Skulda- eða kuldadagar Gunnlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar 12. febrúar 2024 09:31 Þegar langamma mín hún Petrea í Háaskála (1908-2008) var spurð út í mestu breytingar og framfarir sem hún hafði lifað, sagði hún að það hefði verið hitaveitan - að losna við kuldann og saggann, og komast í þurr föt. Heitt vatn var komið í öll hús og ofna í Ólafsfirði árið 1944. Við Ólafsfirðingar höfum ævinlega verið stolt af framtakssemi okkar því hitaveituna lögðum við sjálf og er hún meðal elstu hitaveitna á Íslandi. Það er ugglaust rétt að jarðhitinn var örlagavaldur vestan fjalla og ein ástæða þess að byggð lagðist af í Héðinsfirði árið 1951, þrátt fyrir gróðursæld og hlunnindi til lands og sjávar því þar var enginn jarðhiti. Kannski hefur hitaveitan í Ólafsfirði þótt svo sjálfsögð að henni hefur verið veitt lítil eftirtekt í seinni tíð og nú er komið að skulda- eða kuldadögum. Vinnslugeta hitaveitunnar í Ólafsfirði er nefnilega komin að þolmörkum. Farið er að „draga niður“ í vinnsluholum og nú í kuldatíð þarf að loka hluta sundlaugarinnar og hætta upphitun gangstétta. Þá hafa atvinnurekendur jafnframt verið beðnir um að minnka heitavatnsnotkun sína en sum staðar er það verulegum annmörkum bundið. Þetta er dapurlegur veruleiki fyrir okkur sem vonuðumst eftir auknum umsvifum og atvinnuuppbyggingu í Ólafsfirði, bættum atvinnutækifærum og lífskjörum þar sem okkar græna orka yrði í forgrunni. Ef ég þekkti ekki betur til málsins hefði ég giskað á að heita vatnið hefði verið flutt yfir til Siglufjarðar, eins og margt annað úr bænum. Nei, ég segi bara svona (og glotti við skrifin). En, þetta er ekki vandamál heldur verkefni. Góðu fréttirnar eru þær að jarðhita er víða að finna í Ólafsfirði. Þrátt fyrir framtakssemi okkar Ólafsfirðinga eru okkur allar bjargir bannaðar hvað þetta verkefni varðar þar sem Hitaveita Ólafsfjarðar var seld til Norðurorku árið 2006 og hefur Norðurorka einkaleyfi til starfsemi á sínu veitusvæði. Það þýðir að Norðurorka hefur einkaleyfisrétt á vatnsréttindum í Ólafsfirði, a.m.k. á öllu bæjarlandi. Við Ólafsfirðingar höfum lengi kallað eftir því að jarðhitabúskapurinn yrði í það minnsta kannaður og átti ég sjálf í bréfaskriftum við Norðurorku árið 2018 og aftur 2021 þar sem ég kallaði eftir upplýsingum um vatnsbúskapinn. Fátt var um svör. Ég er ekki löglærð en tel að einkaleyfishafi megi ekki vanrækja skyldur sínar við notendur. Ég skora því á Norðurorku að halda íbúafund og upplýsa okkur Ólafsfirðinga um stöðu mála og mögulegar úrbætur því þetta er nýr veruleiki fyrir okkur. Ég vil þó taka fram að Norðurorka er um margt fyrirmyndar fyrirtæki og þar starfar gott og hæft fólk. Ég er þakklát þeim fyrir að bregðast við aðstæðum, gæta að sjálfbærni auðlindarinnar og hafa íbúa í fyrirrúmi en betur má ef duga skal. Höfundur er Ólafsfirðingur og 2. varaformaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjallabyggð Orkumál Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Þegar langamma mín hún Petrea í Háaskála (1908-2008) var spurð út í mestu breytingar og framfarir sem hún hafði lifað, sagði hún að það hefði verið hitaveitan - að losna við kuldann og saggann, og komast í þurr föt. Heitt vatn var komið í öll hús og ofna í Ólafsfirði árið 1944. Við Ólafsfirðingar höfum ævinlega verið stolt af framtakssemi okkar því hitaveituna lögðum við sjálf og er hún meðal elstu hitaveitna á Íslandi. Það er ugglaust rétt að jarðhitinn var örlagavaldur vestan fjalla og ein ástæða þess að byggð lagðist af í Héðinsfirði árið 1951, þrátt fyrir gróðursæld og hlunnindi til lands og sjávar því þar var enginn jarðhiti. Kannski hefur hitaveitan í Ólafsfirði þótt svo sjálfsögð að henni hefur verið veitt lítil eftirtekt í seinni tíð og nú er komið að skulda- eða kuldadögum. Vinnslugeta hitaveitunnar í Ólafsfirði er nefnilega komin að þolmörkum. Farið er að „draga niður“ í vinnsluholum og nú í kuldatíð þarf að loka hluta sundlaugarinnar og hætta upphitun gangstétta. Þá hafa atvinnurekendur jafnframt verið beðnir um að minnka heitavatnsnotkun sína en sum staðar er það verulegum annmörkum bundið. Þetta er dapurlegur veruleiki fyrir okkur sem vonuðumst eftir auknum umsvifum og atvinnuuppbyggingu í Ólafsfirði, bættum atvinnutækifærum og lífskjörum þar sem okkar græna orka yrði í forgrunni. Ef ég þekkti ekki betur til málsins hefði ég giskað á að heita vatnið hefði verið flutt yfir til Siglufjarðar, eins og margt annað úr bænum. Nei, ég segi bara svona (og glotti við skrifin). En, þetta er ekki vandamál heldur verkefni. Góðu fréttirnar eru þær að jarðhita er víða að finna í Ólafsfirði. Þrátt fyrir framtakssemi okkar Ólafsfirðinga eru okkur allar bjargir bannaðar hvað þetta verkefni varðar þar sem Hitaveita Ólafsfjarðar var seld til Norðurorku árið 2006 og hefur Norðurorka einkaleyfi til starfsemi á sínu veitusvæði. Það þýðir að Norðurorka hefur einkaleyfisrétt á vatnsréttindum í Ólafsfirði, a.m.k. á öllu bæjarlandi. Við Ólafsfirðingar höfum lengi kallað eftir því að jarðhitabúskapurinn yrði í það minnsta kannaður og átti ég sjálf í bréfaskriftum við Norðurorku árið 2018 og aftur 2021 þar sem ég kallaði eftir upplýsingum um vatnsbúskapinn. Fátt var um svör. Ég er ekki löglærð en tel að einkaleyfishafi megi ekki vanrækja skyldur sínar við notendur. Ég skora því á Norðurorku að halda íbúafund og upplýsa okkur Ólafsfirðinga um stöðu mála og mögulegar úrbætur því þetta er nýr veruleiki fyrir okkur. Ég vil þó taka fram að Norðurorka er um margt fyrirmyndar fyrirtæki og þar starfar gott og hæft fólk. Ég er þakklát þeim fyrir að bregðast við aðstæðum, gæta að sjálfbærni auðlindarinnar og hafa íbúa í fyrirrúmi en betur má ef duga skal. Höfundur er Ólafsfirðingur og 2. varaformaður Sambands ungra sjálfstæðismanna.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun