Ætlar að gera breytingar á ríkisstjórn og herstjórn Samúel Karl Ólason skrifar 5. febrúar 2024 12:35 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heimsótti nýverið hermenn á fremstu víglínu í Sapórisjíahéraði í Úkraínu. AP/Forsetaembætti Úkraínu Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, er sagður íhuga umfangsmiklar breytingar á bæði ríkisstjórn sinni og stjórn herafla Úkraínu. Markmiðið er að hleypa nýju lífi í varnir Úkraínumanna um tveimur árum eftir að innrás Rússa hófst. Forsetinn staðfesti í gær að hann ætlaði sér að víkja Valerí Salúsjní, yfirmanni hersins, úr starfi og sagði einnig að hann ætlaði að skipta út háttsettum embættismönnum. Í samtali við ítalskan miðil lýsti Selenskí ætlunum sínum sem núllstillingu og sagði þörf á slíku. „Ég hef svolítið alvarlegt í huga, sem snýst ekki bara um eina manneskju heldur um stefnu yfirvalda landsins,“ sagði Selenskí um það hvort hann ætlaði sér að reka Salúsjní. Fréttir um stöðu herforingjans hafa verið á reiki undanfarna daga. Í síðustu viku bárust fregnir af því að Selenskí hafði ákveðið að reka Salúsjní og að það yrði gert á fundi þeirra sem haldinn var þá. Heimildarmenn fjölmiðla ytra segja að brottrekstrinum hafi þó verið frestað. Undanfarna mánuði hafa reglulega borist fregnir af spennu milli Selenskí og Salúsjní. Rekja má þessa spennu til gagnsóknar Úkraínumanna í suðurhluta Úkraínu í sumar og í haust, þar sem Úkraínumenn náðu ekki markmiðum sínum að skera á birgðalínur Rússa landleiðina til Krímskaga. Þá skrifaði Salúsjní grein sem birt var á vef Economist í haust þar sem hann sagði þrátefli á vígvöllum Úkraínu. Sú grein er ekki sögð hafa fallið í kramið hjá Selenskí og hans fólki. Salúsjní, sem er fimmtugur, var skipaður í embætti af Selenskí í júlí 2021. Hann hefur haldið utan um varnir Úkraínumanna gegn innrás Rússa frá upphafi og nýtur töluverðra vinsælda í Úkraínu, þar sem hann gengur undir viðurnefninu „Járnherforinginn“. Sjá einnig: Sagður vilja reka Járnherforingjann Selenskí er sagður sjá herforingjann sem mögulegan pólitískan andstæðing. Þá hafa forsvarsmenn hersins og pólitískir leiðtogar Úkraínu deilt um nýja herkvaðningu. Herinn segir þörf á um hálfri milljón kvaðmönnum til að fylla upp í raðir hersins og leysa hermenn sem hafa verið á víglínunni um langt skeið. Í grein sem hann skrifaði á vef CNN í síðustu viku, gagnrýndi Salúsjní meðal annars yfirvöld í Úkraínu fyrir vangetu varðandi herkvaðningu. Í frétt Financial Times (áskriftarvefur) segir að Salúsjní hafi enn ekki tjáð sig um væntanlegan brottrekstur sinn. Hann hafi þó birt myndir af sér og starfsmannastjóra sínum á samfélagsmiðlum. Við þær myndir skrifaði hann að Úkraínumenn ættu von á erfiðum tímum. Zaluzhny hasn t directly commented on reports of his ousting or Zelensky s remarks. But he posted two selfies to Facebook with his chief of staff. We still have a very difficult path ahead, but we can be sure that we will never feel shame, he wrote today https://t.co/2jhFKOoXcl pic.twitter.com/zBFDdn7Exy— Christopher Miller (@ChristopherJM) February 5, 2024 Í frétt FT segir að Selenskí hafi reynt að lægja öldurnar milli þeirra á fundinum í síðustu viku en þeir hafi fljótt byrjað að deila um herkvaðningu. Selenskí er sagður hafa efast um að þörf væri á hálfri milljón kvaðmanna, eins og Salúsjní og aðrir hafa haldið fram. Undir lok fundarins mun Selenskí hafa sagt Salúsjní að hann ætlaði sér að reka hann, hvort sem hann tæki sér nýja stöðu eða ekki. Forsetinn er sagður hafa boðið herforingjanum að leiða þjóðaröryggisráð eða varnarráð Úkraínu, auk þess sem hann bauð honum sendiherrastöðu í Bretlandi. Salúsjní neitaði þessu öllu. Ekki er ljóst hver gæti tekið við að Salúsjní, sem nýtur mikilla vinsælda meðal hermanna. FT segir tvo menn koma helst til greina. Það eru þeir Oleksander Syrskí, sem leiðir úkraínska landherinn, og Kyríló Búdanóv, yfirmann GUR, leyniþjónustu úkraínska hersins. Syrskí, sem er 58 ára, er sagður óvinsæll meðal hermanna, sem saka hann um að hafa takið ákvarðanir sem leitt hafa til óþarfa dauðsfalla. Búdanóv er 38 ára gamall og mjög vinsæll en hefur ekki sömu reynslu og Salúsjní og Syrskí. Erfið vörn í Avdívka Úkraínskir hermenn eru undir miklum þrýstingi í austurhluta Úkraínu og má að miklu leyti rekja það til skorts á skotfærum fyrir stórskotalið. Þetta á sérstaklega við nærri bænum Avdívka, sem Rússar hafa lagt gífurlegt púður í að reyna að ná frá því í október. Þar hafa Rússar sótt hægt fram en sóknin er talin hafa kostað þá þúsundir hermanna og hundruð skrið- og bryndreka. Rússneskir hermenn eru þó komnir inn í jaðra bæjarins í austri og í norðri en í frétt New York Times (áskriftarvefur) er haft eftir úkraínskum hermönnum að Rússar hafi notað þétt og lág ský síðustu daga til að komast inni í borgina. Skýin gerðu Úkraínumönnum ómögulegt að nota dróna til að fylgjast með ferðum Rússa eða að ráðast á þá. Úkraínumenn hafa notað dróna í miklu magni til að bæta fyrir skort á skotfærum fyrir stórskotalið. Sókn Rússa er sögð ógna birgðalínum Úkraínumanna inn í Avdívka. Nái Rússar tökum á rústum bæjarins yrði það stærsti sigur þeirra frá því þeir náðu haldi á rústum Bakhmut í maí í fyrra. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Viktor Orban gaf eftir: Ná saman um stuðning til Úkraínu Leiðtogar Evrópusambandsins hafa náð saman um stuðning til handa Úkraínu. Áður hafði Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, sett sig upp á móti stuðningnum. 1. febrúar 2024 11:17 Þurfa árið til að snúa vörn í sókn Ástandið á vígvöllum í austanverðri Úkraínu hefur færst Rússum í vil á undanförnum mánuðum. Rússar hafa mun meira af skotfærum fyrir stórskotalið, eiga fleiri skrið- og bryndreka og eiga auðveldar með að fylla upp í raðir sínar vegna mannfalls. 31. janúar 2024 22:30 Sjötug kona í fimm ára fangelsi fyrir að vanvirða herinn Eldri kona hefur verið dæmd í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir að vanvirða rússneska herinn. Það gerði konan, sem er 72 ára gömul og frá Rostov-héraði, með því að deila tveimur færslum á rússneska samfélagsmiðlinum VKontakte. 30. janúar 2024 22:41 Girkin dæmdur í fjögurra ára fangelsi Igor Girkin, fyrrverandi yfirmaður í Leyniþjónustu Rússlands (FSB) og fyrrverandi leiðtogi aðskilnaðarsinna í Dónetsk í Úkraínu, hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir öfgar. Hann var árið 2022 dæmdur í fjarveru í lífstíðarfangelsi fyrir aðkomu hans að því þegar MH17, flugvél Malasyia Airlines, var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu árið 2014. 25. janúar 2024 13:47 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Forsetinn staðfesti í gær að hann ætlaði sér að víkja Valerí Salúsjní, yfirmanni hersins, úr starfi og sagði einnig að hann ætlaði að skipta út háttsettum embættismönnum. Í samtali við ítalskan miðil lýsti Selenskí ætlunum sínum sem núllstillingu og sagði þörf á slíku. „Ég hef svolítið alvarlegt í huga, sem snýst ekki bara um eina manneskju heldur um stefnu yfirvalda landsins,“ sagði Selenskí um það hvort hann ætlaði sér að reka Salúsjní. Fréttir um stöðu herforingjans hafa verið á reiki undanfarna daga. Í síðustu viku bárust fregnir af því að Selenskí hafði ákveðið að reka Salúsjní og að það yrði gert á fundi þeirra sem haldinn var þá. Heimildarmenn fjölmiðla ytra segja að brottrekstrinum hafi þó verið frestað. Undanfarna mánuði hafa reglulega borist fregnir af spennu milli Selenskí og Salúsjní. Rekja má þessa spennu til gagnsóknar Úkraínumanna í suðurhluta Úkraínu í sumar og í haust, þar sem Úkraínumenn náðu ekki markmiðum sínum að skera á birgðalínur Rússa landleiðina til Krímskaga. Þá skrifaði Salúsjní grein sem birt var á vef Economist í haust þar sem hann sagði þrátefli á vígvöllum Úkraínu. Sú grein er ekki sögð hafa fallið í kramið hjá Selenskí og hans fólki. Salúsjní, sem er fimmtugur, var skipaður í embætti af Selenskí í júlí 2021. Hann hefur haldið utan um varnir Úkraínumanna gegn innrás Rússa frá upphafi og nýtur töluverðra vinsælda í Úkraínu, þar sem hann gengur undir viðurnefninu „Járnherforinginn“. Sjá einnig: Sagður vilja reka Járnherforingjann Selenskí er sagður sjá herforingjann sem mögulegan pólitískan andstæðing. Þá hafa forsvarsmenn hersins og pólitískir leiðtogar Úkraínu deilt um nýja herkvaðningu. Herinn segir þörf á um hálfri milljón kvaðmönnum til að fylla upp í raðir hersins og leysa hermenn sem hafa verið á víglínunni um langt skeið. Í grein sem hann skrifaði á vef CNN í síðustu viku, gagnrýndi Salúsjní meðal annars yfirvöld í Úkraínu fyrir vangetu varðandi herkvaðningu. Í frétt Financial Times (áskriftarvefur) segir að Salúsjní hafi enn ekki tjáð sig um væntanlegan brottrekstur sinn. Hann hafi þó birt myndir af sér og starfsmannastjóra sínum á samfélagsmiðlum. Við þær myndir skrifaði hann að Úkraínumenn ættu von á erfiðum tímum. Zaluzhny hasn t directly commented on reports of his ousting or Zelensky s remarks. But he posted two selfies to Facebook with his chief of staff. We still have a very difficult path ahead, but we can be sure that we will never feel shame, he wrote today https://t.co/2jhFKOoXcl pic.twitter.com/zBFDdn7Exy— Christopher Miller (@ChristopherJM) February 5, 2024 Í frétt FT segir að Selenskí hafi reynt að lægja öldurnar milli þeirra á fundinum í síðustu viku en þeir hafi fljótt byrjað að deila um herkvaðningu. Selenskí er sagður hafa efast um að þörf væri á hálfri milljón kvaðmanna, eins og Salúsjní og aðrir hafa haldið fram. Undir lok fundarins mun Selenskí hafa sagt Salúsjní að hann ætlaði sér að reka hann, hvort sem hann tæki sér nýja stöðu eða ekki. Forsetinn er sagður hafa boðið herforingjanum að leiða þjóðaröryggisráð eða varnarráð Úkraínu, auk þess sem hann bauð honum sendiherrastöðu í Bretlandi. Salúsjní neitaði þessu öllu. Ekki er ljóst hver gæti tekið við að Salúsjní, sem nýtur mikilla vinsælda meðal hermanna. FT segir tvo menn koma helst til greina. Það eru þeir Oleksander Syrskí, sem leiðir úkraínska landherinn, og Kyríló Búdanóv, yfirmann GUR, leyniþjónustu úkraínska hersins. Syrskí, sem er 58 ára, er sagður óvinsæll meðal hermanna, sem saka hann um að hafa takið ákvarðanir sem leitt hafa til óþarfa dauðsfalla. Búdanóv er 38 ára gamall og mjög vinsæll en hefur ekki sömu reynslu og Salúsjní og Syrskí. Erfið vörn í Avdívka Úkraínskir hermenn eru undir miklum þrýstingi í austurhluta Úkraínu og má að miklu leyti rekja það til skorts á skotfærum fyrir stórskotalið. Þetta á sérstaklega við nærri bænum Avdívka, sem Rússar hafa lagt gífurlegt púður í að reyna að ná frá því í október. Þar hafa Rússar sótt hægt fram en sóknin er talin hafa kostað þá þúsundir hermanna og hundruð skrið- og bryndreka. Rússneskir hermenn eru þó komnir inn í jaðra bæjarins í austri og í norðri en í frétt New York Times (áskriftarvefur) er haft eftir úkraínskum hermönnum að Rússar hafi notað þétt og lág ský síðustu daga til að komast inni í borgina. Skýin gerðu Úkraínumönnum ómögulegt að nota dróna til að fylgjast með ferðum Rússa eða að ráðast á þá. Úkraínumenn hafa notað dróna í miklu magni til að bæta fyrir skort á skotfærum fyrir stórskotalið. Sókn Rússa er sögð ógna birgðalínum Úkraínumanna inn í Avdívka. Nái Rússar tökum á rústum bæjarins yrði það stærsti sigur þeirra frá því þeir náðu haldi á rústum Bakhmut í maí í fyrra.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Viktor Orban gaf eftir: Ná saman um stuðning til Úkraínu Leiðtogar Evrópusambandsins hafa náð saman um stuðning til handa Úkraínu. Áður hafði Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, sett sig upp á móti stuðningnum. 1. febrúar 2024 11:17 Þurfa árið til að snúa vörn í sókn Ástandið á vígvöllum í austanverðri Úkraínu hefur færst Rússum í vil á undanförnum mánuðum. Rússar hafa mun meira af skotfærum fyrir stórskotalið, eiga fleiri skrið- og bryndreka og eiga auðveldar með að fylla upp í raðir sínar vegna mannfalls. 31. janúar 2024 22:30 Sjötug kona í fimm ára fangelsi fyrir að vanvirða herinn Eldri kona hefur verið dæmd í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir að vanvirða rússneska herinn. Það gerði konan, sem er 72 ára gömul og frá Rostov-héraði, með því að deila tveimur færslum á rússneska samfélagsmiðlinum VKontakte. 30. janúar 2024 22:41 Girkin dæmdur í fjögurra ára fangelsi Igor Girkin, fyrrverandi yfirmaður í Leyniþjónustu Rússlands (FSB) og fyrrverandi leiðtogi aðskilnaðarsinna í Dónetsk í Úkraínu, hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir öfgar. Hann var árið 2022 dæmdur í fjarveru í lífstíðarfangelsi fyrir aðkomu hans að því þegar MH17, flugvél Malasyia Airlines, var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu árið 2014. 25. janúar 2024 13:47 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Viktor Orban gaf eftir: Ná saman um stuðning til Úkraínu Leiðtogar Evrópusambandsins hafa náð saman um stuðning til handa Úkraínu. Áður hafði Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, sett sig upp á móti stuðningnum. 1. febrúar 2024 11:17
Þurfa árið til að snúa vörn í sókn Ástandið á vígvöllum í austanverðri Úkraínu hefur færst Rússum í vil á undanförnum mánuðum. Rússar hafa mun meira af skotfærum fyrir stórskotalið, eiga fleiri skrið- og bryndreka og eiga auðveldar með að fylla upp í raðir sínar vegna mannfalls. 31. janúar 2024 22:30
Sjötug kona í fimm ára fangelsi fyrir að vanvirða herinn Eldri kona hefur verið dæmd í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir að vanvirða rússneska herinn. Það gerði konan, sem er 72 ára gömul og frá Rostov-héraði, með því að deila tveimur færslum á rússneska samfélagsmiðlinum VKontakte. 30. janúar 2024 22:41
Girkin dæmdur í fjögurra ára fangelsi Igor Girkin, fyrrverandi yfirmaður í Leyniþjónustu Rússlands (FSB) og fyrrverandi leiðtogi aðskilnaðarsinna í Dónetsk í Úkraínu, hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir öfgar. Hann var árið 2022 dæmdur í fjarveru í lífstíðarfangelsi fyrir aðkomu hans að því þegar MH17, flugvél Malasyia Airlines, var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu árið 2014. 25. janúar 2024 13:47