„Aðgerðir umfram hugsanir, því tíminn skiptir máli“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. janúar 2024 21:31 Mohamad Shawa (til hægri) ásamt Mohamad Alhaw. Vísir/Vésteinn Palestínskur keppandi í söngvakeppninni söng á fjölmennum samstöðufundi á Austurvelli í dag. Aðgerðasinni segir bráðabirgðaúrskurð Alþjóðadómstólsins vekja sér von í brjósti um að stríðsátökum á Gasa linni. Hann segir stuðning við málstað palestínsku þjóðarinnar fara vaxandi hér á landi, og kallar eftir því að stjórnvöld hlusti. Í upphafi fréttarinnar í spilaranum hér að ofan má heyra palestínska tónlistarmanninn Bashar Murad taka lagið á samstöðufundi með Palestínu á Austurvelli í dag. Líkt og greint hefur verið frá kemur Bashar til með að taka þátt í söngvakeppni sjónvarpsins, forkeppni fyrir Eurovision, í vor, en fjöldi fólks hafði áður kallað eftir því að Ísland hætti við þátttöku, þar sem Ísrael tekur þátt í Eurovision. Fjöldi fólks gekk frá Hallgrímskirkju og niður að Austurvelli í dag, þar sem samstöðufundurinn fór fram. Einn mótmælenda segir stuðning við málstað Palestínumanna vera að aukast hér á landi. „Æ fleiri styðja hreyfingu okkar því við berjumst fyrir góðum málstað. Við berjumst fyrir því að bjarga sálum og að gefa fólki frá stríðshrjáðum löndum tækifæri til að lifa hér í friði og finna aftur eðlilegan lífstakt,“ segir aðgerðasinninn Mohamed Shawa. Palestínumenn haldi í vonina um að fá áheyrn hjá stjórnvöldum um fjölskyldusameiningar. „Við viljum að þau endurskoði ákvarðanir sínar og grípi til aðgerða. Aðgerðir umfram hugsanir, því tíminn skiptir máli.“ Úrskurðurinn ástæða til bjartsýni Í bráðabirgðaúrskurði í gær fyrirskipaði Alþjóðadómstóllinn að Ísraelar skyldu draga úr hernaðarumsvifum sínum á Gasa og koma í veg fyrir dauðsföll óbreyttra borgara á meðan fjallað verður um hvort aðgerðir þeirra séu hópmorð eða ekki, í máli Suður-Afríku gegn Ísrael. Þá þarf ríkið að tryggja mannúðaraðstoð til almennra borgara. Dómstóllinn hefur þó enga leið til að fylgja úrskurðinum eftir. Mohamad segir engu að síður að úrskurðurinn hafi blásið honum von í brjóst. Þó þurfi aukinn þrýsting frá alþjóðasamfélaginu til að knýja Ísrael til að hlíta úrskurðinum. „Ég trúi því sem sagt er: Ef þú tilheyrir því eina prósenti fólks sem er heppið berð þú ábyrgð á hinum 99. Svo ég hvet alla sem geta stutt okkur í aðgerðum okkar til að gera eitthvað. Þú ert kannski einn en þú getur gert mikið fyrir okkur.“ Mohamad segir baráttunni hvergi nærri lokið. „Í baráttu milli dropa og steins er það dropinn sem holar steininn með tímanum. Og við erum dropinn.“ Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Reykjavík Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Sjá meira
Í upphafi fréttarinnar í spilaranum hér að ofan má heyra palestínska tónlistarmanninn Bashar Murad taka lagið á samstöðufundi með Palestínu á Austurvelli í dag. Líkt og greint hefur verið frá kemur Bashar til með að taka þátt í söngvakeppni sjónvarpsins, forkeppni fyrir Eurovision, í vor, en fjöldi fólks hafði áður kallað eftir því að Ísland hætti við þátttöku, þar sem Ísrael tekur þátt í Eurovision. Fjöldi fólks gekk frá Hallgrímskirkju og niður að Austurvelli í dag, þar sem samstöðufundurinn fór fram. Einn mótmælenda segir stuðning við málstað Palestínumanna vera að aukast hér á landi. „Æ fleiri styðja hreyfingu okkar því við berjumst fyrir góðum málstað. Við berjumst fyrir því að bjarga sálum og að gefa fólki frá stríðshrjáðum löndum tækifæri til að lifa hér í friði og finna aftur eðlilegan lífstakt,“ segir aðgerðasinninn Mohamed Shawa. Palestínumenn haldi í vonina um að fá áheyrn hjá stjórnvöldum um fjölskyldusameiningar. „Við viljum að þau endurskoði ákvarðanir sínar og grípi til aðgerða. Aðgerðir umfram hugsanir, því tíminn skiptir máli.“ Úrskurðurinn ástæða til bjartsýni Í bráðabirgðaúrskurði í gær fyrirskipaði Alþjóðadómstóllinn að Ísraelar skyldu draga úr hernaðarumsvifum sínum á Gasa og koma í veg fyrir dauðsföll óbreyttra borgara á meðan fjallað verður um hvort aðgerðir þeirra séu hópmorð eða ekki, í máli Suður-Afríku gegn Ísrael. Þá þarf ríkið að tryggja mannúðaraðstoð til almennra borgara. Dómstóllinn hefur þó enga leið til að fylgja úrskurðinum eftir. Mohamad segir engu að síður að úrskurðurinn hafi blásið honum von í brjóst. Þó þurfi aukinn þrýsting frá alþjóðasamfélaginu til að knýja Ísrael til að hlíta úrskurðinum. „Ég trúi því sem sagt er: Ef þú tilheyrir því eina prósenti fólks sem er heppið berð þú ábyrgð á hinum 99. Svo ég hvet alla sem geta stutt okkur í aðgerðum okkar til að gera eitthvað. Þú ert kannski einn en þú getur gert mikið fyrir okkur.“ Mohamad segir baráttunni hvergi nærri lokið. „Í baráttu milli dropa og steins er það dropinn sem holar steininn með tímanum. Og við erum dropinn.“
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Reykjavík Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Sjá meira