Mahomes biður fyrir Kansas City Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2024 06:31 Patrick Mahomes og félagar hans í liði Kansas City Chiefs sluppu ómeiddir frá skotárásinni. Getty/Marc Sanchez Sigurhátíð Kansas City Chiefs liðsins breyttist í martröð í gær þegar skotið var á fjölda fólks í meistaraskrúðgöngu liðsins. Chiefs liðið var að fagna sigri í Super Bowl leiknum en það varð fyrsta félagið í NFL í nítján ár til að vinna tvö ár í röð. Það var gríðarlegur fjöldi samankominn í miðborg Kansas City til að fagna með leikmönnum og þjálfurum en skotin hljómuðu undir lok hátíðarinnar. Kansas City Police Chief Stacey Graves says 22 are wounded from gunshots in the shooting after the Chiefs Super Bowl parade. One person has died. Graves also said three people are now detained and "under investigation." pic.twitter.com/IiVuRDWZgj— MSNBC (@MSNBC) February 14, 2024 Leikmenn og starfsmenn Chiefs liðsins sluppu óhultir frá skotárásinni en allir voru ekki svo heppnir. Einn lést og 21 einn varð fyrir skoti. Lögreglan handtók þrjá aðila. Lögreglustjórinn Stacey Graves staðfesti þessar tölur á blaðamannafundi. Átta þeirra sem urðu fyrir skoti voru í lífshættu en sex þeirra fengu minniháttar sár. „Ég er reið yfir því sem gerðist í dag. Fólkið sem kom hingað til að fagna liðinu ættu að búast við öruggu umhverfi,“ sagði Stacey Graves, lögreglustjóri Kansas City. Útvarpsstöðin KKFI greindi frá því að einn plötusnúður hennar, Lisa Lopez-Galvan, hafi látist í skotárásinni. Hún var tveggja barna móðir. Mercy barnaspítalinn staðfesti það að hann hafi fengið ellefu börn inn til sín sem höfðu særst í skotárásinni. Þau voru á aldrinum sex til fimmtán ára en eiga öll að ná sér af sárum sínum. Leikmennirnir sluppu óhultir en voru mjög slegnir yfir fréttunum. Praying for Kansas City — Patrick Mahomes II (@PatrickMahomes) February 14, 2024 „Ég bið fyrir Kansas City,“ skrifaði leikstjórnandinn Patrick Mahomes á samfélagsmiðilinn X. „Við skulum biðja fyrir fórnarlömbum þessa andstyggilega verknaðs. Biðjum fyrir því að læknar og viðbragðsaðilar hafi traustar hendur og að það verði í lagi með alla,“ skrifaði liðsfélagi hans Drue Tranquill. Travis Kelce sagðist vera harmi lostinn yfir atburðunum í gær. „Hjarta mitt er hjá öllum sem komu til að fagna með okkur en urðu fyrir áhrifum af þessari árás. KC mig þykir svo vænt um þig,“ skrifaði Kelce. I am heartbroken over the tragedy that took place today. My heart is with all who came out to celebrate with us and have been affected. KC, you mean the world to me.— Travis Kelce (@tkelce) February 15, 2024 NFL Ofurskálin Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Josh Allen bestur í NFL-deildinni Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Sjá meira
Chiefs liðið var að fagna sigri í Super Bowl leiknum en það varð fyrsta félagið í NFL í nítján ár til að vinna tvö ár í röð. Það var gríðarlegur fjöldi samankominn í miðborg Kansas City til að fagna með leikmönnum og þjálfurum en skotin hljómuðu undir lok hátíðarinnar. Kansas City Police Chief Stacey Graves says 22 are wounded from gunshots in the shooting after the Chiefs Super Bowl parade. One person has died. Graves also said three people are now detained and "under investigation." pic.twitter.com/IiVuRDWZgj— MSNBC (@MSNBC) February 14, 2024 Leikmenn og starfsmenn Chiefs liðsins sluppu óhultir frá skotárásinni en allir voru ekki svo heppnir. Einn lést og 21 einn varð fyrir skoti. Lögreglan handtók þrjá aðila. Lögreglustjórinn Stacey Graves staðfesti þessar tölur á blaðamannafundi. Átta þeirra sem urðu fyrir skoti voru í lífshættu en sex þeirra fengu minniháttar sár. „Ég er reið yfir því sem gerðist í dag. Fólkið sem kom hingað til að fagna liðinu ættu að búast við öruggu umhverfi,“ sagði Stacey Graves, lögreglustjóri Kansas City. Útvarpsstöðin KKFI greindi frá því að einn plötusnúður hennar, Lisa Lopez-Galvan, hafi látist í skotárásinni. Hún var tveggja barna móðir. Mercy barnaspítalinn staðfesti það að hann hafi fengið ellefu börn inn til sín sem höfðu særst í skotárásinni. Þau voru á aldrinum sex til fimmtán ára en eiga öll að ná sér af sárum sínum. Leikmennirnir sluppu óhultir en voru mjög slegnir yfir fréttunum. Praying for Kansas City — Patrick Mahomes II (@PatrickMahomes) February 14, 2024 „Ég bið fyrir Kansas City,“ skrifaði leikstjórnandinn Patrick Mahomes á samfélagsmiðilinn X. „Við skulum biðja fyrir fórnarlömbum þessa andstyggilega verknaðs. Biðjum fyrir því að læknar og viðbragðsaðilar hafi traustar hendur og að það verði í lagi með alla,“ skrifaði liðsfélagi hans Drue Tranquill. Travis Kelce sagðist vera harmi lostinn yfir atburðunum í gær. „Hjarta mitt er hjá öllum sem komu til að fagna með okkur en urðu fyrir áhrifum af þessari árás. KC mig þykir svo vænt um þig,“ skrifaði Kelce. I am heartbroken over the tragedy that took place today. My heart is with all who came out to celebrate with us and have been affected. KC, you mean the world to me.— Travis Kelce (@tkelce) February 15, 2024
NFL Ofurskálin Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Josh Allen bestur í NFL-deildinni Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Sjá meira