Óbólusett börn meðal útsettra Rafn Ágúst Ragnarsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 4. febrúar 2024 20:43 Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir hvetur foreldra útsettra óbólusettra barna til að þiggja bólusetningu við mislingum. Stöð 2 Sóttvarnarlæknir hefur áhyggjur af mögulegri útbreiðslu mislinga hérlendis eftir að erlendur ferðamaður greindist með sjúkdóminn á landspítalanum í gær. Maðurinn fékk útbrot á fimmtudag og leitaði sér heilbrigðisþjónustu á föstudag. Unnið er að smitrakningu en samkvæmt upplýsingum frá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er fjöldinn sem útsettur hefur verið fyrir smiti líklegast talinn í hundruðum. Á meðal þeirra útsettu eru óbólusett börn og hvetur sóttvarnalæknir foreldra til að þiggja bólusetningu sem fyrst. Getur eitt smit leitt til faraldurs? „Það gæti gert það en við höfum ekki áhyggjur af faraldri eins og er en það gæti leitt til hópsýkingar, eða fleiri smita hérna innanlands og það er það sem við erum að reyna að koma í veg fyrir,“ segir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir. Hvað getur fólk gert til að forðast smit? „Það er okkar hlutverk að upplýsa fólk sem hugsanlega gæti verið útsett. Það fólk þarf að vera vakandi fyrir einkennum á næstunni. Þeir sem eru óbólusettir ættu að hyggja að því að þiggja bólusetningu sem verður í boði frá og með morgundeginum og í þessari viku,“ segir Guðrún. Viðkvæmir einstaklingar meðal útsettra Guðrún segir þónokkurn fjölda vera útsettan. Sá smitaði hafi verið ferðamaður en að sem betur fer hafi hann ekki verið á landinu í marga daga og ekki ferðast víða. Þó geti verið viðkvæmir einstaklingar meðal hinna útsettu. Hún segir jafnframt líðan mannsins sem greindist á landspítalanum á föstudaginn vera batnandi en að hann liggi enn á sjúkrahúsi. Eru einhverjir þeirra útsettu óbólusett börn eða einhverjir í viðkvæmum hópum? „Já, það eru óbólusett börn vegna þess að þau hafi ekki náð þeim aldri að hafa verið bólusett. Þannig það hefur verið boðið upp á bólusetningu sem hefst á morgun á vegum heilsugæslunnar. Þannig að foreldrar skulu huga að því. Þannig við mælum með því og svo áframhaldandi að foreldrar þiggi bólusetningar sem mælt er með fyrir börnin sín til að koma í veg fyrir svona.“ Er eitthvað sem foreldrar óbólusettra barna geta gert? „Þau sem voru útsett skyldu huga að því núna. Önnur börn þurfa ekki að grípa til neinna ráðstafanna eins og er nema að huga sinni bólusetningu þegar þau verða átján mánaða og við mælum sterklega með því.“ Landspítalinn Bólusetningar Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Sjá meira
Unnið er að smitrakningu en samkvæmt upplýsingum frá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er fjöldinn sem útsettur hefur verið fyrir smiti líklegast talinn í hundruðum. Á meðal þeirra útsettu eru óbólusett börn og hvetur sóttvarnalæknir foreldra til að þiggja bólusetningu sem fyrst. Getur eitt smit leitt til faraldurs? „Það gæti gert það en við höfum ekki áhyggjur af faraldri eins og er en það gæti leitt til hópsýkingar, eða fleiri smita hérna innanlands og það er það sem við erum að reyna að koma í veg fyrir,“ segir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir. Hvað getur fólk gert til að forðast smit? „Það er okkar hlutverk að upplýsa fólk sem hugsanlega gæti verið útsett. Það fólk þarf að vera vakandi fyrir einkennum á næstunni. Þeir sem eru óbólusettir ættu að hyggja að því að þiggja bólusetningu sem verður í boði frá og með morgundeginum og í þessari viku,“ segir Guðrún. Viðkvæmir einstaklingar meðal útsettra Guðrún segir þónokkurn fjölda vera útsettan. Sá smitaði hafi verið ferðamaður en að sem betur fer hafi hann ekki verið á landinu í marga daga og ekki ferðast víða. Þó geti verið viðkvæmir einstaklingar meðal hinna útsettu. Hún segir jafnframt líðan mannsins sem greindist á landspítalanum á föstudaginn vera batnandi en að hann liggi enn á sjúkrahúsi. Eru einhverjir þeirra útsettu óbólusett börn eða einhverjir í viðkvæmum hópum? „Já, það eru óbólusett börn vegna þess að þau hafi ekki náð þeim aldri að hafa verið bólusett. Þannig það hefur verið boðið upp á bólusetningu sem hefst á morgun á vegum heilsugæslunnar. Þannig að foreldrar skulu huga að því. Þannig við mælum með því og svo áframhaldandi að foreldrar þiggi bólusetningar sem mælt er með fyrir börnin sín til að koma í veg fyrir svona.“ Er eitthvað sem foreldrar óbólusettra barna geta gert? „Þau sem voru útsett skyldu huga að því núna. Önnur börn þurfa ekki að grípa til neinna ráðstafanna eins og er nema að huga sinni bólusetningu þegar þau verða átján mánaða og við mælum sterklega með því.“
Landspítalinn Bólusetningar Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Sjá meira