Mjög stressuð fyrir að láta félagið vita: „Ég er sú fyrsta sem verður ólétt“ Sindri Sverrisson skrifar 6. febrúar 2024 08:00 Sandra Erlingsdóttir með liðsfélögum sínum í Metzingen sem tóku vel í þær fréttir að hún væri orðin ólétt. Instagram/@tussiesmetzingen Sandra Erlingsdóttir, landsliðskona í handbolta, varð strax óróleg yfir stöðu sinni hjá þýska félaginu Metzingen eftir að hún komst að því að hún væri ólétt. Ýmsar sögur eru af því að félög komi illa fram við óléttar íþróttakonur en áhyggjur Söndru virðast hafa reynst óþarfar. Sandra er algjör lykilmaður í hinu bleikklædda liði Metzingen sem spilar í efstu deild Þýskalands. Það er því missir af henni fyrir liðið nú þegar ljóst er að hún spilar ekki meira fyrr en á næstu leiktíð. En Sandra hefur ekki orðið vör við neitt annað en stuðning í Þýskalandi eftir gleðifréttirnar, rétt eins og hjá íslenska landsliðinu en hún fékk fréttirnar á HM. „Strax og ég pissaði á prófið og sá að ég var ólétt þá fór smá um mann, úff, af því að það hefur engin í liðinu [Metzingen] eignast barn. Ég er sú fyrsta sem verður ólétt. Það er algengt í Þýskalandi að konur spili til þrítugs og fari svo í barneignir, á meðan að við í Skandinavíu eignumst frekar börn og spilum svo áfram,“ útskýrir Sandra. Klippa: Sandra fyrst í liðinu til að eignast barn „Ég var því mjög stressuð að láta þjálfarann og stjórann vita. En það tóku þessu allir ótrúlega vel. Ég er samningsbundin út þetta tímabil og það næsta, svo að ég stefni bara á að koma inn á næsta tímabili og klára samninginn minn hjá Metzingen. Og ég hef fengið ótrúlega góðan stuðning frá liðinu og stjórninni,“ segir Sandra en þýska félagið óskaði henni meðal annars til hamingju á samfélagsmiðlum sínum. View this post on Instagram A post shared by TusSies Metzingen (@tussiesmetzingen) Segja má að Sandra sé að vinna ákveðið brautryðjendastarf en hún verður enn aðeins 26 ára þegar barnið kemur í heiminn. „Það eru örfáar í þýsku deildinni sem eiga barn. Ég gæti talið þær á fingrum annarrar handar. Þetta er því frekar nýtt hérna og gaman að sjá að félagið tæklar þetta vel,“ segir Sandra sem fékk einnig góðan stuðning frá stelpunum í liðinu sínu. „Ég var einmitt mjög stressuð líka að láta þær vita, þó að ég vissi að þær yrðu mjög glaðar. En það var strax í upphitun á fyrstu æfingu farið að plana „babyshower“ og að sprengja blöðru til að vita kynið og svona. Það voru allir rosa glaðir strax,“ segir Sandra sem enn æfir með Metzingen eins og hún getur en mun smám saman draga sig í hlé og á von á sér í byrjun ágúst. Landslið kvenna í handbolta Þýski handboltinn Tengdar fréttir Sandra ólétt á HM: „Hleyp fram og kalla: Andrea! Sjáðu!“ Sandra Erlingsdóttir var í stóru hlutverki á sínu fyrsta stórmóti þegar Ísland lék á HM í handbolta í desember. Það sem aðeins hún og nánustu liðsfélagar og fjölskylda vissu, var að hún var einnig orðin ólétt að sínu fyrsta barni. 5. febrúar 2024 08:00 Þessi fengu stig í kjöri á íþróttamanni ársins Alls fengu 23 einstaklingar stig í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna á Íþróttamanni ársins 2023. Handboltamaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson hlaut nafnbótina í fyrsta sinn í kvöld. 4. janúar 2024 21:37 Sandra og Gísli best í handbolta Handknattleikssamband Íslands hefur valið þau Gísla Þorgeir Kristjánsson og Söndru Erlingsdóttur sem handknattleiksfólk ársins. 22. desember 2023 17:46 Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Sjá meira
Sandra er algjör lykilmaður í hinu bleikklædda liði Metzingen sem spilar í efstu deild Þýskalands. Það er því missir af henni fyrir liðið nú þegar ljóst er að hún spilar ekki meira fyrr en á næstu leiktíð. En Sandra hefur ekki orðið vör við neitt annað en stuðning í Þýskalandi eftir gleðifréttirnar, rétt eins og hjá íslenska landsliðinu en hún fékk fréttirnar á HM. „Strax og ég pissaði á prófið og sá að ég var ólétt þá fór smá um mann, úff, af því að það hefur engin í liðinu [Metzingen] eignast barn. Ég er sú fyrsta sem verður ólétt. Það er algengt í Þýskalandi að konur spili til þrítugs og fari svo í barneignir, á meðan að við í Skandinavíu eignumst frekar börn og spilum svo áfram,“ útskýrir Sandra. Klippa: Sandra fyrst í liðinu til að eignast barn „Ég var því mjög stressuð að láta þjálfarann og stjórann vita. En það tóku þessu allir ótrúlega vel. Ég er samningsbundin út þetta tímabil og það næsta, svo að ég stefni bara á að koma inn á næsta tímabili og klára samninginn minn hjá Metzingen. Og ég hef fengið ótrúlega góðan stuðning frá liðinu og stjórninni,“ segir Sandra en þýska félagið óskaði henni meðal annars til hamingju á samfélagsmiðlum sínum. View this post on Instagram A post shared by TusSies Metzingen (@tussiesmetzingen) Segja má að Sandra sé að vinna ákveðið brautryðjendastarf en hún verður enn aðeins 26 ára þegar barnið kemur í heiminn. „Það eru örfáar í þýsku deildinni sem eiga barn. Ég gæti talið þær á fingrum annarrar handar. Þetta er því frekar nýtt hérna og gaman að sjá að félagið tæklar þetta vel,“ segir Sandra sem fékk einnig góðan stuðning frá stelpunum í liðinu sínu. „Ég var einmitt mjög stressuð líka að láta þær vita, þó að ég vissi að þær yrðu mjög glaðar. En það var strax í upphitun á fyrstu æfingu farið að plana „babyshower“ og að sprengja blöðru til að vita kynið og svona. Það voru allir rosa glaðir strax,“ segir Sandra sem enn æfir með Metzingen eins og hún getur en mun smám saman draga sig í hlé og á von á sér í byrjun ágúst.
Landslið kvenna í handbolta Þýski handboltinn Tengdar fréttir Sandra ólétt á HM: „Hleyp fram og kalla: Andrea! Sjáðu!“ Sandra Erlingsdóttir var í stóru hlutverki á sínu fyrsta stórmóti þegar Ísland lék á HM í handbolta í desember. Það sem aðeins hún og nánustu liðsfélagar og fjölskylda vissu, var að hún var einnig orðin ólétt að sínu fyrsta barni. 5. febrúar 2024 08:00 Þessi fengu stig í kjöri á íþróttamanni ársins Alls fengu 23 einstaklingar stig í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna á Íþróttamanni ársins 2023. Handboltamaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson hlaut nafnbótina í fyrsta sinn í kvöld. 4. janúar 2024 21:37 Sandra og Gísli best í handbolta Handknattleikssamband Íslands hefur valið þau Gísla Þorgeir Kristjánsson og Söndru Erlingsdóttur sem handknattleiksfólk ársins. 22. desember 2023 17:46 Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Sjá meira
Sandra ólétt á HM: „Hleyp fram og kalla: Andrea! Sjáðu!“ Sandra Erlingsdóttir var í stóru hlutverki á sínu fyrsta stórmóti þegar Ísland lék á HM í handbolta í desember. Það sem aðeins hún og nánustu liðsfélagar og fjölskylda vissu, var að hún var einnig orðin ólétt að sínu fyrsta barni. 5. febrúar 2024 08:00
Þessi fengu stig í kjöri á íþróttamanni ársins Alls fengu 23 einstaklingar stig í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna á Íþróttamanni ársins 2023. Handboltamaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson hlaut nafnbótina í fyrsta sinn í kvöld. 4. janúar 2024 21:37
Sandra og Gísli best í handbolta Handknattleikssamband Íslands hefur valið þau Gísla Þorgeir Kristjánsson og Söndru Erlingsdóttur sem handknattleiksfólk ársins. 22. desember 2023 17:46