Nota Suðurstrandarveg á morgun en leita fleiri leiða Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. janúar 2024 23:19 Þeir Grindvíkingar sem ætla að fara í bæinn á morgun að vitja heimila sinna og ná í eignir fara um Suðurstrandarveg. Vísir/Arnar Suðurstrandarvegur verður áfram leiðin inn í Grindavík fyrir þá bæjarbúa sem þangað fara á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. Þar segir að Vegagerðin verði á vaktinni og muni ryðja veginn ef þörf krefji. Slíkt sé líklegt miðað við veðurspá. Nokkuð hefur borið á óánægju með skipulag verðmætabjörgunar í Grindavík sem hófst í dag. Meðal þess sem gagnrýnt hefur verið er að fólk sé látið keyra Suðurstrandarveg inn í bæinn. Sjá einnig: Segir galið að aka Krýsuvíkurleiðina í aðstæðum eins og í morgun „Grindavíkurbær er með þrjár virkar vegtengingar, Nesveg, Norðurljósaveg og Suðurstrandarveg. Enginn þessara vega er laus við vandamál þegar kemur að vetrarfærð og illa búin ökutæki munu verða til vandræða óháð undirbúningi viðbragðsaðila eða vali á akstursleið,“ segir í tilkynningu Almannavarna. Af þessum þremur vegum sé Norðurljósavegur mikilvægastur, sökum nálægðar við Reykjanesbraut. Vegurinn sé laskaður vegna sprungumyndunar og mikillar umferðar. Hætt sé við því að ef allri umferð íbúa yrði beint um veginn myndi hann teppast vegna umferðar, óhappa, bilana eða annarra orsaka. Þá segir að umferð um Suðurstrandaveg verði minni umferð um skilgreind hættusvæði númer 1 og 3 á hættukorti Veðurstofunnar, sem sjá má hér að neðan. „Það er ljóst að Suðurstrandarvegurinn er langt frá því að vera ákjósanlegur. Hann hefur þó það umfram Nesveg að innviðir eru til staðar til að taka á móti miklum fjölda ökutækja á skömmum tíma. Auk þess þýðir það að að viðbragðsaðilar, t.d. sjúkrabifreiðar, færu um Nes- eða Suðurstrandaveg sem talin er óásættanleg áhætta. Einnig myndi það þýða miklar tafir á sjálfu verkefninu sem lagt er mikið kapp á að gangi sem best.“ Þá þurfi forsvarsmenn fyrirtækja einnig að vitja eigna þeirra, en Nesvegur sé nýttur til þess svo minnka megi samkeyrslu þungaflutninga og íbúa. Það sé gert út frá því mati á þeim viðgerðum sem þurft hefur að ráðast í á vegakerfi Grindavíkur og þeim þunga og ágangi sem það þolir. „Að þessu sögðu fer sífellt fram mat á aðstæðum og leitað er leiða til að besta þetta verklag til að hámarka öryggi og ávinning allra hlutaðeigandi. Er því meðal annars leitað leiða til að fjölga akstursleiðum íbúa inn í Grindavík og ekki loku fyrir það skotið að akstursskipulag taki breytingum eftir því sem líður á verkefnið.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Tengdar fréttir Verði kannski komin á byrjunarreit eftir tíu daga Víðir Reynisson segir aðgerðir við verðmætabjörgun í Grindavík heilt yfir hafa gengið vel í dag, þrátt fyrir hnökra í upphafi dags. Hann segist vel skilja reiði og pirring Grindvíkinga. Með áframhaldandi landrisi aukist óvissan um hvað gerist næst. 29. janúar 2024 21:05 Miklar umferðartafir við Grindavík Miklar umferðartafir eru við Grindavík. Hafa Grindvíkingar á leið í bæinn að sækja eignir þurft að snúa við. Vegagerðin mun senda fleiri snjóruðningstæki á vettvang. Einstefna um bæinn er til að koma í veg fyrir flöskuháls, samkvæmt bæjaryfirvöldum. 29. janúar 2024 09:18 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. Þar segir að Vegagerðin verði á vaktinni og muni ryðja veginn ef þörf krefji. Slíkt sé líklegt miðað við veðurspá. Nokkuð hefur borið á óánægju með skipulag verðmætabjörgunar í Grindavík sem hófst í dag. Meðal þess sem gagnrýnt hefur verið er að fólk sé látið keyra Suðurstrandarveg inn í bæinn. Sjá einnig: Segir galið að aka Krýsuvíkurleiðina í aðstæðum eins og í morgun „Grindavíkurbær er með þrjár virkar vegtengingar, Nesveg, Norðurljósaveg og Suðurstrandarveg. Enginn þessara vega er laus við vandamál þegar kemur að vetrarfærð og illa búin ökutæki munu verða til vandræða óháð undirbúningi viðbragðsaðila eða vali á akstursleið,“ segir í tilkynningu Almannavarna. Af þessum þremur vegum sé Norðurljósavegur mikilvægastur, sökum nálægðar við Reykjanesbraut. Vegurinn sé laskaður vegna sprungumyndunar og mikillar umferðar. Hætt sé við því að ef allri umferð íbúa yrði beint um veginn myndi hann teppast vegna umferðar, óhappa, bilana eða annarra orsaka. Þá segir að umferð um Suðurstrandaveg verði minni umferð um skilgreind hættusvæði númer 1 og 3 á hættukorti Veðurstofunnar, sem sjá má hér að neðan. „Það er ljóst að Suðurstrandarvegurinn er langt frá því að vera ákjósanlegur. Hann hefur þó það umfram Nesveg að innviðir eru til staðar til að taka á móti miklum fjölda ökutækja á skömmum tíma. Auk þess þýðir það að að viðbragðsaðilar, t.d. sjúkrabifreiðar, færu um Nes- eða Suðurstrandaveg sem talin er óásættanleg áhætta. Einnig myndi það þýða miklar tafir á sjálfu verkefninu sem lagt er mikið kapp á að gangi sem best.“ Þá þurfi forsvarsmenn fyrirtækja einnig að vitja eigna þeirra, en Nesvegur sé nýttur til þess svo minnka megi samkeyrslu þungaflutninga og íbúa. Það sé gert út frá því mati á þeim viðgerðum sem þurft hefur að ráðast í á vegakerfi Grindavíkur og þeim þunga og ágangi sem það þolir. „Að þessu sögðu fer sífellt fram mat á aðstæðum og leitað er leiða til að besta þetta verklag til að hámarka öryggi og ávinning allra hlutaðeigandi. Er því meðal annars leitað leiða til að fjölga akstursleiðum íbúa inn í Grindavík og ekki loku fyrir það skotið að akstursskipulag taki breytingum eftir því sem líður á verkefnið.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Tengdar fréttir Verði kannski komin á byrjunarreit eftir tíu daga Víðir Reynisson segir aðgerðir við verðmætabjörgun í Grindavík heilt yfir hafa gengið vel í dag, þrátt fyrir hnökra í upphafi dags. Hann segist vel skilja reiði og pirring Grindvíkinga. Með áframhaldandi landrisi aukist óvissan um hvað gerist næst. 29. janúar 2024 21:05 Miklar umferðartafir við Grindavík Miklar umferðartafir eru við Grindavík. Hafa Grindvíkingar á leið í bæinn að sækja eignir þurft að snúa við. Vegagerðin mun senda fleiri snjóruðningstæki á vettvang. Einstefna um bæinn er til að koma í veg fyrir flöskuháls, samkvæmt bæjaryfirvöldum. 29. janúar 2024 09:18 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Verði kannski komin á byrjunarreit eftir tíu daga Víðir Reynisson segir aðgerðir við verðmætabjörgun í Grindavík heilt yfir hafa gengið vel í dag, þrátt fyrir hnökra í upphafi dags. Hann segist vel skilja reiði og pirring Grindvíkinga. Með áframhaldandi landrisi aukist óvissan um hvað gerist næst. 29. janúar 2024 21:05
Miklar umferðartafir við Grindavík Miklar umferðartafir eru við Grindavík. Hafa Grindvíkingar á leið í bæinn að sækja eignir þurft að snúa við. Vegagerðin mun senda fleiri snjóruðningstæki á vettvang. Einstefna um bæinn er til að koma í veg fyrir flöskuháls, samkvæmt bæjaryfirvöldum. 29. janúar 2024 09:18