Segja bréf HS Veitna ótímabært og taktlaust Jón Þór Stefánsson skrifar 1. febrúar 2024 09:00 Málið varðar skemmdir sem urðu á vatnslögninni til eyja í nóvember þegar akkeri fór í lögnina. Vísir/Vilhelm Vestmannaeyjabær hefur skrifað svarbréf til höfuðs bréfi HS Veitna til bæjarins þar sem bærinn segir erindi fyrirtækisins ótímabært og taktlaust. Þar er fullyrt að ábyrgð á vatnslögn til Vestmannaeyja sé á ábyrgð HS veitna, sem sé eigandi og stjórnandi lagnarinnar í lagalegum skilningi. Í gær var greint frá bréfi HS Veitna til Vestmannaeyjabæjar, en þar var óskað eftir því að bærinn myndi leysa til sín vatnsveituna, en fyrirtækið vill meina að bærinn beri ábyrgð á lögninni. Málið varðar skemmdir sem urðu á vatnslögninni til eyja í nóvember þegar akkeri skipsins Huginn VE 55 fór í lögnina og olli skemmdum á henni. Líkt og áður segir vill Vestmannaeyjabær meina að ábyrgðin sé hjá HS Veitum. Þetta kemur fram í svarbréfi Vestmannaeyja sem Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri er undirritar. „Bærinn hefur einfaldlega engar skyldur í þessu sambandi og er ekki bær til að taka ákvarðanir um rekstur og stjórn veitunnar. Einkaréttindum HS Veitna hf. til vatnssölu til Vestmannaeyja samkvæmt lögum og fyrirliggjandi samningum fylgja skyldur sem virðist alveg litið hjá í tilviki félagsins. Það er nefnilega svo að réttindum félagsins fylgja líka skyldur og þetta tvennt verður ekki skilið í sundur,“ segir í svarbréfi bæjarins. Vestmannaeyjabær mótmælir því að hafa brotið á skuldbindingum sínum gagnvart HS Veitum. „Það er ekki rökstutt eða útskýrt með neinum haldbærum hætti hvernig og hvaða vanefndir hafi átt sér stað.“ Þó segist bærinn ætla að standa undir sínum skuldbindingum samkvæmt fyrirliggjandi samningum, og er því haldið fram að því hafi verið ítrekað komið á framfæri við HS Veitur. Vestmannaeyjabær vill þó meina að í þeim skyldum felist ekki að bærinn taki ákvörðun um viðgerð á lögninni. Þá er komið inn á kröfu HS Veitna að bærinn leysi til sín vatnsveituna. Bærinn segist ekki hafa neina innlausnarskyldu á vatnsveitunni. „Enda ef svo væri myndu HS Veitur hf. eflaust halda því fram í sínu bréfi sem ekki er gert.“ Í bréfi HS Veitna er minnst á óháða lögfræðilega álitsgerð sem unnin var fyrir innviðaráðuneytið þar sem komist var að sömu niðurstöðu og fyrirtækið gerir. Vestmannaeyjabær segir að ekki sé um lögfræðilegt álit að ræða heldur stutt minnisblað sem hafi veri unnið í miklum flýti, á því tvennu sé veigamikill munur. „Við gerð þess minnisblaðs var rætt við og fengin gögn og álit frá HS Veitum hf., en ekki Vestmannaeyjabæ. Þegar af þeirri ástæðu er alls ekki hægt að líta svo á að um óháð eða haldbært gagn sé að ræða,“ segir í bréfinu, en þar er því jafnframt haldið fram að litið hafi verið hjá veigamiklum lögfræðilegum atriðum, og það byggt á röngum forsendum. Í svarbréfi Vestmannaeyja er minnst á að kröfur hafi verið gerður á hendur útgerðinni sem rekur Huginn VE 55 vegna tjónsins. HS Veitur hafi krafist sjóprófa vegna málsins og að þau hafi hafist sama dag og fyrirtækið sendi sitt bréf, síðastliðið þriðjudagskvöld. Þá verði annað sjópróf haldið fimmtánda febrúar næstkomandi. Í kjölfar þess megi búast bið því að útgerðin og tryggingafélag hennar muni tala afstöðu til bótaskyldu og síðan verði krafa útbúin. „Undirstrika þessar staðreyndir hversu ótímabært og taktlaust bréf HS Veitna hf. í raun og veru er.“ Vestmannaeyjabær vill meina að hagsmunir beggja aðila felist í því að halda viðræðum áfram og að samskipti milli bæjarins og fyrirtækisins fari ekki fram í gegnum fjölmiðla. Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Vestmannaeyjar Orkumál Vatn Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Í gær var greint frá bréfi HS Veitna til Vestmannaeyjabæjar, en þar var óskað eftir því að bærinn myndi leysa til sín vatnsveituna, en fyrirtækið vill meina að bærinn beri ábyrgð á lögninni. Málið varðar skemmdir sem urðu á vatnslögninni til eyja í nóvember þegar akkeri skipsins Huginn VE 55 fór í lögnina og olli skemmdum á henni. Líkt og áður segir vill Vestmannaeyjabær meina að ábyrgðin sé hjá HS Veitum. Þetta kemur fram í svarbréfi Vestmannaeyja sem Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri er undirritar. „Bærinn hefur einfaldlega engar skyldur í þessu sambandi og er ekki bær til að taka ákvarðanir um rekstur og stjórn veitunnar. Einkaréttindum HS Veitna hf. til vatnssölu til Vestmannaeyja samkvæmt lögum og fyrirliggjandi samningum fylgja skyldur sem virðist alveg litið hjá í tilviki félagsins. Það er nefnilega svo að réttindum félagsins fylgja líka skyldur og þetta tvennt verður ekki skilið í sundur,“ segir í svarbréfi bæjarins. Vestmannaeyjabær mótmælir því að hafa brotið á skuldbindingum sínum gagnvart HS Veitum. „Það er ekki rökstutt eða útskýrt með neinum haldbærum hætti hvernig og hvaða vanefndir hafi átt sér stað.“ Þó segist bærinn ætla að standa undir sínum skuldbindingum samkvæmt fyrirliggjandi samningum, og er því haldið fram að því hafi verið ítrekað komið á framfæri við HS Veitur. Vestmannaeyjabær vill þó meina að í þeim skyldum felist ekki að bærinn taki ákvörðun um viðgerð á lögninni. Þá er komið inn á kröfu HS Veitna að bærinn leysi til sín vatnsveituna. Bærinn segist ekki hafa neina innlausnarskyldu á vatnsveitunni. „Enda ef svo væri myndu HS Veitur hf. eflaust halda því fram í sínu bréfi sem ekki er gert.“ Í bréfi HS Veitna er minnst á óháða lögfræðilega álitsgerð sem unnin var fyrir innviðaráðuneytið þar sem komist var að sömu niðurstöðu og fyrirtækið gerir. Vestmannaeyjabær segir að ekki sé um lögfræðilegt álit að ræða heldur stutt minnisblað sem hafi veri unnið í miklum flýti, á því tvennu sé veigamikill munur. „Við gerð þess minnisblaðs var rætt við og fengin gögn og álit frá HS Veitum hf., en ekki Vestmannaeyjabæ. Þegar af þeirri ástæðu er alls ekki hægt að líta svo á að um óháð eða haldbært gagn sé að ræða,“ segir í bréfinu, en þar er því jafnframt haldið fram að litið hafi verið hjá veigamiklum lögfræðilegum atriðum, og það byggt á röngum forsendum. Í svarbréfi Vestmannaeyja er minnst á að kröfur hafi verið gerður á hendur útgerðinni sem rekur Huginn VE 55 vegna tjónsins. HS Veitur hafi krafist sjóprófa vegna málsins og að þau hafi hafist sama dag og fyrirtækið sendi sitt bréf, síðastliðið þriðjudagskvöld. Þá verði annað sjópróf haldið fimmtánda febrúar næstkomandi. Í kjölfar þess megi búast bið því að útgerðin og tryggingafélag hennar muni tala afstöðu til bótaskyldu og síðan verði krafa útbúin. „Undirstrika þessar staðreyndir hversu ótímabært og taktlaust bréf HS Veitna hf. í raun og veru er.“ Vestmannaeyjabær vill meina að hagsmunir beggja aðila felist í því að halda viðræðum áfram og að samskipti milli bæjarins og fyrirtækisins fari ekki fram í gegnum fjölmiðla.
Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Vestmannaeyjar Orkumál Vatn Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira