Deilunni um litla rauða límmiðann lokið vegna tímamóta Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. febrúar 2024 23:01 Agga Jónsdóttir, hönnunarstjóri hjá Pipar/TBWA segir ákvörðun Iittala stóra. Sjálf tekur hún rauða límmiðann af finnsku vörunum. Einar árnason/getty Norrænni deilu um hvort taka eigi lítinn rauðan límmiða af iittala glösum verður brátt lokið því rauðu miðarnir eru á undanhaldi. Finnski risinn hefur breytt allri hönnun á þessu rótgróna vörumerki og segir hönnunarstjóri á Íslandi, ákvörðunina djafra. Glasið sem sjá má í sjónvarpsfréttinni má finna nánast á öllum heimilum landsins. Þetta er Iittala glas eins og sést á límmiðanum sem fastur er á glasinu. Og það er einmitt límmiðinn sem er þrætuepli í flestum vinahópum landsins. Sumum finnst fráleitt að hafa miðann á en öðrum fáránlegt að taka hann af. Nú eru tímamót og landsmenn þurfa ekki lengur að þræta um þennan pínulitla miða því hann er á undanhaldi. Nýr listrænn stjórnandi iittala hefur nefnilega svipt hulunni af nýjum lit og merkingum fyrir finnska risann. Rauði liturinn og þetta i sem límt er á vörurnar víkur fyrir gulum lit. Djörf ákvörðun Hönnunarstjóri hjá Pipar/TBWA segir ákvörðunina djarfa enda er merkið með þeim þekktari á á Norðurlöndunum. „Þetta er risa skref og getur verið tvíeggja sverð, það að vagga bátnum svona mikið því þetta er svo sterkt í minnum allra og vörur sem gengið hafa niður á milli fjölskyldna,“ segir Agga Jónsdóttir, hönnunarstjóri hjá Pipar/TBWA. Hægt sé að uppfæra vörumerki og breyta þeim í átt að nútímanum án þess að gera svona drastíska breytingu á allri hugsun á bakvið hönnunina. Það þekkist þó að fyrirtæki kollvarpi vörumerki sínu. „En það er sjaldgæfara að svona stór vörumerki eins og Iittala að það kollvarpi svona rosalega einhverju sem í rauninni okkur sem neytanda finnst ekkert þurfa að breyta.“ Stóra límmiðamálið En aftur að stóra límmiðamálinu. Hvort á að taka miðann af eða hafa hann á? „Ég tek hann af, en mér finnst þetta mjög áhugavert því ég sé ekkert í lógóinu í dag sem getur tekið við þessum stimpli. Ætla þeir að vera með ii eða t eða er þetta 11 eða pí? Hvað erum við að fara að vinna úr þessu lógói sem er svona favicon sem þarf alltaf að hafa í huga í nútímamerkjum í dag.“ Þessu rifrildi þjóðarinnar er þá lokið? „Já ég þarf að minnsta kosti ekki að lenda í því að prenta út límmiða fyrir vinkonur mínar sem tóku þá óvart af glösunum sínum, þannig það er plús. Það er alveg áhugaverður staður í lífinu að þurfa að prenta út iittala límmiða til að líma á glösin af því að einhver hafði plokkað þau af.“ Tíska og hönnun Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Engir rauðir límmiðar lengur á Iittala Nýr listrænn stjórnandi Iittala hefur nú svipt hulunni af nýjum lit og merkingum fyrir merkið. Í stað rauða litarins sem hefur einkennt merkið í áratugi, og auðvitað rauðu límmiðana, er nú tekinn við gulur ferskari litur. 7. febrúar 2024 08:56 Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Sjá meira
Glasið sem sjá má í sjónvarpsfréttinni má finna nánast á öllum heimilum landsins. Þetta er Iittala glas eins og sést á límmiðanum sem fastur er á glasinu. Og það er einmitt límmiðinn sem er þrætuepli í flestum vinahópum landsins. Sumum finnst fráleitt að hafa miðann á en öðrum fáránlegt að taka hann af. Nú eru tímamót og landsmenn þurfa ekki lengur að þræta um þennan pínulitla miða því hann er á undanhaldi. Nýr listrænn stjórnandi iittala hefur nefnilega svipt hulunni af nýjum lit og merkingum fyrir finnska risann. Rauði liturinn og þetta i sem límt er á vörurnar víkur fyrir gulum lit. Djörf ákvörðun Hönnunarstjóri hjá Pipar/TBWA segir ákvörðunina djarfa enda er merkið með þeim þekktari á á Norðurlöndunum. „Þetta er risa skref og getur verið tvíeggja sverð, það að vagga bátnum svona mikið því þetta er svo sterkt í minnum allra og vörur sem gengið hafa niður á milli fjölskyldna,“ segir Agga Jónsdóttir, hönnunarstjóri hjá Pipar/TBWA. Hægt sé að uppfæra vörumerki og breyta þeim í átt að nútímanum án þess að gera svona drastíska breytingu á allri hugsun á bakvið hönnunina. Það þekkist þó að fyrirtæki kollvarpi vörumerki sínu. „En það er sjaldgæfara að svona stór vörumerki eins og Iittala að það kollvarpi svona rosalega einhverju sem í rauninni okkur sem neytanda finnst ekkert þurfa að breyta.“ Stóra límmiðamálið En aftur að stóra límmiðamálinu. Hvort á að taka miðann af eða hafa hann á? „Ég tek hann af, en mér finnst þetta mjög áhugavert því ég sé ekkert í lógóinu í dag sem getur tekið við þessum stimpli. Ætla þeir að vera með ii eða t eða er þetta 11 eða pí? Hvað erum við að fara að vinna úr þessu lógói sem er svona favicon sem þarf alltaf að hafa í huga í nútímamerkjum í dag.“ Þessu rifrildi þjóðarinnar er þá lokið? „Já ég þarf að minnsta kosti ekki að lenda í því að prenta út límmiða fyrir vinkonur mínar sem tóku þá óvart af glösunum sínum, þannig það er plús. Það er alveg áhugaverður staður í lífinu að þurfa að prenta út iittala límmiða til að líma á glösin af því að einhver hafði plokkað þau af.“
Tíska og hönnun Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Engir rauðir límmiðar lengur á Iittala Nýr listrænn stjórnandi Iittala hefur nú svipt hulunni af nýjum lit og merkingum fyrir merkið. Í stað rauða litarins sem hefur einkennt merkið í áratugi, og auðvitað rauðu límmiðana, er nú tekinn við gulur ferskari litur. 7. febrúar 2024 08:56 Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Sjá meira
Engir rauðir límmiðar lengur á Iittala Nýr listrænn stjórnandi Iittala hefur nú svipt hulunni af nýjum lit og merkingum fyrir merkið. Í stað rauða litarins sem hefur einkennt merkið í áratugi, og auðvitað rauðu límmiðana, er nú tekinn við gulur ferskari litur. 7. febrúar 2024 08:56