Samgöngumál í Mýrdal Þórir N. Kjartansson skrifar 8. febrúar 2024 09:30 Þann 29. janúar s.l. rann út frestur til að gera athugasemdir til Skipulagsstofnunar vegna umhverfisskýrslu VSÓ um breytta veglínu í Mýrdal. Í þessu ferli kom mest á óvart það ótrúlega útspil Vegagerðarinnar að mæla með ,,valkosti 4 og/eða 4b” sem framtíðarvegi um mið-Mýrdalinn en ekki þeim láglendisvegi sem hefur verið inni á skipulagi sveitarfélagsins frá árinu 2012. Nánast hver einasti maður sem þekkir hér til skilur hvorki upp né niður í þessari ákvörðun, enda þjónar hún í engu þeim markmiðum sem Vegagerðin sjálf setur sér og á að vinna eftir við nýlagnir vega. Þá var sveitarstjórn fyrir löngu búin að gera fulltrúum Vegagerðarinnar það ljóst að fyrir þessari leið yrði aldrei gefið framkvæmdaleyfi. Það væri í hæsta máta eðlilegt af forstjóra Vegagerðarinnar að rannsaka hvaða starfsmenn stofnunarinnar hafa talað fyrir þessari niðurstöðu og fengið því ráðið að hún skyldi verða fyrir valinu og skoða ofan í kjölinn hvort einhver ófagleg sjónarmið liggi þar að baki. Matsáætlun og umhverfisskýrsla kostuðu litlar 105 milljónir og þar af fóru fimmtíu í rannsóknir. Rannsóknir sem felast t.d. í því að skoða og greina grasstrá og telja fugla og fuglahreiður sem hugsanlega gætu verið nálægt væntanlegri veglínu ásamt því að skríða um austurhlíðar Reynisfjalls og telja brekkubobbana sem þar halda sig og gleymum ekki hornsílatalningunni í ársprænunum sem renna í Dyrhólaós. Menningarminjar eru víða að finna og meira að segja gæti einn eða tveir gamlir kálgarðar okkar Víkurbúa austan Reynisfjalls orðið fyrir raski vegna þessa nýja vegar. Út frá þessum rannsóknum er svo dregin upp kolsvört mynd af því hvernig þessi hugsanlegi vegur gæti haft óafturkræf umhverfisáhrif á allt lífríki og ásýnd svæðisins. Það væri kannski eðlilegra að meira væri litið til þess að vegfarendur komist heilir á húfi úr umferðinni á áfangastað og út frá því ætti Vegagerðin fyrst og fremst að byggja sínar ákvarðanir. Flækjustigið í kringum þessi umhverfismál þar sem eitthvað á að framkvæma er komið langt út fyrir öll eðlileg mörk. Ég óttast að þessi yfirdrifni hræðsluáróður sem allstaðar er orðinn í kringum allar verklegar framkvæmdir sé kominn svo langt út yfir alla skynsemi að fólki ofbjóði og það fari að snúast gegn því góða málefni, sem eðlileg náttúruvernd er. Með nokkrum sanni má segja að núverandi vegakerfi á Íslandi sé að mestu byggt upp á s.l. sjötíu árum og ekki annað að heyra en um það ríki sátt og engar kvartanir heyrast um að það sé stórfelld skemmd eða lýti á náttúrunni. Væri verið að byrja á sama verkefni núna, myndi það örugglega ekki taka minna en sjö hundruð ár með núverandi kúnstum og flækjustigi. Nú er orðið meira en mál að ganga í málið og hrinda í framkvæmd því sem okkur Mýrdælingum voru gefin fyrirheit um fyrir fjörutíu árum, þegar Dyrhólahreppur og Hvammshreppur voru sameinaðir í einn hrepp, að greiða fyrir samgöngum í þessu nýja sveitarfélagi með göngum undir Reynisfjall. Og nú er enn meira undir, umferðin hefur margfaldast, stórir fólksflutningabílar og erlendir ökumenn sem lítt kunna á vetrarakstur fara hér um í þúsundatali auk þess sem nánast allir fraktflutningar hingað og alla leið á Egilsstaði fara hér í gegn. Nú liggur fyrir Alþingi ný samgönguáætlun og gott tækifæri fyrir þingmenn Suðurlands að sýna hvað í þeim býr, með því að setja þessa mikilvægu og arðsömu samgöngubót í fyrsta sæti á eftir þegar ákveðnum vegaframkvæmdum við þjóðveg eitt á Suðurlandi Höfundur býr í Vík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mýrdalshreppur Samgöngur Vegagerð Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 29. janúar s.l. rann út frestur til að gera athugasemdir til Skipulagsstofnunar vegna umhverfisskýrslu VSÓ um breytta veglínu í Mýrdal. Í þessu ferli kom mest á óvart það ótrúlega útspil Vegagerðarinnar að mæla með ,,valkosti 4 og/eða 4b” sem framtíðarvegi um mið-Mýrdalinn en ekki þeim láglendisvegi sem hefur verið inni á skipulagi sveitarfélagsins frá árinu 2012. Nánast hver einasti maður sem þekkir hér til skilur hvorki upp né niður í þessari ákvörðun, enda þjónar hún í engu þeim markmiðum sem Vegagerðin sjálf setur sér og á að vinna eftir við nýlagnir vega. Þá var sveitarstjórn fyrir löngu búin að gera fulltrúum Vegagerðarinnar það ljóst að fyrir þessari leið yrði aldrei gefið framkvæmdaleyfi. Það væri í hæsta máta eðlilegt af forstjóra Vegagerðarinnar að rannsaka hvaða starfsmenn stofnunarinnar hafa talað fyrir þessari niðurstöðu og fengið því ráðið að hún skyldi verða fyrir valinu og skoða ofan í kjölinn hvort einhver ófagleg sjónarmið liggi þar að baki. Matsáætlun og umhverfisskýrsla kostuðu litlar 105 milljónir og þar af fóru fimmtíu í rannsóknir. Rannsóknir sem felast t.d. í því að skoða og greina grasstrá og telja fugla og fuglahreiður sem hugsanlega gætu verið nálægt væntanlegri veglínu ásamt því að skríða um austurhlíðar Reynisfjalls og telja brekkubobbana sem þar halda sig og gleymum ekki hornsílatalningunni í ársprænunum sem renna í Dyrhólaós. Menningarminjar eru víða að finna og meira að segja gæti einn eða tveir gamlir kálgarðar okkar Víkurbúa austan Reynisfjalls orðið fyrir raski vegna þessa nýja vegar. Út frá þessum rannsóknum er svo dregin upp kolsvört mynd af því hvernig þessi hugsanlegi vegur gæti haft óafturkræf umhverfisáhrif á allt lífríki og ásýnd svæðisins. Það væri kannski eðlilegra að meira væri litið til þess að vegfarendur komist heilir á húfi úr umferðinni á áfangastað og út frá því ætti Vegagerðin fyrst og fremst að byggja sínar ákvarðanir. Flækjustigið í kringum þessi umhverfismál þar sem eitthvað á að framkvæma er komið langt út fyrir öll eðlileg mörk. Ég óttast að þessi yfirdrifni hræðsluáróður sem allstaðar er orðinn í kringum allar verklegar framkvæmdir sé kominn svo langt út yfir alla skynsemi að fólki ofbjóði og það fari að snúast gegn því góða málefni, sem eðlileg náttúruvernd er. Með nokkrum sanni má segja að núverandi vegakerfi á Íslandi sé að mestu byggt upp á s.l. sjötíu árum og ekki annað að heyra en um það ríki sátt og engar kvartanir heyrast um að það sé stórfelld skemmd eða lýti á náttúrunni. Væri verið að byrja á sama verkefni núna, myndi það örugglega ekki taka minna en sjö hundruð ár með núverandi kúnstum og flækjustigi. Nú er orðið meira en mál að ganga í málið og hrinda í framkvæmd því sem okkur Mýrdælingum voru gefin fyrirheit um fyrir fjörutíu árum, þegar Dyrhólahreppur og Hvammshreppur voru sameinaðir í einn hrepp, að greiða fyrir samgöngum í þessu nýja sveitarfélagi með göngum undir Reynisfjall. Og nú er enn meira undir, umferðin hefur margfaldast, stórir fólksflutningabílar og erlendir ökumenn sem lítt kunna á vetrarakstur fara hér um í þúsundatali auk þess sem nánast allir fraktflutningar hingað og alla leið á Egilsstaði fara hér í gegn. Nú liggur fyrir Alþingi ný samgönguáætlun og gott tækifæri fyrir þingmenn Suðurlands að sýna hvað í þeim býr, með því að setja þessa mikilvægu og arðsömu samgöngubót í fyrsta sæti á eftir þegar ákveðnum vegaframkvæmdum við þjóðveg eitt á Suðurlandi Höfundur býr í Vík.
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar