Dæmdur í 24 ára fangelsi fyrir að stela og leka gögnum til Wikileaks Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. febrúar 2024 08:23 Saksóknarar sögðu um að ræða einn umfangsmesta og alvarlegasta leka í sögu Bandaríkjanna. AP/Elizabeth Williams Forritari sem eitt sinn starfaði hjá CIA var í gær dæmdur í 40 ára fangelsi fyrir að stela og leka leynilegum gögnum til Wikileaks og fyrir vörslu barnaníðsefnis. Joshua Schulte, 35 ára, hefur setið í fangelsi frá árinu 2018 en árið áður átti hann lykilþátt í svokölluðum „Vault 7“ leka til Wikileaks, sem leiddi í ljós að bandaríska leyniþjónustan hafði stundað það að brjótast inn í Apple og Android snjallsíma á erlendri grundu. Þá höfðu tilraunir einnig verið gerðar til að stunda njósnir í gegnum nettengd sjónvörp. Schulte kom að forritun njósnabúnaðarins sem sérfræðingur í höfuðstöðvum CIA í Langley í Virginíu. Saksóknarar í málinu sögðu um að ræða einn skaðlegasta leka í sögu Bandaríkjanna; hann hefði bæði kostað stjórnvöld milljónir dala, hamlað upplýsingasöfnun gegn andstæðingum Bandaríkjanna og ógnað öryggi starfsmanna CIA. Lekinn hefði ógnað þjóðaröryggi landsins. Schulte fékk tækifæri til að tjá sig áður en refsing hans var ákvörðuðu en nýtti tímann aðallega til að kvarta yfir aðstæðum í fangelsinu þar sem hann hefur setið í gæsluvarðahaldi. Þá gangrýndi hann að saksóknarar hefðu farið fram á lífstíðarfangelsi eftir að hafa boðið honum samning upp á tíu ár. Hann hefði hafnað samkomulagi þar sem það fól í sér að hann afsalaði rétti sínum til að áfrýja. Schulte sagði yfirvöld ekki á eftir réttlæti, heldur hefnd, en dómarinn sagði það sama um Schulte. Hann sagði uppljóstrarann ekki hafa látið stjórnast af réttsýni heldur reiði gagnvart vinnustað sínum. Þá hefði hann ekki sýnt nein merki um að hann iðraðist gjörða sinna. Um 2.400 myndir og myndskeið sem sýndu barnaníð fundust á tölvu Schulte, sem hann virðist hafa haft aðgang að úr fangelsinu. Var hann sagður hafa haldið áfram að skoða efnið eftir að hann var handtekinn. Hann var dæmdur í rúmlega sex ára fangelsi fyrir að hafa efnið undir höndum. Fyrir að stela hinum leynilegum gögnum og leka þeim fékk hann 24 ára dóm. Bandaríkin WikiLeaks Erlend sakamál Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Sjá meira
Joshua Schulte, 35 ára, hefur setið í fangelsi frá árinu 2018 en árið áður átti hann lykilþátt í svokölluðum „Vault 7“ leka til Wikileaks, sem leiddi í ljós að bandaríska leyniþjónustan hafði stundað það að brjótast inn í Apple og Android snjallsíma á erlendri grundu. Þá höfðu tilraunir einnig verið gerðar til að stunda njósnir í gegnum nettengd sjónvörp. Schulte kom að forritun njósnabúnaðarins sem sérfræðingur í höfuðstöðvum CIA í Langley í Virginíu. Saksóknarar í málinu sögðu um að ræða einn skaðlegasta leka í sögu Bandaríkjanna; hann hefði bæði kostað stjórnvöld milljónir dala, hamlað upplýsingasöfnun gegn andstæðingum Bandaríkjanna og ógnað öryggi starfsmanna CIA. Lekinn hefði ógnað þjóðaröryggi landsins. Schulte fékk tækifæri til að tjá sig áður en refsing hans var ákvörðuðu en nýtti tímann aðallega til að kvarta yfir aðstæðum í fangelsinu þar sem hann hefur setið í gæsluvarðahaldi. Þá gangrýndi hann að saksóknarar hefðu farið fram á lífstíðarfangelsi eftir að hafa boðið honum samning upp á tíu ár. Hann hefði hafnað samkomulagi þar sem það fól í sér að hann afsalaði rétti sínum til að áfrýja. Schulte sagði yfirvöld ekki á eftir réttlæti, heldur hefnd, en dómarinn sagði það sama um Schulte. Hann sagði uppljóstrarann ekki hafa látið stjórnast af réttsýni heldur reiði gagnvart vinnustað sínum. Þá hefði hann ekki sýnt nein merki um að hann iðraðist gjörða sinna. Um 2.400 myndir og myndskeið sem sýndu barnaníð fundust á tölvu Schulte, sem hann virðist hafa haft aðgang að úr fangelsinu. Var hann sagður hafa haldið áfram að skoða efnið eftir að hann var handtekinn. Hann var dæmdur í rúmlega sex ára fangelsi fyrir að hafa efnið undir höndum. Fyrir að stela hinum leynilegum gögnum og leka þeim fékk hann 24 ára dóm.
Bandaríkin WikiLeaks Erlend sakamál Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Sjá meira