Sigurbjörn Árni fór á kostum í lýsingu á Íslandsmeti Baldvins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. febrúar 2024 09:31 Sigurbjörn Árna Arngrímsson og Baldvin Þór Magnússon fóru báðir á kostum í gær. Samsett/Vilhelm og icelandathletics Baldvin Þór Magnússon bætti 44 ára gamalt Íslandsmet í 1.500 metra hlaupi á Reykjavíkurleikunum í gær og ekki skemmdi fyrir að hann sló metið á Íslandi og að Sigurbjörn Árna Arngrímsson var að lýsa hlaupinu. Baldvin hefur sett mörg Íslandsmet á síðustu árum en hann hefur verið að slá metin erlendis þar sem hann hefur verið við nám. Nú var hann nýkominn heim úr æfingabúðum í Kenía og keppti í Laugardalshöllinni. Hann fékk héra frá Noregi og það var allt gert til þess að metið myndi falla. Baldvin stóðst pressuna og hljóp 1.500 metrana frábærlega. Hann sló ekki aðeins Íslandsmet Jón Diðrikssonar frá 1980 heldur bætti hann það um fjórar sekúndur. Sigurbjörn Árni fór líka á kostum í lýsingunni á hlaupinu en skólameistarinn á Laugum er þekktur fyrir frábærar lýsingar sínar á frjálsíþróttamótum. Ríkissjónvarpið sýndi beint frá mótinu og hefur nú sett inn klippu með metinu í lýsingu Sigurbjörns Árna. „Hvor þeirra verður sterkari. Ekki vera að líta yfir! Hugsaðu um tímann, hugsaðu um tímann,“ sagði Sigurbjörn þegar honum fannst Baldvin vera að hægja aðeins ferðina en var fljótur að átta sig á því að metið var að falla. „Þetta verður Íslandsmet! Þið munið sjá Íslandsmet hér. Baldvin Þór Magnússon setur hér Íslandsmet,“ sagði Sigurbjörn í lýsingunni. „Þetta er alveg geggjað? Algjörlega geggjað. Jahérna hér,“ sagði Sigurbjörn. Það má sjá brot úr henni hér fyrir neðan. Baldvin Þór Magnússon setti glæsilegt nýtt Íslandsmet í 1500 metra hlaupi karla innanhúss á Reykjavíkurleikunum. Hann sló 44 ára gamalt met. Ekki vera að líta yfir! Hugsaðu um tímann! Þetta verður Íslandsmet! Hér er lokaspretturinn þar sem Sigurbjörn Árni fer á kostum pic.twitter.com/HMCfzhQOBn— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) February 4, 2024 Frjálsar íþróttir Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Elísa: Ég hefði kosið sigur Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Sjá meira
Baldvin hefur sett mörg Íslandsmet á síðustu árum en hann hefur verið að slá metin erlendis þar sem hann hefur verið við nám. Nú var hann nýkominn heim úr æfingabúðum í Kenía og keppti í Laugardalshöllinni. Hann fékk héra frá Noregi og það var allt gert til þess að metið myndi falla. Baldvin stóðst pressuna og hljóp 1.500 metrana frábærlega. Hann sló ekki aðeins Íslandsmet Jón Diðrikssonar frá 1980 heldur bætti hann það um fjórar sekúndur. Sigurbjörn Árni fór líka á kostum í lýsingunni á hlaupinu en skólameistarinn á Laugum er þekktur fyrir frábærar lýsingar sínar á frjálsíþróttamótum. Ríkissjónvarpið sýndi beint frá mótinu og hefur nú sett inn klippu með metinu í lýsingu Sigurbjörns Árna. „Hvor þeirra verður sterkari. Ekki vera að líta yfir! Hugsaðu um tímann, hugsaðu um tímann,“ sagði Sigurbjörn þegar honum fannst Baldvin vera að hægja aðeins ferðina en var fljótur að átta sig á því að metið var að falla. „Þetta verður Íslandsmet! Þið munið sjá Íslandsmet hér. Baldvin Þór Magnússon setur hér Íslandsmet,“ sagði Sigurbjörn í lýsingunni. „Þetta er alveg geggjað? Algjörlega geggjað. Jahérna hér,“ sagði Sigurbjörn. Það má sjá brot úr henni hér fyrir neðan. Baldvin Þór Magnússon setti glæsilegt nýtt Íslandsmet í 1500 metra hlaupi karla innanhúss á Reykjavíkurleikunum. Hann sló 44 ára gamalt met. Ekki vera að líta yfir! Hugsaðu um tímann! Þetta verður Íslandsmet! Hér er lokaspretturinn þar sem Sigurbjörn Árni fer á kostum pic.twitter.com/HMCfzhQOBn— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) February 4, 2024
Frjálsar íþróttir Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Elísa: Ég hefði kosið sigur Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Sjá meira