Samkeppniseftirlitið tekur samninga við stórnotendur til rannsóknar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. febrúar 2024 10:43 Landsvirkjun sætir nú rannsókn Samkeppniseftirlitsins vegna ákvæðis í samningum við stórnotendur. Landsvirkjun Samkeppniseftirlitið hefur hafið formlega rannsókn á því hvort tiltekið ákvæði í samningum Landsvirkjunar við stórnotendur standist ákvæði samkeppnislaga og samkeppnisreglur EES-samningsins. Frá þessu er greint á vefsíðu Samkeppniseftirlitsins. Þar segir að umrætt ákveði kveði á um að stórnotendum sé ekki heimilt að selja frá sér ónýtta raforku aftur inn á kerfið. „Takmarkanir af þessu tagi, af hálfu markaðsráðandi fyrirtækis, geta falið í sér brot á banni við misnotkun á markaðsráðandi stöðu skv. 11. gr. samkeppnislaga og 54. gr. EES-samningsins. Þannig geta slík samningsákvæði verið til þess fallin að verja eða styrkja stöðu hins markaðsráðandi fyrirtækis á kostnað viðskiptavina og almennings,“ segir í tilkynningunni. „Í samkeppnismálum erlendis hafa slík endursölubönn markaðsráðandi raforkufyrirtækja verið talin draga úr skilvirkni heildsölumarkaða með rafmagn sem leiðir til minni samkeppni og raforkuöryggis. Brjóti samningsákvæði í bága við samkeppnislög teljast þau ógild, sbr. 1. mgr. 33. gr. samkeppnislaga.“ Upphaf málsins megi rekja til bréfs Samkeppniseftirlitsins til Landsvirkjunnar dagsettu 23. nóvember síðastliðinn, þar sem óskað var eftir upplýsingum um ákvæðið. Landsvirkjun var tilkynnt 9. febrúar að eftirlitið hefði ákveðið að taka málið til rannsóknar. Þá hefur Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) verið upplýst um málið. „Við rannsókn af þessu tagi er markaður málsins skilgreindur og staða viðkomandi fyrirtækis metin. Sé fyrirtækið talið markaðsráðandi er í framhaldinu tekin afstaða til þess hvort um brot sé að ræða. Telji eftirlitið að íþyngjandi ákvörðun kunni að verða tekin er fyrirtækinu sem rannsókn beinist að birt svokallað andmælaskjal þar sem frummati eftirlitsins er lýst og fyrirtækinu gefinn kostur á að koma ítarlegum sjónarmiðum á framfæri, áður en ákvörðun er tekin,“ segir í tilkynningunni. Rannsókn málsins sé á fyrstu stigum. Landsvirkjun Samkeppnismál Orkumál Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Frá þessu er greint á vefsíðu Samkeppniseftirlitsins. Þar segir að umrætt ákveði kveði á um að stórnotendum sé ekki heimilt að selja frá sér ónýtta raforku aftur inn á kerfið. „Takmarkanir af þessu tagi, af hálfu markaðsráðandi fyrirtækis, geta falið í sér brot á banni við misnotkun á markaðsráðandi stöðu skv. 11. gr. samkeppnislaga og 54. gr. EES-samningsins. Þannig geta slík samningsákvæði verið til þess fallin að verja eða styrkja stöðu hins markaðsráðandi fyrirtækis á kostnað viðskiptavina og almennings,“ segir í tilkynningunni. „Í samkeppnismálum erlendis hafa slík endursölubönn markaðsráðandi raforkufyrirtækja verið talin draga úr skilvirkni heildsölumarkaða með rafmagn sem leiðir til minni samkeppni og raforkuöryggis. Brjóti samningsákvæði í bága við samkeppnislög teljast þau ógild, sbr. 1. mgr. 33. gr. samkeppnislaga.“ Upphaf málsins megi rekja til bréfs Samkeppniseftirlitsins til Landsvirkjunnar dagsettu 23. nóvember síðastliðinn, þar sem óskað var eftir upplýsingum um ákvæðið. Landsvirkjun var tilkynnt 9. febrúar að eftirlitið hefði ákveðið að taka málið til rannsóknar. Þá hefur Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) verið upplýst um málið. „Við rannsókn af þessu tagi er markaður málsins skilgreindur og staða viðkomandi fyrirtækis metin. Sé fyrirtækið talið markaðsráðandi er í framhaldinu tekin afstaða til þess hvort um brot sé að ræða. Telji eftirlitið að íþyngjandi ákvörðun kunni að verða tekin er fyrirtækinu sem rannsókn beinist að birt svokallað andmælaskjal þar sem frummati eftirlitsins er lýst og fyrirtækinu gefinn kostur á að koma ítarlegum sjónarmiðum á framfæri, áður en ákvörðun er tekin,“ segir í tilkynningunni. Rannsókn málsins sé á fyrstu stigum.
Landsvirkjun Samkeppnismál Orkumál Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira