Mikilvægt að ala ekki á ótta um möguleg eldgos Jón Þór Stefánsson skrifar 1. febrúar 2024 15:18 Rósa Guðbjartsdóttir, Kristín Jónsdóttir, og Magnús Tumi Guðmundsson ræddu um jarðhræringar og eldgos í Pallborðinu á Vísi. Vísir/Vilhelm Jarðvísindamenn og bæjarstjóri Hafnarfjarðar segja fjölmiðla bera einhverja ábyrgð á umræðu um jarðhræringar og eldvirkni. Mikilvægt að sé að ala ekki á ótta. Þetta kom fram í Pallborðinu á Vísi í dag. Aðspurð um hvað íbúar á Völlunum í Hafnarfirði hugsi þegar þeir lesi fréttir um mögulegt hraunrennsli við bæjarfélagið sagði Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði: „Þeir hugsa örugglega ýmislegt.“ „Við ættum að hugsa meira um afleiðingar þess ef sérstök hverfi eða bæjarfélög eru tekin fyrir,“ sagði Rósa. „Pössum umræðuna og pössum yfirlýsingarnar, þær geta alið á ótta.“ Hún tók þó fram að hún væri með þessum orðum ekki að segja að menn væru að reyna að ala á ótta. Kristín Jónsdóttir, jarðskjálftafræðingur á Veðurstofu Íslands, og Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands, voru á sama máli um ábyrgð fjölmiðla í Pallborðinu. Magnús nefndi dæmi um að stundum hefðu fyrirsagnir ekki endurspeglað það sem viðmælendur, það er að segja jarðvísindamenn, hefðu sagt. „Þið á Vísi. Þið eruð ekki aðalsökudólgarnir,“ sagði hann. Hönnun tímabær en ekki uppbygging Talsvert hefur verið rætt um möguleika á gosi við Hafnarfjörð. Rósa sagði að hún vilji fá heildstætt mat frá sérfræðingum um svæðið. „Ég vil fá að vita hverju er hægt að eiga vona á, bæði í nánustu framtíð og til lengri tíma litið.“ Hún nefndi að hönnun á varnargörðum við höfuðborgarsvæðið væri mikils virði. Þó væri ekki tilefni til að hefja uppbyggingu á varnargörðum fyrr en á því sé þörf. Magnús Tumi tók í sama streng. Hann útskýrði að það myndi að öllum líkindum taka talsverðan tíma fyrir sprungu að koma á yfirborðið. Hann sagði að umfangsmikil uppbygging varnargarða við Hafnarfjörð, eða önnur svæði á höfuðborgarsvæðinu, væri ótímabær. Hins vegar væri sniðugt að hanna þá. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Hafnarfjörður Pallborðið Mest lesið Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Dónatal í desember Erlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Fleiri fréttir Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða Sjá meira
Þetta kom fram í Pallborðinu á Vísi í dag. Aðspurð um hvað íbúar á Völlunum í Hafnarfirði hugsi þegar þeir lesi fréttir um mögulegt hraunrennsli við bæjarfélagið sagði Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði: „Þeir hugsa örugglega ýmislegt.“ „Við ættum að hugsa meira um afleiðingar þess ef sérstök hverfi eða bæjarfélög eru tekin fyrir,“ sagði Rósa. „Pössum umræðuna og pössum yfirlýsingarnar, þær geta alið á ótta.“ Hún tók þó fram að hún væri með þessum orðum ekki að segja að menn væru að reyna að ala á ótta. Kristín Jónsdóttir, jarðskjálftafræðingur á Veðurstofu Íslands, og Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands, voru á sama máli um ábyrgð fjölmiðla í Pallborðinu. Magnús nefndi dæmi um að stundum hefðu fyrirsagnir ekki endurspeglað það sem viðmælendur, það er að segja jarðvísindamenn, hefðu sagt. „Þið á Vísi. Þið eruð ekki aðalsökudólgarnir,“ sagði hann. Hönnun tímabær en ekki uppbygging Talsvert hefur verið rætt um möguleika á gosi við Hafnarfjörð. Rósa sagði að hún vilji fá heildstætt mat frá sérfræðingum um svæðið. „Ég vil fá að vita hverju er hægt að eiga vona á, bæði í nánustu framtíð og til lengri tíma litið.“ Hún nefndi að hönnun á varnargörðum við höfuðborgarsvæðið væri mikils virði. Þó væri ekki tilefni til að hefja uppbyggingu á varnargörðum fyrr en á því sé þörf. Magnús Tumi tók í sama streng. Hann útskýrði að það myndi að öllum líkindum taka talsverðan tíma fyrir sprungu að koma á yfirborðið. Hann sagði að umfangsmikil uppbygging varnargarða við Hafnarfjörð, eða önnur svæði á höfuðborgarsvæðinu, væri ótímabær. Hins vegar væri sniðugt að hanna þá.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Hafnarfjörður Pallborðið Mest lesið Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Dónatal í desember Erlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Fleiri fréttir Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða Sjá meira