Norðmenn frysta ekki greiðslur til flóttamannaaðstoðar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 27. janúar 2024 20:37 Um tvær milljónir Palestínumanna eru á vergangi vegna árása Ísraels. AP/Fatima Shbair Stjórnvöld í Noregi ætla ekki að frysta fjárframlög til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) í kjölfar ásakanna á hendur starfsmönnum þess að hafa tekið þátt með einhverjum hætti í árás Hamasliða á Ísrael í október síðastliðnum. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra tilkynnti áðan að Ísland myndi frysta greiðslur til flóttamannaaðstoðarinnar þar til ítarleg rannsókn yrði framkvæmd á málinu. Norska sendiráðið í Palestínu segir í færslu á síðu sinni á samfélagsmiðlinum X í dag að ásakanirnar væru sláandi en ekki tilefni til að frysta greiðslur. The situation in Gaza is catastrophic, and @UNRWA is the most important humanitarian organization there. Norway continues our support for the Palestinian people through UNRWA. International support for Palestine is needed now more than ever— Norway in Palestine (@NorwayPalestine) January 27, 2024 „Fregnir um að starfsmenn UNRWA hafi tekið þátt í árásunum á Ísrael 7. október eru mjög alvarlegar, og ef sannar reynast, algjörlega óásættanlegar. Noregur fagnar tilvonandi rannsókn UNRWA á málinu. Við gerum ráð fyrir fullu gagnsæi,“ skrifar sendiráð Noregs í Palestínu. Sendiráðið segir þó mikilvægt að greina á milli þessara starfsmanna og stofnunarinnar sjálfrar sem gegnir mikilvægu mannúðarhlutverki á svæðinu. „Við þurfum að gera greinarmun á milli þess sem einstaklingar kunna að hafa gert og þess sem UNRWA stendur fyrir. Tugþúsundir starfsmanna samtakanna á Gasa, Vesturbakkanum og svæðinu gegna mikilvægu hlutverki við að dreifa birgðum, bjarga mannslífum og standa vörð um grundþarfir og -réttindi,“ bætir sendiráðið við í færslunni. Noregur Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Ísland frystir greiðslur og kallar eftir ítarlegri rannsókn Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur kallað eftir ítarlegri rannsókn á ásökunum á hendur nokkrum starfsmönnum Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna. Greiðslur til stofnunarinnar verði frystar þar til slík rannsókn fari fram. 27. janúar 2024 18:22 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Fleiri fréttir Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Sjá meira
Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra tilkynnti áðan að Ísland myndi frysta greiðslur til flóttamannaaðstoðarinnar þar til ítarleg rannsókn yrði framkvæmd á málinu. Norska sendiráðið í Palestínu segir í færslu á síðu sinni á samfélagsmiðlinum X í dag að ásakanirnar væru sláandi en ekki tilefni til að frysta greiðslur. The situation in Gaza is catastrophic, and @UNRWA is the most important humanitarian organization there. Norway continues our support for the Palestinian people through UNRWA. International support for Palestine is needed now more than ever— Norway in Palestine (@NorwayPalestine) January 27, 2024 „Fregnir um að starfsmenn UNRWA hafi tekið þátt í árásunum á Ísrael 7. október eru mjög alvarlegar, og ef sannar reynast, algjörlega óásættanlegar. Noregur fagnar tilvonandi rannsókn UNRWA á málinu. Við gerum ráð fyrir fullu gagnsæi,“ skrifar sendiráð Noregs í Palestínu. Sendiráðið segir þó mikilvægt að greina á milli þessara starfsmanna og stofnunarinnar sjálfrar sem gegnir mikilvægu mannúðarhlutverki á svæðinu. „Við þurfum að gera greinarmun á milli þess sem einstaklingar kunna að hafa gert og þess sem UNRWA stendur fyrir. Tugþúsundir starfsmanna samtakanna á Gasa, Vesturbakkanum og svæðinu gegna mikilvægu hlutverki við að dreifa birgðum, bjarga mannslífum og standa vörð um grundþarfir og -réttindi,“ bætir sendiráðið við í færslunni.
Noregur Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Ísland frystir greiðslur og kallar eftir ítarlegri rannsókn Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur kallað eftir ítarlegri rannsókn á ásökunum á hendur nokkrum starfsmönnum Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna. Greiðslur til stofnunarinnar verði frystar þar til slík rannsókn fari fram. 27. janúar 2024 18:22 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Fleiri fréttir Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Sjá meira
Ísland frystir greiðslur og kallar eftir ítarlegri rannsókn Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur kallað eftir ítarlegri rannsókn á ásökunum á hendur nokkrum starfsmönnum Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna. Greiðslur til stofnunarinnar verði frystar þar til slík rannsókn fari fram. 27. janúar 2024 18:22