„Ef ég ætti að giska held ég að tölvurnar hafi verið notaðar“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 5. febrúar 2024 07:00 Bitcoin málið svokallaða er umfjöllunarefnið í nýjasta þætti Eftirmála en um er að ræða einn stærsta þjófnað Íslandssögunnar og var atburðarásin á köflum lygileg. aðsend/bylgjan „Við vorum engir sérfræðingar á rafmynt á þessum tíma. Við lærðum mjög mikið á mjög skömmum tíma,“ segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir yfirlögfræðingur hjá lögreglustjóranum á Suðurnesjum, sem á sínum tíma rannsakaði Bitcoin-málið svokallaða og sótti það fyrir dómstólum. Innbrot í gagnaver í Reykjanesbæ í lok árs 2017 markaði upphaf Bitcoin-málsins, sem oft er talað um sem stærsta þjófnað Íslandssögunnar. Málið tók svo nýja og ævintýralega stefnu þegar Sindri Þór Stefánsson, einn þeirra sem tóku þátt í innbrotinu, strauk úr fangelsinu að Sogni og flaug til útlanda í sömu flugvél og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Í nýjasta þætti Eftirmála ræðir Alda Hrönn um atburðarásina en Bitcoin-tölvurnar fundust aldrei, þrátt fyrir umfangsmikla leit. Málið er því enn óupplýst að hluta. Um er að ræða fjórða þáttinn af sex í nýrri seríu af þessum vinsælu hlaðvarpsþáttum en þættirnir eru í umsjón fyrrum fréttakvennanna Nadine Guðrúnar Yaghi og Þórhildar Þorkelsdóttur. Klippa: Bitcoin málið Óskuðu eftir aðstoð almennings Aðfaranótt 6.desember 2017 var tölvubúnaði að verðmæti um 20 milljónir króna stolið úr húsnæði að Heiðartröð í Ásbrú í Reykjanesbæ. Sá eða þeir sem þar voru að verki höfðu komist inn í gegnum lítið gat á norðurgafli hússins en fyrir það hafði verið fest spónaplata. Í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum kom fram að í húsnæðinu hefði verið að setja upp gagnaver á vegum Advania. Var búnaðinum sem stolið var ætlaður til starfsemi gagnaversins. Þann 16. desember greindi Vísir greindi frá þjófnaðinum. Það dró hins vegar ekki til tíðinda fyrr en rúmum tveimur mánuðum seinna þegar greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að níu manns hefði verið handteknir í tengslum við rannsóknina, þar á meðal öryggisvörður hjá Öryggismiðstöðinni sem grunaður var um að hafa aðstoðað þjófana við innbrotið. Fjórir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald en tveimur var sleppt, þar á meðal öryggisverðinum. Þá kom fram að búnaðurinn væru ekki kominn í leitirnar. Lögreglan útilokaði ekki að búnaðinumhefði verið komið fyrir í ólöglegu gagnaveri hér á landi en innbrotin voru sögð vera rannsökuð sem hluti af skipulagðri glæpastarfsemi. Ljóst var að málið var umfangsmeira en það var talið í fyrstu og rannsóknin var stór. „ Lögreglan á Suðurnesjum greindi frá því í dag að tveir íslenskir karlmenn sitji nú í gæsluvarðhaldi í tengslum við þrjú innbrot í gagnaverum í Reykjanesbæ og Borgarbyggð í desember og janúar. Um sex hundruð tölvum sem eru sérbúnar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin var stolið og telur lögregla að verðmæti búnaðarins nemi rúmum tvö hundruð milljónum króna ,“ kom jafnframt fram í frétt Stöðvar 2. Lögreglan óskaði jafnframt eftir aðstoð almennings, að þeir sem hefðu orðið varir við eitthvað grunsamlegt gerðu lögreglu viðvart, þar sem talið var að búnaðurinn gæti verið í notkun hvar sem er á landinu. Þá var sérstaklega óskað eftir upplýsingum frá fyrirtækjum sem sáu um nethýsingu, rafverktökum og leigusölum húsnæðis eða gáma. Flókin rannsókn Líkt og fram kemur í þætti Eftirmála var bitcoin nýlega komið til sögunnar á þessum tíma. Þess vegna voru ekki allir sem gerðu sér í raun grein fyrir um hversu mikil verðmæti var að ræða. Alda Hrönn Jóhannssdóttir rifjar upp Bitcoin málið í nýjasta þætti Eftirmála en hún segir málið eftirminnilegt í marga staði.vísir/arnar „Þetta var svolítið nýtt. Rafmynt var ekki mjög þekkt fyrirbæri á þessum tíma, og ekki heldur starfsemi gagnaveranna. Sem almennur borgari vissi maður ekki að það væru til gagnaver með þessar tölvur,“ segir Alda Hrönn Jóhannsdóttur yfirlögfræðingur hjá lögreglunni á Suðurnesjum sem bar hitann og þungann að rannsókn Bitcoin málsins á sínum tíma. Fram kemur í þættinum að við undirbúning þáttarins hafi verið reynt að ná tali af Sindra Þór sjálfum en það reyndist erfitt að ná sambandi við hann, auk þess sem hann er í fjölmiðlabanni vegna heimildarmyndar um málið sem er á vinnslustigi. Alda Hrönn tekur fram að um hafi verið um að ræða tæknilega flókinn búnað, og tæknilega flókið mál. „Ég man ekki eftir öðru máli á þessum tíma sem sneri að þjófnaði á bitcoin.“ Fram kom í umfjöllun um málið á sínum tíma að bæði var öryggisbúnaði ábótavant, það er að segja eftirlitsmyndavélum, og hreyfiskynjarar voru ekki tengdir. Öryggisvörðurinn sem átti að vera á staðnum hafði farið veikur heim til sín og sofnað - á salerninu. Þjófarnir höfðu dulbúið sig sem öryggisverði þegar þeir fóru inn og tóku tölvurnar og það er ekki ofsögum sagt að atburðarásin hafi verið eins og í bíómynd. Að sögn Öldu Hrannar var rannsókn málsins flókin, og var meðal annars kallað eftir aðstoð erlendis frá til að opna fyrir símtæki og annað. Lögreglan setti mikinn þunga í að leita að tölvunum, enda mjög verðmætar. Lögreglan fékk fjölda ábendinga frá fólki sem taldi sig vita hvar tölvurnar væri niðurkomnar. En allt kom fyrir ekki. Fundu fullt af tölvum en ekki þær stolnu Líkt og Alda Hrönn bendir á þá eru kjöraðstæður á Íslandi til að grafa eftir rafmynt í stórum stíl og í raun er engin löggjöf sem nær utan um slíka starfsemi. Þess vegna er Ísland ákjósanlegur staður fyrir gagnaver. „Það sem er áhugavert með bitcoin er hversu mikið rafmagn tölvurnar þurfa. Ein tölva er talin þurfa rafmagn á borð við eitt gott raðhús eða parhús. Og þetta voru einhverjir hundruðir tölva. Í raun og veru greiðir þú rafmagnsreikninginn, en það er í raun ekkert annað regluverk í gildi í kringum þetta. Við vorum að finna mjög mikið af þessu á ótrúlegustu stöðum, og jafnvel eitthvað sem við gátum ekki tengt utan landsteinanna. Það voru aðilar sem voru að nýta sér það að Ísland er með ódýrt rafmagn, og það er kalt hérna. Það þarf að kæla þessar tölvur því þær hitna mjög mikið út af rafmagnsnotkuninni. Í þessari leit okkar komumst við að þessu, um leið og við fórum að kynna okkur hvaða búnaður þetta er og hvernig hann virkar. Vegna þess að hann er eins hraðvirkur og hann er þá þarf þessi búnaður mjög mikið rafmagn.“ Strauk úr opnu fangelsi Þann 14 apríl árið 2018 tók málið síðan óvænta stefnu. Þá birtist frétt á öllum fjölmiðlum landsins eftir tilkynningu frá lögreglunni. Frétt birtist á vef Vísis undir fyrirsögninni „Lögreglan lýsir eftir strokufanga.“ „Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir Sindra Þór Stefánssyni en hann strauk frá fangelsinu að Sogni nú í nótt. Sindri hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar 2018 vegna rannsóknar lögreglunnar á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. Sindri er íþróttamannslega vaxinn með skolleitt hár, skegghýjung og 192 cm á hæð. Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum strauk Sindri frá Sogni kl. 01:00.“ Þórhildur Þorkelsdóttir, annar stjórnenda Eftirmála starfaði sem fréttamaður á RÚV á þessum tíma og var með þeim fyrstu sem fluttu fréttir af leitinni að Sindra Þór. Í þættinum rifjar hún upp þegar tilkynning um málið barst á fréttastofuna. „Auðvitað fer maður í að hringja þessi klassísku símtöl fyrst - í lögguna og fangelsismálastofnun og svona. Og mér fannst koma fram mjög snemma að fólk hafði ekki hugmynd um hvað hafði gerst þarna. Það var meira að segja var gefið í skyn í einu símtalinu að hann hefði mögulega strokið til að skaða sjálfan sig - svo þetta var allt saman frekar viðkvæmt þarna fyrst,“ segir Þórhildur og bætir við: „Eftir nokkur símtöl var ekkert annað í stöðunni en að henda sér upp í bíl og keyra þarna að Sogni. Ég fór ásamt myndatökumanni og við skoðuðum aðstæður og hringdum hin og þessi símtöl á leiðinni til að reyna að komast að einhverju.“ Þórhildur og Nadine rifja upp atburðarásina þennan dag en lögreglan lagði í raun allt landið undir hvað varðaði leitina að Sindra Þór. Þórhildur kveðst hafa eytt deginum í að hringja hingað og þangað og reyna að afla upplýsinga en það dró ekki til tíðina fyrr en hún náði tali af Ólafi Helga Kjartanssyni, þáverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum sem staðfesti að Sindri Þór hefði farið úr landi á fölsuðum skilríkjum. Sindri Þór Stefánsson í flugstöð Leifs Eiríkssonar. Lögreglan á Suðurnesjum Í frétt Þórhildar, sem birtist síðdegis þennan sama dag, kom fram að samkvæmt heimildum fréttastofu væri Sindri Þór staddur einhvers staðar innan Evrópu. Þá kom fram að lögreglan á Suðurnesjum væri í samstarfi við lögregluyfirvöld í því landi þar sem Sindri var niðurkominn, og verið væri að beita öllum aðferðum til að hafa uppi á honum. Það þykir með hreinum ólíkindum að Sindra Þór hafi tekist að flýja land en líkt og Alda Hrönn bendir á þá er ekki hefðbundið landamæraeftirlit innan Schengen svæðisins. „Þetta er sem betur fer ekki algengt. Eins og vitum líka, þá er lögreglan ekki með þennan mannafla á flugvellinum. Ég held að það sé nánast ógerningur að koma í veg fyrir að þetta geti hent, á meðan reglurnar eru svona.“ Í flugi með forsætisráðherra Þann 17.apríl greindi Vísir síðan frá því að lögreglan hefði staðfestar upplýsingar um að Sindri hefði farið frá landinu til Arlanda flugvallar í Svíþjóð kl. 07:34. Ferðaðist hann á nafni annars manns en myndir úr öryggismyndavélakefi Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar staðfestu að Sindri var á ferðinni.Fram kom að alþjóðleg handtökuskipun hefði verið gefin út á hendur honum. Síðar kom í ljós að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra hafði verið í sama flugi og Sindri Þór en hún var á leið til Svíþjóðar til að vera viðstödd leiðtogafund Norðurlandanna og forsætisráðherra Indlands. Fréttastofa ræddi við einn farþegann sem sagðist ekki hafa tekið eftir neinu óvenjulegu í fluginu, öðru en því að Katrín Jakobsdóttir hefði verið á almennu farrými. Forsætisráðuneytið vildi ekki tjá sig um málið. Þessi mynd er úr öryggismyndavélum frá Keflavíkurflugvelli, þar sem Sindri sést fara um borð í vél Icelandair. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var um borð í sömu vél. Lögreglan á Suðurnesjum „Það sem gerist í framhaldinu er að við eigum gífurlega gott samstarf við kollega í gegnum Europol. Það þekkist alveg að fólk náist ekki en það er langsjaldnast. Kerfið innan Evrópu, sem er líka partur af Schengen samfélaginu er að koma í veg fyrir skipulagða glæpasamstarfsemi. Þannig að kerfið virkar ágætlega,“ segir Alda Hrönn í viðtalinu í þætti Eftirmála. Ekkert fréttist hins vegar af Sindra fyrr en þann 20.apríl, þegar hann sendi Fréttablaðinu yfirlýsingu og greindi frá sinni hlið á málinu. Fullyrti hann að sér hefði haldið í fangelsi án dóms og laga. Sagðist hann ætla að sanna það og fullyrti að hann „kæmi heim fljótlega.“ „Unnið er að því að semja við lögregluna á Íslandi um að ég fái að koma heim án þess að vera handtekinn erlendis. Ég get verið á flótta eins lengi og ég vil, ég er kominn í samband við hóp fólks sem gefur mér þak yfir höfuðið, farartæki, þess vegna fölsuð skilríki ef ég vil og peninga til að lifa. Það væri ekkert mál ef ég myndi vilja það, en ég vil heldur og ætla að takast á við þetta heima á Íslandi svo ég kem fljótlega,“ kom meðal annars fram í yfirlýsingu Sindra Þórs. Myndin á Instagram Seint að kvöldi 23 apríl dró síðan til tíðina en þá birtist frétt á Vísi þar sem fram kom að Sindri Þór hefði verið handtekinn í Amsterdam. Sindri var þá búinn að vera á flótta í sex daga. „Sindri Þór Stefánsson var handtekinn í Amsterdam fyrr í dag. Þetta staðfestir talsmaður lögreglunnar í Amsterdam í samtali við Vísi. Talsmaðurinn heitir Rob van der Veen en hann segir Sindra Þór hafa verið handtekinn í miðborg Amsterdam. Van der Veen segir Sindra Þór verða sendan til embættis héraðssaksóknara þar í borg á morgun og embættið muni setja sig í samband við yfirvöld á Íslandi vegna málsins. Gefin hafði verið út alþjóðleg handtökuskipun á hendur Sindra. Hann strauk frá fangelsinu að Sogni aðfaranótt síðastliðins þriðjudags. Hann flaug sama morgun með flugi Icelandair frá Keflavíkurflugvelli til Arlanda-flugvallar í Stokkhólmi. Ekkert hafði spurst til ferða Sindra fyrr en nú.“ Atburðarásin varð síðan ennþá reyfarakenndari skömmu seinna þegar tveir menn birtu mynd af sér og Sindra á Ingragram undir yfirskriftinni #TeamSindri. Á myndinni má sjá þremenningana kampakáta í miðbæ Amsterdam. Vísir ræddi við annan manninn, Hafþór Loga Hlynsson, þar sem hann sagði myndina vera stuðningsyfirlýsingu við æskuvin sinn. Hafþór Logi kvaðst hafa mikla samúð með vini sínum og taldi meðferð lögreglu á honum ekki hafa verið sanngjarna. Hafþór kvaðst jafnframt meðvitaður um að Sindri Þór hefði verið handtekinn fyrr þennan dag en sagði myndina þó ekki hafa verið tekna þennan sama dag. Hún væri „gömul“ en ekki svo gömul eins og Hafþór komst að orði. Vildi gefa lögreglunni fingurinn Þann 4.maí var síðan greint frá því í fréttum Stöðvar 2 að Sindri Þór væri kominn til landsins og væri í farbanni. Í kjölfarið birti Sindri Þór status á facebook og furðaði sig á vinnubrögðum íslenskra lögregluyfirvalda. „Lögreglan á Suðurnesjum gaf út alþjóða handtökuskipun á mér, eftir að ég fór frjáls ferða minna frá Sogni til Svíþjóðar. Fékk stimpilinn „strokufangi“ og öll þjóðin varð í kjölfarið meðvituð um alla mína fortíð. Ég var síðan handtekinn í Amsterdam og dæmdur í gæsluvarðhald, sem endaði í 11 daga einangrun. Í dag komu þrír lögreglumenn að sækja mig í Amsterdam til að flytja mig til Íslands. Tveir af þeim voru sérsveitarmenn. Ég var fluttur í handjárnum og belti í almenningsflugi Icelandair með fyrrnefnda lögreglumenn mér við hlið. Kom svo fyrir dómara í Reykjanesbæ þar sem mér var sleppt út en með farbanni. Til hvers var eiginlega verið að auglýsa eftir mér? Ég er einfaldlega hættur að botna í þessu kerfi en mikið er gott að koma heim.“ Sindri Þór fór einnig í útvarpsviðtal nokkrum vikum seinna þar sem hann sagðist sjá eftir flóttanum og sagði það hafa verið „hvatvísa ákvörðun.“ Sindri Þór lét ekki staðar numið heldur ræddi einnig við erlenda fjölmiðla, sem sýnt höfðu málinu mikinn áhuga. Meðal annars birtist viðtal við hann í Vanity Fair og í bandaríska tímaritinu GQ þar sem teiknuð var mynd af honum og Katrínu jakobsdóttur saman í flugi. Umfjöllunin bar titilinn „Frá Íslandi til Amsterdam: Hvernig heimsins fyrsta Bitcoin-rán fór út um þúfur“. Sindri Þór var ansi hispurslaus í viðtalinu og lét meðal annars hafa eftir sér að hann hefði viljað gefa fangelsismálayfirvöldum fingurinn með flóttanum. Fékk mörg símtöl frá erlendum fjölmiðlum sem einhverjir færðu í stílinn Alda Hrönn rifjar upp í Eftirmálaþættinum að hún hafi einnig fengið fjölmörg símtöl frá erlendum fjölmiðlum vegna málsins en hún hafi þó lítið getað tjáð sig. „Ég man eftir einni sögu um mig sem birtist í þessum tímaritum. Þá átti blaðamaðurinn að hafa hitt einn verjandann á kaffihúsi og var agalega dramatísk saga um það að hann hefði séð sækjanda málsins á kaffihúsinu sem hefði ekki heilsan, og að þeir hefðu reynt að hafa hægt um sig. Síðan hitti ég þennan sama verjandi fyrir dómnum og hann spurði mig af hverju ég hefði ekki heilsað honum á kaffihúsinu. Hvort ég væri svona merkileg með mig? Svo hló hann. En það sem hann áttaði sig ekki á var að ég er eineggja tvíburi og ég var aldrei á þessu kaffihúsi, heldur systir mín! Þannig að ég sá aldrei lögmanninn né aðra.“ Sindri Þór mætti í fjölmörg fjölmiðlaviðtöl á sínum tíma og gangrýndi meðal annars framkomu íslenskra lögregluyfirvalda.Vísir Sagði að höfuðpaurinn væri alþjóðlegur glæpamaður Sindri Þór var seinna meir ákærður ásamt sex öðrum fyrir aðkomuna að gagnaversþjófnaðinum og var það Alda Hrönn sem sótti málið fyrir hönd ákæruvaldsins. Líkt og Alda Hrönn bendir á þá var málið flókið í marga staða, enda hafði nýlega skapast grundvöllur fyrir þessa tegund af brotastarfsemi og takmörkuð þekking var til staðar hjá yfirvöldum. „Á þessum tíma var rafmynt mjög ný og það var svolítið nýjabrum í þessu; margir sem ætluðu að verða ríkir á rafmynt. Og við vorum auðvitað ekki neinir sérfræðingar í rafmynt á þessum tíma. Þegar við erum með svona mál þá þurfum við svolítið að hraða okkur, og kynna okkur þetta mjög vel á skömmum tíma. Við vorum orðin ansi flink í að vita um hvað þetta snerist og hvernig þetta virkaði, og verðmætin sem geta skapast. Við lærðum mjög mikið á skömmum tíma.“ Þáttur og hlutverk sjömenninganna í innbrotunum voru misjöfn en Sindri Þór var talinn höfuðpaurinn. Fyrir dómi játaði Sindri á sig sök í tveimur innbrotum í gagnaver en neitaði hins vegar aðkomu í öðrum innbrotum og sagðist ekki hafa skipulagt innbrotin sem hann játaði aðild að. Sagðist hann einungis hafa verið að fylgja skipunum í þeim málum. Sagði hann annan höfuðpaur vera í málinu, og sá væri alþjóðlegur glæpamaður. Þegar hann var spurður hver það var sem gaf honum skipanir sagðist hann ekki geta tjáð sig um það af ótta við viðkomandi manneskju. Þann 17. janúar 2019 féll dómur í málinu og hlaut Sindri Þór þyngstu refsinguna af sakborningunum sjö: fjögurra og hálfs árs fangelsi. Þá var öllum sakborningum gert að greiða tæknifyrirtækinu Advania rúmar 33 milljónir króna í skaðabætur. Dómunum var aftur á móti öllum áfrýjað og tæpum tveimur árum seinna, þann 19. febrúar 2021 var dómur Sindra styttur um eitt ár. Hvar eru tölvurnar? Líkt og fram kemur í þætti Eftirmála hafa tölvurnar aldrei fundist. Sjömenningarnir voru engu að síður sakfelldir og því telst málið nokkuð óvenjulegt. „Þetta er auðvitað áhugaverður vinkill sem við stöndum ekki oft frammi fyrir,“ segir Alda Hrönn. „En lögreglan getur aldrei leyst allt og bjargað öllum. Við reynum bara alltaf að gera okkar besta, og við gerðum það.“ Aðspurð segist Alda Hrönn ekki geta sagt til um hvar tölvurnar eru niðurkomnar í dag. Hún telur þó ekki ólíklegt að þær séu á Íslandi, enda eru aðstæður fyrir gagnaver, eins og fyrr segir, afar góðar hér á landi. „Mér finnst ekki ólíklegt að þær séu á Íslandi, eða hafi verið á Íslandi,“ segir Alda Hrönn. „Ég veit það ekki. En ef ég ætti að giska þá held ég að þær hafi verið notaðar. En ég veit ekki hvar þær eru.“ Eftirmál Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Sjá meira
Innbrot í gagnaver í Reykjanesbæ í lok árs 2017 markaði upphaf Bitcoin-málsins, sem oft er talað um sem stærsta þjófnað Íslandssögunnar. Málið tók svo nýja og ævintýralega stefnu þegar Sindri Þór Stefánsson, einn þeirra sem tóku þátt í innbrotinu, strauk úr fangelsinu að Sogni og flaug til útlanda í sömu flugvél og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Í nýjasta þætti Eftirmála ræðir Alda Hrönn um atburðarásina en Bitcoin-tölvurnar fundust aldrei, þrátt fyrir umfangsmikla leit. Málið er því enn óupplýst að hluta. Um er að ræða fjórða þáttinn af sex í nýrri seríu af þessum vinsælu hlaðvarpsþáttum en þættirnir eru í umsjón fyrrum fréttakvennanna Nadine Guðrúnar Yaghi og Þórhildar Þorkelsdóttur. Klippa: Bitcoin málið Óskuðu eftir aðstoð almennings Aðfaranótt 6.desember 2017 var tölvubúnaði að verðmæti um 20 milljónir króna stolið úr húsnæði að Heiðartröð í Ásbrú í Reykjanesbæ. Sá eða þeir sem þar voru að verki höfðu komist inn í gegnum lítið gat á norðurgafli hússins en fyrir það hafði verið fest spónaplata. Í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum kom fram að í húsnæðinu hefði verið að setja upp gagnaver á vegum Advania. Var búnaðinum sem stolið var ætlaður til starfsemi gagnaversins. Þann 16. desember greindi Vísir greindi frá þjófnaðinum. Það dró hins vegar ekki til tíðinda fyrr en rúmum tveimur mánuðum seinna þegar greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að níu manns hefði verið handteknir í tengslum við rannsóknina, þar á meðal öryggisvörður hjá Öryggismiðstöðinni sem grunaður var um að hafa aðstoðað þjófana við innbrotið. Fjórir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald en tveimur var sleppt, þar á meðal öryggisverðinum. Þá kom fram að búnaðurinn væru ekki kominn í leitirnar. Lögreglan útilokaði ekki að búnaðinumhefði verið komið fyrir í ólöglegu gagnaveri hér á landi en innbrotin voru sögð vera rannsökuð sem hluti af skipulagðri glæpastarfsemi. Ljóst var að málið var umfangsmeira en það var talið í fyrstu og rannsóknin var stór. „ Lögreglan á Suðurnesjum greindi frá því í dag að tveir íslenskir karlmenn sitji nú í gæsluvarðhaldi í tengslum við þrjú innbrot í gagnaverum í Reykjanesbæ og Borgarbyggð í desember og janúar. Um sex hundruð tölvum sem eru sérbúnar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin var stolið og telur lögregla að verðmæti búnaðarins nemi rúmum tvö hundruð milljónum króna ,“ kom jafnframt fram í frétt Stöðvar 2. Lögreglan óskaði jafnframt eftir aðstoð almennings, að þeir sem hefðu orðið varir við eitthvað grunsamlegt gerðu lögreglu viðvart, þar sem talið var að búnaðurinn gæti verið í notkun hvar sem er á landinu. Þá var sérstaklega óskað eftir upplýsingum frá fyrirtækjum sem sáu um nethýsingu, rafverktökum og leigusölum húsnæðis eða gáma. Flókin rannsókn Líkt og fram kemur í þætti Eftirmála var bitcoin nýlega komið til sögunnar á þessum tíma. Þess vegna voru ekki allir sem gerðu sér í raun grein fyrir um hversu mikil verðmæti var að ræða. Alda Hrönn Jóhannssdóttir rifjar upp Bitcoin málið í nýjasta þætti Eftirmála en hún segir málið eftirminnilegt í marga staði.vísir/arnar „Þetta var svolítið nýtt. Rafmynt var ekki mjög þekkt fyrirbæri á þessum tíma, og ekki heldur starfsemi gagnaveranna. Sem almennur borgari vissi maður ekki að það væru til gagnaver með þessar tölvur,“ segir Alda Hrönn Jóhannsdóttur yfirlögfræðingur hjá lögreglunni á Suðurnesjum sem bar hitann og þungann að rannsókn Bitcoin málsins á sínum tíma. Fram kemur í þættinum að við undirbúning þáttarins hafi verið reynt að ná tali af Sindra Þór sjálfum en það reyndist erfitt að ná sambandi við hann, auk þess sem hann er í fjölmiðlabanni vegna heimildarmyndar um málið sem er á vinnslustigi. Alda Hrönn tekur fram að um hafi verið um að ræða tæknilega flókinn búnað, og tæknilega flókið mál. „Ég man ekki eftir öðru máli á þessum tíma sem sneri að þjófnaði á bitcoin.“ Fram kom í umfjöllun um málið á sínum tíma að bæði var öryggisbúnaði ábótavant, það er að segja eftirlitsmyndavélum, og hreyfiskynjarar voru ekki tengdir. Öryggisvörðurinn sem átti að vera á staðnum hafði farið veikur heim til sín og sofnað - á salerninu. Þjófarnir höfðu dulbúið sig sem öryggisverði þegar þeir fóru inn og tóku tölvurnar og það er ekki ofsögum sagt að atburðarásin hafi verið eins og í bíómynd. Að sögn Öldu Hrannar var rannsókn málsins flókin, og var meðal annars kallað eftir aðstoð erlendis frá til að opna fyrir símtæki og annað. Lögreglan setti mikinn þunga í að leita að tölvunum, enda mjög verðmætar. Lögreglan fékk fjölda ábendinga frá fólki sem taldi sig vita hvar tölvurnar væri niðurkomnar. En allt kom fyrir ekki. Fundu fullt af tölvum en ekki þær stolnu Líkt og Alda Hrönn bendir á þá eru kjöraðstæður á Íslandi til að grafa eftir rafmynt í stórum stíl og í raun er engin löggjöf sem nær utan um slíka starfsemi. Þess vegna er Ísland ákjósanlegur staður fyrir gagnaver. „Það sem er áhugavert með bitcoin er hversu mikið rafmagn tölvurnar þurfa. Ein tölva er talin þurfa rafmagn á borð við eitt gott raðhús eða parhús. Og þetta voru einhverjir hundruðir tölva. Í raun og veru greiðir þú rafmagnsreikninginn, en það er í raun ekkert annað regluverk í gildi í kringum þetta. Við vorum að finna mjög mikið af þessu á ótrúlegustu stöðum, og jafnvel eitthvað sem við gátum ekki tengt utan landsteinanna. Það voru aðilar sem voru að nýta sér það að Ísland er með ódýrt rafmagn, og það er kalt hérna. Það þarf að kæla þessar tölvur því þær hitna mjög mikið út af rafmagnsnotkuninni. Í þessari leit okkar komumst við að þessu, um leið og við fórum að kynna okkur hvaða búnaður þetta er og hvernig hann virkar. Vegna þess að hann er eins hraðvirkur og hann er þá þarf þessi búnaður mjög mikið rafmagn.“ Strauk úr opnu fangelsi Þann 14 apríl árið 2018 tók málið síðan óvænta stefnu. Þá birtist frétt á öllum fjölmiðlum landsins eftir tilkynningu frá lögreglunni. Frétt birtist á vef Vísis undir fyrirsögninni „Lögreglan lýsir eftir strokufanga.“ „Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir Sindra Þór Stefánssyni en hann strauk frá fangelsinu að Sogni nú í nótt. Sindri hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar 2018 vegna rannsóknar lögreglunnar á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. Sindri er íþróttamannslega vaxinn með skolleitt hár, skegghýjung og 192 cm á hæð. Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum strauk Sindri frá Sogni kl. 01:00.“ Þórhildur Þorkelsdóttir, annar stjórnenda Eftirmála starfaði sem fréttamaður á RÚV á þessum tíma og var með þeim fyrstu sem fluttu fréttir af leitinni að Sindra Þór. Í þættinum rifjar hún upp þegar tilkynning um málið barst á fréttastofuna. „Auðvitað fer maður í að hringja þessi klassísku símtöl fyrst - í lögguna og fangelsismálastofnun og svona. Og mér fannst koma fram mjög snemma að fólk hafði ekki hugmynd um hvað hafði gerst þarna. Það var meira að segja var gefið í skyn í einu símtalinu að hann hefði mögulega strokið til að skaða sjálfan sig - svo þetta var allt saman frekar viðkvæmt þarna fyrst,“ segir Þórhildur og bætir við: „Eftir nokkur símtöl var ekkert annað í stöðunni en að henda sér upp í bíl og keyra þarna að Sogni. Ég fór ásamt myndatökumanni og við skoðuðum aðstæður og hringdum hin og þessi símtöl á leiðinni til að reyna að komast að einhverju.“ Þórhildur og Nadine rifja upp atburðarásina þennan dag en lögreglan lagði í raun allt landið undir hvað varðaði leitina að Sindra Þór. Þórhildur kveðst hafa eytt deginum í að hringja hingað og þangað og reyna að afla upplýsinga en það dró ekki til tíðina fyrr en hún náði tali af Ólafi Helga Kjartanssyni, þáverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum sem staðfesti að Sindri Þór hefði farið úr landi á fölsuðum skilríkjum. Sindri Þór Stefánsson í flugstöð Leifs Eiríkssonar. Lögreglan á Suðurnesjum Í frétt Þórhildar, sem birtist síðdegis þennan sama dag, kom fram að samkvæmt heimildum fréttastofu væri Sindri Þór staddur einhvers staðar innan Evrópu. Þá kom fram að lögreglan á Suðurnesjum væri í samstarfi við lögregluyfirvöld í því landi þar sem Sindri var niðurkominn, og verið væri að beita öllum aðferðum til að hafa uppi á honum. Það þykir með hreinum ólíkindum að Sindra Þór hafi tekist að flýja land en líkt og Alda Hrönn bendir á þá er ekki hefðbundið landamæraeftirlit innan Schengen svæðisins. „Þetta er sem betur fer ekki algengt. Eins og vitum líka, þá er lögreglan ekki með þennan mannafla á flugvellinum. Ég held að það sé nánast ógerningur að koma í veg fyrir að þetta geti hent, á meðan reglurnar eru svona.“ Í flugi með forsætisráðherra Þann 17.apríl greindi Vísir síðan frá því að lögreglan hefði staðfestar upplýsingar um að Sindri hefði farið frá landinu til Arlanda flugvallar í Svíþjóð kl. 07:34. Ferðaðist hann á nafni annars manns en myndir úr öryggismyndavélakefi Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar staðfestu að Sindri var á ferðinni.Fram kom að alþjóðleg handtökuskipun hefði verið gefin út á hendur honum. Síðar kom í ljós að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra hafði verið í sama flugi og Sindri Þór en hún var á leið til Svíþjóðar til að vera viðstödd leiðtogafund Norðurlandanna og forsætisráðherra Indlands. Fréttastofa ræddi við einn farþegann sem sagðist ekki hafa tekið eftir neinu óvenjulegu í fluginu, öðru en því að Katrín Jakobsdóttir hefði verið á almennu farrými. Forsætisráðuneytið vildi ekki tjá sig um málið. Þessi mynd er úr öryggismyndavélum frá Keflavíkurflugvelli, þar sem Sindri sést fara um borð í vél Icelandair. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var um borð í sömu vél. Lögreglan á Suðurnesjum „Það sem gerist í framhaldinu er að við eigum gífurlega gott samstarf við kollega í gegnum Europol. Það þekkist alveg að fólk náist ekki en það er langsjaldnast. Kerfið innan Evrópu, sem er líka partur af Schengen samfélaginu er að koma í veg fyrir skipulagða glæpasamstarfsemi. Þannig að kerfið virkar ágætlega,“ segir Alda Hrönn í viðtalinu í þætti Eftirmála. Ekkert fréttist hins vegar af Sindra fyrr en þann 20.apríl, þegar hann sendi Fréttablaðinu yfirlýsingu og greindi frá sinni hlið á málinu. Fullyrti hann að sér hefði haldið í fangelsi án dóms og laga. Sagðist hann ætla að sanna það og fullyrti að hann „kæmi heim fljótlega.“ „Unnið er að því að semja við lögregluna á Íslandi um að ég fái að koma heim án þess að vera handtekinn erlendis. Ég get verið á flótta eins lengi og ég vil, ég er kominn í samband við hóp fólks sem gefur mér þak yfir höfuðið, farartæki, þess vegna fölsuð skilríki ef ég vil og peninga til að lifa. Það væri ekkert mál ef ég myndi vilja það, en ég vil heldur og ætla að takast á við þetta heima á Íslandi svo ég kem fljótlega,“ kom meðal annars fram í yfirlýsingu Sindra Þórs. Myndin á Instagram Seint að kvöldi 23 apríl dró síðan til tíðina en þá birtist frétt á Vísi þar sem fram kom að Sindri Þór hefði verið handtekinn í Amsterdam. Sindri var þá búinn að vera á flótta í sex daga. „Sindri Þór Stefánsson var handtekinn í Amsterdam fyrr í dag. Þetta staðfestir talsmaður lögreglunnar í Amsterdam í samtali við Vísi. Talsmaðurinn heitir Rob van der Veen en hann segir Sindra Þór hafa verið handtekinn í miðborg Amsterdam. Van der Veen segir Sindra Þór verða sendan til embættis héraðssaksóknara þar í borg á morgun og embættið muni setja sig í samband við yfirvöld á Íslandi vegna málsins. Gefin hafði verið út alþjóðleg handtökuskipun á hendur Sindra. Hann strauk frá fangelsinu að Sogni aðfaranótt síðastliðins þriðjudags. Hann flaug sama morgun með flugi Icelandair frá Keflavíkurflugvelli til Arlanda-flugvallar í Stokkhólmi. Ekkert hafði spurst til ferða Sindra fyrr en nú.“ Atburðarásin varð síðan ennþá reyfarakenndari skömmu seinna þegar tveir menn birtu mynd af sér og Sindra á Ingragram undir yfirskriftinni #TeamSindri. Á myndinni má sjá þremenningana kampakáta í miðbæ Amsterdam. Vísir ræddi við annan manninn, Hafþór Loga Hlynsson, þar sem hann sagði myndina vera stuðningsyfirlýsingu við æskuvin sinn. Hafþór Logi kvaðst hafa mikla samúð með vini sínum og taldi meðferð lögreglu á honum ekki hafa verið sanngjarna. Hafþór kvaðst jafnframt meðvitaður um að Sindri Þór hefði verið handtekinn fyrr þennan dag en sagði myndina þó ekki hafa verið tekna þennan sama dag. Hún væri „gömul“ en ekki svo gömul eins og Hafþór komst að orði. Vildi gefa lögreglunni fingurinn Þann 4.maí var síðan greint frá því í fréttum Stöðvar 2 að Sindri Þór væri kominn til landsins og væri í farbanni. Í kjölfarið birti Sindri Þór status á facebook og furðaði sig á vinnubrögðum íslenskra lögregluyfirvalda. „Lögreglan á Suðurnesjum gaf út alþjóða handtökuskipun á mér, eftir að ég fór frjáls ferða minna frá Sogni til Svíþjóðar. Fékk stimpilinn „strokufangi“ og öll þjóðin varð í kjölfarið meðvituð um alla mína fortíð. Ég var síðan handtekinn í Amsterdam og dæmdur í gæsluvarðhald, sem endaði í 11 daga einangrun. Í dag komu þrír lögreglumenn að sækja mig í Amsterdam til að flytja mig til Íslands. Tveir af þeim voru sérsveitarmenn. Ég var fluttur í handjárnum og belti í almenningsflugi Icelandair með fyrrnefnda lögreglumenn mér við hlið. Kom svo fyrir dómara í Reykjanesbæ þar sem mér var sleppt út en með farbanni. Til hvers var eiginlega verið að auglýsa eftir mér? Ég er einfaldlega hættur að botna í þessu kerfi en mikið er gott að koma heim.“ Sindri Þór fór einnig í útvarpsviðtal nokkrum vikum seinna þar sem hann sagðist sjá eftir flóttanum og sagði það hafa verið „hvatvísa ákvörðun.“ Sindri Þór lét ekki staðar numið heldur ræddi einnig við erlenda fjölmiðla, sem sýnt höfðu málinu mikinn áhuga. Meðal annars birtist viðtal við hann í Vanity Fair og í bandaríska tímaritinu GQ þar sem teiknuð var mynd af honum og Katrínu jakobsdóttur saman í flugi. Umfjöllunin bar titilinn „Frá Íslandi til Amsterdam: Hvernig heimsins fyrsta Bitcoin-rán fór út um þúfur“. Sindri Þór var ansi hispurslaus í viðtalinu og lét meðal annars hafa eftir sér að hann hefði viljað gefa fangelsismálayfirvöldum fingurinn með flóttanum. Fékk mörg símtöl frá erlendum fjölmiðlum sem einhverjir færðu í stílinn Alda Hrönn rifjar upp í Eftirmálaþættinum að hún hafi einnig fengið fjölmörg símtöl frá erlendum fjölmiðlum vegna málsins en hún hafi þó lítið getað tjáð sig. „Ég man eftir einni sögu um mig sem birtist í þessum tímaritum. Þá átti blaðamaðurinn að hafa hitt einn verjandann á kaffihúsi og var agalega dramatísk saga um það að hann hefði séð sækjanda málsins á kaffihúsinu sem hefði ekki heilsan, og að þeir hefðu reynt að hafa hægt um sig. Síðan hitti ég þennan sama verjandi fyrir dómnum og hann spurði mig af hverju ég hefði ekki heilsað honum á kaffihúsinu. Hvort ég væri svona merkileg með mig? Svo hló hann. En það sem hann áttaði sig ekki á var að ég er eineggja tvíburi og ég var aldrei á þessu kaffihúsi, heldur systir mín! Þannig að ég sá aldrei lögmanninn né aðra.“ Sindri Þór mætti í fjölmörg fjölmiðlaviðtöl á sínum tíma og gangrýndi meðal annars framkomu íslenskra lögregluyfirvalda.Vísir Sagði að höfuðpaurinn væri alþjóðlegur glæpamaður Sindri Þór var seinna meir ákærður ásamt sex öðrum fyrir aðkomuna að gagnaversþjófnaðinum og var það Alda Hrönn sem sótti málið fyrir hönd ákæruvaldsins. Líkt og Alda Hrönn bendir á þá var málið flókið í marga staða, enda hafði nýlega skapast grundvöllur fyrir þessa tegund af brotastarfsemi og takmörkuð þekking var til staðar hjá yfirvöldum. „Á þessum tíma var rafmynt mjög ný og það var svolítið nýjabrum í þessu; margir sem ætluðu að verða ríkir á rafmynt. Og við vorum auðvitað ekki neinir sérfræðingar í rafmynt á þessum tíma. Þegar við erum með svona mál þá þurfum við svolítið að hraða okkur, og kynna okkur þetta mjög vel á skömmum tíma. Við vorum orðin ansi flink í að vita um hvað þetta snerist og hvernig þetta virkaði, og verðmætin sem geta skapast. Við lærðum mjög mikið á skömmum tíma.“ Þáttur og hlutverk sjömenninganna í innbrotunum voru misjöfn en Sindri Þór var talinn höfuðpaurinn. Fyrir dómi játaði Sindri á sig sök í tveimur innbrotum í gagnaver en neitaði hins vegar aðkomu í öðrum innbrotum og sagðist ekki hafa skipulagt innbrotin sem hann játaði aðild að. Sagðist hann einungis hafa verið að fylgja skipunum í þeim málum. Sagði hann annan höfuðpaur vera í málinu, og sá væri alþjóðlegur glæpamaður. Þegar hann var spurður hver það var sem gaf honum skipanir sagðist hann ekki geta tjáð sig um það af ótta við viðkomandi manneskju. Þann 17. janúar 2019 féll dómur í málinu og hlaut Sindri Þór þyngstu refsinguna af sakborningunum sjö: fjögurra og hálfs árs fangelsi. Þá var öllum sakborningum gert að greiða tæknifyrirtækinu Advania rúmar 33 milljónir króna í skaðabætur. Dómunum var aftur á móti öllum áfrýjað og tæpum tveimur árum seinna, þann 19. febrúar 2021 var dómur Sindra styttur um eitt ár. Hvar eru tölvurnar? Líkt og fram kemur í þætti Eftirmála hafa tölvurnar aldrei fundist. Sjömenningarnir voru engu að síður sakfelldir og því telst málið nokkuð óvenjulegt. „Þetta er auðvitað áhugaverður vinkill sem við stöndum ekki oft frammi fyrir,“ segir Alda Hrönn. „En lögreglan getur aldrei leyst allt og bjargað öllum. Við reynum bara alltaf að gera okkar besta, og við gerðum það.“ Aðspurð segist Alda Hrönn ekki geta sagt til um hvar tölvurnar eru niðurkomnar í dag. Hún telur þó ekki ólíklegt að þær séu á Íslandi, enda eru aðstæður fyrir gagnaver, eins og fyrr segir, afar góðar hér á landi. „Mér finnst ekki ólíklegt að þær séu á Íslandi, eða hafi verið á Íslandi,“ segir Alda Hrönn. „Ég veit það ekki. En ef ég ætti að giska þá held ég að þær hafi verið notaðar. En ég veit ekki hvar þær eru.“
Eftirmál Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Sjá meira