Kristinfræði og trúarbragðafræði til stúdentsprófs Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 24. janúar 2024 12:01 Í dag 24. janúar er Alþjóðlegi menntadagurinn á vegum Sameinuðu þjóðanna. Í ár er áhersla lögð á baráttu gegn hatursorðræðu og „ný úrræði menntunar í þágu varanlegs friðar“. Á 21. öld eru það trúfrelsi og fjölmenning sem eru stóru viðfangsefni samtímans og forsenda farsællar fjölmenningar er menntun. Farsælt fjölmenningarsamfélag byggir á því að fjölskyldur sem hingað flytja séu ekki útsettar fyrir fordómum og útskúfun á grundvelli fáfræði í garð menningar- og trúarhefða. Skilningur á eðli, uppruna og samskiptum trúarbragða er þannig æ mikilvægari þáttur í menntun ungmenna. Í þeim löndum sem við berum okkur saman við er kennsla í kristinfræði og trúarbragðafræði víða skyldufag til stúdentsprófs. Menntun á sviði kristinfræði og trúarbragðafræði er grundvallarforsenda þess að sporna gegn fordómum í garð þeirra sem hafa annan menningar- og trúarbakgrunn en við sjálf. Trúarbragðafræði leitast við að bera saman ólík trúarbrögð og finna þvermenningarleg tengsl á milli þeirra og í kristinfræði felst lykill að menningarlæsi okkar. Engum kemur til hugar að það að standa vörð um íslensku í okkar samfélagi sé ógn við tungumálakennslu eða brot á réttindum þeirra sem ekki hafa íslensku að móðurmáli. Þvert á móti er íslenskukennsla forsenda þess að Íslendingar geti lært og skilið önnur tungumál og kennsla í íslensku sem annað mál, auðveldar þeim sem eiga annað móðurmál að aðlagast íslensku samfélagi. Hið sama á við um trúarhefðir okkar Íslendinga. Farsæl fjölmenning krefst þess ekki að við leggjum til hliðar þá trúararfleifð sem við erum sprottin úr, og allra síst í skólakerfinu, heldur að við ástundum uppfræðslu og jákvæða forvitni. Sú hugmynd að til sé hlutlaust samfélag, samfélag sem ekki hefur gildismat og heldur ekki á lofti siðum og venjum, er tálsýn og í raun ógn við farsæla fjölmenningu. Félagsvísindi 20. aldar gerðu ráð fyrir því að trúarbrögð væru hverfandi fyrirbæri og afgangsstærð í skýringarlíkönum mannlegrar hegðunar. Í dag eru þau viðhorf jafn úrelt og trúarbrögðin voru talin, en trú og trúarbrögð eru daglegt fréttaefni og mótandi afl í allri umræðu bæði innan og á milli samfélaga. Trúin hvarf aldrei, heldur efldist með fólksflutningum, bættum samgöngum og samskiptum, brást við ógnum í þeim samfélögum sem vildu útrýma trúarbrögðum og þróaðist í takt við þjóðfélagsbreytingar, eins og hún hefur alltaf gert. Það sem hefur breyst er að þekking á trúarhefðum hefur minnkað og því þarf að efla fræðslu í skólakerfinu á tímum þar sem þekking á trú og trúarbrögðum hefur aldrei verið mikilvægari. Trúarbrögð eru flókin veruleiki. Munur á milli kristinna kirkjadeilda getur verið svo mikill að ekki er hægt að leggja þær að jöfnu, að ekki sé talað um á milli ólíkra trúarbragða. Alhæfingar og upphrópanir í garð trúarhefða eru áberandi í umræðunni og það á jafnvel við um þann sið sem hefur mótað menningu okkar hvað mest. Menning er fjölbreytt og trúarbrögð eru ólík, en raunveruleg fjölmenning fagnar þeim fjölbreytileika sem auðgar samfélag okkar, einmitt af því að við erum ólík en tilheyrum sama samfélagi. Á Alþjóðlega menntadeginum, sem í ár hefur frið og baráttu gegn hatursorðræðu að leiðarljósi, hvet ég menntamálayfirvöld til að stórauka fræðslu um trú og trúarbrögð. https://unric.org/is/althjodlegi-menntadagurinn-helgadur-barattu-gegn-hatursordraedu/ Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Trúmál Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í dag 24. janúar er Alþjóðlegi menntadagurinn á vegum Sameinuðu þjóðanna. Í ár er áhersla lögð á baráttu gegn hatursorðræðu og „ný úrræði menntunar í þágu varanlegs friðar“. Á 21. öld eru það trúfrelsi og fjölmenning sem eru stóru viðfangsefni samtímans og forsenda farsællar fjölmenningar er menntun. Farsælt fjölmenningarsamfélag byggir á því að fjölskyldur sem hingað flytja séu ekki útsettar fyrir fordómum og útskúfun á grundvelli fáfræði í garð menningar- og trúarhefða. Skilningur á eðli, uppruna og samskiptum trúarbragða er þannig æ mikilvægari þáttur í menntun ungmenna. Í þeim löndum sem við berum okkur saman við er kennsla í kristinfræði og trúarbragðafræði víða skyldufag til stúdentsprófs. Menntun á sviði kristinfræði og trúarbragðafræði er grundvallarforsenda þess að sporna gegn fordómum í garð þeirra sem hafa annan menningar- og trúarbakgrunn en við sjálf. Trúarbragðafræði leitast við að bera saman ólík trúarbrögð og finna þvermenningarleg tengsl á milli þeirra og í kristinfræði felst lykill að menningarlæsi okkar. Engum kemur til hugar að það að standa vörð um íslensku í okkar samfélagi sé ógn við tungumálakennslu eða brot á réttindum þeirra sem ekki hafa íslensku að móðurmáli. Þvert á móti er íslenskukennsla forsenda þess að Íslendingar geti lært og skilið önnur tungumál og kennsla í íslensku sem annað mál, auðveldar þeim sem eiga annað móðurmál að aðlagast íslensku samfélagi. Hið sama á við um trúarhefðir okkar Íslendinga. Farsæl fjölmenning krefst þess ekki að við leggjum til hliðar þá trúararfleifð sem við erum sprottin úr, og allra síst í skólakerfinu, heldur að við ástundum uppfræðslu og jákvæða forvitni. Sú hugmynd að til sé hlutlaust samfélag, samfélag sem ekki hefur gildismat og heldur ekki á lofti siðum og venjum, er tálsýn og í raun ógn við farsæla fjölmenningu. Félagsvísindi 20. aldar gerðu ráð fyrir því að trúarbrögð væru hverfandi fyrirbæri og afgangsstærð í skýringarlíkönum mannlegrar hegðunar. Í dag eru þau viðhorf jafn úrelt og trúarbrögðin voru talin, en trú og trúarbrögð eru daglegt fréttaefni og mótandi afl í allri umræðu bæði innan og á milli samfélaga. Trúin hvarf aldrei, heldur efldist með fólksflutningum, bættum samgöngum og samskiptum, brást við ógnum í þeim samfélögum sem vildu útrýma trúarbrögðum og þróaðist í takt við þjóðfélagsbreytingar, eins og hún hefur alltaf gert. Það sem hefur breyst er að þekking á trúarhefðum hefur minnkað og því þarf að efla fræðslu í skólakerfinu á tímum þar sem þekking á trú og trúarbrögðum hefur aldrei verið mikilvægari. Trúarbrögð eru flókin veruleiki. Munur á milli kristinna kirkjadeilda getur verið svo mikill að ekki er hægt að leggja þær að jöfnu, að ekki sé talað um á milli ólíkra trúarbragða. Alhæfingar og upphrópanir í garð trúarhefða eru áberandi í umræðunni og það á jafnvel við um þann sið sem hefur mótað menningu okkar hvað mest. Menning er fjölbreytt og trúarbrögð eru ólík, en raunveruleg fjölmenning fagnar þeim fjölbreytileika sem auðgar samfélag okkar, einmitt af því að við erum ólík en tilheyrum sama samfélagi. Á Alþjóðlega menntadeginum, sem í ár hefur frið og baráttu gegn hatursorðræðu að leiðarljósi, hvet ég menntamálayfirvöld til að stórauka fræðslu um trú og trúarbrögð. https://unric.org/is/althjodlegi-menntadagurinn-helgadur-barattu-gegn-hatursordraedu/ Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun