Þingmaður VG biðlar til Bjarna sem ráði alfarið ferðinni Atli Ísleifsson skrifar 9. febrúar 2024 07:16 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur sagst vona að lausn finnist í máli 128 Palestínumanna á Gasa. Fólkið er með dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra telur mikilvægt að ljúka umræðu og móta nýja stefnu í málaflokknum áður en gripið verði til aðgerða. Vísir/Vilhelm Brynhildur Björnsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, skorar á Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra að sjá til þess að „fólkið okkar“ verði sótt á Gaza. Hún segir Katrínu Jakobsdóttur ólma vilja gera það en hún hafi ekki vald til þess að segja utanríkisráðherra fyrir verkum. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Brynhildar sem tók í lok árs 2023 sæti á þingi vegna veikinda Svandísar Svavarsdóttur. „Ég skora á utanríkisráðherra að gera það sem þarf til að sækja fólkið okkar á Gaza,“ segir Brynhildur. Áskorun hennar fellur ekki vel í kramið hjá fjölmörgum sem hafa kallað eftir viðbrögðum stjórnvalda í málinu og telja má á vinstri væng stjórnmálanna. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslensku, spyr Brynhildi af hverju hún skori ekki á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra að þrýsta á utanríkisráðherra. Vinstri græn beri fulla ábyrgð á stöðunni. Brynhildur segir Eirík vega ómaklega að Katrínu og VG. „Heldur þú í alvöru að forsætisráðherra vilji ekki sækja fólkið til Gaza og bjarga mannslífum? Eða VG? Af hverju í ósköpunum ættum við ekki að vilja það? Forsætisráðherra hefur ítrekað lýst yfir skoðun sinni og vilja til að fá fólkið okkar á Gaza heim. Hvað á hún að gera meira en það? Hún getur ekki skipað utanríkisráðherra eitt eða neitt, ekki frekar en hann henni. Þannig er íslenska lýðræðið byggt upp og ég er ekki viss um að við myndum vilja hafa það öðruvísi í stóra samhenginu.“ Eiríkur Rögnvaldsson gefur lítið fyrir áskorun þingmanns VG. Hann segir VG jafnábyrgt fyrir stöðunni og Sjálfstæðisflokkurinn þó síðarnefndi flokkurinn fari með ráðuneyti utanríkismála.Vísir/Sigurjón Eiríkur segir Katrínu vel geta skipað utanríkisráðherra að beita sér í málinu. „Ef hann neitar þá á forsætisráðherra að slíta stjórninni. Þannig virkar lýðræðið. Að öðrum kosti ber VG fulla ábyrgð á þessu skelfilega máli. Þið getið ekkert skotið ykkur undan því.“ Brynhildur segist vilja hjálpa fólkinu. Það vilji allir í VG. Þau geri sitt besta. „Er þetta brandari eða trúirðu þessu sjálf?“ segir Illugi Jökulsson fjölmiðlamaður og rithöfundur sem hefur gagnrýnt Katrínu harðlega undanfarnar vikur og mánuði. Illugi Jökulsson spyr Brynhildi einfaldlega hvort hún sé að grínast?Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra sagði í fréttum Stöðvar 2 á þriðjudag að flutningur á 128 manns á Gasa sem eiga kost á dvalarleyfi hér á landi á grundvelli fjölskyldusameiningu væri í skoðun. Hann sagði málið flókið, alrangt að Íslendingar væru aðgerðarlausir en ráðherranefndin og ríkisstjórnin yrðu að komast til botns í umræðu um málefni hælisleitenda og móta nýja stefnu. Innviðir landsins væru að hruni komnir vegna fjölda hælisleitenda. Katrín hefur sagt skipta máli að fyrrnefnt fólk geti notið réttar síns hér á landi. Hún voni að hægt verði að koma fólkinu til landsins. Unnið sé að málinu af þremur ráðuneytum en framkvæmdin hafi verið metin flókin. Þrjár íslenskar konur sóttu móður og þrjú börn til Gasa í byrjun vikunnar. Þær vinna áfram að því að sækja fleiri af þessum 128 sem eiga kost á dvalarleyfi hér á landi á grundvelli fjölskyldusameiningar, en um er að ræða 75 börn, 44 mæður og níu feður. Utanríkismál Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Með „krónískan kökk í hálsinum“ að forgangsraða fólki til að bjarga undan sprengjuregni í Rafah Fjölskyldan sem þrjár íslenskar konur björguðu frá Gasa á dögunum hafa fengið grænt ljós frá Alþjóðafólksflutningastofnun Sameinuðu þjóðanna (IOM) um að ferðast. 8. febrúar 2024 14:09 Rúmur helmingur allra mannvirkja í Gasa eyðilagður Rúmur helmingur allra mannvirkja á Gasasvæðinu hafa orðið fyrir skemmdum eða eyðilagst aljgörlega síðan innrás Ísraela hófst þann 7. október á síðasta ári. 8. febrúar 2024 23:22 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira
Þetta kemur fram í Facebook-færslu Brynhildar sem tók í lok árs 2023 sæti á þingi vegna veikinda Svandísar Svavarsdóttur. „Ég skora á utanríkisráðherra að gera það sem þarf til að sækja fólkið okkar á Gaza,“ segir Brynhildur. Áskorun hennar fellur ekki vel í kramið hjá fjölmörgum sem hafa kallað eftir viðbrögðum stjórnvalda í málinu og telja má á vinstri væng stjórnmálanna. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslensku, spyr Brynhildi af hverju hún skori ekki á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra að þrýsta á utanríkisráðherra. Vinstri græn beri fulla ábyrgð á stöðunni. Brynhildur segir Eirík vega ómaklega að Katrínu og VG. „Heldur þú í alvöru að forsætisráðherra vilji ekki sækja fólkið til Gaza og bjarga mannslífum? Eða VG? Af hverju í ósköpunum ættum við ekki að vilja það? Forsætisráðherra hefur ítrekað lýst yfir skoðun sinni og vilja til að fá fólkið okkar á Gaza heim. Hvað á hún að gera meira en það? Hún getur ekki skipað utanríkisráðherra eitt eða neitt, ekki frekar en hann henni. Þannig er íslenska lýðræðið byggt upp og ég er ekki viss um að við myndum vilja hafa það öðruvísi í stóra samhenginu.“ Eiríkur Rögnvaldsson gefur lítið fyrir áskorun þingmanns VG. Hann segir VG jafnábyrgt fyrir stöðunni og Sjálfstæðisflokkurinn þó síðarnefndi flokkurinn fari með ráðuneyti utanríkismála.Vísir/Sigurjón Eiríkur segir Katrínu vel geta skipað utanríkisráðherra að beita sér í málinu. „Ef hann neitar þá á forsætisráðherra að slíta stjórninni. Þannig virkar lýðræðið. Að öðrum kosti ber VG fulla ábyrgð á þessu skelfilega máli. Þið getið ekkert skotið ykkur undan því.“ Brynhildur segist vilja hjálpa fólkinu. Það vilji allir í VG. Þau geri sitt besta. „Er þetta brandari eða trúirðu þessu sjálf?“ segir Illugi Jökulsson fjölmiðlamaður og rithöfundur sem hefur gagnrýnt Katrínu harðlega undanfarnar vikur og mánuði. Illugi Jökulsson spyr Brynhildi einfaldlega hvort hún sé að grínast?Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra sagði í fréttum Stöðvar 2 á þriðjudag að flutningur á 128 manns á Gasa sem eiga kost á dvalarleyfi hér á landi á grundvelli fjölskyldusameiningu væri í skoðun. Hann sagði málið flókið, alrangt að Íslendingar væru aðgerðarlausir en ráðherranefndin og ríkisstjórnin yrðu að komast til botns í umræðu um málefni hælisleitenda og móta nýja stefnu. Innviðir landsins væru að hruni komnir vegna fjölda hælisleitenda. Katrín hefur sagt skipta máli að fyrrnefnt fólk geti notið réttar síns hér á landi. Hún voni að hægt verði að koma fólkinu til landsins. Unnið sé að málinu af þremur ráðuneytum en framkvæmdin hafi verið metin flókin. Þrjár íslenskar konur sóttu móður og þrjú börn til Gasa í byrjun vikunnar. Þær vinna áfram að því að sækja fleiri af þessum 128 sem eiga kost á dvalarleyfi hér á landi á grundvelli fjölskyldusameiningar, en um er að ræða 75 börn, 44 mæður og níu feður.
Utanríkismál Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Með „krónískan kökk í hálsinum“ að forgangsraða fólki til að bjarga undan sprengjuregni í Rafah Fjölskyldan sem þrjár íslenskar konur björguðu frá Gasa á dögunum hafa fengið grænt ljós frá Alþjóðafólksflutningastofnun Sameinuðu þjóðanna (IOM) um að ferðast. 8. febrúar 2024 14:09 Rúmur helmingur allra mannvirkja í Gasa eyðilagður Rúmur helmingur allra mannvirkja á Gasasvæðinu hafa orðið fyrir skemmdum eða eyðilagst aljgörlega síðan innrás Ísraela hófst þann 7. október á síðasta ári. 8. febrúar 2024 23:22 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira
Með „krónískan kökk í hálsinum“ að forgangsraða fólki til að bjarga undan sprengjuregni í Rafah Fjölskyldan sem þrjár íslenskar konur björguðu frá Gasa á dögunum hafa fengið grænt ljós frá Alþjóðafólksflutningastofnun Sameinuðu þjóðanna (IOM) um að ferðast. 8. febrúar 2024 14:09
Rúmur helmingur allra mannvirkja í Gasa eyðilagður Rúmur helmingur allra mannvirkja á Gasasvæðinu hafa orðið fyrir skemmdum eða eyðilagst aljgörlega síðan innrás Ísraela hófst þann 7. október á síðasta ári. 8. febrúar 2024 23:22