Mikilvæg uppbygging orkuinnviða HS Orku á Reykjanesi Birna Lárusdóttir skrifar 12. febrúar 2024 08:00 Allra augu beinast nú að orkuinniviðum á Reykjanesskaga. Þar eru fordæmalausar aðstæður uppi sem valda því að heilt landsvæði hefur sem stendur ekki aðgengi að grunnþjónustu sem við Íslendingar teljum sjálfsagða. HS Orka er í miðju þessara atburða og leggur nú nótt við dag til að koma heitu vatni aftur til samfélagsins á Suðurnesjum. Fjölmargir standa að því verkefni með okkur s.s. almannavarnir, HS Veitur, verkfræðistofur og fjöldi verktaka. Samhliða því er áfram unnið að vörnum annarra mikilvægra orkuinnviða á svæðinu. Gagnrýni byggð á villandi upplýsingum Við þær aðstæður sem nú eru uppi heyrast raddir um að betur færi á því að orkufyrirtæki á borð við HS Orku væru ekki í einkaeigu heldur færu ríki eða sveitarfélög með eignarhaldið. Því er haldið fram að ábati af rekstri fyrirtækisins skili sér ekki í uppbyggingu innviða samfélagsins heldur hverfi úr landi. Skoðum þetta aðeins nánar. Fjárfestingar í héraði Eigendur HS Orku eru til helminga Jarðvarmi, fjárfestingafélag í eigu fjórtán íslenskra lífeyrissjóða, og Ancala Partners, breskur fjárfestingasjóður sem sérhæfir sig í innviðafjárfestingum víða um heim. Frá árinu 2020 hefur HS Orka varið um 14 milljörðum króna í uppbyggingu innviða fyrirtækisins. Fyrirtækið stækkaði Reykjanesvirkjun um 30MW og lokið var við 10MW vatnsaflsvirkjun að Brú í Biskupstungum. Nú standa yfir framkvæmdir við stækkun og endurbætur orkuversins í Svartsengi, en þar er um að ræða fjárfestingu sem ein og sér er áætlað að kosti á þrettánda milljarð króna. Áætlanir okkar gera ráð fyrir ríflega 12 milljörðum í fjárfestingar til frekari vaxtar á næstu tveimur árum. Samtals gerir þetta hátt í 27 milljarða í beinni fjárfestingu í innviðum HS Orku hér á landi. Milljarðafjárfestingar framundan Hafnar eru boranir á nýjum borholum á Reykjanesi en hver borhola getur kostað í kringum milljarð króna. Jafnframt er fyrirtækið með metnaðarfull áform um uppbyggingu innviða í Krýsuvík, ekki síst til mögulegrar heitavatnsframleiðslu fyrir höfuðborgarsvæðið. Hvalárvirkjun í Árneshreppi á Ströndum er sömuleiðis áfram á teikniborðinu. Virkjunin mun meðal annars stuðla að auknu afhendingaröryggi raforku um allt land þar sem hún er fyrirhuguð á köldu svæði, fjarri jarðhræringunum á Reykjanesskaga. Ef þessi áform raungerast fela þau í sér tugmilljarða króna í fjárfestingar. Vonandi reynist gagnlegt að hafa þessar upplýsingar á takteinum í umræðunni um uppbyggingu orkuinnviða og eignarhald á orkufyrirtækjum á Íslandi. Höfundur er upplýsingafulltrúi HS Orku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Eldgos á Reykjanesskaga Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Allra augu beinast nú að orkuinniviðum á Reykjanesskaga. Þar eru fordæmalausar aðstæður uppi sem valda því að heilt landsvæði hefur sem stendur ekki aðgengi að grunnþjónustu sem við Íslendingar teljum sjálfsagða. HS Orka er í miðju þessara atburða og leggur nú nótt við dag til að koma heitu vatni aftur til samfélagsins á Suðurnesjum. Fjölmargir standa að því verkefni með okkur s.s. almannavarnir, HS Veitur, verkfræðistofur og fjöldi verktaka. Samhliða því er áfram unnið að vörnum annarra mikilvægra orkuinnviða á svæðinu. Gagnrýni byggð á villandi upplýsingum Við þær aðstæður sem nú eru uppi heyrast raddir um að betur færi á því að orkufyrirtæki á borð við HS Orku væru ekki í einkaeigu heldur færu ríki eða sveitarfélög með eignarhaldið. Því er haldið fram að ábati af rekstri fyrirtækisins skili sér ekki í uppbyggingu innviða samfélagsins heldur hverfi úr landi. Skoðum þetta aðeins nánar. Fjárfestingar í héraði Eigendur HS Orku eru til helminga Jarðvarmi, fjárfestingafélag í eigu fjórtán íslenskra lífeyrissjóða, og Ancala Partners, breskur fjárfestingasjóður sem sérhæfir sig í innviðafjárfestingum víða um heim. Frá árinu 2020 hefur HS Orka varið um 14 milljörðum króna í uppbyggingu innviða fyrirtækisins. Fyrirtækið stækkaði Reykjanesvirkjun um 30MW og lokið var við 10MW vatnsaflsvirkjun að Brú í Biskupstungum. Nú standa yfir framkvæmdir við stækkun og endurbætur orkuversins í Svartsengi, en þar er um að ræða fjárfestingu sem ein og sér er áætlað að kosti á þrettánda milljarð króna. Áætlanir okkar gera ráð fyrir ríflega 12 milljörðum í fjárfestingar til frekari vaxtar á næstu tveimur árum. Samtals gerir þetta hátt í 27 milljarða í beinni fjárfestingu í innviðum HS Orku hér á landi. Milljarðafjárfestingar framundan Hafnar eru boranir á nýjum borholum á Reykjanesi en hver borhola getur kostað í kringum milljarð króna. Jafnframt er fyrirtækið með metnaðarfull áform um uppbyggingu innviða í Krýsuvík, ekki síst til mögulegrar heitavatnsframleiðslu fyrir höfuðborgarsvæðið. Hvalárvirkjun í Árneshreppi á Ströndum er sömuleiðis áfram á teikniborðinu. Virkjunin mun meðal annars stuðla að auknu afhendingaröryggi raforku um allt land þar sem hún er fyrirhuguð á köldu svæði, fjarri jarðhræringunum á Reykjanesskaga. Ef þessi áform raungerast fela þau í sér tugmilljarða króna í fjárfestingar. Vonandi reynist gagnlegt að hafa þessar upplýsingar á takteinum í umræðunni um uppbyggingu orkuinnviða og eignarhald á orkufyrirtækjum á Íslandi. Höfundur er upplýsingafulltrúi HS Orku.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun