Heimsmeistarinn hissa en samt ekki eftir afar óvænt fall úr keppni Sindri Sverrisson skrifar 12. febrúar 2024 10:30 Ruta Meilutyte var vonsvikin eftir frammistöðu sína í 100 metra bringusundinu í dag. Getty/Quinn Rooney Óvænt tíðindi urðu á heimsmeistaramótinu í sundi í morgun þegar litháenska sunddrottningin Ruta Meilutyte féll úr keppni í undanrásum 100 metra bringusunds, en hún er ríkjandi heimsmeistari í greininni. Meilutyte, sem er 26 ára, átti heimsmetið í greininni fram til ársins 2017 og varð heimsmeistari í Japan í fyrrasumar. Hún hefur verið gríðarlega sigursæl frá því að hún varð ólympíumeistari í London 2012, aðeins 15 ára gömul, ef frá eru skilin tvö ár 2019-2021 þegar hún var í keppnisbanni vegna ólöglegrar lyfjanotkunar. Eftir bannið hefur Meilutyte unnið þrjá heimsmeistaratitla og ein bronsverðlaun, í 50 og 100 metra bringusundi. Það kom því gríðarlega á óvart að hún næði ekki í gegnum undanrásirnar í dag en hún varð í 17. sæti á 1 mínútu og 7,79 sekúndum, einu sæti frá undanúrslitum og meira en þremur sekúndum frá sigurtíma sínum í Japan í júlí í fyrra. Kom á óvart en samt ekki Í samtali við fjölmiðla eftir keppni í dag viðurkenndi Meilutyte að hún væri vonsvikin en vildi ekki gera meira úr málinu. „Ég var bæði hissa og ekki, því undanfarið hef ég verið nálægt þessum tíma í morgunsundi. Þetta kom mér ekki á óvart en kom samt á óvart á sama tíma því ég er vön því að synda í undanúrslitum,“ sagði Meilutyte og vildi ekki kenna því um að um óvenjulegan árstíma væri að ræða fyrir HM. „Ég kenni engu um. Svona er þetta bara. Sundið var einfalt. Maður getur reynt að rekja aftur ástæður fyrir öllu alveg til fæðingar en ég veit ekki hvað ég á að segja. Þetta er allt í góðu,“ sagði Meilutyte sem hefur marga fjöruna sopið og var einn af keppinautum Hrafnhildar Lúthersdóttur þegar hún var á hátindi síns ferils. Getur enn varið titilinn í stysta sundinu Meilutyte á þó enn möguleika á að verja heimsmeistaratitil sinn í 50 metra bringusundi á mótinu, sem fram fer í Katar. HM er á óvenjulegum tíma í ár vegna Ólympíuleikanna í París í sumar og er misjafnt hvort besta sundfólk heims mætir til Katar eða sleppir því. Sundfólk ársins 2023 á Íslandi, Anton Sveinn McKee og Snæfríður Sól Jórunnardóttir, er til að mynda ekki með á HM í ár. Eini fulltrúi Íslands er því Jóhanna Elín Guðmundsdóttir úr SH sem keppir á sínu fyrsta heimsmeistaramóti. Hún keppir í 50 metra flugsundi á föstudaginn og svo 50 metra skriðsundi á laugardaginn. Sund Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Sjá meira
Meilutyte, sem er 26 ára, átti heimsmetið í greininni fram til ársins 2017 og varð heimsmeistari í Japan í fyrrasumar. Hún hefur verið gríðarlega sigursæl frá því að hún varð ólympíumeistari í London 2012, aðeins 15 ára gömul, ef frá eru skilin tvö ár 2019-2021 þegar hún var í keppnisbanni vegna ólöglegrar lyfjanotkunar. Eftir bannið hefur Meilutyte unnið þrjá heimsmeistaratitla og ein bronsverðlaun, í 50 og 100 metra bringusundi. Það kom því gríðarlega á óvart að hún næði ekki í gegnum undanrásirnar í dag en hún varð í 17. sæti á 1 mínútu og 7,79 sekúndum, einu sæti frá undanúrslitum og meira en þremur sekúndum frá sigurtíma sínum í Japan í júlí í fyrra. Kom á óvart en samt ekki Í samtali við fjölmiðla eftir keppni í dag viðurkenndi Meilutyte að hún væri vonsvikin en vildi ekki gera meira úr málinu. „Ég var bæði hissa og ekki, því undanfarið hef ég verið nálægt þessum tíma í morgunsundi. Þetta kom mér ekki á óvart en kom samt á óvart á sama tíma því ég er vön því að synda í undanúrslitum,“ sagði Meilutyte og vildi ekki kenna því um að um óvenjulegan árstíma væri að ræða fyrir HM. „Ég kenni engu um. Svona er þetta bara. Sundið var einfalt. Maður getur reynt að rekja aftur ástæður fyrir öllu alveg til fæðingar en ég veit ekki hvað ég á að segja. Þetta er allt í góðu,“ sagði Meilutyte sem hefur marga fjöruna sopið og var einn af keppinautum Hrafnhildar Lúthersdóttur þegar hún var á hátindi síns ferils. Getur enn varið titilinn í stysta sundinu Meilutyte á þó enn möguleika á að verja heimsmeistaratitil sinn í 50 metra bringusundi á mótinu, sem fram fer í Katar. HM er á óvenjulegum tíma í ár vegna Ólympíuleikanna í París í sumar og er misjafnt hvort besta sundfólk heims mætir til Katar eða sleppir því. Sundfólk ársins 2023 á Íslandi, Anton Sveinn McKee og Snæfríður Sól Jórunnardóttir, er til að mynda ekki með á HM í ár. Eini fulltrúi Íslands er því Jóhanna Elín Guðmundsdóttir úr SH sem keppir á sínu fyrsta heimsmeistaramóti. Hún keppir í 50 metra flugsundi á föstudaginn og svo 50 metra skriðsundi á laugardaginn.
Sund Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Sjá meira