Sigríður Andersen fór ekki út fyrir þægindarammann Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. febrúar 2024 19:35 Sigríður lyfti alls 250 kílóum á mótinu um helgina í þremur lyftingum. Sigríður Á. Andersen, lögmaður og fyrrverandi þingmaður, setti persónulegt met í réttstöðulyftu um helgina þegar hún lyfti hundrað kílóum á byrjendamóti Kraftlyftingasambands Íslands. Sigríður greindi frá þessum fréttum í Facebook-færslu í gær. „Ég fer út úr þessari helgi aðeins sterkari en fyrir hana. Lét verða af því að skjalfesta morgunrútínuna og aðeins gott betur með persónulegu meti í réttstöðulyftu,“ segir hún í færslunni. Sigríður var þar í hópi þriggja kvenna og fimm karla sem mættu til leiks á byrjendamótið fyrir hönd Kraftlyftingafélags Reykjavíkur. Í færslunni segir hún að yngsti keppandinn á mótinu hafi verið fjórtán ára á meðan sá elsti var sjötugur. Gaman og þægilegt að lyfta 250 kílóum Sigríði tókst að gera allar þrjár lyftur sínar gildar, sem hún tekur fram að sé ekki sjálfgefið og lyfti samtals 250 í þremur greinum. Keppendurnir tveir, Hildur Kristín og Sigríður, að lyftingunum loknum. Hildur lyfti 312,5 kílóum en Sigríður 250. Hún lyfti 95 kílóa hnébeygju, 55 kílóa bekkpressu og 100 kílóa réttstöðulyftu sem var, eins og kom fram, persónulegt met. Þrátt fyrir það laut hún í lægra haldi fyrir hinni sextán ára Hildi Kristínu Pétursdóttir sem lyfti 312,5 kílóum og er greinilega efnileg kraftlyftingakona. „Svo því sé haldið til haga þá var ég hvorki að „fara út fyrir þægindarammann“ né að „skora á sjálfa mig“. Það hafði ekki hvarflað annað að mér en að þetta væri mjög þægilegt allt saman. Sem það svo var. Og gaman auðvitað,“ segir Sigríður í lok færslunnar. Lyftingar Sjálfstæðisflokkurinn Ástin og lífið Heilsa Mest lesið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Fleiri fréttir Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Sjá meira
Sigríður greindi frá þessum fréttum í Facebook-færslu í gær. „Ég fer út úr þessari helgi aðeins sterkari en fyrir hana. Lét verða af því að skjalfesta morgunrútínuna og aðeins gott betur með persónulegu meti í réttstöðulyftu,“ segir hún í færslunni. Sigríður var þar í hópi þriggja kvenna og fimm karla sem mættu til leiks á byrjendamótið fyrir hönd Kraftlyftingafélags Reykjavíkur. Í færslunni segir hún að yngsti keppandinn á mótinu hafi verið fjórtán ára á meðan sá elsti var sjötugur. Gaman og þægilegt að lyfta 250 kílóum Sigríði tókst að gera allar þrjár lyftur sínar gildar, sem hún tekur fram að sé ekki sjálfgefið og lyfti samtals 250 í þremur greinum. Keppendurnir tveir, Hildur Kristín og Sigríður, að lyftingunum loknum. Hildur lyfti 312,5 kílóum en Sigríður 250. Hún lyfti 95 kílóa hnébeygju, 55 kílóa bekkpressu og 100 kílóa réttstöðulyftu sem var, eins og kom fram, persónulegt met. Þrátt fyrir það laut hún í lægra haldi fyrir hinni sextán ára Hildi Kristínu Pétursdóttir sem lyfti 312,5 kílóum og er greinilega efnileg kraftlyftingakona. „Svo því sé haldið til haga þá var ég hvorki að „fara út fyrir þægindarammann“ né að „skora á sjálfa mig“. Það hafði ekki hvarflað annað að mér en að þetta væri mjög þægilegt allt saman. Sem það svo var. Og gaman auðvitað,“ segir Sigríður í lok færslunnar.
Lyftingar Sjálfstæðisflokkurinn Ástin og lífið Heilsa Mest lesið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Fleiri fréttir Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Sjá meira