpt í þessi lög hér en ég tel að þessi lög um náttúruvernd væru prýðileg umgjörð um stofnun hálendisþjóðgarðs. Ég tel að með stofnun hálendisþjóðgarðs sé náttúrunni á hálendinu best borgið á heildina litið þar sem þá myndi skapast yfirsýn og samræming á verkferlum og vinnubrögðum hringinn í kringum landið. Þjóðgarði myndi fylgja aukin náttúruvernd, umsjón með viðkvæmum svæðum og stýring á álagi. Þjóðgarðar eru til vítt og breytt um heiminn og hafa gefist vel, bæði til verndar og nýtingar og ættum við að horfa til þeirrar góðu reynslu. Okkur ber skylda til að vernda náttúruna, nýta hóflega og skila henni til komandi kynslóða þannig að sómi sé að. Ákvarðanir sem við tökum í dag skipta máli og hafa áhrif á það hvernig arfleifð við skilum til okkar afkomenda. Ég vil trúa því að í umhverfis-orku og loftslagsráðuneyti sitji ráðherra sem hafi ríkan vilja til að gera vel í náttúruvernd og að hann geri sér grein fyrir hve tíminn sé naumur til að bjarga ómetanlegum ósnortnum víðernum og náttúruperlum á hálendinu. Fórnarkostnaður þess að gera ekkert í málunum yrði mikill og óafturkræfur. Að því sögðu hvet ég ráðherrann til að standa við og hefja nú þegar vinnu við stofnun þjóðgarðs á þegar friðlýstum svæðum og jöklum á þjóðlendum á hálendinu eins og kveðið er á um í stjórnarsáttmála frá 2021. Ég er þess fullviss að það stendur ekki á náttúruverndarsamtökum um allt land að taka þátt í þeirri vinnu auk þess sem ég trúi því að sveitarfélög, ferðaþjónustuaðilar, aðrir hagsmunaaðilar og almenningur myndu leggja sitt af mörkum. Varla þarf að brýna ríkisstjórnarflokkana þar sem þeir standa sameiginlega að sáttmálanum. Samtal allra aðila og yfirveguð umræða er lykilatriði til að slík vinna skili farsælli niðurstöðu. Höfundur er þroskaþjálfi og sérkennari auk þess að vera félagi í náttúruverndarsamtökum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Þjóðgarðar Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Sjá meira
Sífellt verður ágangur orkufyrirtækja á náttúruna meiri og engu til sparað til að sannfæra almenning um hversu mikil orkuþörfin er, þrátt fyrir að sýnt hafi verið fram á annað auk þess sem óljóst er hvar og hvernig nota eigi orkuna. Forgangsröðun á nýtingu orku og bætt dreifikerfi til að sporna við hverskonar óhóflegum virkjanaframkvæmdum er ekki vinsælt í eyrum þeirra sem sífellt vilja virkja meira á kostnað náttúrunnar. Það verður að sporna við þessari þróun og þar geta allir lagt sitt á vogarskálarnar. Við, almenningur í landinu, getum haft áhrif með ýmsum hætti. Við getum tekið þátt í umræðunni, komið skoðunum okkar á framfæri og haft áhrif t.d. með því að vera virk í umhverfisverndarsamtökum og stutt við þeirra starfsemi. Það þarf að sameina málsvara náttúrunnar og í krafti þeirrar sameiningar erum við svo miklu sterkari. Í lögum um náttúruvernd nr. 60/2013 kemur fram að markmið laganna sé að vernda til framtíðar fjölbreytni íslenskrar náttúru m.a. líffræðilega og jarðfræðilega fjölbreytni og fjölbreytt landslag. Þar eru einnig greinar er varða friðlýsingar óbyggðra víðerna og að friðlýsa má sem þjóðgarða stór náttúrusvæði sem eru lítt snortin og hafa að geyma sérstætt eða dæmigert lífríki, jarðmynjar og/eða landslag. Þar kemur fram að friðlýsingin skal miða að því að vernda heildstæð náttúruleg vistkerfi, jarðmynjar, landslag og menningarminjar sem einkenna svæðið og tryggja aðgang almennings að því til útivistar og til þess að kynnast náttúru og sögu svæðisins. Of langt mál væri að kafa djúpt í þessi lög hér en ég tel að þessi lög um náttúruvernd væru prýðileg umgjörð um stofnun hálendisþjóðgarðs. Ég tel að með stofnun hálendisþjóðgarðs sé náttúrunni á hálendinu best borgið á heildina litið þar sem þá myndi skapast yfirsýn og samræming á verkferlum og vinnubrögðum hringinn í kringum landið. Þjóðgarði myndi fylgja aukin náttúruvernd, umsjón með viðkvæmum svæðum og stýring á álagi. Þjóðgarðar eru til vítt og breytt um heiminn og hafa gefist vel, bæði til verndar og nýtingar og ættum við að horfa til þeirrar góðu reynslu. Okkur ber skylda til að vernda náttúruna, nýta hóflega og skila henni til komandi kynslóða þannig að sómi sé að. Ákvarðanir sem við tökum í dag skipta máli og hafa áhrif á það hvernig arfleifð við skilum til okkar afkomenda. Ég vil trúa því að í umhverfis-orku og loftslagsráðuneyti sitji ráðherra sem hafi ríkan vilja til að gera vel í náttúruvernd og að hann geri sér grein fyrir hve tíminn sé naumur til að bjarga ómetanlegum ósnortnum víðernum og náttúruperlum á hálendinu. Fórnarkostnaður þess að gera ekkert í málunum yrði mikill og óafturkræfur. Að því sögðu hvet ég ráðherrann til að standa við og hefja nú þegar vinnu við stofnun þjóðgarðs á þegar friðlýstum svæðum og jöklum á þjóðlendum á hálendinu eins og kveðið er á um í stjórnarsáttmála frá 2021. Ég er þess fullviss að það stendur ekki á náttúruverndarsamtökum um allt land að taka þátt í þeirri vinnu auk þess sem ég trúi því að sveitarfélög, ferðaþjónustuaðilar, aðrir hagsmunaaðilar og almenningur myndu leggja sitt af mörkum. Varla þarf að brýna ríkisstjórnarflokkana þar sem þeir standa sameiginlega að sáttmálanum. Samtal allra aðila og yfirveguð umræða er lykilatriði til að slík vinna skili farsælli niðurstöðu. Höfundur er þroskaþjálfi og sérkennari auk þess að vera félagi í náttúruverndarsamtökum.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun