Yfir þúsund manns til Grindavíkur í dag Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. febrúar 2024 07:19 Frá Grindavíkurbæ. Vísir/Arnar Þúsund manns munu fara inn til Grindavíkur í dag að vitja eigna sinna og/eða aðstoða við að pakka og/eða flytja búslóð. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá almannavörnum. Þar segir að í gærkvöldi hafi verið sendir yfir sexhundruð QR kóðar til þeirra sem höfðu fengið úthlutaðan tíma í dag klukkan átta. Í dag verða svo sendir yfir fimmhundruð QR kóðar fyrir þau sem fara inn í bæinn klukkan þrjú. Búist er við því að um fjögurhundruð bílar verði í bænum á báðum tímum. Fram kemur í tilkynningu almannavarna að aðkoma að bænum verði bæði um Suðurstrandarveg og Nesveg. Þegar farið er út úr Grindavík skal ekið um Norðuljósaveg og þaðan eftir Grindavíkurvegi. Stöðugt fylgst með jarðskjálftavirkni Á lokunarpóstum verður starfsfólk sem skannar QR kóðann hjá öllum sem fara inn í bæinn, með þeim hætti er vitað hvað margir eru í Grindavík hverju sinni. Þá kemur fram í tilkynningu almannavarna að Veðurstofan hafi bætt við sína vöktun næstu tvo daga. Þannig er tryggt að stöðugt verði fylgst með jarðskjálftavirkni, GPS-mælingum og öðrum gögnum á meðan íbúar eru í Grindavík. Segir ennfremur að Vegagerðin verði einnig á vaktinni og tryggi að vegir verði færir. Þau sem töldu sig ekki geta bjargað geymslurými sjálf hafa fengið svör um að hægt verði að koma þeirra búslóð í geymslur sem staðsettar eru á Flugvöllum 20 í Reykjanesbæ, Tekið verður á móti búslóðum frá 11:00-23:00, að því er segir í tilkynningunni. Þá er verið er að vinna í að semja við aðra geymsluaðila. Almannavarnir segja vert að taka fram að hægt sé að nýta sama flutningabílinn til að flytja verðmæti úr fleiri en einu húsi. Eins og áður er hægt að nálgast kassa, límband, dagblöð og bóluplast við verslun Nettó þá daga sem flutningar standa yfir. Almannavarnir minna á vef sinn þar sem finna má svör við ýmsum spurningum. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Þar segir að í gærkvöldi hafi verið sendir yfir sexhundruð QR kóðar til þeirra sem höfðu fengið úthlutaðan tíma í dag klukkan átta. Í dag verða svo sendir yfir fimmhundruð QR kóðar fyrir þau sem fara inn í bæinn klukkan þrjú. Búist er við því að um fjögurhundruð bílar verði í bænum á báðum tímum. Fram kemur í tilkynningu almannavarna að aðkoma að bænum verði bæði um Suðurstrandarveg og Nesveg. Þegar farið er út úr Grindavík skal ekið um Norðuljósaveg og þaðan eftir Grindavíkurvegi. Stöðugt fylgst með jarðskjálftavirkni Á lokunarpóstum verður starfsfólk sem skannar QR kóðann hjá öllum sem fara inn í bæinn, með þeim hætti er vitað hvað margir eru í Grindavík hverju sinni. Þá kemur fram í tilkynningu almannavarna að Veðurstofan hafi bætt við sína vöktun næstu tvo daga. Þannig er tryggt að stöðugt verði fylgst með jarðskjálftavirkni, GPS-mælingum og öðrum gögnum á meðan íbúar eru í Grindavík. Segir ennfremur að Vegagerðin verði einnig á vaktinni og tryggi að vegir verði færir. Þau sem töldu sig ekki geta bjargað geymslurými sjálf hafa fengið svör um að hægt verði að koma þeirra búslóð í geymslur sem staðsettar eru á Flugvöllum 20 í Reykjanesbæ, Tekið verður á móti búslóðum frá 11:00-23:00, að því er segir í tilkynningunni. Þá er verið er að vinna í að semja við aðra geymsluaðila. Almannavarnir segja vert að taka fram að hægt sé að nýta sama flutningabílinn til að flytja verðmæti úr fleiri en einu húsi. Eins og áður er hægt að nálgast kassa, límband, dagblöð og bóluplast við verslun Nettó þá daga sem flutningar standa yfir. Almannavarnir minna á vef sinn þar sem finna má svör við ýmsum spurningum.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira