Segir að málið hefði dáið hefði lögregla beðið átekta Árni Sæberg skrifar 10. febrúar 2024 12:10 Sveinn Andri er verjandi Sindra Snæs í málinu. Vísir/Hulda Margrét Verjandi manns sem grunaður er um tilraun til hryðjuverka segir það sem komið hefur fram í aðalmeðferð hryðjuverkamálsins í vikunni benda til þess að lögregla og ákæruvaldið hafi hlaupið upp til handa og fóta að ástæðulausu. Aðalmeðferð í hryðjuverkamálinu svokallaða hófst á fimmtudag og hélt áfram í gær. Tveir menn, Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson, eru þar ákærðir fyrir vopnalagabrot en Sindri er einnig ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka. Ísidór er ákærður fyrir hlutdeild að tilraunabrotinu. Fyrir dómi í gær báru vitni, meðal annars kærasta Sindra og faðir hans, sem og sambýliskona Ísidórs til sjö ára. Þá komu vopnasalar, tæknifræðingur og geðlæknir fyrir dóminn. Sveinn Andri Sveinsson er verjandi Sindra. Sveinn Andri segir að þrennt hafi staðið upp í aðalmeðferðinni í vikunni. Í fyrsta lagi hafi komið skýrlega fram hjá fulltrúa ríkislögreglustjóra að þegar Sindri Snær og Ísidór voru handteknir þá hafi það ekki verið vegna yfirvofandi hryðjuverkahættu heldur vegna rannsóknarhagsmuna. Í öðru lagi liggi fyrir að sérfræðingar um byssur hafi kveðið upp úr með það ekki væri um árásarriffla að ræða í málinu. Í þriðja lagi hafi frásögn geðlæknis, sem var matsmaður í málinu, verið mjög afgerandi. Hann hafi metið frásagnir mannanna sem galgopalega orðræðu, þannig að á bakvið hana væri ekkert og að þeir væru vitahættulausir. Lögreglan hefði betur fylgst með mönnunum lengur Sveinn Andri segir að samkvæmt alþjóðlegum stöðlum sé mönnum sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjaverka skipt í tvo hópa, annars vegar þá sem stöðva þarf strax vegna yfirvofandi hættu og hins vegar þá sem fylgjast þarf með, vegna hugsanlegrar hættu. „Í allra allra mesta lagi væri hægt að fullyrða það að þeir féllu inn í þá kategóríu, út af þessum samtölum þeirra, að það þyrfti að hafa auga með þeim. Það er það sem hefði átt að gera í málinu. Hefði lögreglan bara haft auga með þeim, fylgst með þeim, þá hefðu þeir áttað sig á því að það var ekkert þarna að gerast og málið hefði dáið. Það hefði verið hin farsæla ending á þessu máli í stað þess að fara í þetta frumhlaup að handtaka þá að ástæðulausu.“ Áhrifin mikil en er alltaf bjartsýnn Sveinn Andri segir að hryðjuverkamálið sé búið að hafa stórkostleg áhrif á allt líf þeirra Sindra Snæs og Ísidórs. Líf þeirra hafi algjörlega verið sett úr skorðum frá því að það kom upp þann 22. september árið 2022. „Það verður í raun erfitt að bæta það.“ Hann segist þó alltaf vera bjartsýnn. „Í þessu máli vonar maður alltaf að sannleikurinn og réttlætið hafi sigur að lokum og að þeir verði sýknaðir.“ Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglan Dómsmál Tengdar fréttir Heilsuðust að nasistasið með lögreglu á hælunum Karl Steinar Valsson, sem stýrði aðgerðum þegar sakborningar í hryðjuverkamálinu svokallaða voru handteknir, segir að það hefði verið ábyrgðarleysi af hálfu lögregluyfirvalda að stíga ekki inn í málið. Hann lýsti því fyrir dómi að þeir Sindri Snær og Ísidór hefðu heilsast að nasistasið þegar lögregla sá Ísidór fyrst. 9. febrúar 2024 11:11 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Sjá meira
Aðalmeðferð í hryðjuverkamálinu svokallaða hófst á fimmtudag og hélt áfram í gær. Tveir menn, Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson, eru þar ákærðir fyrir vopnalagabrot en Sindri er einnig ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka. Ísidór er ákærður fyrir hlutdeild að tilraunabrotinu. Fyrir dómi í gær báru vitni, meðal annars kærasta Sindra og faðir hans, sem og sambýliskona Ísidórs til sjö ára. Þá komu vopnasalar, tæknifræðingur og geðlæknir fyrir dóminn. Sveinn Andri Sveinsson er verjandi Sindra. Sveinn Andri segir að þrennt hafi staðið upp í aðalmeðferðinni í vikunni. Í fyrsta lagi hafi komið skýrlega fram hjá fulltrúa ríkislögreglustjóra að þegar Sindri Snær og Ísidór voru handteknir þá hafi það ekki verið vegna yfirvofandi hryðjuverkahættu heldur vegna rannsóknarhagsmuna. Í öðru lagi liggi fyrir að sérfræðingar um byssur hafi kveðið upp úr með það ekki væri um árásarriffla að ræða í málinu. Í þriðja lagi hafi frásögn geðlæknis, sem var matsmaður í málinu, verið mjög afgerandi. Hann hafi metið frásagnir mannanna sem galgopalega orðræðu, þannig að á bakvið hana væri ekkert og að þeir væru vitahættulausir. Lögreglan hefði betur fylgst með mönnunum lengur Sveinn Andri segir að samkvæmt alþjóðlegum stöðlum sé mönnum sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjaverka skipt í tvo hópa, annars vegar þá sem stöðva þarf strax vegna yfirvofandi hættu og hins vegar þá sem fylgjast þarf með, vegna hugsanlegrar hættu. „Í allra allra mesta lagi væri hægt að fullyrða það að þeir féllu inn í þá kategóríu, út af þessum samtölum þeirra, að það þyrfti að hafa auga með þeim. Það er það sem hefði átt að gera í málinu. Hefði lögreglan bara haft auga með þeim, fylgst með þeim, þá hefðu þeir áttað sig á því að það var ekkert þarna að gerast og málið hefði dáið. Það hefði verið hin farsæla ending á þessu máli í stað þess að fara í þetta frumhlaup að handtaka þá að ástæðulausu.“ Áhrifin mikil en er alltaf bjartsýnn Sveinn Andri segir að hryðjuverkamálið sé búið að hafa stórkostleg áhrif á allt líf þeirra Sindra Snæs og Ísidórs. Líf þeirra hafi algjörlega verið sett úr skorðum frá því að það kom upp þann 22. september árið 2022. „Það verður í raun erfitt að bæta það.“ Hann segist þó alltaf vera bjartsýnn. „Í þessu máli vonar maður alltaf að sannleikurinn og réttlætið hafi sigur að lokum og að þeir verði sýknaðir.“
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglan Dómsmál Tengdar fréttir Heilsuðust að nasistasið með lögreglu á hælunum Karl Steinar Valsson, sem stýrði aðgerðum þegar sakborningar í hryðjuverkamálinu svokallaða voru handteknir, segir að það hefði verið ábyrgðarleysi af hálfu lögregluyfirvalda að stíga ekki inn í málið. Hann lýsti því fyrir dómi að þeir Sindri Snær og Ísidór hefðu heilsast að nasistasið þegar lögregla sá Ísidór fyrst. 9. febrúar 2024 11:11 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Sjá meira
Heilsuðust að nasistasið með lögreglu á hælunum Karl Steinar Valsson, sem stýrði aðgerðum þegar sakborningar í hryðjuverkamálinu svokallaða voru handteknir, segir að það hefði verið ábyrgðarleysi af hálfu lögregluyfirvalda að stíga ekki inn í málið. Hann lýsti því fyrir dómi að þeir Sindri Snær og Ísidór hefðu heilsast að nasistasið þegar lögregla sá Ísidór fyrst. 9. febrúar 2024 11:11