Staða Úkraínu ekki jafn slæm og síðan í upphafi stríðs Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. febrúar 2024 12:52 Óskar Hallgrímsson, íbúi í Kænugarði. Staða Úkraínu í stríðinu gegn Rússlandi hefur ekki verið jafn slæm og síðan í febrúar 2022 þegar Rússar réðust inn í landið. Þetta segir Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari og íbúi í Kænugarði. Rætt var við Óskar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Tilefnið er ný skýrsla norsku leyniþjónustunnar um gang alþjóðamála. Þar er fullyrt að Rússar séu að ná yfirhöndinni í átökunum. Rússneski herinn auki styrk sinn. „Staðan er mjög alvarleg og hefur í raun aldrei verið eins slæm og núna síðan þann 24. febrúar, fyrsta mánuðinn,“ segir Óskar í Bítinu. Hann segir að varað hafi verið við að núverandi staða gæti komið upp. Rússar séu fleiri og þá hafi frekari hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum til Úkraínu setið á hakanum síðan í september. Sjá einnig: Gera aðra tilraun með hernaðaraðstoð „Þeir þurfa á skotfærum að halda til þess að geta varist þessum þvílíka þrýstingi frá Rússum og það er bara að sýna sig að Rússar eru að ná yfirhöndinni á ansi mörgum svæðum.“ Ekki fótboltaleikur Óskar segir að sér leiðist það þegar talað sé um átökin líkt og um fótboltaleik sé að ræða. Líkt og það séu bara tveir möguleikar í sögunni, sigur eða ósigur. „Það er ekki þannig að Rússar séu að fara að valta yfir Úkraínu í einum rykk núna. En á ansi mörgum svæðum er mjög dimm framtíð í kortunum.“ Óskar nefnir sem dæmi að Rússar framleiði þrisvar sinnum meira af fallbyssukúlum en NATO ríki. Þær skipti sköpum í stríðinu. Þá hafi Rússar einsett sér að auka framleiðslu á sprengidrónum sem mikið hafa verið notaðir í stríðinu. Úkraínumenn framleiði nú hundrað þúsund á mánuði en hafi í upphafi framleitt tíu þúsund. „Rússar geta nú þegar framleitt þrjúhundruð þúsund dróna og markmiðið er að geta framleitt allavega fimmhundruð þúsund,“ segir Óskar. Rússar nýti húsnæði sem áður hafi hýst verslunarmiðstöðvar til að mynda undir framleiðsluna. Evrópu allri stafi ógn af Rússum Óskar segir ljóst að verði Donald Trump kjörinn Bandaríkjaforseti yrðu það ekki góðar fréttir fyrir Úkraínu. Trump hefur ítrekað lýst yfir efasemdum um stuðning við Úkraínu, lýst yfir aðdáun á stjórnarháttum Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og hvatt Rússa til að ráðast á NATO. „En þetta er ekki lengur bara vandamál Úkraínu. Það er mjög augljóst að Evrópu stafar mikil ógn af Rússum,“ segir Óskar. Hann nefnir sem dæmi að bandarísk stjórnvöld óttist nú að Rússar séu að þróa kjarnavopn til að nýta gegn gervihnöttum í geimnum. „Og það er ótrúlega margt sem ég gæti þulið upp sem ógnar Evrópu, sem við erum hreinlega ekki með svar við, varðandi loftvarnir og annað. Af því að Rússar svífast einskis, það er alveg búið að sýna það hér. Þeir ráðast á almenna borgara alveg jafnt og hernaðarskotmörk.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bítið Tengdar fréttir Geta lagt hald á eigur fólks sem gagnrýnir innrásina Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði í morgun undir ný lög sem snúa að refsingu fólks sem dæmt er fyrir að segja „ósatt“ um rússneska herinn, vanvirða hann eða fyrir mótmæli eða aðgerðir sem sagðar eru ógna öryggi ríkisins. Auk þess að sekta fólk og dæma í fangelsi, getur ríkið nú lagt hald á eignir fólks. 14. febrúar 2024 12:07 Sökktu enn einu herskipinu með drónum Leyniþjónusta úkraínska hersins (GUR) birti í morgun myndband af sjálfsprengidrónaárás á rússneska herskipið Sesar Kúnikov. Skipið virðist hafa sokkið eftir árásina en þetta er fjórða skipið af þessari gerð sem Úkraínumenn hafa sökkt eða grandað. 14. febrúar 2024 09:56 Hvetja til aukinnar hernaðaruppbyggingar Evrópu Forsætisráðherra Póllands og kanslari Þýskalands hvetja til tafarlausrar og aukinnar hernaðaruppbyggingar og samvinnu Evrópuríkja til að bregðast við útþenslustefnu Rússa. Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkt loks aukna aðstoð við Úkraínu í gærkvöldi. 13. febrúar 2024 19:41 Eftirlýst í Rússlandi vegna sovéskra minnisvarða Yfirvöld í Rússlandi hafa gefið út handtökuskipun á Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands. Taimar Peterkop, nokkurskonar ráðuneytisstjóri ríkisstjórnar Eistlands er einnig eftirlýstur í Rússlandi en talskona utanríkisráðuneytis Rússlands segir þau eftirlýst vegna niðurrifs á sovéskum minnisvörðum. 13. febrúar 2024 10:55 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sjá meira
Rætt var við Óskar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Tilefnið er ný skýrsla norsku leyniþjónustunnar um gang alþjóðamála. Þar er fullyrt að Rússar séu að ná yfirhöndinni í átökunum. Rússneski herinn auki styrk sinn. „Staðan er mjög alvarleg og hefur í raun aldrei verið eins slæm og núna síðan þann 24. febrúar, fyrsta mánuðinn,“ segir Óskar í Bítinu. Hann segir að varað hafi verið við að núverandi staða gæti komið upp. Rússar séu fleiri og þá hafi frekari hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum til Úkraínu setið á hakanum síðan í september. Sjá einnig: Gera aðra tilraun með hernaðaraðstoð „Þeir þurfa á skotfærum að halda til þess að geta varist þessum þvílíka þrýstingi frá Rússum og það er bara að sýna sig að Rússar eru að ná yfirhöndinni á ansi mörgum svæðum.“ Ekki fótboltaleikur Óskar segir að sér leiðist það þegar talað sé um átökin líkt og um fótboltaleik sé að ræða. Líkt og það séu bara tveir möguleikar í sögunni, sigur eða ósigur. „Það er ekki þannig að Rússar séu að fara að valta yfir Úkraínu í einum rykk núna. En á ansi mörgum svæðum er mjög dimm framtíð í kortunum.“ Óskar nefnir sem dæmi að Rússar framleiði þrisvar sinnum meira af fallbyssukúlum en NATO ríki. Þær skipti sköpum í stríðinu. Þá hafi Rússar einsett sér að auka framleiðslu á sprengidrónum sem mikið hafa verið notaðir í stríðinu. Úkraínumenn framleiði nú hundrað þúsund á mánuði en hafi í upphafi framleitt tíu þúsund. „Rússar geta nú þegar framleitt þrjúhundruð þúsund dróna og markmiðið er að geta framleitt allavega fimmhundruð þúsund,“ segir Óskar. Rússar nýti húsnæði sem áður hafi hýst verslunarmiðstöðvar til að mynda undir framleiðsluna. Evrópu allri stafi ógn af Rússum Óskar segir ljóst að verði Donald Trump kjörinn Bandaríkjaforseti yrðu það ekki góðar fréttir fyrir Úkraínu. Trump hefur ítrekað lýst yfir efasemdum um stuðning við Úkraínu, lýst yfir aðdáun á stjórnarháttum Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og hvatt Rússa til að ráðast á NATO. „En þetta er ekki lengur bara vandamál Úkraínu. Það er mjög augljóst að Evrópu stafar mikil ógn af Rússum,“ segir Óskar. Hann nefnir sem dæmi að bandarísk stjórnvöld óttist nú að Rússar séu að þróa kjarnavopn til að nýta gegn gervihnöttum í geimnum. „Og það er ótrúlega margt sem ég gæti þulið upp sem ógnar Evrópu, sem við erum hreinlega ekki með svar við, varðandi loftvarnir og annað. Af því að Rússar svífast einskis, það er alveg búið að sýna það hér. Þeir ráðast á almenna borgara alveg jafnt og hernaðarskotmörk.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bítið Tengdar fréttir Geta lagt hald á eigur fólks sem gagnrýnir innrásina Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði í morgun undir ný lög sem snúa að refsingu fólks sem dæmt er fyrir að segja „ósatt“ um rússneska herinn, vanvirða hann eða fyrir mótmæli eða aðgerðir sem sagðar eru ógna öryggi ríkisins. Auk þess að sekta fólk og dæma í fangelsi, getur ríkið nú lagt hald á eignir fólks. 14. febrúar 2024 12:07 Sökktu enn einu herskipinu með drónum Leyniþjónusta úkraínska hersins (GUR) birti í morgun myndband af sjálfsprengidrónaárás á rússneska herskipið Sesar Kúnikov. Skipið virðist hafa sokkið eftir árásina en þetta er fjórða skipið af þessari gerð sem Úkraínumenn hafa sökkt eða grandað. 14. febrúar 2024 09:56 Hvetja til aukinnar hernaðaruppbyggingar Evrópu Forsætisráðherra Póllands og kanslari Þýskalands hvetja til tafarlausrar og aukinnar hernaðaruppbyggingar og samvinnu Evrópuríkja til að bregðast við útþenslustefnu Rússa. Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkt loks aukna aðstoð við Úkraínu í gærkvöldi. 13. febrúar 2024 19:41 Eftirlýst í Rússlandi vegna sovéskra minnisvarða Yfirvöld í Rússlandi hafa gefið út handtökuskipun á Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands. Taimar Peterkop, nokkurskonar ráðuneytisstjóri ríkisstjórnar Eistlands er einnig eftirlýstur í Rússlandi en talskona utanríkisráðuneytis Rússlands segir þau eftirlýst vegna niðurrifs á sovéskum minnisvörðum. 13. febrúar 2024 10:55 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sjá meira
Geta lagt hald á eigur fólks sem gagnrýnir innrásina Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði í morgun undir ný lög sem snúa að refsingu fólks sem dæmt er fyrir að segja „ósatt“ um rússneska herinn, vanvirða hann eða fyrir mótmæli eða aðgerðir sem sagðar eru ógna öryggi ríkisins. Auk þess að sekta fólk og dæma í fangelsi, getur ríkið nú lagt hald á eignir fólks. 14. febrúar 2024 12:07
Sökktu enn einu herskipinu með drónum Leyniþjónusta úkraínska hersins (GUR) birti í morgun myndband af sjálfsprengidrónaárás á rússneska herskipið Sesar Kúnikov. Skipið virðist hafa sokkið eftir árásina en þetta er fjórða skipið af þessari gerð sem Úkraínumenn hafa sökkt eða grandað. 14. febrúar 2024 09:56
Hvetja til aukinnar hernaðaruppbyggingar Evrópu Forsætisráðherra Póllands og kanslari Þýskalands hvetja til tafarlausrar og aukinnar hernaðaruppbyggingar og samvinnu Evrópuríkja til að bregðast við útþenslustefnu Rússa. Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkt loks aukna aðstoð við Úkraínu í gærkvöldi. 13. febrúar 2024 19:41
Eftirlýst í Rússlandi vegna sovéskra minnisvarða Yfirvöld í Rússlandi hafa gefið út handtökuskipun á Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands. Taimar Peterkop, nokkurskonar ráðuneytisstjóri ríkisstjórnar Eistlands er einnig eftirlýstur í Rússlandi en talskona utanríkisráðuneytis Rússlands segir þau eftirlýst vegna niðurrifs á sovéskum minnisvörðum. 13. febrúar 2024 10:55