Fólk slökkvi á rafmagnsofnum meðan önnur orkufrek raftæki eru notuð Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. febrúar 2024 18:16 Upplýsingafundur Almannavarna vegna stöðunnar á Suðurnesjum fór fram í dag. Vísir/Ívar Fannar Vonast er til þess að rafmagn og heitt vatn verði komið aftur á öll Suðurnes eftir viku. Unnið er að því að byggja nýja heitavatnslögn eftir að hraun flæddi yfir hjáveitulögn í núliðnu eldgosi. Þetta kom fram á upplýsingafundi Almannavarna sem fór fram klukkan fimm. Á fundinum komu fram Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis- orku- og loftlagsráðherra, Tómas Már Sigurðsson forstjóri HS Orku og Páll Erland forstjóri HS Veitna. Eftir að í ljós kom að hjáveitulögn meðfram Njarðvíkuræðinni fór í sundur undir miðju hrauni í gærkvöldi var ljóst að afleiðingar fyrir íbúa á Reykjanesinu yrðu miklar á næstu dögum. Á fundinum var farið yfir stöðuna, hvað verið er að gera og hvað er fram undan. Hjördís benti á nýtt þjónustuver vegna ástandsins á Suðurnesjum, hægt er að hringja í síma 444 2590 vakni spurningar um heitavatnsleysið. Páll Erland forstjóri HS Veitna sagði svörtustu sviðsmyndina hafa ræst þegar heitt vatn fór af öllum Suðurnesjum vegna hamfaranna, og það þegar kuldatíð gengur yfir. Hann brýndi mikilvægi þess að íbúar Suðurnesja haldi samtakamættinum áfram og reyni að komast hjá því að nota heimilistæki sem noti mikið rafmagn. Mikilvægast sé að fólk hlaði rafbíla sína ekki á heimilinu heldur frekar á hleðslustöðvum sem opnar eru almenningi. Á vef Almannavarna hafa upplýsingar um ástandið og fyrirmæli um notkun rafmagns á Suðurnesjum verið birt. Í spurningatíma í lok fundarins spurði Margrét Björk fréttamaður okkar hve lengi búast má við að ástandið vari. Tómas Már Sigurðsson forstjóri HS orku sagði líklegt að ástandið myndi vara um viku. Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri Almannavarna gaf þó þann fyrirvara að ekki væri hægt að fullyrða um það. Fréttin hefur verið uppfærð. Grindavík Almannavarnir Orkumál Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Sjá meira
Þetta kom fram á upplýsingafundi Almannavarna sem fór fram klukkan fimm. Á fundinum komu fram Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis- orku- og loftlagsráðherra, Tómas Már Sigurðsson forstjóri HS Orku og Páll Erland forstjóri HS Veitna. Eftir að í ljós kom að hjáveitulögn meðfram Njarðvíkuræðinni fór í sundur undir miðju hrauni í gærkvöldi var ljóst að afleiðingar fyrir íbúa á Reykjanesinu yrðu miklar á næstu dögum. Á fundinum var farið yfir stöðuna, hvað verið er að gera og hvað er fram undan. Hjördís benti á nýtt þjónustuver vegna ástandsins á Suðurnesjum, hægt er að hringja í síma 444 2590 vakni spurningar um heitavatnsleysið. Páll Erland forstjóri HS Veitna sagði svörtustu sviðsmyndina hafa ræst þegar heitt vatn fór af öllum Suðurnesjum vegna hamfaranna, og það þegar kuldatíð gengur yfir. Hann brýndi mikilvægi þess að íbúar Suðurnesja haldi samtakamættinum áfram og reyni að komast hjá því að nota heimilistæki sem noti mikið rafmagn. Mikilvægast sé að fólk hlaði rafbíla sína ekki á heimilinu heldur frekar á hleðslustöðvum sem opnar eru almenningi. Á vef Almannavarna hafa upplýsingar um ástandið og fyrirmæli um notkun rafmagns á Suðurnesjum verið birt. Í spurningatíma í lok fundarins spurði Margrét Björk fréttamaður okkar hve lengi búast má við að ástandið vari. Tómas Már Sigurðsson forstjóri HS orku sagði líklegt að ástandið myndi vara um viku. Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri Almannavarna gaf þó þann fyrirvara að ekki væri hægt að fullyrða um það. Fréttin hefur verið uppfærð.
Grindavík Almannavarnir Orkumál Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Sjá meira