Íslenskar konur sóttu fjölskyldu frá Gasa: „Drengirnir voru þreyttir og sögðu lítið“ Jón Þór Stefánsson skrifar 6. febrúar 2024 22:23 Bergþóra Snæbjörnsdóttir, segir það mikla gjöf að hjálpa börnum og jafnvel bjarga lífi þeirra. „Þetta er ekki svona flókið, og ef þetta er svona flókið, hvernig fórum við þá að þessu? Þetta er enginn ómöguleiki,“ segir rithöfundurinn Bergþóra Snæbjörnsdóttir, sem er nú stödd í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, þar sem hún tók á móti fjögurra manna fjölskyldu frá Gasa í dag. „Þetta er mesta gjöf sem hægt er að fá, að taka á móti börnum sem eru að koma úr svona stórkostlegu áfalli, og geta hjálpað þeim og jafnvel bjargað lífi þeirra.“ Bergþóra, sem er í Egyptalandi ásamt fjölmiðlakonunni Maríu Lilju Þrastardóttur og Kristínu Eiríksdóttur rithöfundi, fór út í síðustu viku, og á fjórum dögum tókst þeim að koma fjölskyldunni, konu og þremur börnum frá Gasa. Hún gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að standa ekki sjálf í að koma fólkinu frá átakasvæðinu. Um er að ræða fjölskyldu manns, sem er vinur kvennanna, sem hefur dvalið á Íslandi á síðustu árum. „Hann hefur aldrei fengið að taka utan um yngsta son sinn,“ segir Bergþóra um manninn, sem fékk kennitölu hér á landi í byrjun síðasta árs eftir nokkurra ára vinnu og sótti um fjölskyldusameiningu í aprílmánuði sama árs. Fengu langþráðan hamborgara Þegar fréttastofa náði tali af Bergþóru voru um það bil tvær klukkustundir frá því að fjölskyldan komst til Kaíró. „Drengirnir voru þreyttir og sögðu lítið. Þeir höfðu beðið um að fá hamborgara að borða, sem þeir fengu. Ég hef aldrei séð hamborgara hverfa jafnhratt ofan í jafn litla kroppa. Móðirin hafði enga matarlyst. Hún var mjög dofin og þreytt. Þau eru að koma úr aðstæðum sem við getum ekki ímyndað okkur,“ segir Bergþóra. „Þetta er búið að vera ofboðslegt áfall. Þau eru fyrst núna að snerta örugga jörð.“ Hún útskýrir að þau hafi verið flutt yfir landamærum með rútu á vegum egypskra stjórnvalda. Næsta skref sé síðan að fara til Íslands. Bergþóra segir að það eigi ekki að vera mikið vandamál, en að fjölskyldan muni líklega þurfa að bíða í Kaíró í tvo til þrjá daga. Heimilið orðið að ryki Fjölskyldan er heimilislaus að sögn Bergþóru, þar sem að hús þeirra er í dag rústir einar. „Þau eru frá norðurhluta Gasaborgar. Þau lögðu á flótta snemma því heimili þeirra er bara ryk og rústir í dag.“ segir Bergþóra. „Þaðan fóru þau til ættingja, þar sem þau höfðust við í húsi með engum gluggum, rúðum, eða dyrum. Þetta var svona hálfopið hús í Deir al-Balah.“ Það var síðan á föstudaginn síðastliðinn sem þau fóru að Rafah-landamærunum, milli Palestínu og Egyptalands. Svæðið er ekki öruggt, en stofnun á vegum Sameinuðu þjóðanna sagði að minnsta kosti tuttugu Palestínumenn hafa fallið um helgina í loftárásum Ísraelshers á Rafah. „Þar voru þau í herbergi hjá ættingja, þau voru tuttugu saman þar. Og allir hinir eru enn þá þarna úti,“ segir Bergþóra sem fullyrðir að fólkið á Rafah þurfi að komast af svæðinu á allra næstu dögum. Bjuggust ekki við þessum árangri Að sögn Bergþóru bjuggust þær ekki endilega við því að verkið myndi takast þegar þær héldu út, en hún segir að þær hafi mætt miklum samstarfsvilja úti. Þá segir Bergþóra að palestínska samfélagið á Íslandi hafi hjálpað mikið til, til að mynda með því að verða þeim úti um túlkaaðstoð. Hún segir að hópurinn ætli sér að reyna að koma fleira fólki til bjargar frá Gasa-svæðinu. „Við ætlum okkur að koma þessu fólki út ef íslensk stjórnvöld ætla sér ekki að gera það. Það tekur okkur bara miklu lengri tíma. Þau geta komið þeim öllum út í einu,“ segir hún. „Vonandi verður einhver komin hingað á morgun frá utanríkisráðuneytinu og getur tekið við af okkur.“ Bjarni gleðst yfir því að þetta geti gerst Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra það alrangt að Ísland sæti aðgerðarlaust í málaflokknum. Hann sagðist óttast að innviðir landsins myndu springa með áframhaldi á núverandi fyrirkomulagi. „Ef fólk er að komast út með aðstoð annarra, þá er það bara flott. Ég gleðst yfir því að það geti gerst,“ sagði hann, en bætti við stjórnvöld þyrftu að líta heildstætt á málið, og nú væri slík skipulagning í gangi. Íslensk stjórnvöld þurfa að gera miklu meira að mati Bergþóru, en hún gagnrýnir þau harðlega í samtali við fréttastofu. „Þetta snýst um líf nokkurra barna á hættulegasta stað í heimi,“ segir hún og furðar sig á því að skyndilega sé farið að tala um að innviðir Íslands séu að þrotum komnir. „Það hafa allar þjóðir heims verið hérna og lagst á eitt nema Ísland. Það er staðreynd,“ fullyrðir Bergþóra. „Það er búið að gera samning um að flytja fólkið til Íslands. Það þarf bara að hjálpa þeim yfir landamærin.“ Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Egyptaland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Innflytjendamál Íslendingar erlendis Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
„Þetta er mesta gjöf sem hægt er að fá, að taka á móti börnum sem eru að koma úr svona stórkostlegu áfalli, og geta hjálpað þeim og jafnvel bjargað lífi þeirra.“ Bergþóra, sem er í Egyptalandi ásamt fjölmiðlakonunni Maríu Lilju Þrastardóttur og Kristínu Eiríksdóttur rithöfundi, fór út í síðustu viku, og á fjórum dögum tókst þeim að koma fjölskyldunni, konu og þremur börnum frá Gasa. Hún gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að standa ekki sjálf í að koma fólkinu frá átakasvæðinu. Um er að ræða fjölskyldu manns, sem er vinur kvennanna, sem hefur dvalið á Íslandi á síðustu árum. „Hann hefur aldrei fengið að taka utan um yngsta son sinn,“ segir Bergþóra um manninn, sem fékk kennitölu hér á landi í byrjun síðasta árs eftir nokkurra ára vinnu og sótti um fjölskyldusameiningu í aprílmánuði sama árs. Fengu langþráðan hamborgara Þegar fréttastofa náði tali af Bergþóru voru um það bil tvær klukkustundir frá því að fjölskyldan komst til Kaíró. „Drengirnir voru þreyttir og sögðu lítið. Þeir höfðu beðið um að fá hamborgara að borða, sem þeir fengu. Ég hef aldrei séð hamborgara hverfa jafnhratt ofan í jafn litla kroppa. Móðirin hafði enga matarlyst. Hún var mjög dofin og þreytt. Þau eru að koma úr aðstæðum sem við getum ekki ímyndað okkur,“ segir Bergþóra. „Þetta er búið að vera ofboðslegt áfall. Þau eru fyrst núna að snerta örugga jörð.“ Hún útskýrir að þau hafi verið flutt yfir landamærum með rútu á vegum egypskra stjórnvalda. Næsta skref sé síðan að fara til Íslands. Bergþóra segir að það eigi ekki að vera mikið vandamál, en að fjölskyldan muni líklega þurfa að bíða í Kaíró í tvo til þrjá daga. Heimilið orðið að ryki Fjölskyldan er heimilislaus að sögn Bergþóru, þar sem að hús þeirra er í dag rústir einar. „Þau eru frá norðurhluta Gasaborgar. Þau lögðu á flótta snemma því heimili þeirra er bara ryk og rústir í dag.“ segir Bergþóra. „Þaðan fóru þau til ættingja, þar sem þau höfðust við í húsi með engum gluggum, rúðum, eða dyrum. Þetta var svona hálfopið hús í Deir al-Balah.“ Það var síðan á föstudaginn síðastliðinn sem þau fóru að Rafah-landamærunum, milli Palestínu og Egyptalands. Svæðið er ekki öruggt, en stofnun á vegum Sameinuðu þjóðanna sagði að minnsta kosti tuttugu Palestínumenn hafa fallið um helgina í loftárásum Ísraelshers á Rafah. „Þar voru þau í herbergi hjá ættingja, þau voru tuttugu saman þar. Og allir hinir eru enn þá þarna úti,“ segir Bergþóra sem fullyrðir að fólkið á Rafah þurfi að komast af svæðinu á allra næstu dögum. Bjuggust ekki við þessum árangri Að sögn Bergþóru bjuggust þær ekki endilega við því að verkið myndi takast þegar þær héldu út, en hún segir að þær hafi mætt miklum samstarfsvilja úti. Þá segir Bergþóra að palestínska samfélagið á Íslandi hafi hjálpað mikið til, til að mynda með því að verða þeim úti um túlkaaðstoð. Hún segir að hópurinn ætli sér að reyna að koma fleira fólki til bjargar frá Gasa-svæðinu. „Við ætlum okkur að koma þessu fólki út ef íslensk stjórnvöld ætla sér ekki að gera það. Það tekur okkur bara miklu lengri tíma. Þau geta komið þeim öllum út í einu,“ segir hún. „Vonandi verður einhver komin hingað á morgun frá utanríkisráðuneytinu og getur tekið við af okkur.“ Bjarni gleðst yfir því að þetta geti gerst Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra það alrangt að Ísland sæti aðgerðarlaust í málaflokknum. Hann sagðist óttast að innviðir landsins myndu springa með áframhaldi á núverandi fyrirkomulagi. „Ef fólk er að komast út með aðstoð annarra, þá er það bara flott. Ég gleðst yfir því að það geti gerst,“ sagði hann, en bætti við stjórnvöld þyrftu að líta heildstætt á málið, og nú væri slík skipulagning í gangi. Íslensk stjórnvöld þurfa að gera miklu meira að mati Bergþóru, en hún gagnrýnir þau harðlega í samtali við fréttastofu. „Þetta snýst um líf nokkurra barna á hættulegasta stað í heimi,“ segir hún og furðar sig á því að skyndilega sé farið að tala um að innviðir Íslands séu að þrotum komnir. „Það hafa allar þjóðir heims verið hérna og lagst á eitt nema Ísland. Það er staðreynd,“ fullyrðir Bergþóra. „Það er búið að gera samning um að flytja fólkið til Íslands. Það þarf bara að hjálpa þeim yfir landamærin.“
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Egyptaland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Innflytjendamál Íslendingar erlendis Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira