Segir HS veitur reyna að koma sér undan Jón Þór Stefánsson skrifar 31. janúar 2024 10:46 Íris segir að Vestmannaeyjum hafi ekki borist bréf HS veitna fyrr en í gærkvöldi. Vísir/Jóhann Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir HS veitur reyna að koma sér undan skyldum sínum gagnvart Eyjamönnum með því að óska eftir því að Vestmannaeyjabær leysi til sín vatnsveituna í Eyjum. „Það er ljóst af þessu bréfi að HS veitur eru að reyna að koma sér undan skyldum sínum um að sjá Vestmannaeyingum fyrir vatni. Skyldur sem eru samkvæmt samningi og í lögum,“ segir Íris í samtali við fréttastofu. „Að öðru leyti vil ég ekki tjá mig nánar um bréfið þar sem okkur barst það ekki fyrr en í gærkvöld. Við höfum ekki haft tækifæri til að fara yfir það með okkar lögmanni,“ bætir hún við og segist gera ráð fyrir að gefa frá sér formleg viðbrögð seinna í dag. HS veitur sendu frá sér tilkynningu í morgun þar sem að segir fyrirtækið hafi ítrekað sagt við Vestmannaeyjabæ að bæjarfélagið beri ábyrgð á lögninni sem eigandi hennar. Mikið tjón varð á lögninni í nóvember á síðasta ári þegar akkeri skipsins Huginn VE olli skemmdum á henni. „Mikilvægt er að ráðist sé í viðgerð á lögninni sem verður kostnaðarsöm en tekjur vatnsveitunnar munu ekki standa undir þeim kostnaði. Ekki liggur fyrir hvort bætur fáist vegna tjónsins. HS Veitur hafa ítrekað lagt áherslu á að Vestmannaeyjabær beri ábyrgð á lögninni sem eigandi og sé skylt að koma að greiðslu kostnaðar sem því fylgir að koma lögninni í nothæft ástand. Fyrir liggur óháð lögfræðileg álitsgerð sem unnin var fyrir innviðaráðuneytið þar sem komist er að sömu niðurstöðu,“ segir í tilkynningu HS veitna. „Vestmannaeyjabær hefur ekki axlað þessa ábyrgð og vísað henni með öllu frá sér. Í ljósi afstöðu Vestmannaeyjabæjar er það mat HS Veitna, að rekstrarforsendur vatnsveitunnar í Vestmannaeyjum séu á ný brostnar og þar með samningar milli aðila um eignarhald vatnsveitunnar og leigu á neðansjávarlögn því tengdu. Hafa HS Veitur vegna fyrrgreindra vanefnda og brostinna forsendna í rekstri vatnsveitunnar og samningum milli aðila óskað eftir að Vestmannaeyjabær leysi til sín vatnsveituna í Vestmannaeyjum í samræmi við 3. mgr. 4. gr. Laga nr. 32/2004. Þess er vænst að viðræður milli aðila hefjist fljótlega.“ HS veitur hafa frá árinu 2002 rekið vatnsveituna í Vestmannaeyjum. Í tilkynningunni segir að samningur HS Veitna við bæjarfélagið reki „HS Veitur neðansjávarlögnina í tengslum við vatnsveituna sem leigutaki og hafa fyrirfram greitt fyrir afnotin til ársins 2044, sem var áætlaður endingartími lagnarinnar.“ Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Vestmannaeyjar Orkumál Vatn Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
„Það er ljóst af þessu bréfi að HS veitur eru að reyna að koma sér undan skyldum sínum um að sjá Vestmannaeyingum fyrir vatni. Skyldur sem eru samkvæmt samningi og í lögum,“ segir Íris í samtali við fréttastofu. „Að öðru leyti vil ég ekki tjá mig nánar um bréfið þar sem okkur barst það ekki fyrr en í gærkvöld. Við höfum ekki haft tækifæri til að fara yfir það með okkar lögmanni,“ bætir hún við og segist gera ráð fyrir að gefa frá sér formleg viðbrögð seinna í dag. HS veitur sendu frá sér tilkynningu í morgun þar sem að segir fyrirtækið hafi ítrekað sagt við Vestmannaeyjabæ að bæjarfélagið beri ábyrgð á lögninni sem eigandi hennar. Mikið tjón varð á lögninni í nóvember á síðasta ári þegar akkeri skipsins Huginn VE olli skemmdum á henni. „Mikilvægt er að ráðist sé í viðgerð á lögninni sem verður kostnaðarsöm en tekjur vatnsveitunnar munu ekki standa undir þeim kostnaði. Ekki liggur fyrir hvort bætur fáist vegna tjónsins. HS Veitur hafa ítrekað lagt áherslu á að Vestmannaeyjabær beri ábyrgð á lögninni sem eigandi og sé skylt að koma að greiðslu kostnaðar sem því fylgir að koma lögninni í nothæft ástand. Fyrir liggur óháð lögfræðileg álitsgerð sem unnin var fyrir innviðaráðuneytið þar sem komist er að sömu niðurstöðu,“ segir í tilkynningu HS veitna. „Vestmannaeyjabær hefur ekki axlað þessa ábyrgð og vísað henni með öllu frá sér. Í ljósi afstöðu Vestmannaeyjabæjar er það mat HS Veitna, að rekstrarforsendur vatnsveitunnar í Vestmannaeyjum séu á ný brostnar og þar með samningar milli aðila um eignarhald vatnsveitunnar og leigu á neðansjávarlögn því tengdu. Hafa HS Veitur vegna fyrrgreindra vanefnda og brostinna forsendna í rekstri vatnsveitunnar og samningum milli aðila óskað eftir að Vestmannaeyjabær leysi til sín vatnsveituna í Vestmannaeyjum í samræmi við 3. mgr. 4. gr. Laga nr. 32/2004. Þess er vænst að viðræður milli aðila hefjist fljótlega.“ HS veitur hafa frá árinu 2002 rekið vatnsveituna í Vestmannaeyjum. Í tilkynningunni segir að samningur HS Veitna við bæjarfélagið reki „HS Veitur neðansjávarlögnina í tengslum við vatnsveituna sem leigutaki og hafa fyrirfram greitt fyrir afnotin til ársins 2044, sem var áætlaður endingartími lagnarinnar.“
Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Vestmannaeyjar Orkumál Vatn Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira