Spyr hvort eigi ekki líka að girða gamla fólkið af Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. febrúar 2024 17:13 Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara, segir hugmyndir um að byggja húsnæði fyrir eldri borgara í Gunnarshólma ekki góðar. Vísir/Arnar Formaður Landssambands eldri borgara segir uppbyggingu húsnæðis fyrir eldra fólk í Gunnarshólma vera vonda hugmynd sem gangi þvert gegn öllum ríkjandi áherslum í málaflokknum. Hann efast um að velferð eldra fólks hafi ráðið för við ákvörðunina. „Við höfum ekki farið yfir þetta í stjórn sambandsins en okkur hugnast ekki þessi hugmyndafræði að eldra fólk eigi að safnast saman á einum stað,“ Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara, um áætlanir bæjarstjórnar Kópavogs um uppbyggingu í Gunnarshólma. „Þetta gengur eiginlega þvert á allt það sem verið er að leggja áherslu á, sem sagt lífsgæðakjarnar og annað slíkt þar sem er verið að huga að því að blanda saman aldurshópum og ýmsum möguleikum til afþreyingar,“ bætir hann við. Vísir fjallaði í gær um gagnrýni Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur, bæjarfulltrúa Pírata í Kópavogi, á vinnubrögðum bæjarstjórnar. Sigurbjörg sagði málið afhjúpa ófaglegheit, skammsýni og sérhagsmunagæslu meirihlutans. Spurði hvort ætti ekki að girða fólkið af Helgi segir að sér hugnist ekki að komið sé fram við eldra fólk eins og einingu sem hægt sé að henda niður þar sem menn telja það henta. „Ég leyfi mér að draga í efa að þessi hópur fólks hafi hugsað sérstaklega og ítarlega um velferð eldra fólks og þessi hugmynd lýsir ekki því hugarfari,“ segir hann og bætir við „Þetta eru menn sem eru með hugmyndir um fasteignaviðskipti og annað slíkt.“ „Þau komu til okkar og presenteruðu þessa hugmynd í fyrra og ég hafði ekkert um þetta mál að segja nema ég spurði hvort þau vildu ekki passa vandlega að girða þetta af með háum girðingum og svo væri hægt að hafa hlið á einum stað með áletrun fyrir ofan,“ segir Helgi „Þetta er vond hugmynd“ „Við höfum ekki ályktað neitt um þetta en það hafa margir úr okkar hópi tjáð sig um þetta og það er mjög eindregið að mönnum líst ekkert á þetta. Þetta er vond hugmynd Liggur eitthvað fyrir að álykta um þetta eða senda ykkar athugasemd um þetta? „Nei, þetta er náttúrulega bara einhver bissnesshugmynd út í bæ og hvað mig varðar nær það ekkert lengra,“ segir Helgi. „Mér þykir samt leitt að svona umræða og hugmyndavinna fari af stað og að fólk haldi að þetta sé það sem eldri fólk er að biðja um. Mér sárnar það,“ segir hann. Ekki náðist í Ásdísi Kristjánsdóttur, bæjarstjóra Kópavogs, við skrif fréttarinnar. Eldri borgarar Kópavogur Húsnæðismál Tengdar fréttir Byggja hverfi fyrir aldraða á Gunnarshólma Byggja á upp fimm þúsund íbúða lífsgæðakjarna á jörðinni Gunnarshólma norður við Suðurlandsveg við Hólmsheiði og Rauðavatn. Bæjarráð Kópavogs komst að þessari niðurstöðu á fundi sínum í dag. 25. janúar 2024 16:10 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira
„Við höfum ekki farið yfir þetta í stjórn sambandsins en okkur hugnast ekki þessi hugmyndafræði að eldra fólk eigi að safnast saman á einum stað,“ Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara, um áætlanir bæjarstjórnar Kópavogs um uppbyggingu í Gunnarshólma. „Þetta gengur eiginlega þvert á allt það sem verið er að leggja áherslu á, sem sagt lífsgæðakjarnar og annað slíkt þar sem er verið að huga að því að blanda saman aldurshópum og ýmsum möguleikum til afþreyingar,“ bætir hann við. Vísir fjallaði í gær um gagnrýni Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur, bæjarfulltrúa Pírata í Kópavogi, á vinnubrögðum bæjarstjórnar. Sigurbjörg sagði málið afhjúpa ófaglegheit, skammsýni og sérhagsmunagæslu meirihlutans. Spurði hvort ætti ekki að girða fólkið af Helgi segir að sér hugnist ekki að komið sé fram við eldra fólk eins og einingu sem hægt sé að henda niður þar sem menn telja það henta. „Ég leyfi mér að draga í efa að þessi hópur fólks hafi hugsað sérstaklega og ítarlega um velferð eldra fólks og þessi hugmynd lýsir ekki því hugarfari,“ segir hann og bætir við „Þetta eru menn sem eru með hugmyndir um fasteignaviðskipti og annað slíkt.“ „Þau komu til okkar og presenteruðu þessa hugmynd í fyrra og ég hafði ekkert um þetta mál að segja nema ég spurði hvort þau vildu ekki passa vandlega að girða þetta af með háum girðingum og svo væri hægt að hafa hlið á einum stað með áletrun fyrir ofan,“ segir Helgi „Þetta er vond hugmynd“ „Við höfum ekki ályktað neitt um þetta en það hafa margir úr okkar hópi tjáð sig um þetta og það er mjög eindregið að mönnum líst ekkert á þetta. Þetta er vond hugmynd Liggur eitthvað fyrir að álykta um þetta eða senda ykkar athugasemd um þetta? „Nei, þetta er náttúrulega bara einhver bissnesshugmynd út í bæ og hvað mig varðar nær það ekkert lengra,“ segir Helgi. „Mér þykir samt leitt að svona umræða og hugmyndavinna fari af stað og að fólk haldi að þetta sé það sem eldri fólk er að biðja um. Mér sárnar það,“ segir hann. Ekki náðist í Ásdísi Kristjánsdóttur, bæjarstjóra Kópavogs, við skrif fréttarinnar.
Eldri borgarar Kópavogur Húsnæðismál Tengdar fréttir Byggja hverfi fyrir aldraða á Gunnarshólma Byggja á upp fimm þúsund íbúða lífsgæðakjarna á jörðinni Gunnarshólma norður við Suðurlandsveg við Hólmsheiði og Rauðavatn. Bæjarráð Kópavogs komst að þessari niðurstöðu á fundi sínum í dag. 25. janúar 2024 16:10 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira
Byggja hverfi fyrir aldraða á Gunnarshólma Byggja á upp fimm þúsund íbúða lífsgæðakjarna á jörðinni Gunnarshólma norður við Suðurlandsveg við Hólmsheiði og Rauðavatn. Bæjarráð Kópavogs komst að þessari niðurstöðu á fundi sínum í dag. 25. janúar 2024 16:10