Segir galið að aka Krýsuvíkurleiðina í aðstæðum eins og í morgun Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. janúar 2024 18:46 Mæðgurnar Rannveig Jónína Guðmundsdóttir og Guðmunda Jónsdóttir íbúar úr Grindavík. Þær fá nú í fyrsta skipti í langan tíma að vitja eigna sinna í bænum og segja að mestu verðmætin felist í persónulegum munum og myndum. Vísir/Arnar Miklar umferðartafir urðu við Grindavík í morgun þegar íbúar fengu að fara inn í bæinn að sækja eigur sínar. Veður og hálka gerði fólki erfitt fyrir og þurftu sumir að snúa við. Íbúi segir galið að almannavarnir hafi beint fólki um Krýsuvíkurveg sem sé þekktur fyrir að vera hættulegur í aðstæðum eins og í morgun. Grindvíkingar fengu í fyrsta skipti að vitja eigna sinna í bænum í dag síðan 14. janúar þegar síðast gaus við bæinn. Samkvæmt leiðbeiningum Almannavarna mega ekki vera fleiri en þrjú hundruð manns í bænum hverju sinni og fóru tvö holl inn í bæinn í dag, þrjá tíma í senn klukkan níu og klukkan tvö. Hörð gagnrýni á leiðina inn í bæinn Ákveðið var að að fólk æki Krýsuvíkurleiðina inn í bæinn en aðstæður þar voru afar erfiðar í morgun. Rannveig Jónína Guðmundsdóttir íbúi í Grindavík var meðal þeirra sem fékk að vitja eigna sinna í dag ásamt eiginmanni. Hún gagnrýnir harðlega að Krýsuvíkurleiðin hafi verið valin í veðri eins og í morgun. „Við vorum næstu tvo klukkutíma að komast inn í Grindavík vegna erfiðra aðstæðna á Krýsuvíkurvegi og slæmra veðurskilyrða. Það var gríðarleg hríð og vegurinn nánast ófær. Fólk var að festast í brekkunni þar og í miklum vandræðum. Við hringdum í björgunarsveitir til að láta þær vita af ástandinu. Það var galið að fara þessa leið um hávetur. Við Grindvíkingar þekkjum þessar leiðir og vitum hvar hætturnar eru og þær eru svo sannarlega þarna á þessum tíma. Ég skil ekki hvað er er verið að spá í skipulaginu,“ segir Rannveig. Svo kláruðust kassarnir Rannveig kveðst aðeins hafa bjargað því allra helsta að þessu sinni. „Við vorum þrjú að þessu sinni. Svo kláruðust kassarnir og tíminn og það náðist ekki næstum því allt sem ég ætlaði að gera,“ segir hún. Hún segist hafa verið ákveðin í að sækja það verðmætasta að þessu sinni. „Erfðagóssið, stellið frá ömmu og afa. Málverk og myndir Þetta nauðsynlegasta, föt og skór. Tölvuborð og stólar. Hitt allt er eftir,“ segir hún. Rannveig og fjölskylda ásamt foreldrum hennar hafa síðan ósköpin dundu á búið í lánshúsi í Grindavík. Kassar og dót var staflað hingað og þangað um íbúðina en foreldrar hennar fá að fara í bæinn á miðvikudag. Guðmunda Jónsdóttir móðir Rannveigu segir erfitt að átta sig á hvað hún ætli að taka með sér frá Grindavík. Allt breytt, því miður „Ég veit það bara ekki, Kannski bara bjarga úr eldhús-og stofuskápum ég á það allt eftir. Ég var búin að taka megnið af fötum með mér. Ég var á leiðinni heim þegar það byrjaði að gjósa aftur í janúar. Það er allt þarna enn þá en ég hef búið í 51 ár í bænum og 46 ár í sama húsi,“ segir Guðmunda. Hún líðanin hafi verið alla vega síðustu mánuði. „Þetta er búið að vera rosalega skrítið maður er dofinn og sorgmæddur. Þetta fer bara upp og niður maður er bara þar. Það er allt breytt því miður,“ segir hún að lokum. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Lögreglumál Umferðaröryggi Hafnarfjörður Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Grindvíkingar fengu í fyrsta skipti að vitja eigna sinna í bænum í dag síðan 14. janúar þegar síðast gaus við bæinn. Samkvæmt leiðbeiningum Almannavarna mega ekki vera fleiri en þrjú hundruð manns í bænum hverju sinni og fóru tvö holl inn í bæinn í dag, þrjá tíma í senn klukkan níu og klukkan tvö. Hörð gagnrýni á leiðina inn í bæinn Ákveðið var að að fólk æki Krýsuvíkurleiðina inn í bæinn en aðstæður þar voru afar erfiðar í morgun. Rannveig Jónína Guðmundsdóttir íbúi í Grindavík var meðal þeirra sem fékk að vitja eigna sinna í dag ásamt eiginmanni. Hún gagnrýnir harðlega að Krýsuvíkurleiðin hafi verið valin í veðri eins og í morgun. „Við vorum næstu tvo klukkutíma að komast inn í Grindavík vegna erfiðra aðstæðna á Krýsuvíkurvegi og slæmra veðurskilyrða. Það var gríðarleg hríð og vegurinn nánast ófær. Fólk var að festast í brekkunni þar og í miklum vandræðum. Við hringdum í björgunarsveitir til að láta þær vita af ástandinu. Það var galið að fara þessa leið um hávetur. Við Grindvíkingar þekkjum þessar leiðir og vitum hvar hætturnar eru og þær eru svo sannarlega þarna á þessum tíma. Ég skil ekki hvað er er verið að spá í skipulaginu,“ segir Rannveig. Svo kláruðust kassarnir Rannveig kveðst aðeins hafa bjargað því allra helsta að þessu sinni. „Við vorum þrjú að þessu sinni. Svo kláruðust kassarnir og tíminn og það náðist ekki næstum því allt sem ég ætlaði að gera,“ segir hún. Hún segist hafa verið ákveðin í að sækja það verðmætasta að þessu sinni. „Erfðagóssið, stellið frá ömmu og afa. Málverk og myndir Þetta nauðsynlegasta, föt og skór. Tölvuborð og stólar. Hitt allt er eftir,“ segir hún. Rannveig og fjölskylda ásamt foreldrum hennar hafa síðan ósköpin dundu á búið í lánshúsi í Grindavík. Kassar og dót var staflað hingað og þangað um íbúðina en foreldrar hennar fá að fara í bæinn á miðvikudag. Guðmunda Jónsdóttir móðir Rannveigu segir erfitt að átta sig á hvað hún ætli að taka með sér frá Grindavík. Allt breytt, því miður „Ég veit það bara ekki, Kannski bara bjarga úr eldhús-og stofuskápum ég á það allt eftir. Ég var búin að taka megnið af fötum með mér. Ég var á leiðinni heim þegar það byrjaði að gjósa aftur í janúar. Það er allt þarna enn þá en ég hef búið í 51 ár í bænum og 46 ár í sama húsi,“ segir Guðmunda. Hún líðanin hafi verið alla vega síðustu mánuði. „Þetta er búið að vera rosalega skrítið maður er dofinn og sorgmæddur. Þetta fer bara upp og niður maður er bara þar. Það er allt breytt því miður,“ segir hún að lokum.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Lögreglumál Umferðaröryggi Hafnarfjörður Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira