Sammála um að umræðan hafi harðnað Jón Þór Stefánsson skrifar 28. janúar 2024 16:00 Þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Pírata ræddu hælisleitendamálin í Sprengisandi. Vísir/Vilhelm Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, eru sammála um að umræðan um innflytjendamál hafi harðnað undanfarið. Þær ræddu um málaflokkinn í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Arndís hélt því fram að í síðustu viku hefði umræðan um málaflokkinn harðnað til muna og minntist sérstaklega á rúmlega vikugamla færslu Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra um tjaldbúðir á Austurvelli, sem hafa síðan verið fjarlægðar að beiðni borgaryfirvalda. „Ég held að vandræðin sem þau sem hafa verið að verja Bjarna í þessari umræðu eru þau að fólk úti í bæ upplifir Bjarna Benediktsson ekki sem fljótfærna einfeldninginn sem hann er málaður upp sem í þessu máli. Eins og hann hafi bara verið að tala um hvort það eigi að vera tjöld á Austurvelli, en ekki gert sér grein fyrir því að tala um flóttafólk og lögreglu og glæpastarfsemi í sömu setningu myndi vekja upp viðbrögð,“ segir Arndís. Mikil andúð í kjölfar færslunnar Arndís tekur fram að sér þyki eðlilegt að fólk velti fyrir sér eðli tjaldbúðanna sem voru á Austurvelli og hvort þau ættu að vera leyfileg. Henni hafi hins vegar þótt Bjarni fara í aðra átt með færslu sinni. Og segir að í kjölfar hennar hafi ummæli í athugasemdakerfum sem sýna fram á mikla andúð í garð útlendinga verið áberandi. „Ef þetta var ekki ætlunin þá auðvitað væntum við þess að Bjarni stígi mjög ákveðið til jarðar og vindi ofan af þessu sem hann hefur komið af stað.“ Bryndís segir að í langan tíma hafi umræðan um málaflokkinn verið viðkvæm og fólk ekki leyft sér að tjá sig um hann. „Það er rosalega fín lína hvernig við ræðum um þennan málaflokk. Ég vil ekki blanda saman umræðunni um fólk á flótta og skipulagðri glæpastarfsemi. Og ég held að það hafi ekkert verið meining Bjarna. Hann var að telja upp verkefnin sem við þurfum að fara í.“ Glæpaklíkur ekki tengdar uppruna á Íslandi Bryndís minntist á stöðuna í nágrannalöndum Íslands og segir að þar hafi glæpaklíkur verið tengdar ákveðnum löndum eða uppruna fólks. Það hafi hins vegar ekki sést á Íslandi. „Það eru Íslendingar og þeir eru að vinna með glæpamönnum alls staðar að úr heiminum. Það er ekki hægt að tengja þessa málaflokka saman, nema að þetta eru brýn verkefni sem þarf að takast á við. Ég las það úr status af Bjarna Benediktssonar,“ segir Bryndís. „En svo eru margir sem leggja áherslu á það að gagnrýna og snúa svolítið út úr þegar Bjarni stígur fram og segir eitthvað, og ég held að það gerist þarna.“ Hér er einungis stikað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Hælisleitendur Innflytjendamál Alþingi Sprengisandur Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Fleiri fréttir Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sagt upp vegna aðhaldskröfu Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Sjá meira
Arndís hélt því fram að í síðustu viku hefði umræðan um málaflokkinn harðnað til muna og minntist sérstaklega á rúmlega vikugamla færslu Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra um tjaldbúðir á Austurvelli, sem hafa síðan verið fjarlægðar að beiðni borgaryfirvalda. „Ég held að vandræðin sem þau sem hafa verið að verja Bjarna í þessari umræðu eru þau að fólk úti í bæ upplifir Bjarna Benediktsson ekki sem fljótfærna einfeldninginn sem hann er málaður upp sem í þessu máli. Eins og hann hafi bara verið að tala um hvort það eigi að vera tjöld á Austurvelli, en ekki gert sér grein fyrir því að tala um flóttafólk og lögreglu og glæpastarfsemi í sömu setningu myndi vekja upp viðbrögð,“ segir Arndís. Mikil andúð í kjölfar færslunnar Arndís tekur fram að sér þyki eðlilegt að fólk velti fyrir sér eðli tjaldbúðanna sem voru á Austurvelli og hvort þau ættu að vera leyfileg. Henni hafi hins vegar þótt Bjarni fara í aðra átt með færslu sinni. Og segir að í kjölfar hennar hafi ummæli í athugasemdakerfum sem sýna fram á mikla andúð í garð útlendinga verið áberandi. „Ef þetta var ekki ætlunin þá auðvitað væntum við þess að Bjarni stígi mjög ákveðið til jarðar og vindi ofan af þessu sem hann hefur komið af stað.“ Bryndís segir að í langan tíma hafi umræðan um málaflokkinn verið viðkvæm og fólk ekki leyft sér að tjá sig um hann. „Það er rosalega fín lína hvernig við ræðum um þennan málaflokk. Ég vil ekki blanda saman umræðunni um fólk á flótta og skipulagðri glæpastarfsemi. Og ég held að það hafi ekkert verið meining Bjarna. Hann var að telja upp verkefnin sem við þurfum að fara í.“ Glæpaklíkur ekki tengdar uppruna á Íslandi Bryndís minntist á stöðuna í nágrannalöndum Íslands og segir að þar hafi glæpaklíkur verið tengdar ákveðnum löndum eða uppruna fólks. Það hafi hins vegar ekki sést á Íslandi. „Það eru Íslendingar og þeir eru að vinna með glæpamönnum alls staðar að úr heiminum. Það er ekki hægt að tengja þessa málaflokka saman, nema að þetta eru brýn verkefni sem þarf að takast á við. Ég las það úr status af Bjarna Benediktssonar,“ segir Bryndís. „En svo eru margir sem leggja áherslu á það að gagnrýna og snúa svolítið út úr þegar Bjarni stígur fram og segir eitthvað, og ég held að það gerist þarna.“ Hér er einungis stikað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Hælisleitendur Innflytjendamál Alþingi Sprengisandur Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Fleiri fréttir Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sagt upp vegna aðhaldskröfu Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Sjá meira