Hettusótt í útbreiðslu á höfuðborgarsvæðinu Lovísa Arnardóttir skrifar 14. febrúar 2024 14:27 Sama bóluefni er notað til að bólusetja gegn hettusótt og mislingum og rauðum hundum. Svokallað MMR bóluefni. Vísir/EPA Í byrjun febrúar greindist hettusótt á höfuðborgarsvæðinu og hefur nú einstaklingur með tengingu við fyrsta tilfellið einnig greinst með hettusótt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá landlæknisembættinu. Þar kemur einnig fram að hettusótt sé orðinn fremur sjaldgæfur sjúkdómur hér á land. Það hafi verið bólusett fyrir honum almennt frá 1989 (árgangar 1988 og síðar; síðar bætt við öðrum skammti fyrir sama markhóp). Eftir 2000 hefur sjúkdómurinn þrátt fyrir þetta náð útbreiðslu í nokkur skipti, aðallega hjá fólki sem fætt er á tímabilinu 1985 til 1987 og hefur því verið hvatt til bólusetningar með MMR fyrir þessa árganga frá 2015. Eldri árgangar eru álitnir almennt ónæmir vegna tíðra hettusóttarfaraldra sem gengu fram til 1984. Bólusetning skilvirkasta forvörnin Í tilkynningu landlæknis segir er farið yfir smitleiðir, einkenni og forvarnir en bólusetning er ein skilvirkasta forvörnin. Hettusótt er öndunarfærasýking vegna hettusóttarveiru sem dreifist svipað og kvef eða inflúensa, með beinum úða frá öndunarfærum við hósta eða hnerra eða með beinni snertingu við úðamenguð yfirborð s.s. hurðarhúna. Hettusóttarveira óvirkjast fljótt utan líkamans, ekki er talin hætta á hettusótt meðal fólks sem var samtímis veikum á biðstofum o.þ.h. án návígis. Meðgöngutími hettusóttar er um 3 vikur. Fólk sem hafði umgengist fyrsta tilfellið náið fékk upplýsingar um það fyrr í febrúar og var óbólusettum í þeim hópi bent á að halda sig frá öðru fólki meðan meðgöngutíminn líður til að draga úr hættu á frekari dreifingu. Fyrstu einkenni Fyrstu einkenni eru öndunarfæraeinkenni, slappleiki og hiti. Sérkenni hettusóttar er áberandi bólga í munnvatnskirtlum, oftast framan við eyra, oftast öðrum megin en getur orðið báðum megin. Hettusótt getur einnig valdið heilabólgu (einkennist af höfuðverk, flogum og/eða breytingum á meðvitund), brisbólgu (einkennist af kviðverkjum, ógleði/uppköstum, lystarleysi) eða bólgu í kynkirtlum (eistum og eggjastokkum). Eistna- og eggjastokkabólga koma helst fram við hettusótt eftir kynþroska og geta leitt til ófrjósemi. Algengasti fylgikvilli hettusóttar með varanleg áhrif er heyrnarskerðing. Bólusett er með samsettu bóluefni, með mislinga- og rauðu hundabóluefnum. Um aðrar leiðir til að draga úr smithættu, s.s. við aðhlynningu smitaðra má lesa á vef embættis landlæknis, undir Hettusótt. Bólusetning eftir útsetningu er ekki með vissu gagnleg til varnar hettusóttarveikindum, því er ekki mælt með bólusetningu fólks með þekkta útsetningu fyrr en a.m.k. 3 vikum eftir síðustu umgengni við smitandi einstakling. Hinsvegar er rétt að óbólusett eða vanbólusett heimilisfólk, skólafélagar og samstarfsfólk útsettra fái bólusetningu sem fyrst, til að draga úr hættu á frekari dreifingu. Hverjir ættu að fá MMR bólusetningu vegna hettusóttar vegna hettusóttar í nærumhverfi án beinnar útsetningar: Áður vitanlega óbólusettir (enginn skammtur) einstaklingar fæddir 1985-2023 sem hafa náð 6 mánaða aldri þegar bólusetning er boðin. Einstaklingar fæddir 1988-2011 sem eingöngu hafa fengið einn skammt af MMR bóluefni Starfsmenn í heilbrigðisþjónustu sem hafa ekki með vissu fengið tvo skammta af MMR bóluefni, fæddir 1970-2000. Starfsmenn í bráðaheilbrigðisþjónustu sem hafa fengið tvo skammta af MMR en liðin eru 10 ár frá skammti #2 mega fá þriðja skammt Hverjir ættu ekki að fá MMR bólusetningu: Barnshafandi Ónæmisbældir (skert frumubundið ónæmissvar) – algengasta orsök bælingar á frumubundnu ónæmi er notkun ónæmisbælandi lyfja (stera, krabbameinslyfja og líftæknilyfja) Aldur undir 6 mán Gelatínofnæmi Fólk sem þegar er bólusett með tveimur skömmtum af mislingabóluefni (einþátta eða MMR) sem ekki starfar í bráðaheilbrigðisþjónustu Bólusetningar fara fram á heilsugæslustöðvum og þarf að hafa samband við heilsugæsluna á dagvinnutíma, t.d. í skilaboðum eða netspjalli á Heilsuveru, til að fá upplýsingar um aðgengi, ráðleggingar eða tíma í bólusetningu. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fólk með mislinga beðið um að taka upp símann Fólk sem telur mögulegt að þau eða börnin þeirra hafi smitast af mislingum eru beðin um að fara ekki á heilsugæslu eða sjúkrahús. Þess í stað eigi þau að hringja í 1700 eða hafa samband við heilbrigðisstarfsmenn í gegnum netið. 5. febrúar 2024 11:44 Hafa áhyggjur af mögulegum mislingafaraldri Sóttvarnarlæknir segir yfirvöld hafa áhyggjur af útbreiðslu mislinga hérlendis eftir að erlendur ferðamaður á Landspítalanum greindist með sjúkdóminn í gær. Hún segir minnkandi þátttöku í bólusetningum þýða að ekki sé hjarðónæmi gegn sjúkdómnum 4. febrúar 2024 14:02 Mislingar greindust á Landspítalanum Sóttvarnalæknir fékk tilkynningu frá Landspítala í dag vegna mislinga sem greindust hjá fullorðnum einstakling sem kom erlendis frá miðvikudaginn 31. janúar síðastliðinn. Viðkomandi einstaklingur er í einangrun á sjúkrahúsi. 3. febrúar 2024 19:15 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Þar kemur einnig fram að hettusótt sé orðinn fremur sjaldgæfur sjúkdómur hér á land. Það hafi verið bólusett fyrir honum almennt frá 1989 (árgangar 1988 og síðar; síðar bætt við öðrum skammti fyrir sama markhóp). Eftir 2000 hefur sjúkdómurinn þrátt fyrir þetta náð útbreiðslu í nokkur skipti, aðallega hjá fólki sem fætt er á tímabilinu 1985 til 1987 og hefur því verið hvatt til bólusetningar með MMR fyrir þessa árganga frá 2015. Eldri árgangar eru álitnir almennt ónæmir vegna tíðra hettusóttarfaraldra sem gengu fram til 1984. Bólusetning skilvirkasta forvörnin Í tilkynningu landlæknis segir er farið yfir smitleiðir, einkenni og forvarnir en bólusetning er ein skilvirkasta forvörnin. Hettusótt er öndunarfærasýking vegna hettusóttarveiru sem dreifist svipað og kvef eða inflúensa, með beinum úða frá öndunarfærum við hósta eða hnerra eða með beinni snertingu við úðamenguð yfirborð s.s. hurðarhúna. Hettusóttarveira óvirkjast fljótt utan líkamans, ekki er talin hætta á hettusótt meðal fólks sem var samtímis veikum á biðstofum o.þ.h. án návígis. Meðgöngutími hettusóttar er um 3 vikur. Fólk sem hafði umgengist fyrsta tilfellið náið fékk upplýsingar um það fyrr í febrúar og var óbólusettum í þeim hópi bent á að halda sig frá öðru fólki meðan meðgöngutíminn líður til að draga úr hættu á frekari dreifingu. Fyrstu einkenni Fyrstu einkenni eru öndunarfæraeinkenni, slappleiki og hiti. Sérkenni hettusóttar er áberandi bólga í munnvatnskirtlum, oftast framan við eyra, oftast öðrum megin en getur orðið báðum megin. Hettusótt getur einnig valdið heilabólgu (einkennist af höfuðverk, flogum og/eða breytingum á meðvitund), brisbólgu (einkennist af kviðverkjum, ógleði/uppköstum, lystarleysi) eða bólgu í kynkirtlum (eistum og eggjastokkum). Eistna- og eggjastokkabólga koma helst fram við hettusótt eftir kynþroska og geta leitt til ófrjósemi. Algengasti fylgikvilli hettusóttar með varanleg áhrif er heyrnarskerðing. Bólusett er með samsettu bóluefni, með mislinga- og rauðu hundabóluefnum. Um aðrar leiðir til að draga úr smithættu, s.s. við aðhlynningu smitaðra má lesa á vef embættis landlæknis, undir Hettusótt. Bólusetning eftir útsetningu er ekki með vissu gagnleg til varnar hettusóttarveikindum, því er ekki mælt með bólusetningu fólks með þekkta útsetningu fyrr en a.m.k. 3 vikum eftir síðustu umgengni við smitandi einstakling. Hinsvegar er rétt að óbólusett eða vanbólusett heimilisfólk, skólafélagar og samstarfsfólk útsettra fái bólusetningu sem fyrst, til að draga úr hættu á frekari dreifingu. Hverjir ættu að fá MMR bólusetningu vegna hettusóttar vegna hettusóttar í nærumhverfi án beinnar útsetningar: Áður vitanlega óbólusettir (enginn skammtur) einstaklingar fæddir 1985-2023 sem hafa náð 6 mánaða aldri þegar bólusetning er boðin. Einstaklingar fæddir 1988-2011 sem eingöngu hafa fengið einn skammt af MMR bóluefni Starfsmenn í heilbrigðisþjónustu sem hafa ekki með vissu fengið tvo skammta af MMR bóluefni, fæddir 1970-2000. Starfsmenn í bráðaheilbrigðisþjónustu sem hafa fengið tvo skammta af MMR en liðin eru 10 ár frá skammti #2 mega fá þriðja skammt Hverjir ættu ekki að fá MMR bólusetningu: Barnshafandi Ónæmisbældir (skert frumubundið ónæmissvar) – algengasta orsök bælingar á frumubundnu ónæmi er notkun ónæmisbælandi lyfja (stera, krabbameinslyfja og líftæknilyfja) Aldur undir 6 mán Gelatínofnæmi Fólk sem þegar er bólusett með tveimur skömmtum af mislingabóluefni (einþátta eða MMR) sem ekki starfar í bráðaheilbrigðisþjónustu Bólusetningar fara fram á heilsugæslustöðvum og þarf að hafa samband við heilsugæsluna á dagvinnutíma, t.d. í skilaboðum eða netspjalli á Heilsuveru, til að fá upplýsingar um aðgengi, ráðleggingar eða tíma í bólusetningu.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fólk með mislinga beðið um að taka upp símann Fólk sem telur mögulegt að þau eða börnin þeirra hafi smitast af mislingum eru beðin um að fara ekki á heilsugæslu eða sjúkrahús. Þess í stað eigi þau að hringja í 1700 eða hafa samband við heilbrigðisstarfsmenn í gegnum netið. 5. febrúar 2024 11:44 Hafa áhyggjur af mögulegum mislingafaraldri Sóttvarnarlæknir segir yfirvöld hafa áhyggjur af útbreiðslu mislinga hérlendis eftir að erlendur ferðamaður á Landspítalanum greindist með sjúkdóminn í gær. Hún segir minnkandi þátttöku í bólusetningum þýða að ekki sé hjarðónæmi gegn sjúkdómnum 4. febrúar 2024 14:02 Mislingar greindust á Landspítalanum Sóttvarnalæknir fékk tilkynningu frá Landspítala í dag vegna mislinga sem greindust hjá fullorðnum einstakling sem kom erlendis frá miðvikudaginn 31. janúar síðastliðinn. Viðkomandi einstaklingur er í einangrun á sjúkrahúsi. 3. febrúar 2024 19:15 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Fólk með mislinga beðið um að taka upp símann Fólk sem telur mögulegt að þau eða börnin þeirra hafi smitast af mislingum eru beðin um að fara ekki á heilsugæslu eða sjúkrahús. Þess í stað eigi þau að hringja í 1700 eða hafa samband við heilbrigðisstarfsmenn í gegnum netið. 5. febrúar 2024 11:44
Hafa áhyggjur af mögulegum mislingafaraldri Sóttvarnarlæknir segir yfirvöld hafa áhyggjur af útbreiðslu mislinga hérlendis eftir að erlendur ferðamaður á Landspítalanum greindist með sjúkdóminn í gær. Hún segir minnkandi þátttöku í bólusetningum þýða að ekki sé hjarðónæmi gegn sjúkdómnum 4. febrúar 2024 14:02
Mislingar greindust á Landspítalanum Sóttvarnalæknir fékk tilkynningu frá Landspítala í dag vegna mislinga sem greindust hjá fullorðnum einstakling sem kom erlendis frá miðvikudaginn 31. janúar síðastliðinn. Viðkomandi einstaklingur er í einangrun á sjúkrahúsi. 3. febrúar 2024 19:15