„Ætla ekki að segja að geimverurnar í Space Jam hafi komið og tekið þetta frá þeim“ Valur Páll Eiríksson skrifar 25. janúar 2024 21:00 Landsliðið náði ekki markmiði sínu um sæti í Ólympíuumspili. Vísir/Vilhelm Ísland lauk í gær keppni á Evrópumóti karla í handbolta. Niðurstaðan er 10. sæti, sem þykja vonbrigði. Ísland náði ekki yfirlýstu markmiði sínu að komast í forkeppni fyrir Ólympíuleikana í sumar og hafði þar afar slakur upphafskafli á síðari hálfleiknum gegn Austurríki í gær mikið að segja. Rúnar Kárason, leikmaður Fram og fyrrum landsliðsmaður, segir þann kafla vera lýsandi fyrir mótið. „Þetta slær smá í takt við mótið. Þetta var allt svona „næstum því“ hjá okkur. Spilum okkur í færi og skorum ekki úr því. Mómentið aldrei verið með okkur í mótinu, ef við tökum Króataleikinn út fyrir sviga.“ „Við þurfum að sætta okkur við það að þetta var ekki okkar mót og ég held þetta falli ekki á þessu korteri í leiknum á móti Austurríki. Miklu frekar öllu því sem á undan var skeð.“ Fyrrum landsliðsmaðurinn Rúnar Kárason segir leikinn við Austurríki hafa súmmerað mótið upp vel.Vísir/Arnar Rúnar var spurður út í færanýtingu Íslands á mótinu en hún var einn ef ekki helsti hausverkur liðsins. „Ég hugsa það. Eiginlega ekki hægt að útskýra það neitt öðruvísi. Þetta eru strákar sem eru öllu jafna með mjög góða nýtingu,“ sagði Rúnar aðspurður hvort slök færanýting liðsins hefði verið komin í hausinn á mönnum. „Ætla ekki að segja að það sé einhver afsökun eða útskýring endilega en stundum vill það vera þannig að þú kemur inn í mót og hlutirnir virka ekki eins og þeir eiga að virka og þú ert smá fastur í því fari allt mótið. Fannst það vera tónninn sem við erum að díla við.“ „Þessir strákar eru með frábæra færanýtingu alla jafna þannig að ég ætla ekki að segja að geimverurnar í Space Jam hafi komið og tekið þetta frá þeim yfir nóttu eða eitthvað þannig.“ „Þetta var bara eins og þetta var og maður er viss um að þeir muni setjast niður, skoða hvar fór úrskeiðis og koma tvíefldir í næsta mót,“ sagði Rúnar að lokum. Innslagið úr Sportpakka Stöðvar 2 má sjá hér að ofan. Handbolti EM 2024 í handbolta Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Leik lokið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingalið í undanúrslitum Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Sjá meira
Ísland náði ekki yfirlýstu markmiði sínu að komast í forkeppni fyrir Ólympíuleikana í sumar og hafði þar afar slakur upphafskafli á síðari hálfleiknum gegn Austurríki í gær mikið að segja. Rúnar Kárason, leikmaður Fram og fyrrum landsliðsmaður, segir þann kafla vera lýsandi fyrir mótið. „Þetta slær smá í takt við mótið. Þetta var allt svona „næstum því“ hjá okkur. Spilum okkur í færi og skorum ekki úr því. Mómentið aldrei verið með okkur í mótinu, ef við tökum Króataleikinn út fyrir sviga.“ „Við þurfum að sætta okkur við það að þetta var ekki okkar mót og ég held þetta falli ekki á þessu korteri í leiknum á móti Austurríki. Miklu frekar öllu því sem á undan var skeð.“ Fyrrum landsliðsmaðurinn Rúnar Kárason segir leikinn við Austurríki hafa súmmerað mótið upp vel.Vísir/Arnar Rúnar var spurður út í færanýtingu Íslands á mótinu en hún var einn ef ekki helsti hausverkur liðsins. „Ég hugsa það. Eiginlega ekki hægt að útskýra það neitt öðruvísi. Þetta eru strákar sem eru öllu jafna með mjög góða nýtingu,“ sagði Rúnar aðspurður hvort slök færanýting liðsins hefði verið komin í hausinn á mönnum. „Ætla ekki að segja að það sé einhver afsökun eða útskýring endilega en stundum vill það vera þannig að þú kemur inn í mót og hlutirnir virka ekki eins og þeir eiga að virka og þú ert smá fastur í því fari allt mótið. Fannst það vera tónninn sem við erum að díla við.“ „Þessir strákar eru með frábæra færanýtingu alla jafna þannig að ég ætla ekki að segja að geimverurnar í Space Jam hafi komið og tekið þetta frá þeim yfir nóttu eða eitthvað þannig.“ „Þetta var bara eins og þetta var og maður er viss um að þeir muni setjast niður, skoða hvar fór úrskeiðis og koma tvíefldir í næsta mót,“ sagði Rúnar að lokum. Innslagið úr Sportpakka Stöðvar 2 má sjá hér að ofan.
Handbolti EM 2024 í handbolta Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Leik lokið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingalið í undanúrslitum Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða