Í spennufalli eftir afnám skólagjalda Bjarki Sigurðsson skrifar 13. febrúar 2024 21:47 Bjarki Þór Wíum Sveinsson, Freyr Jónsson og Sif Svavarsdóttir, nemendur í Listaháskólanum. Vísir/Arnar Nemendur í Listaháskóla Íslands eru himinlifandi með að þurfa ekki að greiða skólagjöld á komandi skólaári. Háskólaráðherra segir að með breytingu á styrkveitingu sé verið að gæta jafnræðis milli háskóla landsins. Í dag kynnti háskólaráðherra breytingu á rekstrarformi háskólanna sem felur í sér að sjálfstætt starfandi háskólum verði boðið að fá óskert fjárframlög frá ríkinu gegn afnámi skólagjalda. Hingað til hafa skólarnir fengið 75 prósent af því sem ríkisreknu skólarnir fá. „Mér finnst bara mikilvægt að gæta sanngirnist í þessu. Skólakerfið okkar á að stuðla að jöfnum tækifærum og valfrelsi. Ég vil líka geta stutt við ólík rekstrarform þannig að allir skólar falli ekki í það að vilja vera ríkisreknir,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskólamála. Umsóknum mun fjölga Fyrir breytingu líta skólagjöldin í grunnnámi í sjálfstætt starfandi háskólunum þremur svona út. Frá 610 þúsund og upp í 680 þúsund krónur fyrir árið. Með niðurfellingu skólagjalda og innheimtu einungis skráningargjalds fer gjaldið niður í 75 þúsund krónur fyrir skólaárið. Nú þegar hefur Listaháskólinn samþykkt breytinguna og munu nemendur þar ekki greiða skólagjöld á næsta skólaári. Rektorinn segir það mikið fagnaðarefni. „Þetta mun auðvitað fjölga umsóknum. Það skiptir miklu máli að efnahagur hafi ekki áhrif á það hvort nemendur séu að sækja um háskólanám í listum. Þannig að við væntum þess að þetta muni fjölga umsóknum og það verði fjölbreyttari umsóknir sem skila sér í fjölbreyttari nemendum og þar af leiðandi fjölbreyttara menningar- og listalífi sem er auðvitað mikið fagnaðarefni,“ segir Kristín Eysteinsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands. Verulega ánægð Og nemendur skólans eru himinlifandi með breytinguna. „Ég er bara í pínu spennufalli. Þetta er magnað og ég held að þetta hafi aftrað fullt af fólki frá því að koma inn í þennan skóla, þessi gífurlega háu skólagjöld,“ segir Bjarki Þór Wíum Sveinsson, nemandi á fyrsta ári í arkitektúr. „Þetta er náttúrulega ekki bara jákvætt fyrir nemendur heldur bara íslenskt samfélag í heild. Þetta stuðlar til jafnrétti til náms og stuðlar til þess að fleiri geti stundað listnám hér á landi,“ segir Freyr Jónsson, þriðja árs nemi í arkitektúr. „Þegar ég sótti um sótti ég aðallega um því þetta er eini listaháskólinn á landinu. Það hefði hvatt mig enn þá meira til að fara fyrr. Maður hefði kannski ekki þurft að taka skólagjaldalán fyrir nokkur ár hérna. En þetta er mjög jákvætt,“ segir Sif Svavarsdóttir, þriðja árs nemi í grafískri hönnun. Háskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skóla - og menntamál Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Í dag kynnti háskólaráðherra breytingu á rekstrarformi háskólanna sem felur í sér að sjálfstætt starfandi háskólum verði boðið að fá óskert fjárframlög frá ríkinu gegn afnámi skólagjalda. Hingað til hafa skólarnir fengið 75 prósent af því sem ríkisreknu skólarnir fá. „Mér finnst bara mikilvægt að gæta sanngirnist í þessu. Skólakerfið okkar á að stuðla að jöfnum tækifærum og valfrelsi. Ég vil líka geta stutt við ólík rekstrarform þannig að allir skólar falli ekki í það að vilja vera ríkisreknir,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskólamála. Umsóknum mun fjölga Fyrir breytingu líta skólagjöldin í grunnnámi í sjálfstætt starfandi háskólunum þremur svona út. Frá 610 þúsund og upp í 680 þúsund krónur fyrir árið. Með niðurfellingu skólagjalda og innheimtu einungis skráningargjalds fer gjaldið niður í 75 þúsund krónur fyrir skólaárið. Nú þegar hefur Listaháskólinn samþykkt breytinguna og munu nemendur þar ekki greiða skólagjöld á næsta skólaári. Rektorinn segir það mikið fagnaðarefni. „Þetta mun auðvitað fjölga umsóknum. Það skiptir miklu máli að efnahagur hafi ekki áhrif á það hvort nemendur séu að sækja um háskólanám í listum. Þannig að við væntum þess að þetta muni fjölga umsóknum og það verði fjölbreyttari umsóknir sem skila sér í fjölbreyttari nemendum og þar af leiðandi fjölbreyttara menningar- og listalífi sem er auðvitað mikið fagnaðarefni,“ segir Kristín Eysteinsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands. Verulega ánægð Og nemendur skólans eru himinlifandi með breytinguna. „Ég er bara í pínu spennufalli. Þetta er magnað og ég held að þetta hafi aftrað fullt af fólki frá því að koma inn í þennan skóla, þessi gífurlega háu skólagjöld,“ segir Bjarki Þór Wíum Sveinsson, nemandi á fyrsta ári í arkitektúr. „Þetta er náttúrulega ekki bara jákvætt fyrir nemendur heldur bara íslenskt samfélag í heild. Þetta stuðlar til jafnrétti til náms og stuðlar til þess að fleiri geti stundað listnám hér á landi,“ segir Freyr Jónsson, þriðja árs nemi í arkitektúr. „Þegar ég sótti um sótti ég aðallega um því þetta er eini listaháskólinn á landinu. Það hefði hvatt mig enn þá meira til að fara fyrr. Maður hefði kannski ekki þurft að taka skólagjaldalán fyrir nokkur ár hérna. En þetta er mjög jákvætt,“ segir Sif Svavarsdóttir, þriðja árs nemi í grafískri hönnun.
Háskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skóla - og menntamál Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira