Félag Donna dæmt en hann kveður: „Erum nokkuð fúlir yfir þessu“ Sindri Sverrisson skrifar 9. febrúar 2024 07:30 Kristján Örn Kristjánsson, Donni, vonaðist eftir að spila meira á EM í janúar en kom lítið við sögu. VÍSIR/VILHELM Kristján Örn Kristjánsson, Donni, hefur ekki æft handbolta frá því á EM vegna meiðsla í öxl. Félag hans PAUC í Frakklandi stendur frammi fyrir því að verða dæmt niður um deild en það kemur ekki að sök fyrir Donna sem rær á ný mið í sumar. Donni er núna staddur á Íslandi og bíður þess að komast í aðgerð á vinstri öxlinni, skotöxlinni, hjá landsliðslækninum Örnólfi Valdimarssyni. Öxlin er þó ekki það eina sem angrar þennan 26 ára landsliðsmann í augnablikinu. Á dögunum var nefnilega greint frá því að fjögur stig hefðu verið tekin af félaginu PAUC, sem Donni spilar með í frönsku 1. deildinni, auk þess sem liðið verður að óbreyttu fellt um deild í sumar. Þetta er vegna brota á fjárhagsreglum deildarinnar en refsingin verður tekin til endurskoðunar 31. maí. Hundleiðinlegt að missa stig út af mistökum stjórnar „Ég hef nú ekki miklar áhyggjur af þessu. Þetta er síðasta tímabilið mitt hjá PAUC og það er ljóst að ég verð ekki lengur hérna. En auðvitað er hundleiðinlegt að það séu tekin af okkur fjögur stig, út af einhverjum mistökum hjá stjórninni sem hafa ekkert með liðið að gera,“ segir Donni í samtali við Vísi, en stjórnendur PAUC virðast ekki hafa staðið skil á upplýsingum um fjárhagsstöðu félagsins. „Við liðsfélagarnir erum nokkuð fúlir yfir þessu, búnir að berjast hart fyrir þessum stigum, og það er súrt að missa fjögur stig út af því að menn náðu ekki að skrifa undir einhverja pappíra. En það að liðið fari niður um deild mun ekki hafa áhrif á mig, svo ég hef ekki hugsað út í það. Það er framtíðarvandamál fyrir aðra menn,“ segir Donni. Alltaf fengið laun sín greidd Aðspurður hvort að hann hafi fundið á eigin skinni fyrir fjárhagserfiðleikum PAUC svarar skyttan öfluga: „Við leikmennirnir höfum alltaf fengið okkar laun. Það er kannski önnur saga af öðrum meðlimum klúbbsins, eins og yngri leikmönnum og starfsfólki. Þar hefur maður heyrt að menn fái ekki alltaf greitt á réttum tíma. En við leikmennirnir höfum ekki yfir neinu að kvarta.“ Boð frá Þýskalandi og Danmörku Donni er eins og fyrr segir í leit að nýju félagi og ætti að vera búinn að ná sér vel af axlarmeiðslunum í vor. „Ég er að skoða í kringum mig og er með nokkur boð frá bæði Þýskalandi og Danmörku. Ég er að skoða það en það er ekkert öruggt og ég er ekki búinn að velja mér neinn stað. Ég var að vona að það dytti eitthvað inn á EM, en spilaði svo bara fimm mínútur svo það voru engar klippur þar til að senda á önnur félög. En ég er ekkert að stressa mig á þessu. Ég veit að hægri skyttur eru nokkuð verðmætar þessa dagana,“ segir Donni og kveðst jafnvel tilbúinn að bíða fram á mitt sumar með ákvörðun. Donni fékk nánast ekkert að spila á EM í janúar, nema nokkrar mínútur í sigrinum gegn Króatíu.VÍSIR/VILHELM Glímt við meiðsli í öxl frá síðasta sumri Eins og fyrr segir hefur Donni ekki æft handbolta síðan á EM, vegna meiðsla í vinstri öxl, sem hafa plagað hann í allan vetur. „Ég er búinn að vera að díla við öxlina síðan síðasta sumar. Fann fyrir miklum verkjum en spilaði í gegnum það í byrjun tímabils. Eftir landsliðsverkefnið í lok október lét ég gott heita í bili, og fannst þetta of mikill verkur til að spila meira. Þá fékk ég loksins að fara í myndatöku og það kom í ljós að ég þyrfti að fara í aðgerð,“ segir Donni. „Það er ekki bráðnauðsynlegt fyrir mig að fara í aðgerð en ef ég vil að mér líði ekki illa í öxlinni þá þarf ég að fara í hana. Ég ákvað því að koma mér í gegnum EM og fara svo í aðgerð,“ segir Donni sem hugðist spila á EM, fara svo í aðgerð og vera vonandi klár fyrir Ólympíuleikana í sumar, en eins og alþjóð veit eru þeir núna úr sögunni. Hann segir meiðslin ekki hafa háð sér á EM, en hann fékk þó sáralítið að spila á mótinu. „Mér leið bara vel og ég var hundrað prósent á þessu móti. Það var líka markmiðið þegar ég fékk fréttirnar um meiðslin.“ Landslið karla í handbolta Franski handboltinn Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Sjá meira
Donni er núna staddur á Íslandi og bíður þess að komast í aðgerð á vinstri öxlinni, skotöxlinni, hjá landsliðslækninum Örnólfi Valdimarssyni. Öxlin er þó ekki það eina sem angrar þennan 26 ára landsliðsmann í augnablikinu. Á dögunum var nefnilega greint frá því að fjögur stig hefðu verið tekin af félaginu PAUC, sem Donni spilar með í frönsku 1. deildinni, auk þess sem liðið verður að óbreyttu fellt um deild í sumar. Þetta er vegna brota á fjárhagsreglum deildarinnar en refsingin verður tekin til endurskoðunar 31. maí. Hundleiðinlegt að missa stig út af mistökum stjórnar „Ég hef nú ekki miklar áhyggjur af þessu. Þetta er síðasta tímabilið mitt hjá PAUC og það er ljóst að ég verð ekki lengur hérna. En auðvitað er hundleiðinlegt að það séu tekin af okkur fjögur stig, út af einhverjum mistökum hjá stjórninni sem hafa ekkert með liðið að gera,“ segir Donni í samtali við Vísi, en stjórnendur PAUC virðast ekki hafa staðið skil á upplýsingum um fjárhagsstöðu félagsins. „Við liðsfélagarnir erum nokkuð fúlir yfir þessu, búnir að berjast hart fyrir þessum stigum, og það er súrt að missa fjögur stig út af því að menn náðu ekki að skrifa undir einhverja pappíra. En það að liðið fari niður um deild mun ekki hafa áhrif á mig, svo ég hef ekki hugsað út í það. Það er framtíðarvandamál fyrir aðra menn,“ segir Donni. Alltaf fengið laun sín greidd Aðspurður hvort að hann hafi fundið á eigin skinni fyrir fjárhagserfiðleikum PAUC svarar skyttan öfluga: „Við leikmennirnir höfum alltaf fengið okkar laun. Það er kannski önnur saga af öðrum meðlimum klúbbsins, eins og yngri leikmönnum og starfsfólki. Þar hefur maður heyrt að menn fái ekki alltaf greitt á réttum tíma. En við leikmennirnir höfum ekki yfir neinu að kvarta.“ Boð frá Þýskalandi og Danmörku Donni er eins og fyrr segir í leit að nýju félagi og ætti að vera búinn að ná sér vel af axlarmeiðslunum í vor. „Ég er að skoða í kringum mig og er með nokkur boð frá bæði Þýskalandi og Danmörku. Ég er að skoða það en það er ekkert öruggt og ég er ekki búinn að velja mér neinn stað. Ég var að vona að það dytti eitthvað inn á EM, en spilaði svo bara fimm mínútur svo það voru engar klippur þar til að senda á önnur félög. En ég er ekkert að stressa mig á þessu. Ég veit að hægri skyttur eru nokkuð verðmætar þessa dagana,“ segir Donni og kveðst jafnvel tilbúinn að bíða fram á mitt sumar með ákvörðun. Donni fékk nánast ekkert að spila á EM í janúar, nema nokkrar mínútur í sigrinum gegn Króatíu.VÍSIR/VILHELM Glímt við meiðsli í öxl frá síðasta sumri Eins og fyrr segir hefur Donni ekki æft handbolta síðan á EM, vegna meiðsla í vinstri öxl, sem hafa plagað hann í allan vetur. „Ég er búinn að vera að díla við öxlina síðan síðasta sumar. Fann fyrir miklum verkjum en spilaði í gegnum það í byrjun tímabils. Eftir landsliðsverkefnið í lok október lét ég gott heita í bili, og fannst þetta of mikill verkur til að spila meira. Þá fékk ég loksins að fara í myndatöku og það kom í ljós að ég þyrfti að fara í aðgerð,“ segir Donni. „Það er ekki bráðnauðsynlegt fyrir mig að fara í aðgerð en ef ég vil að mér líði ekki illa í öxlinni þá þarf ég að fara í hana. Ég ákvað því að koma mér í gegnum EM og fara svo í aðgerð,“ segir Donni sem hugðist spila á EM, fara svo í aðgerð og vera vonandi klár fyrir Ólympíuleikana í sumar, en eins og alþjóð veit eru þeir núna úr sögunni. Hann segir meiðslin ekki hafa háð sér á EM, en hann fékk þó sáralítið að spila á mótinu. „Mér leið bara vel og ég var hundrað prósent á þessu móti. Það var líka markmiðið þegar ég fékk fréttirnar um meiðslin.“
Landslið karla í handbolta Franski handboltinn Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Sjá meira