Kollsteypa með dropateljara á Akureyri Sindri Kristjánsson skrifar 31. janúar 2024 07:01 Í talsvert einfaldaðri mynd má segja að heilbrigðiskerfið íslenska eigi sér fjórar stoðir. Heilsugæsla, sjúkrahúsþjónusta, sérfræðiþjónusta og öldrunarþjónusta. Þrjár af þessum fjórum stoðum eiga undir verulegt högg að sækja á Akureyri og svar ríkisstjórnarinnar, ábyrgðaraðila kerfisins, virðist vera að fela einkafyrirtæki að leysa vandann. Á síðasta kjörtímabili var tekin ákvörðun hjá Akureyrarbæ að skila rekstri öldrunarheimila bæjarins til ríkisins, eftir áralanga meðgjöf úr bæjarsjóði með verkefninu sem sannanlega er á ábyrgð ríkisins. Þetta gerðu á sama tíma fjölmörg sveitarfélög sem voru í sömu stöðu, þ.e. sveitarfélög sem sáu um rekstur öldrunarheimila í sinni sveit gegn framlögum frá ríkinu sem engan vegin duguðu til að halda rekstrinum réttu megin við núllið. Vestmannaeyjar, Norðurþing, Fjarðabyggð, Höfn í Hornarfirði gerðu öll þetta sama og Akureyri, svo einhver dæmi séu tekin. Og á öllum þessum stöðum brást ríkið við með því að sameina reksturinn við rekstur þeirrar heilbrigðisstofnunar sem ríkið rak á sama stað. Nema á Akureyri. Þar var rekstur öldrunarheimila Akureyrar afhentur fyrirtækinu Heilsuvernd. Höfundi er ekki kunnugt um að útboð hafi farið fram áður en þessi ákvörðun var tekin. Heilsugæsla á Akureyri hefur frá árinu 2014 verið rekin undir hatti Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, HSN. Fyrir mörgum árum síðan var orðið morgunljóst að húsakostur þessarar heilsugæslustöðvar, sem þjónustar hátt í 30.000 manns, var hvorki sjúklingum né starfsfólki bjóðandi. Og tekin var ákvörðun um að færa reksturinn í nýtt húsnæði, tvær heilsugæslustöðvar. Annarri var fundinn staður norðan megin í bænum og hinni var ætlaður staður sunnan megin í bænum. En núna, þegar á hólminn er komið, er komin upp sú staða að aðeins önnur af tveimur staðsetningum virðist raunverulega vera á dagskrá. Fullkomin óvissa er uppi um afdrif stöðvarinnar sem ætluð var staðsetning sunnan megin í bænum eftir að hætt var við útboð á smíði húsnæðisins sem átti að hýsa hina nýju stöð. En þrátt fyrir það berast okkur fréttir af því að fyrirtækið Heilsuvernd hyggi á að reka heilsugæslustöð í bænum. Jafnframt eru okkur fluttar fréttir af því að þetta sama fyrirtæki sé byrjað að ráða til sín starfsmenn sem áður störfuðu við heilsugæslulækningar hjá HSN. Sjúkrahúsþjónustu á Akureyri er sinnt á gamla fjórðungssjúkrahúsinu, Sjúkrahúsinu á Akureyri. Fjölmiðlar hafa með reglubundnum hætti flutt okkur fréttir af þeim rekstrarerfiðleikum sem ógna starfsemi sjúkrahússins. Með viljann að vopni getur hver sá sem það vill fundið a.m.k. eina frétt í hverjum mánuði, mörg ár aftur í tímann, af rekstrarerfiðleikum sjúkrahússins á Akureyri. Vandinn er ýmist tengdur húsnæðismálum, fjárskorti, manneklu eða óheyrilegu álagi á starfsfólk. Nýlega voru fluttu fjölmiðlar okkur þá fregn að til þess að ráðast að mönnunarvanda á bráðamóttöku sjúkrahússins á Akureyri hafi spítalinn gengið til samninga við, og haldið ykkur nú fast, fyrirtækið Heilsuvernd um einhverskonar starfsmannaleigu á læknum til að takast á við þennan mönnunarvanda. Þegar allt framangreint er samantekið teiknast upp mynd af einu fyrirtæki sem er hægt og bítandi að taka yfir veitingu heilbrigðisþjónustu í bænum að stóru leyti. Án þess að nokkuð samráð við bæjarbúa hafi farið fram og algjörlega á skjön við vilja mikils meirihluta þeirra sem þjónustuna nota. Íslendingar, og þar með Akureyringar, eru þegar öllu er á botninn hvolft upp til hópa sammála um það að hið opinbera eigi að reka sjúkrahús og heilsugæslu, en þetta kom skýrt fram í þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands í mars 2021. Þar sögðust 67,6% Íslendinga telja að ríkið ætti að reka heilsugæslu. Í sömu könnun sögðu 81,3% Íslendinga að ríkið ætti að reka sjúkrahús. Vilji þjóðarinnar í þessum efnum er því nokkuð afdráttarlaus. Eitthvað er að eiga sér stað varðandi rekstur heilbrigðiskerfisins á Akureyri. Dropinn holar steininn segir máltækið. Maður fær á tilfinninguna að dropateljarinn sé kominn á loft og undir sé opinbera heilbrigðisþjónustan í bænum. Og markmiðið alger kollsteypa að því er virðist. Sindri Kristjánsson, varabæjarfulltrúi og í stýrihópi Samfylkingarinnar um heilbrigðis- og öldrunarmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Akureyri Hjúkrunarheimili Heilsugæsla Eldri borgarar Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Sjá meira
Í talsvert einfaldaðri mynd má segja að heilbrigðiskerfið íslenska eigi sér fjórar stoðir. Heilsugæsla, sjúkrahúsþjónusta, sérfræðiþjónusta og öldrunarþjónusta. Þrjár af þessum fjórum stoðum eiga undir verulegt högg að sækja á Akureyri og svar ríkisstjórnarinnar, ábyrgðaraðila kerfisins, virðist vera að fela einkafyrirtæki að leysa vandann. Á síðasta kjörtímabili var tekin ákvörðun hjá Akureyrarbæ að skila rekstri öldrunarheimila bæjarins til ríkisins, eftir áralanga meðgjöf úr bæjarsjóði með verkefninu sem sannanlega er á ábyrgð ríkisins. Þetta gerðu á sama tíma fjölmörg sveitarfélög sem voru í sömu stöðu, þ.e. sveitarfélög sem sáu um rekstur öldrunarheimila í sinni sveit gegn framlögum frá ríkinu sem engan vegin duguðu til að halda rekstrinum réttu megin við núllið. Vestmannaeyjar, Norðurþing, Fjarðabyggð, Höfn í Hornarfirði gerðu öll þetta sama og Akureyri, svo einhver dæmi séu tekin. Og á öllum þessum stöðum brást ríkið við með því að sameina reksturinn við rekstur þeirrar heilbrigðisstofnunar sem ríkið rak á sama stað. Nema á Akureyri. Þar var rekstur öldrunarheimila Akureyrar afhentur fyrirtækinu Heilsuvernd. Höfundi er ekki kunnugt um að útboð hafi farið fram áður en þessi ákvörðun var tekin. Heilsugæsla á Akureyri hefur frá árinu 2014 verið rekin undir hatti Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, HSN. Fyrir mörgum árum síðan var orðið morgunljóst að húsakostur þessarar heilsugæslustöðvar, sem þjónustar hátt í 30.000 manns, var hvorki sjúklingum né starfsfólki bjóðandi. Og tekin var ákvörðun um að færa reksturinn í nýtt húsnæði, tvær heilsugæslustöðvar. Annarri var fundinn staður norðan megin í bænum og hinni var ætlaður staður sunnan megin í bænum. En núna, þegar á hólminn er komið, er komin upp sú staða að aðeins önnur af tveimur staðsetningum virðist raunverulega vera á dagskrá. Fullkomin óvissa er uppi um afdrif stöðvarinnar sem ætluð var staðsetning sunnan megin í bænum eftir að hætt var við útboð á smíði húsnæðisins sem átti að hýsa hina nýju stöð. En þrátt fyrir það berast okkur fréttir af því að fyrirtækið Heilsuvernd hyggi á að reka heilsugæslustöð í bænum. Jafnframt eru okkur fluttar fréttir af því að þetta sama fyrirtæki sé byrjað að ráða til sín starfsmenn sem áður störfuðu við heilsugæslulækningar hjá HSN. Sjúkrahúsþjónustu á Akureyri er sinnt á gamla fjórðungssjúkrahúsinu, Sjúkrahúsinu á Akureyri. Fjölmiðlar hafa með reglubundnum hætti flutt okkur fréttir af þeim rekstrarerfiðleikum sem ógna starfsemi sjúkrahússins. Með viljann að vopni getur hver sá sem það vill fundið a.m.k. eina frétt í hverjum mánuði, mörg ár aftur í tímann, af rekstrarerfiðleikum sjúkrahússins á Akureyri. Vandinn er ýmist tengdur húsnæðismálum, fjárskorti, manneklu eða óheyrilegu álagi á starfsfólk. Nýlega voru fluttu fjölmiðlar okkur þá fregn að til þess að ráðast að mönnunarvanda á bráðamóttöku sjúkrahússins á Akureyri hafi spítalinn gengið til samninga við, og haldið ykkur nú fast, fyrirtækið Heilsuvernd um einhverskonar starfsmannaleigu á læknum til að takast á við þennan mönnunarvanda. Þegar allt framangreint er samantekið teiknast upp mynd af einu fyrirtæki sem er hægt og bítandi að taka yfir veitingu heilbrigðisþjónustu í bænum að stóru leyti. Án þess að nokkuð samráð við bæjarbúa hafi farið fram og algjörlega á skjön við vilja mikils meirihluta þeirra sem þjónustuna nota. Íslendingar, og þar með Akureyringar, eru þegar öllu er á botninn hvolft upp til hópa sammála um það að hið opinbera eigi að reka sjúkrahús og heilsugæslu, en þetta kom skýrt fram í þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands í mars 2021. Þar sögðust 67,6% Íslendinga telja að ríkið ætti að reka heilsugæslu. Í sömu könnun sögðu 81,3% Íslendinga að ríkið ætti að reka sjúkrahús. Vilji þjóðarinnar í þessum efnum er því nokkuð afdráttarlaus. Eitthvað er að eiga sér stað varðandi rekstur heilbrigðiskerfisins á Akureyri. Dropinn holar steininn segir máltækið. Maður fær á tilfinninguna að dropateljarinn sé kominn á loft og undir sé opinbera heilbrigðisþjónustan í bænum. Og markmiðið alger kollsteypa að því er virðist. Sindri Kristjánsson, varabæjarfulltrúi og í stýrihópi Samfylkingarinnar um heilbrigðis- og öldrunarmál.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun