Vill hanna varnir strax Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 29. janúar 2024 19:47 Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur vill sjá að strax verði farið að undirbúa viðbrögð við eldgosum sem gætu verið á næsta leyti. Vísir/Sigurjón Íbúar á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesi eru að sigla inn í óvissutíma að sögn eldfjallafræðings. Eldgosin séu að færast nær byggð og við því þurfi að bregðast. Um helgina tók jörð að hristast nærri Bláfjöllum. Um tuttugu jarðskjálftar mældust þá á svæðinu en sá stærsti var 3,1 að stærð. Nokkur eldstöðvakerfi eru allt frá Reykjanesi að Henglinum og segir Ármann Höskuldsson eldfjallafjallafræðingur þau öll tengjast og að jarðskjálftarnir um helgina séu til marks um að kerfið í heild sé komið í gang. „Um leið og það fer allt í gang þá mun gjósa á öllum þessum svæðum. Spurningin er bara hvað langan tíma tekur frá því það fer úr einu kerfi yfir í næsta.“ Íbúar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi öllu séu að sigla inn í óvissutímabil þegar kemur að jarðhræringum. „Sem getur varað í hundrað til þrjú hundruð ár. Við erum að fara að fá eldgosinu miklu nær okkur heldur en við erum vön.“ Hraun gæti runnið í hverfi í Hafnarfirði Ármann segir tölfræði og gögn hafa verið notuð til að reyna að sjá fyrir hvar vænta megi eldgosa og hvert hraun geti runnið. Í skýrslu sem hann vann ásamt hópi vísindamanna fyrir Landsnes vegna vinnu við Lyklafellslínu, sem til stóð að reisa, má finna myndir sem sýna hvar hraun gæti runnið við höfuðborgarsvæðið ef til eldgosa kemur. Þar sést að veikustu punktarnir eru þar sem yngstu hraunin hafa runnið til sjávar. „Náttúrulega langveikustu punktarnir eru svæðið sem kemur frá Krýsuvíkurkerfinu sem kemur niður Krýsuvíkurveginn og þá inn í Vallahverfið og iðnaðarhverfið þar og þangað niður eftir. Því að þangað geta farið hraun bæði sem kæmi upp í Krýsuvíkurkerfinu og hraun sem kæmi upp í Bláfjalla-Brennisteinskerfinu. Þau leita öll í farvegi þangað niður eftir.“ Mikilvægt sé að vinna sé hafin við að undirbúa og efla varnir á öllu svæðinu. „Við vitum það vel ef við skoðum svæðin vel og skoðum þá möguleika sem eru fyrir hendi hvað getur gerst og allt það. Við vitum líka að við getum vel farið að hanna varnir þannig að við séum viðbúin því þegar eitthvað kemur.“ Hann vill sjá að sérstakt rannsóknarsetur verði stofnað til að undirbúa viðbrögð við eldgosum þá sérstaklega með hönnun varnargarða í huga þar sem þeir hafi þegar sannað gildi sitt. „Til þess að við höfum þá bara heildaráætlun fyrir höfuðborgarsvæðið og Reykjanes ef allt fer á versta veg.“ Eldgos og jarðhræringar Reykjavík Garðabær Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Skoða þarf viðbrögð við eldgosi nærri höfuðborgarsvæðinu Eldfjallafræðingur segir jarðskjálftahrinuna um helgina nærri Bláfjöllum til marks um að allt kerfið sé komið af stað. 29. janúar 2024 13:21 „Ekki spurning um hvort það verði gos, heldur hvenær“ Þorvaldur Þórðarsson, eldfjallafræðingur, segist telja að skjálftahrina í Húsfellsbruna um helgina sé hluti af þeirri virkni sem er að eiga sér stað á Reykjanesskaga. Ekki sé spurning um hvort heldur hvenær muni gjósa í Brennisteinsfjöllum, þó hann telji ekki líkur á að það muni gerast á næstunni. 29. janúar 2024 17:21 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Um helgina tók jörð að hristast nærri Bláfjöllum. Um tuttugu jarðskjálftar mældust þá á svæðinu en sá stærsti var 3,1 að stærð. Nokkur eldstöðvakerfi eru allt frá Reykjanesi að Henglinum og segir Ármann Höskuldsson eldfjallafjallafræðingur þau öll tengjast og að jarðskjálftarnir um helgina séu til marks um að kerfið í heild sé komið í gang. „Um leið og það fer allt í gang þá mun gjósa á öllum þessum svæðum. Spurningin er bara hvað langan tíma tekur frá því það fer úr einu kerfi yfir í næsta.“ Íbúar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi öllu séu að sigla inn í óvissutímabil þegar kemur að jarðhræringum. „Sem getur varað í hundrað til þrjú hundruð ár. Við erum að fara að fá eldgosinu miklu nær okkur heldur en við erum vön.“ Hraun gæti runnið í hverfi í Hafnarfirði Ármann segir tölfræði og gögn hafa verið notuð til að reyna að sjá fyrir hvar vænta megi eldgosa og hvert hraun geti runnið. Í skýrslu sem hann vann ásamt hópi vísindamanna fyrir Landsnes vegna vinnu við Lyklafellslínu, sem til stóð að reisa, má finna myndir sem sýna hvar hraun gæti runnið við höfuðborgarsvæðið ef til eldgosa kemur. Þar sést að veikustu punktarnir eru þar sem yngstu hraunin hafa runnið til sjávar. „Náttúrulega langveikustu punktarnir eru svæðið sem kemur frá Krýsuvíkurkerfinu sem kemur niður Krýsuvíkurveginn og þá inn í Vallahverfið og iðnaðarhverfið þar og þangað niður eftir. Því að þangað geta farið hraun bæði sem kæmi upp í Krýsuvíkurkerfinu og hraun sem kæmi upp í Bláfjalla-Brennisteinskerfinu. Þau leita öll í farvegi þangað niður eftir.“ Mikilvægt sé að vinna sé hafin við að undirbúa og efla varnir á öllu svæðinu. „Við vitum það vel ef við skoðum svæðin vel og skoðum þá möguleika sem eru fyrir hendi hvað getur gerst og allt það. Við vitum líka að við getum vel farið að hanna varnir þannig að við séum viðbúin því þegar eitthvað kemur.“ Hann vill sjá að sérstakt rannsóknarsetur verði stofnað til að undirbúa viðbrögð við eldgosum þá sérstaklega með hönnun varnargarða í huga þar sem þeir hafi þegar sannað gildi sitt. „Til þess að við höfum þá bara heildaráætlun fyrir höfuðborgarsvæðið og Reykjanes ef allt fer á versta veg.“
Eldgos og jarðhræringar Reykjavík Garðabær Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Skoða þarf viðbrögð við eldgosi nærri höfuðborgarsvæðinu Eldfjallafræðingur segir jarðskjálftahrinuna um helgina nærri Bláfjöllum til marks um að allt kerfið sé komið af stað. 29. janúar 2024 13:21 „Ekki spurning um hvort það verði gos, heldur hvenær“ Þorvaldur Þórðarsson, eldfjallafræðingur, segist telja að skjálftahrina í Húsfellsbruna um helgina sé hluti af þeirri virkni sem er að eiga sér stað á Reykjanesskaga. Ekki sé spurning um hvort heldur hvenær muni gjósa í Brennisteinsfjöllum, þó hann telji ekki líkur á að það muni gerast á næstunni. 29. janúar 2024 17:21 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Skoða þarf viðbrögð við eldgosi nærri höfuðborgarsvæðinu Eldfjallafræðingur segir jarðskjálftahrinuna um helgina nærri Bláfjöllum til marks um að allt kerfið sé komið af stað. 29. janúar 2024 13:21
„Ekki spurning um hvort það verði gos, heldur hvenær“ Þorvaldur Þórðarsson, eldfjallafræðingur, segist telja að skjálftahrina í Húsfellsbruna um helgina sé hluti af þeirri virkni sem er að eiga sér stað á Reykjanesskaga. Ekki sé spurning um hvort heldur hvenær muni gjósa í Brennisteinsfjöllum, þó hann telji ekki líkur á að það muni gerast á næstunni. 29. janúar 2024 17:21