Laun hækkað um tíu prósent en kaupmáttur aðeins eitt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. janúar 2024 18:25 Laun hafa haldið í við verðlagið, en ekki mikið meira en það. Vísir/Vilhelm Launavísitala hækkaði um 9,8 prósent á milli áranna 2022 og 2023 en kaupmáttur launa jókst um eitt prósent á sama tíma. Síðustu ár hafa laun sölu- og afgreiðslufólks hækkað mest en laun stjórnenda og sérfræðinga minnst. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans sem birt var í dag, og unnin af starfsfólki hagfræðideildar bankans. Þar segir að launavísitalan hafi ekki hækkað jafn mikið á einu ári frá árinu 2016, en þá nam hækkunin rúmum ellefu prósentum. Þá segir að launahækkanir á fyrri hluta síðasta árs megi rekja til kjarasamninga sem gerðir voru í byrjun ársins og undir lok síðasta árs. Viðræðurnar hafi teygt sig fram yfir mitt ár og launahækkanirnar því komið smám saman inn í vísitöluna. Á seinni hluta ársins varð launaskrið í hverjum mánuði á bilinu 0,2 prósent til 0,9 prósent. Allt önnur staða en 2016 „Launaþróun segir þó aðeins hálfa söguna og til þess að átta sig á þróun lífskjara er hjálplegra að horfa á kaupmátt launa, þ.e. hversu mikið af vörum og þjónustu hægt er að kaupa fyrir launin. Árið 2016 hækkuðu laun um 11,4 prósent og kaupmáttur þeirra jókst um 9,5 prósent, enda var verðbólga þá óvenjulítil. Á síðasta ári hækkaði verðlag um 8,7 prósent á meðan laun hækkuðu um 9,8 prósent og kaupmáttur jókst því aðeins um rúmt eitt prósent,“ segir í Hagsjánni. Vísitala kaupmáttar hafi því haldist nokkuð stöðug síðustu árin þótt launavísitalan hafi hækkað hratt. Launin hafi þannig lítið annað gert en að halda í við verðlag, en á sama tíma átt þátt í að viðhalda því. Spenna kyndi undir hækkanir Þá kemur fram að þrálát verðbólga myndi verða til þess fallin að auka hættuna á að víxlverkun hækkandi launa og verðlags festist í sessi. „Væntingar um verðbólgu hafa einnig mikið að segja. Ef launafólk sér fram á áframhaldandi verðbólgu má búast við að það krefjist meiri launahækkana en ella til þess að verja kaupmátt. Ef fyrirtæki búast við hækkandi verðlagi og hækkandi launum eru þau líklegri til að verðsetja vörur hærra.“ Eins kemur fram að spenna á vinnumarkaði kyndi undir launahækkanir, og þar með verðbólguþrýsting, þar sem launafólk sé í betri samningsstöðu á spenntum vinnumarkaði. Laun stjórnenda hækkað minnst Í Hagsjánni er farið yfir launaþróun frá mars 2019, rétt áður en lífskjarasamningar voru samþykktir, og fram í október 2023. Þróunin er sundurliðuð eftir starfsstéttum og atvinnugreinum. Á tímabilinu sem um ræðir hafa laun hækkað mest í greinum tengdum veitinga- og gistirekstri. Launahækkanir hjá þjónustu-. sölu- og afgreiðslufólki hafa hækkað mest, eða um 51,9 prósent. Skammt á eftir eru laun verkafólks sem hækkað hafa um 51,4 prósent. Minnstar eru hækkanirnar meðal sérfræðinga, um 34,5 prósent, og stjórnenda. Laun þeirra hafa hækkað um 28,3 prósent. „Þessi munur á launaþróun ólíkra starfstétta og atvinnugreina er ekki tilviljun. Á tímabilinu sem hér er til skoðunar hefur markmið kjarasamninga, sérstaklega lífskjarasamninganna, verið að hækka hlutfallslega mest laun þeirra launalægstu, svo sem með krónutöluhækkunum og þaki á launahækkanir. Á sama tíma hefur verið kröftug eftirspurn eftir starfsfólki í greinum tengdum ferðaþjónustunni, svo sem gisti- og veitingarekstri, sem ýtir sérstaklega undir launahækkanir í þeim geira, og minnst eftirspurn eftir starfsfólki í fjármála- og tryggingastarfsemi. Um þessar mundir virðist eftirspurn eftir starfsfólki þó mest í byggingariðnaði og næstmest iðnaði og framleiðslu. Hlutfallsleg launaþróun ólíkra hópa hefur þó verið nokkuð jafnari eftir síðustu kjaraviðræður en á tímabilinu frá 2019 og fram að síðustu áramótum. Í lok janúar losna kjarasamningar á stærstum hluta vinnumarkaðarins eftir stutt samningstímabil. Enn ríkir mikil óvissa um framhaldið og útlit fyrir að viðræður Samtaka atvinnulífsins og breiðfylkingar stærstu félaga ASÍ séu í hnút þótt þær hafi á tímabili virst ganga vel.“ Vinnumarkaður Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Fjármál heimilisins Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Sjá meira
Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans sem birt var í dag, og unnin af starfsfólki hagfræðideildar bankans. Þar segir að launavísitalan hafi ekki hækkað jafn mikið á einu ári frá árinu 2016, en þá nam hækkunin rúmum ellefu prósentum. Þá segir að launahækkanir á fyrri hluta síðasta árs megi rekja til kjarasamninga sem gerðir voru í byrjun ársins og undir lok síðasta árs. Viðræðurnar hafi teygt sig fram yfir mitt ár og launahækkanirnar því komið smám saman inn í vísitöluna. Á seinni hluta ársins varð launaskrið í hverjum mánuði á bilinu 0,2 prósent til 0,9 prósent. Allt önnur staða en 2016 „Launaþróun segir þó aðeins hálfa söguna og til þess að átta sig á þróun lífskjara er hjálplegra að horfa á kaupmátt launa, þ.e. hversu mikið af vörum og þjónustu hægt er að kaupa fyrir launin. Árið 2016 hækkuðu laun um 11,4 prósent og kaupmáttur þeirra jókst um 9,5 prósent, enda var verðbólga þá óvenjulítil. Á síðasta ári hækkaði verðlag um 8,7 prósent á meðan laun hækkuðu um 9,8 prósent og kaupmáttur jókst því aðeins um rúmt eitt prósent,“ segir í Hagsjánni. Vísitala kaupmáttar hafi því haldist nokkuð stöðug síðustu árin þótt launavísitalan hafi hækkað hratt. Launin hafi þannig lítið annað gert en að halda í við verðlag, en á sama tíma átt þátt í að viðhalda því. Spenna kyndi undir hækkanir Þá kemur fram að þrálát verðbólga myndi verða til þess fallin að auka hættuna á að víxlverkun hækkandi launa og verðlags festist í sessi. „Væntingar um verðbólgu hafa einnig mikið að segja. Ef launafólk sér fram á áframhaldandi verðbólgu má búast við að það krefjist meiri launahækkana en ella til þess að verja kaupmátt. Ef fyrirtæki búast við hækkandi verðlagi og hækkandi launum eru þau líklegri til að verðsetja vörur hærra.“ Eins kemur fram að spenna á vinnumarkaði kyndi undir launahækkanir, og þar með verðbólguþrýsting, þar sem launafólk sé í betri samningsstöðu á spenntum vinnumarkaði. Laun stjórnenda hækkað minnst Í Hagsjánni er farið yfir launaþróun frá mars 2019, rétt áður en lífskjarasamningar voru samþykktir, og fram í október 2023. Þróunin er sundurliðuð eftir starfsstéttum og atvinnugreinum. Á tímabilinu sem um ræðir hafa laun hækkað mest í greinum tengdum veitinga- og gistirekstri. Launahækkanir hjá þjónustu-. sölu- og afgreiðslufólki hafa hækkað mest, eða um 51,9 prósent. Skammt á eftir eru laun verkafólks sem hækkað hafa um 51,4 prósent. Minnstar eru hækkanirnar meðal sérfræðinga, um 34,5 prósent, og stjórnenda. Laun þeirra hafa hækkað um 28,3 prósent. „Þessi munur á launaþróun ólíkra starfstétta og atvinnugreina er ekki tilviljun. Á tímabilinu sem hér er til skoðunar hefur markmið kjarasamninga, sérstaklega lífskjarasamninganna, verið að hækka hlutfallslega mest laun þeirra launalægstu, svo sem með krónutöluhækkunum og þaki á launahækkanir. Á sama tíma hefur verið kröftug eftirspurn eftir starfsfólki í greinum tengdum ferðaþjónustunni, svo sem gisti- og veitingarekstri, sem ýtir sérstaklega undir launahækkanir í þeim geira, og minnst eftirspurn eftir starfsfólki í fjármála- og tryggingastarfsemi. Um þessar mundir virðist eftirspurn eftir starfsfólki þó mest í byggingariðnaði og næstmest iðnaði og framleiðslu. Hlutfallsleg launaþróun ólíkra hópa hefur þó verið nokkuð jafnari eftir síðustu kjaraviðræður en á tímabilinu frá 2019 og fram að síðustu áramótum. Í lok janúar losna kjarasamningar á stærstum hluta vinnumarkaðarins eftir stutt samningstímabil. Enn ríkir mikil óvissa um framhaldið og útlit fyrir að viðræður Samtaka atvinnulífsins og breiðfylkingar stærstu félaga ASÍ séu í hnút þótt þær hafi á tímabili virst ganga vel.“
Vinnumarkaður Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Fjármál heimilisins Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Sjá meira