Hvernig stendur á þessum hörmungunum? Halldór Gunnarsson skrifar 28. janúar 2024 17:00 Þessa daga er heimsbyggðin að horfa á vægðarlausar aftökur saklausra manneskja í Ísrael og á Gaza-ströndinni. Hvernig getur svona gerst? Förum aftur í tímann til Þýskalands nazismans, þegar Hitler tókst að höfða til þjóðerniskenndar Þjóðverja og spila á hugmyndir um yfirburði eins kynþáttar umfram annarra. Í leiðinni fann hann kynþátt sem var sökudólgurinn fyrir öllu því sem aflaga fór í Þýskalandi – gyðinga. Jarðvegur skapaðist fyrir grimmdarlegustu þjóðernishreinsanir í sögunni. Hér væri vert að staldra við og skoða hvernig íslensk yfirvöld tóku á móti gyðingum á flótta, það minnir um margt á viðhorfin til palestínskra flóttamanna í dag. Látum það kjurt liggja – í bili. Að seinni heimstyrjöld lokinni, stóð heimurinn sakbitinn frammi fyrir þeirri spurningu hvernig og hvar mætti finna gyðingum sem þjóð öruggt skjól. Hugmyndin um að gyðingar flyttu aftur til „landsins helga“ hljómaði fallega í eyrum hins kristna heims. Bretar, sem höfðu öll tök á svæðinu, ásamt öðrum vesturveldum beittu sér fyrir þessari lausn, sem varð síðan lendingin. Ísrealsríki varð í framhaldinu alþjóðlega viðurkennt ríki og öllum var létt, eða hvað? Það var eitt „smá“ vandamál; á því landi í Palestínu sem var ætlað Ísraelsríki, bjó fólk, Arabar að vísu, sem höfðu ekki skilning á öðru en að landið væri þeirra og veittu vopnaða viðspyrnu, en máttu sín lítils. Gyðingar víðsvegar að streymdu til landsins helga og brátt var ljóst að það þyrfti meira land og til að gera langa sögu stutta hefur Ísrael lagt undir sig meira og meira land allt til dagsins í dag og byggt múra sem eiga að aðskilja þjóðirnar tvær og haldið Palestínumönnum í því sem oft er kallað stærsta fangelsi í heimi. Hér kemur í ljós að kynþáttahyggjan er ekki bundin við eina þjóð fremur en aðra. Þeir Arabar sem tóku því ekki með þegjandi að vera sviptir heimilum sínum og veittu mótspyrnu, fengu stimpilinn hryðjuverkamenn, enda var við „Guðs útvöldu þjóð“ að etja, og umheimurinn hafði ekki mikla samúð með sjónarmiðum Palestínumanna. Þeir gyðingar sem fluttu til Palestínu gerðu það að sjálfsögðu í góðri trú og þyrsti í öruggt skjól fyrir sig og börnin sín eftir undangengnar hörmungar. Þessi yfirsjón að virða að vettugi búseturétt Palestínumanna á eigin landi, hefur gert þessa mórölsku lausn Vesturveldanna að dauðagildru saklausra borgara, Palestínumanna sem gyðinga. Átökin nú sýna það svart á hvítu. Landnám Ísraels og ofbeldisfull aðferðafræðin við það hefur fætt af sér magnað hatur meðal Palestínumanna með skelfilegum afleiðingum fyrir saklausa borgara í Ísrael. Því hefur verið svarað með að drepa sem flesta hatursmenn, og börn drepin í leiðinni í nafni sjálfsvarnar. Hth Það eykur aðeins á hatrið og undirbýr jarðveginn fyrir frekari grimmdarverk. Sjái Ísrael þetta ofbeldi sem lausn á vítahringnum og vilji fara þá leið til enda, dugir ekkert minna en að útrýma Palestínumönnum alveg, og bendir margt til þess að það sé sú leið sem hafi verið valin. Alþjóðadómstóllinn í Haag, telur með nýlegum úrskurði að slíkt sé alls ekki útilokað og ástæða til að skoða betur. Eina leiðin útúr þessu hörmulega ástandi virðist vera hin margumrædda tveggja ríkja lausn sem ráðamönnum í Ísrael er því miður mjög á móti skapi, eða samfélag þar sem allir hafi sama rétt, burtséð frá trú eða kynþætti. Má þar nefna dæmið þegar endir var bundinn á aðskilnaðarstefnuna í Suður-Afríku. En er það kannski til of mikils mælst? Höfundur er tónlistarmaður og textasmiður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Þessa daga er heimsbyggðin að horfa á vægðarlausar aftökur saklausra manneskja í Ísrael og á Gaza-ströndinni. Hvernig getur svona gerst? Förum aftur í tímann til Þýskalands nazismans, þegar Hitler tókst að höfða til þjóðerniskenndar Þjóðverja og spila á hugmyndir um yfirburði eins kynþáttar umfram annarra. Í leiðinni fann hann kynþátt sem var sökudólgurinn fyrir öllu því sem aflaga fór í Þýskalandi – gyðinga. Jarðvegur skapaðist fyrir grimmdarlegustu þjóðernishreinsanir í sögunni. Hér væri vert að staldra við og skoða hvernig íslensk yfirvöld tóku á móti gyðingum á flótta, það minnir um margt á viðhorfin til palestínskra flóttamanna í dag. Látum það kjurt liggja – í bili. Að seinni heimstyrjöld lokinni, stóð heimurinn sakbitinn frammi fyrir þeirri spurningu hvernig og hvar mætti finna gyðingum sem þjóð öruggt skjól. Hugmyndin um að gyðingar flyttu aftur til „landsins helga“ hljómaði fallega í eyrum hins kristna heims. Bretar, sem höfðu öll tök á svæðinu, ásamt öðrum vesturveldum beittu sér fyrir þessari lausn, sem varð síðan lendingin. Ísrealsríki varð í framhaldinu alþjóðlega viðurkennt ríki og öllum var létt, eða hvað? Það var eitt „smá“ vandamál; á því landi í Palestínu sem var ætlað Ísraelsríki, bjó fólk, Arabar að vísu, sem höfðu ekki skilning á öðru en að landið væri þeirra og veittu vopnaða viðspyrnu, en máttu sín lítils. Gyðingar víðsvegar að streymdu til landsins helga og brátt var ljóst að það þyrfti meira land og til að gera langa sögu stutta hefur Ísrael lagt undir sig meira og meira land allt til dagsins í dag og byggt múra sem eiga að aðskilja þjóðirnar tvær og haldið Palestínumönnum í því sem oft er kallað stærsta fangelsi í heimi. Hér kemur í ljós að kynþáttahyggjan er ekki bundin við eina þjóð fremur en aðra. Þeir Arabar sem tóku því ekki með þegjandi að vera sviptir heimilum sínum og veittu mótspyrnu, fengu stimpilinn hryðjuverkamenn, enda var við „Guðs útvöldu þjóð“ að etja, og umheimurinn hafði ekki mikla samúð með sjónarmiðum Palestínumanna. Þeir gyðingar sem fluttu til Palestínu gerðu það að sjálfsögðu í góðri trú og þyrsti í öruggt skjól fyrir sig og börnin sín eftir undangengnar hörmungar. Þessi yfirsjón að virða að vettugi búseturétt Palestínumanna á eigin landi, hefur gert þessa mórölsku lausn Vesturveldanna að dauðagildru saklausra borgara, Palestínumanna sem gyðinga. Átökin nú sýna það svart á hvítu. Landnám Ísraels og ofbeldisfull aðferðafræðin við það hefur fætt af sér magnað hatur meðal Palestínumanna með skelfilegum afleiðingum fyrir saklausa borgara í Ísrael. Því hefur verið svarað með að drepa sem flesta hatursmenn, og börn drepin í leiðinni í nafni sjálfsvarnar. Hth Það eykur aðeins á hatrið og undirbýr jarðveginn fyrir frekari grimmdarverk. Sjái Ísrael þetta ofbeldi sem lausn á vítahringnum og vilji fara þá leið til enda, dugir ekkert minna en að útrýma Palestínumönnum alveg, og bendir margt til þess að það sé sú leið sem hafi verið valin. Alþjóðadómstóllinn í Haag, telur með nýlegum úrskurði að slíkt sé alls ekki útilokað og ástæða til að skoða betur. Eina leiðin útúr þessu hörmulega ástandi virðist vera hin margumrædda tveggja ríkja lausn sem ráðamönnum í Ísrael er því miður mjög á móti skapi, eða samfélag þar sem allir hafi sama rétt, burtséð frá trú eða kynþætti. Má þar nefna dæmið þegar endir var bundinn á aðskilnaðarstefnuna í Suður-Afríku. En er það kannski til of mikils mælst? Höfundur er tónlistarmaður og textasmiður.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun