Lýst eftir Pétri Jökli á vefsíðu Interpol Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 16. febrúar 2024 17:44 Interpol Lýst er eftir íslenskum karlmanni á vefsíðu Interpol að beiðni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Beiðnin er tilkomin vegna tilraunar til innflutnings á tæplega 100 kílóum af kókaíni frá Brasilíu til Íslands. Maðurinn heitir Pétur Jökull Jónasson og er 45 ára gamall. Á vefsíðu Interpol segir að hann sé 183 sentímetrar á hæð og græneygður. Lögreglan biður þau sem geta veitt upplýsingar um Pétur Jökul Jónasson, ferðir hans eða dvalarstað, eru vinsamlegast beðin um að hafa samband við lögreglu í síma 444 1000, en upplýsingum megi einnig koma á framfæri i tölvupósti á netfangið abending@lrh.is. Langur brotaferill Pétur Jökull var dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar árið 2010 fyrir að smygla 1,6 kílóum af kókaíni frá Alicante á Spáni til landsins. Þá var hann dæmdur í fimm mánaða fangelsi árið 2011 fyrir rán. Ætla má að eftirlýsingin tengist stóra kókaínmálinu, einu stærsta fíkniefnamáli Íslandssögunnar. Í byrjun ágúst 2022 lagði lögregla hald á tæplega hundrað kíló af kókaíni sem falið var í timbursendingu sem barst til Hollands frá Brasilíu og átti að áframsendast til Íslands. Fjórir menn voru í kjölfarið dæmdir vegna málsins og voru dómarnir á bilinu fimm til níu ár. Ljóst er að fleiri komu að skipulagningu innflutningsins utan landsteinanna sem sluppu undan armi laganna. Íslendingar í Brasilíu Greint var frá því að Sverrir Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi tönn, hefði verið handtekinn ásamt öðrum í umfangsmiklum aðgerðum brasilísku lögreglunnar í apríl í fyrra. Íslenska lögreglan kom að aðgerðunum en Sveddi var grunaður um að vera meiriháttar skipuleggjandi á fíkniefnasölu. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn á alþjóðasviði ríkislögreglustjóra, sagði við það tækifæri ekki hægt að útiloka að fleiri Íslendingar verði handteknir í tengslum við rannsókn á streymi fíkniefna frá Brasilíu til Evrópu. Samkvæmt heimildum Vísis telur lögreglan hér heima allar líkur á því að Pétur Jökull sé utan landsteinanna. Sveddi tönn kom einmitt við sögu í málinu 2010 þar sem Pétur Jökull fékk að lokum tveggja ára dóm í Hæstarétti. Sveddi var bendlaður við málið, var eftirlýstur af Europol en lögeglu tókst ekki að hafa hendur í hári hans. Hver er Nonni? Mennirnir fjórir sem ákærðir eru fyrir aðild að stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar játuðu allir þátttöku sína í málinu en sögðu sína þætti veigalitla. Allir höfðu þeir afmörkuð hlutverk og rannsakendur segja alþekkt að sú aðferð sé notuð við innflutning fíkniefna. Mörgum spurningum var ósvarað. Ein sú stærsta var hver einstaklingurinn sé sem kalli sig ýmist „Nonni“ eða „Harry“? Lykilspurning í málinu var hver hver aðilinn var sem var í samskiptum við Daða Björnsson, einn fjórmenninganna í málinu, og gaf honum fyrirmæli? Hann kallaði sig ýmist Nonna, Harry eða Trucker á dulkóðuðum samskiptaforritum sem mennirnir notuðust við. Í skýrslutökum sagði lögreglumaður að ljóst væri að „Nonni“ væri sá aðili sem kom upplýsingum til Daða og „passaði að hann gerði það sem þurfti að gera,“ líkt og hann orðaði það. Daði gaf aldrei upp hver „Nonni“ væri, en staðfest er að þeir hittust í að minnsta kosti eitt skipti þar sem lögregla fylgdist með. Það var þann 8. júlí við Melabúðina þar sem „Nonni“ lét Daða hafa síma. Daði neitaði því þó fyrir dómi að vita hver „Nonni“ væri. Þá var önnur stór spurning hvort að það hafi átt að vera umræddur „Nonni“ eða einhver annar sem átti að taka við efnunum af Daða. Verjendur gagnrýndu lögreglu fyrir að hafa ráðist of snemma í handtökur en Daði átti að hitta einhvern daginn eftir að hann var handtekinn og afhenda efnin. Þá liggja fyrir samskipti á milli „Nonna" og Birgis Halldórssonar, annars sem hlaut dóm í málinu. Þau samskipti fóru fram á ensku en lögregla telur þó að „Nonni“ sé íslendingur. Ljóst var að Birgir vissi hver „Nonni“ var í raun og veru. En þegar hann var spurður að því fyrir dómi sagði hann einfaldlega: Ég er ekki til í að segja hver það er. Þá sitja einnig eftir spurningar um hvernig kaupin á efnunum voru fjármögnuð, hvaða aðilar í Brasilíu komu þeim fyrir í drumbunum og hverjir, ef ekki þeir ákærðu, eru höfuðpaurar málsins og skipuleggjendur þess? Ætla má að götuvirði hundrað kílóa af kókaíni sé í kringum tveir milljarðar íslenskra króna. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Brasilía Fíkniefnabrot Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Strákurinn úr Breiðholti sem gerðist fíkniefnabarón „Hinn ákærði sýnir merki um andfélagslegan persónuleika, sem endurspeglast í því að hann á erfitt með að laga sig að reglum samfélagsins. Hinn ákærði er drifinn áfram af voninni um skjótfenginn gróða.“ Þetta kemur fram í niðurstöðu dómstóls í Ríó de Janeiro árið 2012, þegar Sverrir Þór Gunnarsson var dæmdur í 22 ára fangelsi fyrir umfangsmikið fíkniefnasmygl. Vinur Sverris úr æsku segir hann alltaf hafa verið glæpamann. 21. apríl 2023 07:01 Fá vægari dóm í einu stærsta fíkniefnamáli Íslandssögunnar Sakborningar í stóra kókaínmálinu svokallaða fengu vægari dómara í Landsrétti í dag en þeir höfðu fengið í héraðsdómi. Þyngsta refsingin var stytt úr tíu árum í níu 24. nóvember 2023 14:17 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Maðurinn heitir Pétur Jökull Jónasson og er 45 ára gamall. Á vefsíðu Interpol segir að hann sé 183 sentímetrar á hæð og græneygður. Lögreglan biður þau sem geta veitt upplýsingar um Pétur Jökul Jónasson, ferðir hans eða dvalarstað, eru vinsamlegast beðin um að hafa samband við lögreglu í síma 444 1000, en upplýsingum megi einnig koma á framfæri i tölvupósti á netfangið abending@lrh.is. Langur brotaferill Pétur Jökull var dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar árið 2010 fyrir að smygla 1,6 kílóum af kókaíni frá Alicante á Spáni til landsins. Þá var hann dæmdur í fimm mánaða fangelsi árið 2011 fyrir rán. Ætla má að eftirlýsingin tengist stóra kókaínmálinu, einu stærsta fíkniefnamáli Íslandssögunnar. Í byrjun ágúst 2022 lagði lögregla hald á tæplega hundrað kíló af kókaíni sem falið var í timbursendingu sem barst til Hollands frá Brasilíu og átti að áframsendast til Íslands. Fjórir menn voru í kjölfarið dæmdir vegna málsins og voru dómarnir á bilinu fimm til níu ár. Ljóst er að fleiri komu að skipulagningu innflutningsins utan landsteinanna sem sluppu undan armi laganna. Íslendingar í Brasilíu Greint var frá því að Sverrir Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi tönn, hefði verið handtekinn ásamt öðrum í umfangsmiklum aðgerðum brasilísku lögreglunnar í apríl í fyrra. Íslenska lögreglan kom að aðgerðunum en Sveddi var grunaður um að vera meiriháttar skipuleggjandi á fíkniefnasölu. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn á alþjóðasviði ríkislögreglustjóra, sagði við það tækifæri ekki hægt að útiloka að fleiri Íslendingar verði handteknir í tengslum við rannsókn á streymi fíkniefna frá Brasilíu til Evrópu. Samkvæmt heimildum Vísis telur lögreglan hér heima allar líkur á því að Pétur Jökull sé utan landsteinanna. Sveddi tönn kom einmitt við sögu í málinu 2010 þar sem Pétur Jökull fékk að lokum tveggja ára dóm í Hæstarétti. Sveddi var bendlaður við málið, var eftirlýstur af Europol en lögeglu tókst ekki að hafa hendur í hári hans. Hver er Nonni? Mennirnir fjórir sem ákærðir eru fyrir aðild að stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar játuðu allir þátttöku sína í málinu en sögðu sína þætti veigalitla. Allir höfðu þeir afmörkuð hlutverk og rannsakendur segja alþekkt að sú aðferð sé notuð við innflutning fíkniefna. Mörgum spurningum var ósvarað. Ein sú stærsta var hver einstaklingurinn sé sem kalli sig ýmist „Nonni“ eða „Harry“? Lykilspurning í málinu var hver hver aðilinn var sem var í samskiptum við Daða Björnsson, einn fjórmenninganna í málinu, og gaf honum fyrirmæli? Hann kallaði sig ýmist Nonna, Harry eða Trucker á dulkóðuðum samskiptaforritum sem mennirnir notuðust við. Í skýrslutökum sagði lögreglumaður að ljóst væri að „Nonni“ væri sá aðili sem kom upplýsingum til Daða og „passaði að hann gerði það sem þurfti að gera,“ líkt og hann orðaði það. Daði gaf aldrei upp hver „Nonni“ væri, en staðfest er að þeir hittust í að minnsta kosti eitt skipti þar sem lögregla fylgdist með. Það var þann 8. júlí við Melabúðina þar sem „Nonni“ lét Daða hafa síma. Daði neitaði því þó fyrir dómi að vita hver „Nonni“ væri. Þá var önnur stór spurning hvort að það hafi átt að vera umræddur „Nonni“ eða einhver annar sem átti að taka við efnunum af Daða. Verjendur gagnrýndu lögreglu fyrir að hafa ráðist of snemma í handtökur en Daði átti að hitta einhvern daginn eftir að hann var handtekinn og afhenda efnin. Þá liggja fyrir samskipti á milli „Nonna" og Birgis Halldórssonar, annars sem hlaut dóm í málinu. Þau samskipti fóru fram á ensku en lögregla telur þó að „Nonni“ sé íslendingur. Ljóst var að Birgir vissi hver „Nonni“ var í raun og veru. En þegar hann var spurður að því fyrir dómi sagði hann einfaldlega: Ég er ekki til í að segja hver það er. Þá sitja einnig eftir spurningar um hvernig kaupin á efnunum voru fjármögnuð, hvaða aðilar í Brasilíu komu þeim fyrir í drumbunum og hverjir, ef ekki þeir ákærðu, eru höfuðpaurar málsins og skipuleggjendur þess? Ætla má að götuvirði hundrað kílóa af kókaíni sé í kringum tveir milljarðar íslenskra króna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Brasilía Fíkniefnabrot Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Strákurinn úr Breiðholti sem gerðist fíkniefnabarón „Hinn ákærði sýnir merki um andfélagslegan persónuleika, sem endurspeglast í því að hann á erfitt með að laga sig að reglum samfélagsins. Hinn ákærði er drifinn áfram af voninni um skjótfenginn gróða.“ Þetta kemur fram í niðurstöðu dómstóls í Ríó de Janeiro árið 2012, þegar Sverrir Þór Gunnarsson var dæmdur í 22 ára fangelsi fyrir umfangsmikið fíkniefnasmygl. Vinur Sverris úr æsku segir hann alltaf hafa verið glæpamann. 21. apríl 2023 07:01 Fá vægari dóm í einu stærsta fíkniefnamáli Íslandssögunnar Sakborningar í stóra kókaínmálinu svokallaða fengu vægari dómara í Landsrétti í dag en þeir höfðu fengið í héraðsdómi. Þyngsta refsingin var stytt úr tíu árum í níu 24. nóvember 2023 14:17 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Strákurinn úr Breiðholti sem gerðist fíkniefnabarón „Hinn ákærði sýnir merki um andfélagslegan persónuleika, sem endurspeglast í því að hann á erfitt með að laga sig að reglum samfélagsins. Hinn ákærði er drifinn áfram af voninni um skjótfenginn gróða.“ Þetta kemur fram í niðurstöðu dómstóls í Ríó de Janeiro árið 2012, þegar Sverrir Þór Gunnarsson var dæmdur í 22 ára fangelsi fyrir umfangsmikið fíkniefnasmygl. Vinur Sverris úr æsku segir hann alltaf hafa verið glæpamann. 21. apríl 2023 07:01
Fá vægari dóm í einu stærsta fíkniefnamáli Íslandssögunnar Sakborningar í stóra kókaínmálinu svokallaða fengu vægari dómara í Landsrétti í dag en þeir höfðu fengið í héraðsdómi. Þyngsta refsingin var stytt úr tíu árum í níu 24. nóvember 2023 14:17