Skoðunarferð með Sigmundi um nýtt og umdeilt húsnæði þingsins Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. febrúar 2024 19:40 Sigmundur Davíð hefur mikinn áhuga á framkvæmdum. Í innslaginu hér að neðan segir hann sína skoðun á nýju skrifstofuhúsnæði Alþingis. stöð 2 Smiðja, nýtt skrifstofuhúsnæði Alþingis hefur verið í umræðunni þessa vikuna eftir að þingmenn stigu fram og gagnrýndu aðstöðuna. Við skelltum okkur í túr um húsið í fylgd með miðflokksmanninum Sigmundi Davíð sem er líklega ósáttastur með framkvæmdina. Útsýnistúrinn byrjaði í nefndarherbergi Alþingis. Sigmundur segir framkvæmdina endurspegla tísku ársins 2023. Lítið fari fyrir klassík og hlýleika en hann hefði viljað nota tækifærið til að búa til hús fyrir aldirnar. „Þetta verður svolítið þannig að fólk hugsi þegar það kemur hingað eftir fjörutíu ár: Æj þetta er týpískt 2023 dæmi,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Fjárfestingarbanki í Borgartúni Hönnun sem þessi myndi sæma sér betur í Borgartúninu. „Þetta er allt í lagi kannski fyrir fjárfestingarbanka eða eitthvað. En fyrir miðstöð lýðræðis í landinu, að verða ellefu hundruð ára gamalt Alþingi þá myndi ég vilja sjá eitthvað klassískara.“ „Við Íslendingar eigum lítið af sögulegri byggð þannig það hefði verið gott að nýta tækifærið til að styrkja heildarmyndina hér í gamla bænum í Kvosinni með flottu húsi sem verður jafn flott eftir hundrað ár. Bannað að negla í veggi Hann segist gera sér grein fyrir því að fólki sé líklega alveg sama um starfsaðstæður þingmanna og ítrekar að allt starfsfólk þingsins sé frábært í málinu. „Þeir eru að hjálpa manni andlega að takast á við þetta.“ Sigmundur sem er mikill áhugamaður um framkvæmdir segir umhverfið svo hrátt að hann hélt raunar að rýmið væri ófrágengið. „Mér skilst að þetta sé bara eins og það eigi að vera, en engar myndir. Það þá ekki negla í steypuveggina.“ Bakveikur þingmaður þarf að sætta sig við hönnunarsófa „Hér er búið að setja steyputappa, frekar en að múra. Ég veit að það er erfitt að fá múrara nú til dags en ég er ekki viss um að það sé meginástæðan fyrir því að þetta sé svona. Þetta á að vera kúl. Hönnunarhús.“ Já áfram með túrinn. Næst skoðum við skrifstofur þingmanna. Umræðan hefur að miklu leyti snúist um sófa sem er inni á öllum skrifstofum og miðflokksmaðurinn Bergþór Ólason lýsir sem einum þeim óþægilegasta sem hannaður hefur verið. „Beggi er slæmur í bakinu og langaði að fá sérstakan stól, sem hann er með, hingað en það má ekki því þetta er hönnunarhús. Það eiga allir að vera á eins skrifstofum.“ Formaður Viðreisnar sagði í viðtali við mbl.is að það væri helst til hljóðbært á milli herbergja. Og eins og sönnum rannsóknarblaðamanni sæmir þá gerðum við tilraun sem horfa má á í myndskeiðinu að ofan. Alþingi Byggingariðnaður Miðflokkurinn Arkitektúr Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Útsýnistúrinn byrjaði í nefndarherbergi Alþingis. Sigmundur segir framkvæmdina endurspegla tísku ársins 2023. Lítið fari fyrir klassík og hlýleika en hann hefði viljað nota tækifærið til að búa til hús fyrir aldirnar. „Þetta verður svolítið þannig að fólk hugsi þegar það kemur hingað eftir fjörutíu ár: Æj þetta er týpískt 2023 dæmi,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Fjárfestingarbanki í Borgartúni Hönnun sem þessi myndi sæma sér betur í Borgartúninu. „Þetta er allt í lagi kannski fyrir fjárfestingarbanka eða eitthvað. En fyrir miðstöð lýðræðis í landinu, að verða ellefu hundruð ára gamalt Alþingi þá myndi ég vilja sjá eitthvað klassískara.“ „Við Íslendingar eigum lítið af sögulegri byggð þannig það hefði verið gott að nýta tækifærið til að styrkja heildarmyndina hér í gamla bænum í Kvosinni með flottu húsi sem verður jafn flott eftir hundrað ár. Bannað að negla í veggi Hann segist gera sér grein fyrir því að fólki sé líklega alveg sama um starfsaðstæður þingmanna og ítrekar að allt starfsfólk þingsins sé frábært í málinu. „Þeir eru að hjálpa manni andlega að takast á við þetta.“ Sigmundur sem er mikill áhugamaður um framkvæmdir segir umhverfið svo hrátt að hann hélt raunar að rýmið væri ófrágengið. „Mér skilst að þetta sé bara eins og það eigi að vera, en engar myndir. Það þá ekki negla í steypuveggina.“ Bakveikur þingmaður þarf að sætta sig við hönnunarsófa „Hér er búið að setja steyputappa, frekar en að múra. Ég veit að það er erfitt að fá múrara nú til dags en ég er ekki viss um að það sé meginástæðan fyrir því að þetta sé svona. Þetta á að vera kúl. Hönnunarhús.“ Já áfram með túrinn. Næst skoðum við skrifstofur þingmanna. Umræðan hefur að miklu leyti snúist um sófa sem er inni á öllum skrifstofum og miðflokksmaðurinn Bergþór Ólason lýsir sem einum þeim óþægilegasta sem hannaður hefur verið. „Beggi er slæmur í bakinu og langaði að fá sérstakan stól, sem hann er með, hingað en það má ekki því þetta er hönnunarhús. Það eiga allir að vera á eins skrifstofum.“ Formaður Viðreisnar sagði í viðtali við mbl.is að það væri helst til hljóðbært á milli herbergja. Og eins og sönnum rannsóknarblaðamanni sæmir þá gerðum við tilraun sem horfa má á í myndskeiðinu að ofan.
Alþingi Byggingariðnaður Miðflokkurinn Arkitektúr Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira