„Þegar maður horfði út um bílgluggann var svona metri í hraunið“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. febrúar 2024 20:33 Gunnar Ágúst Halldórsson starfsmaður Ellerts Skúlasonar ehf. var einn þeirra sem vann við að moka yfir nýja hjáveitulögn HS Veitna við hraunjaðarinn í dag. Hann og félagar hans voru aðeins örfáum metrum frá hraunrennslinu. Þeir voru ræstir út um níuleytið til að sækja sandbirgðir sem átti að koma yfir nýju lögnina til að vernda hana frá hrauninu sem nálgaðist hana óðfluga. Séð er hér út um gluggann á bíl Gunnars.Gunnar Ágúst „ Við vorum þarna bara við hraunjaðarinn, tveir vörubílar, að sturta af gröfu til þess að moka yfir nýju lögnina. Vegna þess að hraunið var bara að renna yfir hana jafnóðum,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Eins og sést á myndunum var ekki um hefðbundna viðhaldsvinnu að ræða þar sem fljótandi hrauntungur mjökuðust nær með hverri sekúndunni. „Þegar við vorum að bakka vörubílunum og maður horfði út um bílgluggann var svona metri í hraunið. Hraunið var að leka að bílunum okkar. Sérsveitin var þarna í bíl til þess að fylgjast með okkur,“ segir Gunnar. Unnið var að því að moka yfir hjáveitulögn svo hún yrði hrauninu ekki að bráð.Gunnar Ágúst „Það voru gröfur og jarðýta að ýta upp efni af planinu til þess að stoppa hraunið á meðan við vorum að koma þessum rúmmetrum að lögninni. Ef að það hefði ekki verið gert þá væri hún ónýt,“ bætir hann við. Það þurfti að ryðja mikinn snjó sem safnast hafði upp á veginum til að koma þeim til og frá vinnuvettvanginum. „Klukkan fjögur förum við, þá er hraunið komið og við búnir með sandinn. Þá er hraunið komið að okkur, við þurftum að keyra niður eftir með lögninni, niður í námurnar hjá ÍAV til þess að komast til Njarðvíkur. Það voru hreinlega tvær jarðýtur að moka veginn til þess að við gætum farið í þetta starf,“ segir Gunnar. Rauðglóandi hraunið mjakaðist nær þeim á meðan vinnu stóð.Gunnar Ágúst Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Reykjanesbær Suðurnesjabær Jarðhiti Orkumál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Sjá meira
Þeir voru ræstir út um níuleytið til að sækja sandbirgðir sem átti að koma yfir nýju lögnina til að vernda hana frá hrauninu sem nálgaðist hana óðfluga. Séð er hér út um gluggann á bíl Gunnars.Gunnar Ágúst „ Við vorum þarna bara við hraunjaðarinn, tveir vörubílar, að sturta af gröfu til þess að moka yfir nýju lögnina. Vegna þess að hraunið var bara að renna yfir hana jafnóðum,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Eins og sést á myndunum var ekki um hefðbundna viðhaldsvinnu að ræða þar sem fljótandi hrauntungur mjökuðust nær með hverri sekúndunni. „Þegar við vorum að bakka vörubílunum og maður horfði út um bílgluggann var svona metri í hraunið. Hraunið var að leka að bílunum okkar. Sérsveitin var þarna í bíl til þess að fylgjast með okkur,“ segir Gunnar. Unnið var að því að moka yfir hjáveitulögn svo hún yrði hrauninu ekki að bráð.Gunnar Ágúst „Það voru gröfur og jarðýta að ýta upp efni af planinu til þess að stoppa hraunið á meðan við vorum að koma þessum rúmmetrum að lögninni. Ef að það hefði ekki verið gert þá væri hún ónýt,“ bætir hann við. Það þurfti að ryðja mikinn snjó sem safnast hafði upp á veginum til að koma þeim til og frá vinnuvettvanginum. „Klukkan fjögur förum við, þá er hraunið komið og við búnir með sandinn. Þá er hraunið komið að okkur, við þurftum að keyra niður eftir með lögninni, niður í námurnar hjá ÍAV til þess að komast til Njarðvíkur. Það voru hreinlega tvær jarðýtur að moka veginn til þess að við gætum farið í þetta starf,“ segir Gunnar. Rauðglóandi hraunið mjakaðist nær þeim á meðan vinnu stóð.Gunnar Ágúst
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Reykjanesbær Suðurnesjabær Jarðhiti Orkumál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Sjá meira