Grindavíkurfrumvarp í samráðsgátt Oddur Ævar Gunnarsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 9. febrúar 2024 12:46 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Arnar Frumvarp um stuðning til handa Grindvíkingum verður birt í samráðsgátt stjórnvalda síðar í dag. Búist er við að það fái þinglega meðferð í næstu viku. Forsætisráðherra segir vel fylgst með stöðunni á Suðurnesjum. Þetta kom fram að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir þar uppgjör á íbúðarhúsnæði í Grindavík og frumvarp þess efnis hafa verið meginuppistöðu fundarins. „Það frumvarp verður kynnt á samráðsgátt í dag þannig það verður þá til kynningar yfir helgina og óskað eftir athugasemdum,“ segir Katrín. Hún segir frumvarpið þegar hafa verið rætt í þverpólitískum hópi flokkanna. „Þannig að við munum þá væntanlega fá það inn í þinglega meðferð bara snemma í næstu viku og ég vonast svo sannarlega til þess að þetta þjóni þeim markmiðum sem við settum okkur í upphafi, það er að segja að eyða óvissu fyrir Grindvíkinga og tryggja það að íbúar Grindavíkur geti byggt sér upp heimili á nýjum stað.“ Efnisatriði kynnt síðar í dag Katrín segir að íbúðarhúsnæði í eigu einstaklinga verði það sem horft verði til í dag. Það sé forgangsatriði. „Efnisatriðin verða kynnt síðar í dag í samráðsgátt þegar frumvarpið verður birt, en það er búið að undirbúa þetta ágætlega, ekki bara með þessu samtali, bæði við fulltrúa flokka á Alþingi, líka við sveitarstjórnina og síðan hafa Náttúruhamfaratrygging og fjármálafyrirtæki verið hluti af samtalinu og hluti af lausninni.“ Katrín segist fylgjast vel með stöðunni á Suðurnesjum þar sem heitavatnslaust hefur verið frá því í gær. Ljóst sé að íbúar séu í óþægilegri stöðu. „Ég er að vonast til þess samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef að heita vatnið geti komist á seinna í dag, þannig að þetta verði aðeins skemmri tími en við sáum fram á í upphafi, það var ótrúlegt verk unnið í gær með heitavatnslögnina.“ Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Þetta kom fram að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir þar uppgjör á íbúðarhúsnæði í Grindavík og frumvarp þess efnis hafa verið meginuppistöðu fundarins. „Það frumvarp verður kynnt á samráðsgátt í dag þannig það verður þá til kynningar yfir helgina og óskað eftir athugasemdum,“ segir Katrín. Hún segir frumvarpið þegar hafa verið rætt í þverpólitískum hópi flokkanna. „Þannig að við munum þá væntanlega fá það inn í þinglega meðferð bara snemma í næstu viku og ég vonast svo sannarlega til þess að þetta þjóni þeim markmiðum sem við settum okkur í upphafi, það er að segja að eyða óvissu fyrir Grindvíkinga og tryggja það að íbúar Grindavíkur geti byggt sér upp heimili á nýjum stað.“ Efnisatriði kynnt síðar í dag Katrín segir að íbúðarhúsnæði í eigu einstaklinga verði það sem horft verði til í dag. Það sé forgangsatriði. „Efnisatriðin verða kynnt síðar í dag í samráðsgátt þegar frumvarpið verður birt, en það er búið að undirbúa þetta ágætlega, ekki bara með þessu samtali, bæði við fulltrúa flokka á Alþingi, líka við sveitarstjórnina og síðan hafa Náttúruhamfaratrygging og fjármálafyrirtæki verið hluti af samtalinu og hluti af lausninni.“ Katrín segist fylgjast vel með stöðunni á Suðurnesjum þar sem heitavatnslaust hefur verið frá því í gær. Ljóst sé að íbúar séu í óþægilegri stöðu. „Ég er að vonast til þess samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef að heita vatnið geti komist á seinna í dag, þannig að þetta verði aðeins skemmri tími en við sáum fram á í upphafi, það var ótrúlegt verk unnið í gær með heitavatnslögnina.“
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira