Fíllinn í herberginu Isabel Alejandra Díaz skrifar 6. febrúar 2024 07:31 Í kringum síðustu alþingiskosningar átti sér hvergi stað heildstæð umræða um menntamál. Það var því engin leið fyrir okkur stúdenta eða háskólayfirvöld að vita hverjar áherslur stjórnmálaflokkana yrðu í málaflokknum. Það var svo sem í takt við allverulegan skort á pólitískum vilja ríkisstjórnarinnar til að fjárfesta í menntun af krafti. Við bundum þó vonir við að þegar talið yrði upp úr öllum kjörkössum myndum við sjá áþreifanlega stórsókn í menntamálum þvert á skólastig sem og raunverulegan samstarfsvilja. Málaflokknum hefur síðan verið stokkað upp og dreift á hvorki meira né minna en fjögur ráðuneyti[1] og var háskólastigið sérstaklega tekið út fyrir sviga með nýju háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti. Ætla mátti að með því fyrirkomulagi væru fólgin ákveðin tækifæri, enda stemmdi það að málefni háskólanna væru flokkuð með vísindum, rannsóknum og nýsköpun þar sem eitt meginhlutverk þeirra er að leiða af sér þekkingu inn í samfélagið. Áfram stóð þó eftir fíllinn í herberginu: vanfjármögnun háskólastigsins. Áherslur nýs ráðuneytis gagnvart háskólastiginu fela m.a. í sér að draga úr yfirbyggingu og auka skilvirkni í rekstri háskólastofnana með fjárhagslegum hvötum. Þannig varð verkefnið Samstarf háskóla sett á fót árið 2022. Háskólarnir áttu nú að koma sér saman um verkefni og skila inn umsóknum til ráðuneytisins þar sem þær voru metnar m.t.t. ávinnings, nýsköpunar, gæði verkáætlana, kostnaðar og skilvirknis.[2] Styrkjaúthlutunin er þannig stjórntæki ráðherra til að fjármagna verkefni er samræmast ákveðnum skilyrðum og áhersluþáttum sem ráðherra sjálfur hefur sett fram, óháð því hvað háskólarnir þurfa eða hafa um það að segja.[3] Punkturinn yfir i-ið er síðan að umræddur samstarfssjóður samanstendur af fjármunum sem teknir voruúr þegar vanfjármagnaða kerfinu og þeim „forgangsraðað“ í fjárhagslega hvata. Nú fetar háskólaráðuneytið í fótspor mennta- og barnamálaráðherra og hvetur til sameiningar háskólastofnana; annars vegar Háskólann á Akureyri og Háskólann á Bifröst, og hins vegar Háskóla Íslands og Háskólann á Hólum í háskólasamstæðu. Líkt og áformin voru með MA og VMA virðist ákvörðun ráðuneytisins ekki byggja á heildstæðri greiningu og því hæplega haldbær gögn til grundvallar téðra áforma. Það voru t.d. HÍ og HH sem framkvæmdu slíka greiningu sjálf (reyndar án neinnar aðkomu fulltrúa stúdenta þrátt fyrir beiðnir um slíkt). Ekki að það komi á óvart, við vitum jú að þetta snýst allt um hagræðingu í ríkisrekstri..…hjá ríkisstjórninni sem fjölgaði ráðuneytum úr 10 í 12 og setti á laggirnar ný ráðuneyti fyrir yfir tvo milljarða króna.[4] Ég ætla svo sem ekki að taka afstöðu til sameiningaráforma framhalds- eða háskólastofnana en vil endilega benda á að í nýrri úthlutun úr sjóði Samstarfs háskóla fara 400.000.000 kr. í sameiningar HA, HB, HÍ og HH. Samtals fara 741.150.000 í allan pakkann; rannsóknarsjóð sameinaðs HA og HB, nýjar námsleiðir og vettvangsakademíu.[5] Þegar kemur að pólitík er sárafátt einfalt, en þetta reikningsdæmi er það þó. Hér er verið að úthluta svokölluðum styrk úr Samstarfi háskóla (sem sett var á fót til að efla samstarf og samvinnu háskólana með nota bene fjármunum sem teknir voru úr þegar fjársveltu kerfi) í verkefni sem er raunar af stærri toga og krefst vandaðrar meðferðar. Samstarf, sameiningar og annars konar breytingar kunna að vera af hinu góða, ég er ekki ósammála ráðherra þar. Það skýtur hins vegar skökku við, að því sé haldið fram að með þessum aðgerðum sé verið að efla háskólasamfélagið þegar raunin er sú að það er haldið pólitískum takmörkunum í nafni hagræðingar og skilvirknis. Það bara getur ekki staðist að háskólarnir eigi að takast á við þessar auknar kröfur á óstöðugum grunni undirfjármögnunar. Þeir eru þegar að skera niður kennslu og rannsóknir og búa óhjákvæmilega til íþyngjandi starfsaðstæður, meira álag og minni gæði vegna áherslna ríkisstjórnarinnar í málaflokknum. Stúdentahreyfingin hefur löngum krafist þess að fjármögnun háskólastigsins sé eitt helsta forgangsatriði stjórnvalda svo gæði náms sé tryggt, rannsóknarstarf eflt og samkeppnishæfni okkar styrkt þannig að Ísland sé ekki eftirbátur hinna Norðurlandana. Það gerist hins vegar ekki aðeins með því að „forgangsraða öðruvísi“ og líta á háskólastofnanir sem færibönd fyrir atvinnulífið. Ekki þegar tilfærsla á fjármagni er dulbúið sem nýjar fjárfestingar og síður þegar áherslur nýsfjármögnunarlíkans háskóla eiga nú að byggja á fjárhagslegum hvötum. Höfundur er ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði mennta, vísinda og menningar [1]a) Ráðuneytin fjögur eru eftirfarandi: Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið, menningar- og viðskiptaráðuneytið, mennta- og barnamálaráðuneytið og félags- og vinnumarkaðsráðuneytið. b) Ríkisendurskoðun. Breytingar á stjórnarmálefnum ráðuneyta: Stjórnsýsluúttekt. Reykjavík: Ríkisendurskoðun, 2023. [2] Stjórnarráð Íslands, „Samstarf háskóla opið fyrir umsóknir,“ https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2022/11/04/Samstarf-haskola-opid-fyrir-umsoknir/ (sótt 31. janúar 2024). [3] Geir Sigurðsson, „Um fúsk, óráðsíu og ósannindi háskólaráðherra,“ visir.is, 20. febrúar 2023. https://www.visir.is/g/20232380352d/um-fusk-o-rad-siu-og-o-sannindi-ha-skola-rad-herra (sótt 31. janúar 2024). [4] Þórður Snær Júlíusson, „Ekkert mat lagt á kostnað við fjölgun ráðuneyta í næstum tvö ár,“ heimildin.is, 18. desember 2023. https://heimildin.is/grein/20040/ (sótt 3. febrúar 2024). [5] Stjórnarráð Íslands, „Úthlutun úr Samstarfi háskóla,“ https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2024/01/30/Uthlutun-ur-Samstarfi-haskola/ (sótt 31. janúar 2024). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Háskólar Hagsmunir stúdenta Isabel Alejandra Díaz Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Íslandi í jólgjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun ESB kærir sig ekkert um Íslandi í jólgjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Í kringum síðustu alþingiskosningar átti sér hvergi stað heildstæð umræða um menntamál. Það var því engin leið fyrir okkur stúdenta eða háskólayfirvöld að vita hverjar áherslur stjórnmálaflokkana yrðu í málaflokknum. Það var svo sem í takt við allverulegan skort á pólitískum vilja ríkisstjórnarinnar til að fjárfesta í menntun af krafti. Við bundum þó vonir við að þegar talið yrði upp úr öllum kjörkössum myndum við sjá áþreifanlega stórsókn í menntamálum þvert á skólastig sem og raunverulegan samstarfsvilja. Málaflokknum hefur síðan verið stokkað upp og dreift á hvorki meira né minna en fjögur ráðuneyti[1] og var háskólastigið sérstaklega tekið út fyrir sviga með nýju háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti. Ætla mátti að með því fyrirkomulagi væru fólgin ákveðin tækifæri, enda stemmdi það að málefni háskólanna væru flokkuð með vísindum, rannsóknum og nýsköpun þar sem eitt meginhlutverk þeirra er að leiða af sér þekkingu inn í samfélagið. Áfram stóð þó eftir fíllinn í herberginu: vanfjármögnun háskólastigsins. Áherslur nýs ráðuneytis gagnvart háskólastiginu fela m.a. í sér að draga úr yfirbyggingu og auka skilvirkni í rekstri háskólastofnana með fjárhagslegum hvötum. Þannig varð verkefnið Samstarf háskóla sett á fót árið 2022. Háskólarnir áttu nú að koma sér saman um verkefni og skila inn umsóknum til ráðuneytisins þar sem þær voru metnar m.t.t. ávinnings, nýsköpunar, gæði verkáætlana, kostnaðar og skilvirknis.[2] Styrkjaúthlutunin er þannig stjórntæki ráðherra til að fjármagna verkefni er samræmast ákveðnum skilyrðum og áhersluþáttum sem ráðherra sjálfur hefur sett fram, óháð því hvað háskólarnir þurfa eða hafa um það að segja.[3] Punkturinn yfir i-ið er síðan að umræddur samstarfssjóður samanstendur af fjármunum sem teknir voruúr þegar vanfjármagnaða kerfinu og þeim „forgangsraðað“ í fjárhagslega hvata. Nú fetar háskólaráðuneytið í fótspor mennta- og barnamálaráðherra og hvetur til sameiningar háskólastofnana; annars vegar Háskólann á Akureyri og Háskólann á Bifröst, og hins vegar Háskóla Íslands og Háskólann á Hólum í háskólasamstæðu. Líkt og áformin voru með MA og VMA virðist ákvörðun ráðuneytisins ekki byggja á heildstæðri greiningu og því hæplega haldbær gögn til grundvallar téðra áforma. Það voru t.d. HÍ og HH sem framkvæmdu slíka greiningu sjálf (reyndar án neinnar aðkomu fulltrúa stúdenta þrátt fyrir beiðnir um slíkt). Ekki að það komi á óvart, við vitum jú að þetta snýst allt um hagræðingu í ríkisrekstri..…hjá ríkisstjórninni sem fjölgaði ráðuneytum úr 10 í 12 og setti á laggirnar ný ráðuneyti fyrir yfir tvo milljarða króna.[4] Ég ætla svo sem ekki að taka afstöðu til sameiningaráforma framhalds- eða háskólastofnana en vil endilega benda á að í nýrri úthlutun úr sjóði Samstarfs háskóla fara 400.000.000 kr. í sameiningar HA, HB, HÍ og HH. Samtals fara 741.150.000 í allan pakkann; rannsóknarsjóð sameinaðs HA og HB, nýjar námsleiðir og vettvangsakademíu.[5] Þegar kemur að pólitík er sárafátt einfalt, en þetta reikningsdæmi er það þó. Hér er verið að úthluta svokölluðum styrk úr Samstarfi háskóla (sem sett var á fót til að efla samstarf og samvinnu háskólana með nota bene fjármunum sem teknir voru úr þegar fjársveltu kerfi) í verkefni sem er raunar af stærri toga og krefst vandaðrar meðferðar. Samstarf, sameiningar og annars konar breytingar kunna að vera af hinu góða, ég er ekki ósammála ráðherra þar. Það skýtur hins vegar skökku við, að því sé haldið fram að með þessum aðgerðum sé verið að efla háskólasamfélagið þegar raunin er sú að það er haldið pólitískum takmörkunum í nafni hagræðingar og skilvirknis. Það bara getur ekki staðist að háskólarnir eigi að takast á við þessar auknar kröfur á óstöðugum grunni undirfjármögnunar. Þeir eru þegar að skera niður kennslu og rannsóknir og búa óhjákvæmilega til íþyngjandi starfsaðstæður, meira álag og minni gæði vegna áherslna ríkisstjórnarinnar í málaflokknum. Stúdentahreyfingin hefur löngum krafist þess að fjármögnun háskólastigsins sé eitt helsta forgangsatriði stjórnvalda svo gæði náms sé tryggt, rannsóknarstarf eflt og samkeppnishæfni okkar styrkt þannig að Ísland sé ekki eftirbátur hinna Norðurlandana. Það gerist hins vegar ekki aðeins með því að „forgangsraða öðruvísi“ og líta á háskólastofnanir sem færibönd fyrir atvinnulífið. Ekki þegar tilfærsla á fjármagni er dulbúið sem nýjar fjárfestingar og síður þegar áherslur nýsfjármögnunarlíkans háskóla eiga nú að byggja á fjárhagslegum hvötum. Höfundur er ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði mennta, vísinda og menningar [1]a) Ráðuneytin fjögur eru eftirfarandi: Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið, menningar- og viðskiptaráðuneytið, mennta- og barnamálaráðuneytið og félags- og vinnumarkaðsráðuneytið. b) Ríkisendurskoðun. Breytingar á stjórnarmálefnum ráðuneyta: Stjórnsýsluúttekt. Reykjavík: Ríkisendurskoðun, 2023. [2] Stjórnarráð Íslands, „Samstarf háskóla opið fyrir umsóknir,“ https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2022/11/04/Samstarf-haskola-opid-fyrir-umsoknir/ (sótt 31. janúar 2024). [3] Geir Sigurðsson, „Um fúsk, óráðsíu og ósannindi háskólaráðherra,“ visir.is, 20. febrúar 2023. https://www.visir.is/g/20232380352d/um-fusk-o-rad-siu-og-o-sannindi-ha-skola-rad-herra (sótt 31. janúar 2024). [4] Þórður Snær Júlíusson, „Ekkert mat lagt á kostnað við fjölgun ráðuneyta í næstum tvö ár,“ heimildin.is, 18. desember 2023. https://heimildin.is/grein/20040/ (sótt 3. febrúar 2024). [5] Stjórnarráð Íslands, „Úthlutun úr Samstarfi háskóla,“ https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2024/01/30/Uthlutun-ur-Samstarfi-haskola/ (sótt 31. janúar 2024).
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun