Hvernig stendur á þessum hörmungunum? Halldór Gunnarsson skrifar 28. janúar 2024 17:00 Þessa daga er heimsbyggðin að horfa á vægðarlausar aftökur saklausra manneskja í Ísrael og á Gaza-ströndinni. Hvernig getur svona gerst? Förum aftur í tímann til Þýskalands nazismans, þegar Hitler tókst að höfða til þjóðerniskenndar Þjóðverja og spila á hugmyndir um yfirburði eins kynþáttar umfram annarra. Í leiðinni fann hann kynþátt sem var sökudólgurinn fyrir öllu því sem aflaga fór í Þýskalandi – gyðinga. Jarðvegur skapaðist fyrir grimmdarlegustu þjóðernishreinsanir í sögunni. Hér væri vert að staldra við og skoða hvernig íslensk yfirvöld tóku á móti gyðingum á flótta, það minnir um margt á viðhorfin til palestínskra flóttamanna í dag. Látum það kjurt liggja – í bili. Að seinni heimstyrjöld lokinni, stóð heimurinn sakbitinn frammi fyrir þeirri spurningu hvernig og hvar mætti finna gyðingum sem þjóð öruggt skjól. Hugmyndin um að gyðingar flyttu aftur til „landsins helga“ hljómaði fallega í eyrum hins kristna heims. Bretar, sem höfðu öll tök á svæðinu, ásamt öðrum vesturveldum beittu sér fyrir þessari lausn, sem varð síðan lendingin. Ísrealsríki varð í framhaldinu alþjóðlega viðurkennt ríki og öllum var létt, eða hvað? Það var eitt „smá“ vandamál; á því landi í Palestínu sem var ætlað Ísraelsríki, bjó fólk, Arabar að vísu, sem höfðu ekki skilning á öðru en að landið væri þeirra og veittu vopnaða viðspyrnu, en máttu sín lítils. Gyðingar víðsvegar að streymdu til landsins helga og brátt var ljóst að það þyrfti meira land og til að gera langa sögu stutta hefur Ísrael lagt undir sig meira og meira land allt til dagsins í dag og byggt múra sem eiga að aðskilja þjóðirnar tvær og haldið Palestínumönnum í því sem oft er kallað stærsta fangelsi í heimi. Hér kemur í ljós að kynþáttahyggjan er ekki bundin við eina þjóð fremur en aðra. Þeir Arabar sem tóku því ekki með þegjandi að vera sviptir heimilum sínum og veittu mótspyrnu, fengu stimpilinn hryðjuverkamenn, enda var við „Guðs útvöldu þjóð“ að etja, og umheimurinn hafði ekki mikla samúð með sjónarmiðum Palestínumanna. Þeir gyðingar sem fluttu til Palestínu gerðu það að sjálfsögðu í góðri trú og þyrsti í öruggt skjól fyrir sig og börnin sín eftir undangengnar hörmungar. Þessi yfirsjón að virða að vettugi búseturétt Palestínumanna á eigin landi, hefur gert þessa mórölsku lausn Vesturveldanna að dauðagildru saklausra borgara, Palestínumanna sem gyðinga. Átökin nú sýna það svart á hvítu. Landnám Ísraels og ofbeldisfull aðferðafræðin við það hefur fætt af sér magnað hatur meðal Palestínumanna með skelfilegum afleiðingum fyrir saklausa borgara í Ísrael. Því hefur verið svarað með að drepa sem flesta hatursmenn, og börn drepin í leiðinni í nafni sjálfsvarnar. Hth Það eykur aðeins á hatrið og undirbýr jarðveginn fyrir frekari grimmdarverk. Sjái Ísrael þetta ofbeldi sem lausn á vítahringnum og vilji fara þá leið til enda, dugir ekkert minna en að útrýma Palestínumönnum alveg, og bendir margt til þess að það sé sú leið sem hafi verið valin. Alþjóðadómstóllinn í Haag, telur með nýlegum úrskurði að slíkt sé alls ekki útilokað og ástæða til að skoða betur. Eina leiðin útúr þessu hörmulega ástandi virðist vera hin margumrædda tveggja ríkja lausn sem ráðamönnum í Ísrael er því miður mjög á móti skapi, eða samfélag þar sem allir hafi sama rétt, burtséð frá trú eða kynþætti. Má þar nefna dæmið þegar endir var bundinn á aðskilnaðarstefnuna í Suður-Afríku. En er það kannski til of mikils mælst? Höfundur er tónlistarmaður og textasmiður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Þessa daga er heimsbyggðin að horfa á vægðarlausar aftökur saklausra manneskja í Ísrael og á Gaza-ströndinni. Hvernig getur svona gerst? Förum aftur í tímann til Þýskalands nazismans, þegar Hitler tókst að höfða til þjóðerniskenndar Þjóðverja og spila á hugmyndir um yfirburði eins kynþáttar umfram annarra. Í leiðinni fann hann kynþátt sem var sökudólgurinn fyrir öllu því sem aflaga fór í Þýskalandi – gyðinga. Jarðvegur skapaðist fyrir grimmdarlegustu þjóðernishreinsanir í sögunni. Hér væri vert að staldra við og skoða hvernig íslensk yfirvöld tóku á móti gyðingum á flótta, það minnir um margt á viðhorfin til palestínskra flóttamanna í dag. Látum það kjurt liggja – í bili. Að seinni heimstyrjöld lokinni, stóð heimurinn sakbitinn frammi fyrir þeirri spurningu hvernig og hvar mætti finna gyðingum sem þjóð öruggt skjól. Hugmyndin um að gyðingar flyttu aftur til „landsins helga“ hljómaði fallega í eyrum hins kristna heims. Bretar, sem höfðu öll tök á svæðinu, ásamt öðrum vesturveldum beittu sér fyrir þessari lausn, sem varð síðan lendingin. Ísrealsríki varð í framhaldinu alþjóðlega viðurkennt ríki og öllum var létt, eða hvað? Það var eitt „smá“ vandamál; á því landi í Palestínu sem var ætlað Ísraelsríki, bjó fólk, Arabar að vísu, sem höfðu ekki skilning á öðru en að landið væri þeirra og veittu vopnaða viðspyrnu, en máttu sín lítils. Gyðingar víðsvegar að streymdu til landsins helga og brátt var ljóst að það þyrfti meira land og til að gera langa sögu stutta hefur Ísrael lagt undir sig meira og meira land allt til dagsins í dag og byggt múra sem eiga að aðskilja þjóðirnar tvær og haldið Palestínumönnum í því sem oft er kallað stærsta fangelsi í heimi. Hér kemur í ljós að kynþáttahyggjan er ekki bundin við eina þjóð fremur en aðra. Þeir Arabar sem tóku því ekki með þegjandi að vera sviptir heimilum sínum og veittu mótspyrnu, fengu stimpilinn hryðjuverkamenn, enda var við „Guðs útvöldu þjóð“ að etja, og umheimurinn hafði ekki mikla samúð með sjónarmiðum Palestínumanna. Þeir gyðingar sem fluttu til Palestínu gerðu það að sjálfsögðu í góðri trú og þyrsti í öruggt skjól fyrir sig og börnin sín eftir undangengnar hörmungar. Þessi yfirsjón að virða að vettugi búseturétt Palestínumanna á eigin landi, hefur gert þessa mórölsku lausn Vesturveldanna að dauðagildru saklausra borgara, Palestínumanna sem gyðinga. Átökin nú sýna það svart á hvítu. Landnám Ísraels og ofbeldisfull aðferðafræðin við það hefur fætt af sér magnað hatur meðal Palestínumanna með skelfilegum afleiðingum fyrir saklausa borgara í Ísrael. Því hefur verið svarað með að drepa sem flesta hatursmenn, og börn drepin í leiðinni í nafni sjálfsvarnar. Hth Það eykur aðeins á hatrið og undirbýr jarðveginn fyrir frekari grimmdarverk. Sjái Ísrael þetta ofbeldi sem lausn á vítahringnum og vilji fara þá leið til enda, dugir ekkert minna en að útrýma Palestínumönnum alveg, og bendir margt til þess að það sé sú leið sem hafi verið valin. Alþjóðadómstóllinn í Haag, telur með nýlegum úrskurði að slíkt sé alls ekki útilokað og ástæða til að skoða betur. Eina leiðin útúr þessu hörmulega ástandi virðist vera hin margumrædda tveggja ríkja lausn sem ráðamönnum í Ísrael er því miður mjög á móti skapi, eða samfélag þar sem allir hafi sama rétt, burtséð frá trú eða kynþætti. Má þar nefna dæmið þegar endir var bundinn á aðskilnaðarstefnuna í Suður-Afríku. En er það kannski til of mikils mælst? Höfundur er tónlistarmaður og textasmiður.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun