Dagdvöl á Selfossi lokað í fimm vikur vegna sparnaðar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. janúar 2024 20:30 Heiða Ösp Kristjánsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs Árborgar, sem segir það ákvörðun bæjarstjórnar að loka Árbliki fimm vikur í sumar vegna sparnaðar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eldri borgarar á Selfossi, sem nýta sér þjónustu Árbliks, sem er dagdvöl er miður sín yfir því að loka eigi dagdvölinni í fimm vikur í sumar í sparnaðarskyni hjá Sveitarfélaginu Árborg. „Ég veit ekki hvernig við eigum að vera ein heima í fleiri vikur“, segir óhress eldri borgari á staðnum. Dagdvölin Árblik er í húsnæði við Austurveg 51 á Selfossi þar sem starfrækt er dagþjálfun fyrir fólk sem býr í heimahúsum og þurfa stuðning í þeim tilgangi að viðhalda færni og getu til að búa áfram heima. Þjónustan í Árblik er öll til fyrirmyndar og þar líður fólkinu mjög vel en það eru 38 einstaklingar, sem nýta sér dagdvölina í hverri viku. En nú er bleik brugðið því fólkið var að fá þær fréttir að dagdvölinni yrði lokað í fyrsta skipti í sumar í fimm vikur. Það líst fólkinu mjög illa á. „Mér finnst þetta afleitt, Það er bara svo gott að vera hérna og þegar það verður lokað þá getur maður ekki verið hérna,” segir Óskar H. Ólafsson, sem mætir mikið í Árblik með sinni konu. „Okkur finnst þetta mjög leiðinlegt að bæjarstjórnin skuli taka upp á því að þykjast vera að spara í þessu og ég skora á þá að endurskoða þetta og hætta við að hafa þessa lokun í sumar,” segir Gunnar Kristmundsson, sem mætir reglulega í Árblik. „Ég veit ekki hvernig við eigum að vera ein heima í fleiri vikur matarlaus og guð má vita hvað,” segir Valgerður Jónsdóttir, sem er mjög dugleg að mæta í Árblik. Þannig að þú ert greinilega mjög ósátt við þetta? „Afskaplega, mér finnst bara ekki hægt að gera þetta svona. Skella þessu bara fram á einhverjum miða, það er ekki einu sinni talað við mann, ég er bara mjög ósátt við þetta. Þau hljóta að geta sparað einhvers staðar ofar heldur en þetta,” segir Valgerður. Valgerður Jónsdóttir er mjög ósátt við lokunina í sumar og segir að það sé örugglega hægt að spara einhvers staðar ofar hjá sveitarfélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson En Árborg ætlar að koma með einhverjar mótvægisaðgerðir heim til fólksins vegna lokunar Árbliks í þessar vikur í sumar. „Já, svo sem innlit og böðun á vegum félagslegrar stuðningsþjónustu í Árborg. Þetta er bara ein af þeim ákvörðunum, sem voru teknar við útfærslu þjónustunnar og eina af hagræðingunum að hafa lokað núna í sumar. Það var bara ákvörðun bæjarstjórnar,” segir Heiða Ösp Kristjánsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs Árborgar. Notendur þjónustunnar eru mjög ánægðir í Árbliki enda vel hugsað um fólkið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Eldri borgarar Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Dagdvölin Árblik er í húsnæði við Austurveg 51 á Selfossi þar sem starfrækt er dagþjálfun fyrir fólk sem býr í heimahúsum og þurfa stuðning í þeim tilgangi að viðhalda færni og getu til að búa áfram heima. Þjónustan í Árblik er öll til fyrirmyndar og þar líður fólkinu mjög vel en það eru 38 einstaklingar, sem nýta sér dagdvölina í hverri viku. En nú er bleik brugðið því fólkið var að fá þær fréttir að dagdvölinni yrði lokað í fyrsta skipti í sumar í fimm vikur. Það líst fólkinu mjög illa á. „Mér finnst þetta afleitt, Það er bara svo gott að vera hérna og þegar það verður lokað þá getur maður ekki verið hérna,” segir Óskar H. Ólafsson, sem mætir mikið í Árblik með sinni konu. „Okkur finnst þetta mjög leiðinlegt að bæjarstjórnin skuli taka upp á því að þykjast vera að spara í þessu og ég skora á þá að endurskoða þetta og hætta við að hafa þessa lokun í sumar,” segir Gunnar Kristmundsson, sem mætir reglulega í Árblik. „Ég veit ekki hvernig við eigum að vera ein heima í fleiri vikur matarlaus og guð má vita hvað,” segir Valgerður Jónsdóttir, sem er mjög dugleg að mæta í Árblik. Þannig að þú ert greinilega mjög ósátt við þetta? „Afskaplega, mér finnst bara ekki hægt að gera þetta svona. Skella þessu bara fram á einhverjum miða, það er ekki einu sinni talað við mann, ég er bara mjög ósátt við þetta. Þau hljóta að geta sparað einhvers staðar ofar heldur en þetta,” segir Valgerður. Valgerður Jónsdóttir er mjög ósátt við lokunina í sumar og segir að það sé örugglega hægt að spara einhvers staðar ofar hjá sveitarfélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson En Árborg ætlar að koma með einhverjar mótvægisaðgerðir heim til fólksins vegna lokunar Árbliks í þessar vikur í sumar. „Já, svo sem innlit og böðun á vegum félagslegrar stuðningsþjónustu í Árborg. Þetta er bara ein af þeim ákvörðunum, sem voru teknar við útfærslu þjónustunnar og eina af hagræðingunum að hafa lokað núna í sumar. Það var bara ákvörðun bæjarstjórnar,” segir Heiða Ösp Kristjánsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs Árborgar. Notendur þjónustunnar eru mjög ánægðir í Árbliki enda vel hugsað um fólkið.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Eldri borgarar Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira