„Hér er um lengri tíma viðburði að ræða“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 11. febrúar 2024 21:00 Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri ræddi nýbyggðan vinnuveg og byggingu heitavatnslagnanna á Suðurnesjum í Kvöldfréttum. Vísir Orkumálastjóri segir ljóst að atburðirnir á Suðurnesjum komi til með að endurtaka sig og mikilvægt sé að innviðir séu undir það búnir. Vinnuvegur var lagður í nótt ofan á hraunið sem flæddi yfir Grindavíkurveg í núliðnu eldgosi. Sindri ræddi við Höllu Hrund Logadóttur orkumálastjóra í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir það kraftaverk að búið sé að leggja veginn yfir hraunið. Unnið er að því að byggja nýja heitavatnslögn frá Svartsengi. „Staðan er sú að það er búið að sjóða mikið af þessum rörum saman. Þetta eru tólf metra rör sem er verið að sjóða saman. Og það voru eftir um níu suður, eitthvað svoleiðis. Og þá erum við að tala um að það á eftir að draga rörin og tryggja að þau nái yfir þessa fjögur til fimm hundruð metra sem voru eftir,“ segir Halla. Hún segir að ef vel gangi komist hiti á fyrr en síðar. Við hljótum að læra mjög hratt hvernig á að bregðast við þessum aðstæðum því þær eru að koma upp aftur og aftur. Finnst þér eins og við séum undirbúin fyrir þessar hamfarir? „Auðvitað eru náttúruhamfarir alltaf óvæntar að einhverju leyti en ég held að það skipti miklu máli að við erum að horfa á atburði sem munu koma til með að endurtaka sig. Og þess vegna þurfum við að passa upp á að verja þessa lögn,“ segir Halla. Steypa þurfi í kring um hana og sömuleiðis þurfi að setja nýja kaldavatnslögn til að tryggja að ef nýtt hraun kæmi myndi það ekki skemma fyrir. Þá sé mikivægt að passa upp á að til sé meiri og betri búnaður til að hita lykilinnviði, eins og skóla og hjúkrunarheimili. Heitt vatn frá fleiri stöðum en Svartsengi „Ég get hins vegar sagt þér að góðu fréttirnar eru að við höfum verið að ýta á lághitaátak,“ segir Halla og að í því felist að sækja hita á fleiri stöðum á Reykjanesi. „Og [við] höfum verið að draga að aðila eins og ÍSOR og fyrirtækin með okkur hérna. Og við vonum að það átak fari hratt og vel af stað núna í vikunni þannig að heimilin hafi aðgengi að heitu vatni frá fleiri stöðum en bara Svartsengi.“ Halla segir marga koma að því verkefni sem nú er fyrir höndum. Fyrirtæki, Almannavarnir og her af fagfólki. Þekking þeirra þurfi að dragast inn í alla ákvörðunartöku og mikilvægt sé að vera vel undirbúin. „Og þó að þessi hrina gangi yfir núna skiptir gríðalega miklu máli að við séum að hugsa að hér er um lengri tíma viðburði að ræða og þetta eru ákveðnir grundvallarinnviðir fyrir samfélagið. Ekki bara til skemmri tíma heldur um alla framtíð.“ Hægt er að horfa á viðtalið hér að neðan, sem hefst skammt fyrir þriðju mínútu. Orkumál Reykjanesbær Vogar Suðurnesjabær Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Sindri ræddi við Höllu Hrund Logadóttur orkumálastjóra í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir það kraftaverk að búið sé að leggja veginn yfir hraunið. Unnið er að því að byggja nýja heitavatnslögn frá Svartsengi. „Staðan er sú að það er búið að sjóða mikið af þessum rörum saman. Þetta eru tólf metra rör sem er verið að sjóða saman. Og það voru eftir um níu suður, eitthvað svoleiðis. Og þá erum við að tala um að það á eftir að draga rörin og tryggja að þau nái yfir þessa fjögur til fimm hundruð metra sem voru eftir,“ segir Halla. Hún segir að ef vel gangi komist hiti á fyrr en síðar. Við hljótum að læra mjög hratt hvernig á að bregðast við þessum aðstæðum því þær eru að koma upp aftur og aftur. Finnst þér eins og við séum undirbúin fyrir þessar hamfarir? „Auðvitað eru náttúruhamfarir alltaf óvæntar að einhverju leyti en ég held að það skipti miklu máli að við erum að horfa á atburði sem munu koma til með að endurtaka sig. Og þess vegna þurfum við að passa upp á að verja þessa lögn,“ segir Halla. Steypa þurfi í kring um hana og sömuleiðis þurfi að setja nýja kaldavatnslögn til að tryggja að ef nýtt hraun kæmi myndi það ekki skemma fyrir. Þá sé mikivægt að passa upp á að til sé meiri og betri búnaður til að hita lykilinnviði, eins og skóla og hjúkrunarheimili. Heitt vatn frá fleiri stöðum en Svartsengi „Ég get hins vegar sagt þér að góðu fréttirnar eru að við höfum verið að ýta á lághitaátak,“ segir Halla og að í því felist að sækja hita á fleiri stöðum á Reykjanesi. „Og [við] höfum verið að draga að aðila eins og ÍSOR og fyrirtækin með okkur hérna. Og við vonum að það átak fari hratt og vel af stað núna í vikunni þannig að heimilin hafi aðgengi að heitu vatni frá fleiri stöðum en bara Svartsengi.“ Halla segir marga koma að því verkefni sem nú er fyrir höndum. Fyrirtæki, Almannavarnir og her af fagfólki. Þekking þeirra þurfi að dragast inn í alla ákvörðunartöku og mikilvægt sé að vera vel undirbúin. „Og þó að þessi hrina gangi yfir núna skiptir gríðalega miklu máli að við séum að hugsa að hér er um lengri tíma viðburði að ræða og þetta eru ákveðnir grundvallarinnviðir fyrir samfélagið. Ekki bara til skemmri tíma heldur um alla framtíð.“ Hægt er að horfa á viðtalið hér að neðan, sem hefst skammt fyrir þriðju mínútu.
Orkumál Reykjanesbær Vogar Suðurnesjabær Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira