Segist treysta sér til að lifa á laununum sem SA býður breiðfylkingunni Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. febrúar 2024 22:00 Sigríður Margrét ræddi stöðu mála fyrr í kvöld. Vísir Ríkissáttasemjari hyggst ekki boða breiðfylkingu stéttarfélaga og Samtök atvinnulífsins til fundar innan tveggja vikna nema hann finni fyrir vilja hjá þeim til að ræða málin. Breiðfylking stéttarfélaga sleit kjaraviðræðum við SA síðdegis í gær. Framkvæmdastjóri SA segir ekki hægt að gera það að skilyrði í kjarasamningum að Seðlabanki Íslands lækki hjá sér stýrivexti. Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri SA ræddi við Telmu í Kvöldfréttum Stöðvar 2. „Okkur finnst mjög miður að breiðfylkingin hafi valið að slíta viðræðum á þessum tímapunkti. Enda vorum við komin mjög langt með að gera kjarasamning,“ segir Sigríður og segir samtökin reiðubúin að halda því samtali áfram. Viðræðurnar stranda á svokölluðu forsenduákvæði, sem Sigríður sagði í dag samtökin ekki geta samþykkt vegna þess að það vegi að sjálfstæði Seðlabanka Íslands. „Forsenduákvæði er auðvitað bara eðlilegur hluti af því að gera langtímakjarasamning. Og við vorum að leggja til forsenduákvæði sem yrði í samræmi við þau forsenduákvæði sem hafa verið í kjarasamningum til þessa. Það er hins vegar ekki hægt að horfa til þess að í kjarasamningunum séum við annars vegar að verðtryggja laun eða gera það sem skilyrði að Seðlabanki Íslands lækki hjá sér stýrivexti,“ segir Sigríður. Af hverju ekki? „Megin hlutverk Seðlabanka Íslands er að stuðla að verðstöðugleika og hans megin stjórntæki eru auðvitað stýrivextirnir. Það er ekki hægt að þrengja að því stjórntæki með því að setja það sem skilyrði fyrir kjarasamningum.“ Tími náttúruhamfara ekki fyrir átök á vinnumarkaði Aðspurð hvort skynsamlegt væri af samtökunum að sitja áfram og semja og sjá hvað þau geti boðið nefnir Sigríður ástandið á Suðurnesjum. „Staðan er bara þannig, þegar við erum að horfa á að það eru 27 þúsund manns á Íslandi sem eru núna án hitaveitu, það eru 3600 manns sem standa frammi fyrir því að hugsanlega missa heimili sín vegna náttúruhamfara, það er ekki tímapunkturinn að vera að fara í átök á vinnumarkaði. Út af orðalagi í tengslum við forsenduákvæði í kjarasamningum þegar búið er að ná saman um launaliðinn. Það er tíminn til þess að drífa sig niður í Karphús og klára verkefnið sem okkur hefur verið falið og við erum að sjálfsögðu tilbúin til þess hjá Samtökum atvinnulífsins.“ En þurfið þið ekki aðeins að bakka, alveg eins og þið eruð að gera kröfu um hjá ykkar viðsemjendum? „Samningaviðræður auðvitað ganga út á það. Við erum að hlusta á og koma til móts við hvort annað. Og samtök atvinnulífsins hafa í þessum viðræðum komið til móts við okkar viðsemjendur í tengslum við, til dæmis, forsenduákvæði,“ segir Sigríður. Hún nefnir tvö endurskoðunartímabil á tímabil samningsins, forsendunefnd sem tekur ákvörðun um viðbragð og sjálfkrafa viðbragð. „Við höfum líka lagt til þann möguleika að skoða uppsögn ef við erum langt út fyrir þau vikmörk eða þau markmið sem við erum að stefna að. Þannig að við erum svo sannarlega tilbúin til að semja,“ segir Sigríður. Bestu lífskjör í heiminum Eins og áður segir hefur ríkissáttasemjari ákveðið að boða breiðfylkinguna og SA ekki til viðræðna nema hann finni fyrir vilja til að ræða málin. Þið hljótið að geta bakkað eitthvað þarna. Hverju viljið þið fórna? „Þetta er auðvitað okkar sameiginlega verkefni. Það er að segja að gera langtíma kjarasamninga sem geta stuðlað að efnahagslegum stöðugleika. Þannig að bæði fólk og fyrirtæki á Íslandi geta gert framtíðaráætlanir. Og það er svo sannarlega einlægur vilji okkar,“ segir Sigríður og endurtekur að samtökin geti ekki verðtryggt laun eða gert það að skilyrði að Seðlabanki Íslands lækki stýrivexti. Hvar sjáið þið möguleika til að bakka? „Við erum búin að leggja til útfærslu á forsenduákvæðum sem koma til móts við okkar viðsemjendur en þau verða að svara.“ Aðspurð hvort hún treysti sér til þess að lifa á þeim launum sem SA er að bjóða segir Sigríður: „Að sjálfsögðu.“ „Við búum í því landi þar sem við erum með hæstu launin. Við erum líka með mesta jöfnuðinn. Þannig að við á Íslandi búum við einhver bestu lífskjör í heiminum þökk sé kröftugu atvinnulífi,“ bætir hún við. Seðlabankinn Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Atvinnurekendur Fjármál heimilisins Vinnumarkaður Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Fleiri fréttir Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Sjá meira
Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri SA ræddi við Telmu í Kvöldfréttum Stöðvar 2. „Okkur finnst mjög miður að breiðfylkingin hafi valið að slíta viðræðum á þessum tímapunkti. Enda vorum við komin mjög langt með að gera kjarasamning,“ segir Sigríður og segir samtökin reiðubúin að halda því samtali áfram. Viðræðurnar stranda á svokölluðu forsenduákvæði, sem Sigríður sagði í dag samtökin ekki geta samþykkt vegna þess að það vegi að sjálfstæði Seðlabanka Íslands. „Forsenduákvæði er auðvitað bara eðlilegur hluti af því að gera langtímakjarasamning. Og við vorum að leggja til forsenduákvæði sem yrði í samræmi við þau forsenduákvæði sem hafa verið í kjarasamningum til þessa. Það er hins vegar ekki hægt að horfa til þess að í kjarasamningunum séum við annars vegar að verðtryggja laun eða gera það sem skilyrði að Seðlabanki Íslands lækki hjá sér stýrivexti,“ segir Sigríður. Af hverju ekki? „Megin hlutverk Seðlabanka Íslands er að stuðla að verðstöðugleika og hans megin stjórntæki eru auðvitað stýrivextirnir. Það er ekki hægt að þrengja að því stjórntæki með því að setja það sem skilyrði fyrir kjarasamningum.“ Tími náttúruhamfara ekki fyrir átök á vinnumarkaði Aðspurð hvort skynsamlegt væri af samtökunum að sitja áfram og semja og sjá hvað þau geti boðið nefnir Sigríður ástandið á Suðurnesjum. „Staðan er bara þannig, þegar við erum að horfa á að það eru 27 þúsund manns á Íslandi sem eru núna án hitaveitu, það eru 3600 manns sem standa frammi fyrir því að hugsanlega missa heimili sín vegna náttúruhamfara, það er ekki tímapunkturinn að vera að fara í átök á vinnumarkaði. Út af orðalagi í tengslum við forsenduákvæði í kjarasamningum þegar búið er að ná saman um launaliðinn. Það er tíminn til þess að drífa sig niður í Karphús og klára verkefnið sem okkur hefur verið falið og við erum að sjálfsögðu tilbúin til þess hjá Samtökum atvinnulífsins.“ En þurfið þið ekki aðeins að bakka, alveg eins og þið eruð að gera kröfu um hjá ykkar viðsemjendum? „Samningaviðræður auðvitað ganga út á það. Við erum að hlusta á og koma til móts við hvort annað. Og samtök atvinnulífsins hafa í þessum viðræðum komið til móts við okkar viðsemjendur í tengslum við, til dæmis, forsenduákvæði,“ segir Sigríður. Hún nefnir tvö endurskoðunartímabil á tímabil samningsins, forsendunefnd sem tekur ákvörðun um viðbragð og sjálfkrafa viðbragð. „Við höfum líka lagt til þann möguleika að skoða uppsögn ef við erum langt út fyrir þau vikmörk eða þau markmið sem við erum að stefna að. Þannig að við erum svo sannarlega tilbúin til að semja,“ segir Sigríður. Bestu lífskjör í heiminum Eins og áður segir hefur ríkissáttasemjari ákveðið að boða breiðfylkinguna og SA ekki til viðræðna nema hann finni fyrir vilja til að ræða málin. Þið hljótið að geta bakkað eitthvað þarna. Hverju viljið þið fórna? „Þetta er auðvitað okkar sameiginlega verkefni. Það er að segja að gera langtíma kjarasamninga sem geta stuðlað að efnahagslegum stöðugleika. Þannig að bæði fólk og fyrirtæki á Íslandi geta gert framtíðaráætlanir. Og það er svo sannarlega einlægur vilji okkar,“ segir Sigríður og endurtekur að samtökin geti ekki verðtryggt laun eða gert það að skilyrði að Seðlabanki Íslands lækki stýrivexti. Hvar sjáið þið möguleika til að bakka? „Við erum búin að leggja til útfærslu á forsenduákvæðum sem koma til móts við okkar viðsemjendur en þau verða að svara.“ Aðspurð hvort hún treysti sér til þess að lifa á þeim launum sem SA er að bjóða segir Sigríður: „Að sjálfsögðu.“ „Við búum í því landi þar sem við erum með hæstu launin. Við erum líka með mesta jöfnuðinn. Þannig að við á Íslandi búum við einhver bestu lífskjör í heiminum þökk sé kröftugu atvinnulífi,“ bætir hún við.
Seðlabankinn Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Atvinnurekendur Fjármál heimilisins Vinnumarkaður Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Fleiri fréttir Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Sjá meira