Mislingar greindust á Landspítalanum Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. febrúar 2024 19:15 Mislingar greindust á Landspítalanum eftir að maður leitaði til læknis á föstudag vegna útbrota. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir fékk tilkynningu frá Landspítala í dag vegna mislinga sem greindust hjá fullorðnum einstakling sem kom erlendis frá miðvikudaginn 31. janúar síðastliðinn. Viðkomandi einstaklingur er í einangrun á sjúkrahúsi. Þetta segir í tilkynningu á vef sóttvarnarlæknis. Þar segir að einstaklingurinn hafi fengið útbrot fimmtudaginn 1. febrúar og leitað til heilbrigðisþjónustu föstudaginn 2. febrúar. Hann sé nú kominn í einangrun. Sóttvarnarlæknir hefur haft samband við þau flugfélög sem fluttu viðkomandi þann 31. janúar og farþegar upplýstir um smithættu. Hún er mest áður en útbrot koma fram en dvínar eftir það dvínar og gengur yfir á nokkrum dögum. Upplýsingar um mislinga „Mislingar eru bráðsmitandi skæður veirusjúkdómur sem smitar frá öndunarvegi. Einkenni geta komið fram hjá smituðum einni til þremur vikum eftir smit,“ segir í tilkynningu sóttvarnalæknis. Þau sem hafi verið bólusett fyrir mislingum eða fengið mislinga áður smitist mjög ólíklega en ef það gerist eru einkenni oftast væg. Óbólusettir séu hins vegar í áhættu fyrir smiti og veikindum. „Ef haft hefur verið samband við þig vegna hugsanlegrar útsetningar og þú færð einkenni (hita, kvefeinkenni, augnroða og/eða útbrot á húð), sérstaklega ef þú hefur ekki verið bólusett(ur) við mislingum, eða ekki fengið mislinga, hvetjum við þig eindregið til að hafa samband við lækni/heilsugæslu símleiðis eða gegnum netspjall Heilsuveru. Vinsamlegast mætið ekki á heilsugæslu eða sjúklingamóttöku án þess að hafa fyrst samband,“ segir einnig. Telji fólk sig óbólusett við mislingum og vill láta bólusetja sig getur það haft samband við lækni eða heilsugæslu símleiðis eða í gegnum netspjall Heilsuveru. Þá er fólki bent á að bólusetning vegna útsetningar þurfi að eiga sér stað ekki seinna en 5. febrúar. Ekki hjarðónæmi á Íslandi Þátttaka í bólusetningum á mislingum hefur dvínað á undanförnum árum að sögn Guðrúnar Aspelund, landlæknis og er ekki hjarðónæmi á Íslandi. Mislingar séu mjög smitandi og hafi mikil áhrif á óbólusetta. „Það þarf ansi háa þátttöku til að ná þessu svokallaða hjarðónæmi þannig ef smit berst til okkar þannig það nái þá ekki að dreifa sér um samfélagið,“ sagði Guðrún í viðtali í Bítinu í síðustu viku. Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af gífurlegri fjölgun mislingasmitaðra í Evrópu Vitað er til þess að rúmlega þrjátíu þúsund manns smituðust af mislingum í Evrópu í fyrra. Árið 2022 smituðust 941 og samsvarar aukningin því rúmlega þrjátíuföldun. Þetta kom fram á fundi ráðstefnu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Evrópu í dag. 23. janúar 2024 16:06 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu á vef sóttvarnarlæknis. Þar segir að einstaklingurinn hafi fengið útbrot fimmtudaginn 1. febrúar og leitað til heilbrigðisþjónustu föstudaginn 2. febrúar. Hann sé nú kominn í einangrun. Sóttvarnarlæknir hefur haft samband við þau flugfélög sem fluttu viðkomandi þann 31. janúar og farþegar upplýstir um smithættu. Hún er mest áður en útbrot koma fram en dvínar eftir það dvínar og gengur yfir á nokkrum dögum. Upplýsingar um mislinga „Mislingar eru bráðsmitandi skæður veirusjúkdómur sem smitar frá öndunarvegi. Einkenni geta komið fram hjá smituðum einni til þremur vikum eftir smit,“ segir í tilkynningu sóttvarnalæknis. Þau sem hafi verið bólusett fyrir mislingum eða fengið mislinga áður smitist mjög ólíklega en ef það gerist eru einkenni oftast væg. Óbólusettir séu hins vegar í áhættu fyrir smiti og veikindum. „Ef haft hefur verið samband við þig vegna hugsanlegrar útsetningar og þú færð einkenni (hita, kvefeinkenni, augnroða og/eða útbrot á húð), sérstaklega ef þú hefur ekki verið bólusett(ur) við mislingum, eða ekki fengið mislinga, hvetjum við þig eindregið til að hafa samband við lækni/heilsugæslu símleiðis eða gegnum netspjall Heilsuveru. Vinsamlegast mætið ekki á heilsugæslu eða sjúklingamóttöku án þess að hafa fyrst samband,“ segir einnig. Telji fólk sig óbólusett við mislingum og vill láta bólusetja sig getur það haft samband við lækni eða heilsugæslu símleiðis eða í gegnum netspjall Heilsuveru. Þá er fólki bent á að bólusetning vegna útsetningar þurfi að eiga sér stað ekki seinna en 5. febrúar. Ekki hjarðónæmi á Íslandi Þátttaka í bólusetningum á mislingum hefur dvínað á undanförnum árum að sögn Guðrúnar Aspelund, landlæknis og er ekki hjarðónæmi á Íslandi. Mislingar séu mjög smitandi og hafi mikil áhrif á óbólusetta. „Það þarf ansi háa þátttöku til að ná þessu svokallaða hjarðónæmi þannig ef smit berst til okkar þannig það nái þá ekki að dreifa sér um samfélagið,“ sagði Guðrún í viðtali í Bítinu í síðustu viku.
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af gífurlegri fjölgun mislingasmitaðra í Evrópu Vitað er til þess að rúmlega þrjátíu þúsund manns smituðust af mislingum í Evrópu í fyrra. Árið 2022 smituðust 941 og samsvarar aukningin því rúmlega þrjátíuföldun. Þetta kom fram á fundi ráðstefnu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Evrópu í dag. 23. janúar 2024 16:06 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Hafa áhyggjur af gífurlegri fjölgun mislingasmitaðra í Evrópu Vitað er til þess að rúmlega þrjátíu þúsund manns smituðust af mislingum í Evrópu í fyrra. Árið 2022 smituðust 941 og samsvarar aukningin því rúmlega þrjátíuföldun. Þetta kom fram á fundi ráðstefnu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Evrópu í dag. 23. janúar 2024 16:06