Verra að fá sýkinguna en bólusetninguna Lovísa Arnardóttir skrifar 26. janúar 2024 10:25 Guðrún Aspelund segir ekki lengur hjarðónæmi gegn mislingum á Íslandi. Þátttaka í bólusetningum gegn mislingum er minni en áður og meiri hætta á hópsýkingu. Vísir/Arnar Sóttvarnalæknir, Guðrún Aspelund, segir börn í miklu meiri hættu ef þau eru ekki bólusett við mislingum. Mislingar eru veirusjúkdómur sem var algengur á Íslandi áður en hefur ekki verið það lengi vegna bólusetninga. Dæmigerð einkenni eru hiti og útbrot en veiran getur valdið alvarlegum veikindum og í alvarlegustu tilfellunum skaða á heyrn og sjón og jafnvel dauða. „Það er til öflugt og gott bóluefni gegn mislingum sem ver fólk fyrir lífstíð og er gefið börnum,“ sagði Guðrún sem ræddi mislinga í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún sagði mislinga afar smitandi og hafa mikil áhrif á þá sem ekki eru bólusettir. Eins og ung börn eða fullorðna sem ekki hafa fengið bólusetningu af einhverjum ástæðum. Þátttaka í bólusetningum vegna mislinga hefur dvínað að sögn Guðrúnar. „Það þarf ansi háa þátttöku til að ná þessu svokallaða hjarðónæmi þannig ef smit berst til okkar þannig það nái þá ekki að dreifa sér um samfélagið,“ sagði Guðrún og að eins og stendur væri ekki hjarðónæmi á Íslandi og því meiri áhætta á hópsýkingum. Hún segir að hingað hafi komið mislingar árið 2019. Þá hafi tíu smitast og þeim tekist að stöðva frekari útbreiðslu með bólusetningum. Spurð um ástæður þess að þátttaka hafi farið minnkandi í bólusetningum segir Guðrún margar ástæður fyrir því að en að heimsfaraldur Covid hafi haft áhrif. Færri hafi þegið bólusetningar þá og við dregist aftur úr en að það hafi verið vísbendingar um minni þátttöku fyrir Covid. Hún segir að unnið sé að því með heilsugæslunni að auka þátttöku. „Við mælum sterklega með því,“ svaraði Guðrún um það hver helstu skilaboð þeirra væru til foreldra sem væru efins um bólusetningar. „Þessar bólusetningar sem er boðið upp á hér og er mælt með fyrir börn eru öruggar. En auðvitað er sjálfsagt að fók ræði það við sinn lækni, heimilislækni eða barnalækni, ef það er eitthvað óöruggt,“ sagði Guðrún. „Það er ekkert að óttast,“ spurði Heimir Karlsson? „Það er ekkert að óttast nema að fá sýkingarnar sem er miklu, miklu verra,“ svaraði Guðrún. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að ofan. Heilbrigðismál Bólusetningar Bítið Tengdar fréttir „Þetta er afturför um heilan áratug“ Mikið bakslag hefur orðið í bólusetningum barna víða um heim en 67 milljónir barna hafa misst af einni eða fleiri bólusetningum á síðustu þremur árum. Tortryggni í garð bólusetninga eftir heimsfaraldur spilar þar stórt hlutverk. Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir þetta afturför um heilan áratug en sé ekkert gert gæti tíðni barnadauða aukist. 20. apríl 2023 15:00 Segist alls ekki hafa skipt um skoðun á bólusetningum Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist alls ekki hafa skipt um skoðun á bólusetningum. Hann segir stjórnvöld hafa brugðist hárrétt við í heimsfaraldri Covid-19 miðað við forsendur á sínum tíma. Andstæðingar bóluefna eigi rétt á því að hafa rangt fyrir sér. 3. ágúst 2023 19:06 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Dæmigerð einkenni eru hiti og útbrot en veiran getur valdið alvarlegum veikindum og í alvarlegustu tilfellunum skaða á heyrn og sjón og jafnvel dauða. „Það er til öflugt og gott bóluefni gegn mislingum sem ver fólk fyrir lífstíð og er gefið börnum,“ sagði Guðrún sem ræddi mislinga í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún sagði mislinga afar smitandi og hafa mikil áhrif á þá sem ekki eru bólusettir. Eins og ung börn eða fullorðna sem ekki hafa fengið bólusetningu af einhverjum ástæðum. Þátttaka í bólusetningum vegna mislinga hefur dvínað að sögn Guðrúnar. „Það þarf ansi háa þátttöku til að ná þessu svokallaða hjarðónæmi þannig ef smit berst til okkar þannig það nái þá ekki að dreifa sér um samfélagið,“ sagði Guðrún og að eins og stendur væri ekki hjarðónæmi á Íslandi og því meiri áhætta á hópsýkingum. Hún segir að hingað hafi komið mislingar árið 2019. Þá hafi tíu smitast og þeim tekist að stöðva frekari útbreiðslu með bólusetningum. Spurð um ástæður þess að þátttaka hafi farið minnkandi í bólusetningum segir Guðrún margar ástæður fyrir því að en að heimsfaraldur Covid hafi haft áhrif. Færri hafi þegið bólusetningar þá og við dregist aftur úr en að það hafi verið vísbendingar um minni þátttöku fyrir Covid. Hún segir að unnið sé að því með heilsugæslunni að auka þátttöku. „Við mælum sterklega með því,“ svaraði Guðrún um það hver helstu skilaboð þeirra væru til foreldra sem væru efins um bólusetningar. „Þessar bólusetningar sem er boðið upp á hér og er mælt með fyrir börn eru öruggar. En auðvitað er sjálfsagt að fók ræði það við sinn lækni, heimilislækni eða barnalækni, ef það er eitthvað óöruggt,“ sagði Guðrún. „Það er ekkert að óttast,“ spurði Heimir Karlsson? „Það er ekkert að óttast nema að fá sýkingarnar sem er miklu, miklu verra,“ svaraði Guðrún. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Heilbrigðismál Bólusetningar Bítið Tengdar fréttir „Þetta er afturför um heilan áratug“ Mikið bakslag hefur orðið í bólusetningum barna víða um heim en 67 milljónir barna hafa misst af einni eða fleiri bólusetningum á síðustu þremur árum. Tortryggni í garð bólusetninga eftir heimsfaraldur spilar þar stórt hlutverk. Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir þetta afturför um heilan áratug en sé ekkert gert gæti tíðni barnadauða aukist. 20. apríl 2023 15:00 Segist alls ekki hafa skipt um skoðun á bólusetningum Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist alls ekki hafa skipt um skoðun á bólusetningum. Hann segir stjórnvöld hafa brugðist hárrétt við í heimsfaraldri Covid-19 miðað við forsendur á sínum tíma. Andstæðingar bóluefna eigi rétt á því að hafa rangt fyrir sér. 3. ágúst 2023 19:06 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
„Þetta er afturför um heilan áratug“ Mikið bakslag hefur orðið í bólusetningum barna víða um heim en 67 milljónir barna hafa misst af einni eða fleiri bólusetningum á síðustu þremur árum. Tortryggni í garð bólusetninga eftir heimsfaraldur spilar þar stórt hlutverk. Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir þetta afturför um heilan áratug en sé ekkert gert gæti tíðni barnadauða aukist. 20. apríl 2023 15:00
Segist alls ekki hafa skipt um skoðun á bólusetningum Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist alls ekki hafa skipt um skoðun á bólusetningum. Hann segir stjórnvöld hafa brugðist hárrétt við í heimsfaraldri Covid-19 miðað við forsendur á sínum tíma. Andstæðingar bóluefna eigi rétt á því að hafa rangt fyrir sér. 3. ágúst 2023 19:06